Fleiri fréttir Vélmenni munu aðstoða eldri borgara Eldri borgarar á hjúkrunarheimilum mega í framtíðinni eiga von á því að vélmenni sjái um að aðstoða þá við daglegt líf, svo sem við böðun og ferðir á snyrtinguna. Þetta segja talsmenn Tækniháskólans í Danmörku. 10.5.2008 14:14 Býður Mugabe forseta byrginn Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, Morgan Tsvangirai, segir að hann muni taka þátt í annarri umferð forsetakosninganna, þrátt fyrir mikla óöld í tengslum við kosningarnar. 10.5.2008 13:34 Samið um frið við shíta múslima Stjórnvöld í Írak tilkynntu í dag að þau hefðu náð samkomulagi við Mogtada al-Sadr, leiðtoga shíta múslima um að binda endi á vikulanga bardaga í austurhluta Bagdad milli skæruliða og varnarsveita. 10.5.2008 13:06 Vilja nýja stjórnarskrá í skugga náttúruhörmunga Herforingjastjórnin í Búrma notar hörmungar undanfarinna daga til að hvetja fólk í landinu til að samþykkja nýja stjórnarskrá. 10.5.2008 10:15 Hvítahúsið bregst við ofbeldinu í Beirút Bandaríkin eru að ráðfæra sig við öryggisráð sameinuðu þjóðanna og aðra í miðausturlöndum um hugsanlegar aðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á ofbeldinu í Beirút. Þetta kom fram hjá talsmanni Hvíta hússins nú í kvöld. 9.5.2008 20:54 Blair gefur Brown góð ráð Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands gefur Gordon Brown núverandi forsætisráðherra ráð í ólgunni sem nú ríkir í kringum þann síðarnefnda. Hann hefur sagt honum hvernig hann geti sigrað næstu kosningar, þetta segir Cherie Blair í The Times í dag. 9.5.2008 21:59 Þrjú tungl á braut um jörðu Vísindamenn Geimferðastofnunar Bandaríkjanna telja að jörðin hafi upphaflega átt sér þrjú tungl. 9.5.2008 11:30 Fá að lenda á mánudaginn Herforingjastjórnin í Búrma hefur heimilað Bandaríkjamönnum að fljúga með hjálpargögn til landsins en flugvélar þeirra fá þó ekki að lenda fyrr en á mánudag. 9.5.2008 18:59 Hætta á borgarastyrjöld í Líbanon Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. 9.5.2008 18:30 Frakkar senda herskip til Burma Frakkar ætla að senda herskip með hjálpargögn til Burma þrátt fyrir að stjórnvöld þar í landi vilji ekki hleypa erlendum hjálparsveitum inn í landið. 9.5.2008 14:20 SÞ stöðvar fltuning á hjálpargögnum til Búrma Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að stöðva flutning hjálpargagna til Búrma að sinni eftir að hermenn á vegum þarlendra stjórnvalda lögðu hald á tvær sendingar á Yangon-flugvelli. 9.5.2008 13:57 Skar sig á háls til þess að bjarga lífinu Þegar Steve Wilder sem býr í Nebraska vaknaði við það í síðustu viku að hann gat ekki andað, sá hann framá að hjálpin myndist ekki berast nógu fljótt þótt hann hringdi í neyðarlínuna. 9.5.2008 11:48 Tíu rostungar í gerfihnattasambandi Gerfihnattasendum hefur verið komið fyrir í tíu rostungum á Grænlandi. Ætlunin er að kanna hvort rostungarnir eyði sumrinu í Kanada. 9.5.2008 10:57 Fritzl vann í Danmörku Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, sem læsti dóttur sína inni og misnotaði í 24 ár, vann hjá raftækjafyrirtæki í Danmörku á sjöunda áratug síðustu aldar. Frá þessu greinir Ekstra Bladet í dag. 9.5.2008 08:59 Kartöfluflögur eru grænmeti og appelsín er ávöxtur Herferð breskra heilbrigðisyfirvalda sem miðar að því að fá þarlenda til að borða fleiri ávexti og meira grænmeti hefur gjörsamlega mistekist. 9.5.2008 08:28 Gangan mikla endurtekin Sjötíu og tveggja ára gamall maður í Anhui héraði í Kína heimsótti son sinn í fangelsi um daginn. Það væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök að fangelsið er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá heimili mannsins og að hann fór leiðina fótgangandi. 