Erlent

Olmert viðurkennir að hafa þegið fé

Ehud Olmert
Ehud Olmert

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels viðurkenndi nú í kvöld að hafa þegið fé frá bandarískum kaupsýslumanni í kosningasjóð sinn, en neitaði að um væri að ræða mútur. Hann sagðist ekki ætla að segja af sér nema hann yrðir ákærður.

Olmert var stuttorður á blaðamannafundi nú í kvöld frá heimili sínu í Jerúsalem. Hann sagðist vona að rannsókn lögreglunnar á því að hann hafi þegið fé frá bandaríska kaupsýslumanninum Morris Talansky myndi fljótlega ljúka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×