Erlent

Vélmenni munu aðstoða eldri borgara

Frá Hrafnistu. Sem betur fer njóta íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum ennþá aðstoðar mannfólks. Mynd/ Teitur
Frá Hrafnistu. Sem betur fer njóta íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum ennþá aðstoðar mannfólks. Mynd/ Teitur

Eldri borgarar á hjúkrunarheimilum mega í framtíðinni eiga von á því að vélmenni sjái um að aðstoða þá við daglegt líf, svo sem við böðun og ferðir á snyrtinguna. Þetta segja talsmenn Tækniháskólans í Danmörku.

Íbúar á Margrétarheimilinu í Hróarskeldu hafa þegar fengið forsmekkinn af því sem koma skal. Dagblaðið í Hróarskeldu greinir frá því að í tvær vikur hafi íbúar heimilisins notið nærveru vélarinnar Paro, sem hannaður er af Tækniháskólanum. Paro líkist sel og er hannaður eins og krúttlegt gæludýr. Claus Risager, yfirmaður hjá vélmennadeild Tækniháskólans, segir að vélselurinn vekji mjög jákvæðar tilfinningar hjá gamla fólkinu.

Enn um sinn er Margrétarheimilið eina hjúkrunarheimilið í Hróarskeldu sem notast við vélseli en um 10 heimili í Kaupmannahöfni nýta sér tæknina og önnur tíu í Árósum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×