Erlent

Gangan mikla endurtekin

Sjötíu og tveggja ára gamall maður í Anhui héraði í Kína heimsótti son sinn í fangelsi um daginn. Það væri varla í frásögur færandi nema fyrir þá sök að fangelsið er í tæplega þúsund kílómetra fjarlægð frá heimili mannsins og að hann fór leiðina fótgangandi.

Gamli maðurinn hafði ákveðið að taka lest til annars héraðs í Kína þar sem sonur hans situr af sér dóm. Á leiðinni á lestarstöðina réðust á hann óprúttnir þrjótar og höfðu af honum allt hans sparifé. Hann hélt því af stað fótgangandi í ferðina sem tók 71 dag og lagði hann 965 kílómetra að baki til að hitta soninn.

Fangavörðunum í fangelsinu varð svo mikið um þegar þeir heyrðu hvað maðurinn hafði lagt á sig til að hitta soninn að þeir slógu saman í lestarmiða handa honum til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×