Erlent

Kartöfluflögur eru grænmeti og appelsín er ávöxtur

Herferð breskra heilbrigðisyfirvalda sem miðar að því að fá þarlenda til að borða fleiri ávexti og meira grænmeti hefur gjörsamlega mistekist.

Herferðin hefur nú gengið í nokkurn tíma undir slagorðinu „fimm á dag" en þar er átt við að best sé að borða fimm ávexti á dag og fimm skammta af grænmeti. Ný rannsókn sýnir hins vegar að fáir fylgi þessari gullnu reglu og margir miskilja hana raunar hrapallega.

Þannig kom fram í rannsókninni að hluti þáttakenda áleit að poki af kartöfluflögum flokkaðist undir grænmeti og að gosdrykkir með appelsínubragði hlytu að vera ávextir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×