9.5.2008 08:25 Átök magnast í Beirút Leiðtogi Hisbolla samtakanna í Líbanon segir að stríð sé skollið á í landinu. Bardagar brutust út á milli Hisbolla skæruliða og súnní múslíma í höfuðborginni Beirut í fyrradag og lítið lát virðist á þeim. 9.5.2008 08:19 Herforingjarnir vilja hjálpargögn en enga útlendinga Herforingjarnir sem fara með völdin í Búrma segjast þyggja hjálpargögn og matvæli með þökkum en að landið sé ekki reiðubúið til að taka við erlendum hjálparstarfsmönnum. Sendiráð Búrma í tælandi er lokað í dag. 9.5.2008 07:16 Olmert viðurkennir að hafa þegið fé Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels viðurkenndi nú í kvöld að hafa þegið fé frá bandarískum kaupsýslumanni í kosningasjóð sinn, en neitaði að um væri að ræða mútur. Hann sagðist ekki ætla að segja af sér nema hann yrðir ákærður. 8.5.2008 21:06 Fyrstu hjálpargögnin berast til Búrma Fyrstu hjálpargögnin bárust í dag til Búrma.Talsmenn hjálparstofnana segja það stjórnvöldum í Búrma að kenna að þau hafi ekki borist fyrr. Óttast er að yfir eitthundrað þúsund manns hafi farist í fellibylnum sem gekk yfir landið á laugardag og milljónir manna hafa misst heimili sín. 8.5.2008 18:45 Skikkuð til að læra sund Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að tólf ára gömul múslimatelpa geti ekki sleppt sundkennslu vegna trúar sinnar. 8.5.2008 16:25 Þjófar í Moskvu gerast æ fingralengri Þjófar Moskvu ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur um þessar mundir. 8.5.2008 16:05 Rússar vísa bandarískum sendifulltrúum úr landi Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að vísa tveimur sendifulltrúum Bandaríkjanna á sviði hermála úr landi. 8.5.2008 16:05 Rauða ljósið á skattstofunni Finnska skattavesenið krefst þess nú að tveir stjórnendur útibúsins í Rovainemi geri grein fyrir ástarleikjum sínum í fundarherbergi útibúsins. 8.5.2008 14:59 Ég er ekki maður sem misnotar lítil börn - Fritzl Austurríski faðirinn Josef Fritzl spurði blaðamann sem hann talaði við hvort það stæðu aðeins neikvæðir hlutir um hann í fjölmiðlum. 8.5.2008 12:45 Löggan leggur lúða í einelti Innanríkisráðherra Bretlands vill að lögreglan leggi götudólga í einelti. 8.5.2008 10:22 Rannsaka dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum Lögreglan á Cayman-eyjum rannsakar nú dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum á eyjunum. Eðlurnar voru drepnar í sérstakri útungunar- og uppeldisstöð fyrir þær en eðlurnar eru í mikilli útrýmingarhættu og algerlega friðaðar. 8.5.2008 10:16 Pútín ætlar að ráðast gegn verðbólgunni Vladímír Pútín sagðist í dag myndu ráðast gegn vaxandi verðbólgu í Rússlandi og að efnahagur Rússlands myndi innan nokkurra ára verða umfangsmeiri en Breta. 8.5.2008 09:16 Sjóræningjafáni í grenndarkynningu Slökkviliðsmaður í London á yfir höfði sér málsókn fyrir að flagga sjóræningjafána í garðinum sínum. David Waterman var að halda upp á átta ára afmæli dóttur sinnar og eins og tíðkast oft í afmælum var ákveðið þema í veislunni. 8.5.2008 08:36 Stórfótur fær bætur frá Volvo Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sænska bílaframleiðandann Volvo til að greiða manni bætur vegna þess að fætur hans pössuðu ekki á pedala bílsins hans. Dómarinn komst að því að Volvo ætti að sjá til þess að stjórntæki bílsins pössuðu manninum ellegar að endurgreiða honum fimm prósent af verði bílsins. 8.5.2008 08:29 Pútín verður forsætisráðherra Búist er við því að rússneska þingið gefi í dag samþykki sitt fyrir því að Vladimír Pútin verði skipaður forsætisráðherra Rússlands. 