Erlent

Býður Mugabe forseta byrginn

Morgan Tsvangirai ætlar að berjast áfram. Mynd/ AFP.
Morgan Tsvangirai ætlar að berjast áfram. Mynd/ AFP.
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe, Morgan Tsvangirai, segir að hann muni taka þátt í annarri umferð forsetakosninganna, þrátt fyrir mikla óöld í tengslum við kosningarnar.

Tsvangirai sagði að stuðningsmenn hans yrðu sviknir ef hann hætti baráttu sinni. Tsvangirai sagði nauðsynlegt að binda endi á ofbeldið í Zimbabwe og að alþjóðlegir eftirlitsmenn og fjölmiðlar fengu að fylgjast með kosningunum.

Niðurstöður í fyrstu umferð kosninganna sýndu að Tsvangirai hafði forskot á Mugabe. Hann fékk þó ekki nægjanlegt fylgi til að tryggja sér embættið. Tsvangirai hélt því hins vegar sjálfur fram að hann hefði hlotið meira en 50% atkvæða og því væri ekki þörf á annarri umferð í kosningunum.

Í morgun lýsti hann því hins vegar yfir að hann hefði farið vandlega yfir málið með stuðningsmönnum sínum og hann hefði ákveðið að halda baráttunni áfram.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×