Erlent

Barn fann gleymda byssu og skaut sig í höfuðið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Heimili drengsins þar sem stjúpfaðir hans fann hann í blóði sínu á föstudaginn.
Heimili drengsins þar sem stjúpfaðir hans fann hann í blóði sínu á föstudaginn. MYND/WFTS

Tólf ára gamall drengur í Flórída liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hann fann skammbyssu, sem foreldrar hans höfðu gleymt að þau ættu, og skaut sig í höfuðið af slysni. Byssan var í skókassa inni í skáp og hafði verið þar síðan fjölskyldan flutti fyrir nokkrum árum. Foreldrarnir gleymdu því svo að skotvopn væri á heimilinu þar til það rifjaðist upp á þennan hörmulega hátt. Lög Flórída-ríkis banna að hlaðið skotvopn sé geymt þannig að börn nái til þess en lögregla telur þó ósennilegt að ákært verði í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×