8.5.2008 08:28 Jarðskjálfti í Japan Sterkur jarðskjálfti átti sér stað undan ströndum Japans í nótt. Talið er að skjálftinn hafi verið sex komma átta á Richter kvarðanum og fannst hann greinilega í hundrað kílómetra fjarlægði í höfuðborginni Tokyo. 8.5.2008 08:19 Ísrael á afmæli Hátíðarhöld eru hafin í Ísrael til að fagna sextíu ára afmælis ríkisins. Götur í Jerúsalem voru fullar af fólki í nótt sem fylgdist með glæsilegum flugeldasýningum en í dag er fyrirhuguð mikil flugsýning í höfuðborginni Tel Aviv. Ísreael lýsti yfir sjálfstæði 14. maí 1948 en Palestínumenn kalla daginn hamfaradaginn. 8.5.2008 08:02 Ólympíueldurinn á tindi Everest fjalls Hópur kínverskra og Tíbetskra fjallaklifrara náði í nótt á tind Everest fjalls með Ólympíueldinn. Kínverska sjónvarpið sýndi í beinni útsendingu þegar hópurinn náði á topp fjallsins sem er það hæsta í heimi. 8.5.2008 07:59 Herforingjarnir í Búrma draga lappirnar Áhyggjur manna aukast dag frá degi yfir þeirri tregðu sem yfirvöld í Búrma virðast vera haldin til að samþykkja aðstoð erlendis frá vegna hamfarana sem riðið hafa yfir landið í kjölfar fellibylsins Nargis. 8.5.2008 07:52 Byssumaðurinn í London átti í vandræðum með áfengi Byssumaðurinn sem skotinn var til bana eftir fimm tíma umsátur í vesturhluta London í gærkvöldi var 32 ára gamall lögfræðingur að nafni Mark Saunders. Vinir lögfræðingsins segja hann hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Síðustu skilaboð hans til eiginkonunnar voru að hann elskaði hana afar heitt. 7.5.2008 21:03 Berlusconi kallar Frattini heim frá Brussel í ríkisstjórn sína Silvio Berlusconi hefur myndað ríkisstjórn með flokkum á miðjunni og hægri væng stjórnmálanna á Ítalíu eftir sigur flokkabandalags hans í kosningum í apríl. 7.5.2008 22:50 Búrma: Talið að rúmlega 100 þúsund hafi farist Bandarískir sendifulltrúar segjast hafa heimildir fyrir því að rúmlega hundrað þúsund manns hafi farist þegar fellibylur gekk yfir Búrma um síðustu helgi. Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, var í Búrma 2003. Hann óttast að mun fleiri hafi farist en herforingjastjórnin í landinu hefur viðurkennt. 7.5.2008 19:00 Tala látinna yfir 100.000 í Búrma Bandarískir diplómatar sem staddir eru í Búrma segja að tala látinna sé yfir hundrað þúsund. Fram hefur komið að ein milljón manna sé heimilislaus eftir yfireið fellibyljarins og þá eru enn um fimm þúsund ferkílómetrar lands undir vatni. 7.5.2008 18:10 Um 20 Svía saknað í Búrma Um 20 starfsmanna sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar er saknað í Búrma eftir yfirreið fellibyljarins Nargis um síðustu helgi. 7.5.2008 17:04 Kínverskir ökuþrjótar brengla bílnúmerin Kínverskir ökuníðingar hafa nú komið höndum yfir tæknibúnað sem gerir þeim kleift að stunda brot sín án þess að upp komist 7.5.2008 16:46 Papparassar sitja um kjallarafjölskylduna Ásókn ljósmyndara í kjallarafjölskylduna í Austurríki er slík að sérsveit lögreglunnar hefur sett til þess að gæta dótturinnar Kerstin. Hún liggur helsjúk á sjúkrahúsi. 7.5.2008 16:00 Hættulegustu Evrópulöndin að keyra í -Ísland númer 17 Ísland er sautjánda hættulegasta land í Evrópu að keyra í, samkvæmt samantekt norsku vegagerðarinnar. 7.5.2008 15:04 300 kettir í frystikistu Maður í Sacramento í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn eftir að 300 kettir fundust í fyrstikistum hans. Í íbúðinni voru einnig 30 lifandi kettir. 7.5.2008 14:30 Hillary lánaði sjálfri sér hálfan milljarð Hillary Clinton lánaði sjálf kosningasjóði sínum 6,4 milljónir dollara í síðasta mánuði. Það er tæplega hálfur milljarður íslenskra króna. 7.5.2008 13:59 Sjá næstu 50 fréttir
