Erlent

Jarðskjálfti í Japan

Sterkur jarðskjálfti átti sér stað undan ströndum Japans í nótt. Talið er að skjálftinn hafi verið sex komma átta á Richter kvarðanum og fannst hann greinilega í hundrað kílómetra fjarlægði í höfuðborginni Tokyo.

Hlutir hrundu úr hillum í borginni og nokkrir slösuðust lítillega en ekki er vitað um frekari skemmdir af völdum skjálftans. Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×