Vélmenni munu aðstoða eldri borgara Eldri borgarar á hjúkrunarheimilum mega í framtíðinni eiga von á því að vélmenni sjái um að aðstoða þá við daglegt líf, svo sem við böðun og ferðir á snyrtinguna. Þetta segja talsmenn Tækniháskólans í Danmörku. 10.5.2008 14:14
Býður Mugabe forseta byrginn Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, Morgan Tsvangirai, segir að hann muni taka þátt í annarri umferð forsetakosninganna, þrátt fyrir mikla óöld í tengslum við kosningarnar. 10.5.2008 13:34
Samið um frið við shíta múslima Stjórnvöld í Írak tilkynntu í dag að þau hefðu náð samkomulagi við Mogtada al-Sadr, leiðtoga shíta múslima um að binda endi á vikulanga bardaga í austurhluta Bagdad milli skæruliða og varnarsveita. 10.5.2008 13:06
Vilja nýja stjórnarskrá í skugga náttúruhörmunga Herforingjastjórnin í Búrma notar hörmungar undanfarinna daga til að hvetja fólk í landinu til að samþykkja nýja stjórnarskrá. 10.5.2008 10:15
Hvítahúsið bregst við ofbeldinu í Beirút Bandaríkin eru að ráðfæra sig við öryggisráð sameinuðu þjóðanna og aðra í miðausturlöndum um hugsanlegar aðgerðir gegn þeim sem bera ábyrgð á ofbeldinu í Beirút. Þetta kom fram hjá talsmanni Hvíta hússins nú í kvöld. 9.5.2008 20:54
Blair gefur Brown góð ráð Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands gefur Gordon Brown núverandi forsætisráðherra ráð í ólgunni sem nú ríkir í kringum þann síðarnefnda. Hann hefur sagt honum hvernig hann geti sigrað næstu kosningar, þetta segir Cherie Blair í The Times í dag. 9.5.2008 21:59
Þrjú tungl á braut um jörðu Vísindamenn Geimferðastofnunar Bandaríkjanna telja að jörðin hafi upphaflega átt sér þrjú tungl. 9.5.2008 11:30
Fá að lenda á mánudaginn Herforingjastjórnin í Búrma hefur heimilað Bandaríkjamönnum að fljúga með hjálpargögn til landsins en flugvélar þeirra fá þó ekki að lenda fyrr en á mánudag. 9.5.2008 18:59
Hætta á borgarastyrjöld í Líbanon Hætta er á að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Hizbollah-skæruliðar hafa lagt undir sig megnið af höfuðborginni Beirút. 9.5.2008 18:30
Frakkar senda herskip til Burma Frakkar ætla að senda herskip með hjálpargögn til Burma þrátt fyrir að stjórnvöld þar í landi vilji ekki hleypa erlendum hjálparsveitum inn í landið. 9.5.2008 14:20
SÞ stöðvar fltuning á hjálpargögnum til Búrma Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að stöðva flutning hjálpargagna til Búrma að sinni eftir að hermenn á vegum þarlendra stjórnvalda lögðu hald á tvær sendingar á Yangon-flugvelli. 9.5.2008 13:57
Skar sig á háls til þess að bjarga lífinu Þegar Steve Wilder sem býr í Nebraska vaknaði við það í síðustu viku að hann gat ekki andað, sá hann framá að hjálpin myndist ekki berast nógu fljótt þótt hann hringdi í neyðarlínuna. 9.5.2008 11:48
Tíu rostungar í gerfihnattasambandi Gerfihnattasendum hefur verið komið fyrir í tíu rostungum á Grænlandi. Ætlunin er að kanna hvort rostungarnir eyði sumrinu í Kanada. 9.5.2008 10:57
Fritzl vann í Danmörku Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, sem læsti dóttur sína inni og misnotaði í 24 ár, vann hjá raftækjafyrirtæki í Danmörku á sjöunda áratug síðustu aldar. Frá þessu greinir Ekstra Bladet í dag. 9.5.2008 08:59
Kartöfluflögur eru grænmeti og appelsín er ávöxtur Herferð breskra heilbrigðisyfirvalda sem miðar að því að fá þarlenda til að borða fleiri ávexti og meira grænmeti hefur gjörsamlega mistekist. 9.5.2008 08:28
Gangan mikla endurtekin Sjötíu og tveggja ára gamall maður í Anhui héraði í Kína heimsótti son sinn í fangelsi um daginn. Það væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök að fangelsið er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá heimili mannsins og að hann fór leiðina fótgangandi. 9.5.2008 08:25
Átök magnast í Beirút Leiðtogi Hisbolla samtakanna í Líbanon segir að stríð sé skollið á í landinu. Bardagar brutust út á milli Hisbolla skæruliða og súnní múslíma í höfuðborginni Beirut í fyrradag og lítið lát virðist á þeim. 9.5.2008 08:19
Herforingjarnir vilja hjálpargögn en enga útlendinga Herforingjarnir sem fara með völdin í Búrma segjast þyggja hjálpargögn og matvæli með þökkum en að landið sé ekki reiðubúið til að taka við erlendum hjálparstarfsmönnum. Sendiráð Búrma í tælandi er lokað í dag. 9.5.2008 07:16
Olmert viðurkennir að hafa þegið fé Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels viðurkenndi nú í kvöld að hafa þegið fé frá bandarískum kaupsýslumanni í kosningasjóð sinn, en neitaði að um væri að ræða mútur. Hann sagðist ekki ætla að segja af sér nema hann yrðir ákærður. 8.5.2008 21:06
Fyrstu hjálpargögnin berast til Búrma Fyrstu hjálpargögnin bárust í dag til Búrma.Talsmenn hjálparstofnana segja það stjórnvöldum í Búrma að kenna að þau hafi ekki borist fyrr. Óttast er að yfir eitthundrað þúsund manns hafi farist í fellibylnum sem gekk yfir landið á laugardag og milljónir manna hafa misst heimili sín. 8.5.2008 18:45
Skikkuð til að læra sund Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að tólf ára gömul múslimatelpa geti ekki sleppt sundkennslu vegna trúar sinnar. 8.5.2008 16:25
Þjófar í Moskvu gerast æ fingralengri Þjófar Moskvu ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur um þessar mundir. 8.5.2008 16:05
Rússar vísa bandarískum sendifulltrúum úr landi Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að vísa tveimur sendifulltrúum Bandaríkjanna á sviði hermála úr landi. 8.5.2008 16:05
Rauða ljósið á skattstofunni Finnska skattavesenið krefst þess nú að tveir stjórnendur útibúsins í Rovainemi geri grein fyrir ástarleikjum sínum í fundarherbergi útibúsins. 8.5.2008 14:59
Ég er ekki maður sem misnotar lítil börn - Fritzl Austurríski faðirinn Josef Fritzl spurði blaðamann sem hann talaði við hvort það stæðu aðeins neikvæðir hlutir um hann í fjölmiðlum. 8.5.2008 12:45
Löggan leggur lúða í einelti Innanríkisráðherra Bretlands vill að lögreglan leggi götudólga í einelti. 8.5.2008 10:22
Rannsaka dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum Lögreglan á Cayman-eyjum rannsakar nú dráp á sex bláum risastórum iguana-eðlum á eyjunum. Eðlurnar voru drepnar í sérstakri útungunar- og uppeldisstöð fyrir þær en eðlurnar eru í mikilli útrýmingarhættu og algerlega friðaðar. 8.5.2008 10:16
Pútín ætlar að ráðast gegn verðbólgunni Vladímír Pútín sagðist í dag myndu ráðast gegn vaxandi verðbólgu í Rússlandi og að efnahagur Rússlands myndi innan nokkurra ára verða umfangsmeiri en Breta. 8.5.2008 09:16
Sjóræningjafáni í grenndarkynningu Slökkviliðsmaður í London á yfir höfði sér málsókn fyrir að flagga sjóræningjafána í garðinum sínum. David Waterman var að halda upp á átta ára afmæli dóttur sinnar og eins og tíðkast oft í afmælum var ákveðið þema í veislunni. 8.5.2008 08:36
Stórfótur fær bætur frá Volvo Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt sænska bílaframleiðandann Volvo til að greiða manni bætur vegna þess að fætur hans pössuðu ekki á pedala bílsins hans. Dómarinn komst að því að Volvo ætti að sjá til þess að stjórntæki bílsins pössuðu manninum ellegar að endurgreiða honum fimm prósent af verði bílsins. 8.5.2008 08:29
Pútín verður forsætisráðherra Búist er við því að rússneska þingið gefi í dag samþykki sitt fyrir því að Vladimír Pútin verði skipaður forsætisráðherra Rússlands. 8.5.2008 08:28
Jarðskjálfti í Japan Sterkur jarðskjálfti átti sér stað undan ströndum Japans í nótt. Talið er að skjálftinn hafi verið sex komma átta á Richter kvarðanum og fannst hann greinilega í hundrað kílómetra fjarlægði í höfuðborginni Tokyo. 8.5.2008 08:19
Ísrael á afmæli Hátíðarhöld eru hafin í Ísrael til að fagna sextíu ára afmælis ríkisins. Götur í Jerúsalem voru fullar af fólki í nótt sem fylgdist með glæsilegum flugeldasýningum en í dag er fyrirhuguð mikil flugsýning í höfuðborginni Tel Aviv. Ísreael lýsti yfir sjálfstæði 14. maí 1948 en Palestínumenn kalla daginn hamfaradaginn. 8.5.2008 08:02
Ólympíueldurinn á tindi Everest fjalls Hópur kínverskra og Tíbetskra fjallaklifrara náði í nótt á tind Everest fjalls með Ólympíueldinn. Kínverska sjónvarpið sýndi í beinni útsendingu þegar hópurinn náði á topp fjallsins sem er það hæsta í heimi. 8.5.2008 07:59
Herforingjarnir í Búrma draga lappirnar Áhyggjur manna aukast dag frá degi yfir þeirri tregðu sem yfirvöld í Búrma virðast vera haldin til að samþykkja aðstoð erlendis frá vegna hamfarana sem riðið hafa yfir landið í kjölfar fellibylsins Nargis. 8.5.2008 07:52
Byssumaðurinn í London átti í vandræðum með áfengi Byssumaðurinn sem skotinn var til bana eftir fimm tíma umsátur í vesturhluta London í gærkvöldi var 32 ára gamall lögfræðingur að nafni Mark Saunders. Vinir lögfræðingsins segja hann hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Síðustu skilaboð hans til eiginkonunnar voru að hann elskaði hana afar heitt. 7.5.2008 21:03
Berlusconi kallar Frattini heim frá Brussel í ríkisstjórn sína Silvio Berlusconi hefur myndað ríkisstjórn með flokkum á miðjunni og hægri væng stjórnmálanna á Ítalíu eftir sigur flokkabandalags hans í kosningum í apríl. 7.5.2008 22:50
Búrma: Talið að rúmlega 100 þúsund hafi farist Bandarískir sendifulltrúar segjast hafa heimildir fyrir því að rúmlega hundrað þúsund manns hafi farist þegar fellibylur gekk yfir Búrma um síðustu helgi. Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands, var í Búrma 2003. Hann óttast að mun fleiri hafi farist en herforingjastjórnin í landinu hefur viðurkennt. 7.5.2008 19:00
Tala látinna yfir 100.000 í Búrma Bandarískir diplómatar sem staddir eru í Búrma segja að tala látinna sé yfir hundrað þúsund. Fram hefur komið að ein milljón manna sé heimilislaus eftir yfireið fellibyljarins og þá eru enn um fimm þúsund ferkílómetrar lands undir vatni. 7.5.2008 18:10
Um 20 Svía saknað í Búrma Um 20 starfsmanna sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar er saknað í Búrma eftir yfirreið fellibyljarins Nargis um síðustu helgi. 7.5.2008 17:04
Kínverskir ökuþrjótar brengla bílnúmerin Kínverskir ökuníðingar hafa nú komið höndum yfir tæknibúnað sem gerir þeim kleift að stunda brot sín án þess að upp komist 7.5.2008 16:46
Papparassar sitja um kjallarafjölskylduna Ásókn ljósmyndara í kjallarafjölskylduna í Austurríki er slík að sérsveit lögreglunnar hefur sett til þess að gæta dótturinnar Kerstin. Hún liggur helsjúk á sjúkrahúsi. 7.5.2008 16:00
Hættulegustu Evrópulöndin að keyra í -Ísland númer 17 Ísland er sautjánda hættulegasta land í Evrópu að keyra í, samkvæmt samantekt norsku vegagerðarinnar. 7.5.2008 15:04
300 kettir í frystikistu Maður í Sacramento í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn eftir að 300 kettir fundust í fyrstikistum hans. Í íbúðinni voru einnig 30 lifandi kettir. 7.5.2008 14:30
Hillary lánaði sjálfri sér hálfan milljarð Hillary Clinton lánaði sjálf kosningasjóði sínum 6,4 milljónir dollara í síðasta mánuði. Það er tæplega hálfur milljarður íslenskra króna. 7.5.2008 13:59