Fleiri fréttir Bíll sem nýtist sem kafbátur Svissneski bílaframleiðandinn Rinspeed hefur búið til bíl sem hægt er að aka á þurru landi en líka hægt að nota sem kafbát. 16.2.2008 13:06 Evrópusambandið sendir 2000 manna lið til Kósóvó Evrópusambandið samþykkti í gærkvöldi að senda tvö þúsund manna gæslulið til Kósóvó til að annast eftirlit með lög- og dómgæslu og borgaralegri stjórn í héraðinu eftir að Kósóvó-Albanar hafa lýst einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu. Fastlega er búist við að þeir geri það á morgun, í óþökk Serba og Rússa. 16.2.2008 10:20 Fossett talinn af Vellauðugi ævintýramaðurinn Steve Fossett var í gær úrskurðaður látinn. Hans hefur verið saknað í fimm mánuði - eða allt frá því lítil flugvél með hann einan innanborðs hvart yfir eyðimörkinni í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. 16.2.2008 10:16 George Bush á faraldsfæti George Bush Bandaríkjaforseti hóf ferðalag sitt um Afríku í morgun. Fyrsti viðkomustaðurinn er Benín. Forsetinn mun heimsækja fjögur önnur ríki á sex daga ferð sinni um álfuna. Hann fer til Tansaníu, Rúanda, Ghana og Líberíu. Þetta er önnur heimsókn hans til Afríku frá því hann tók við völdum eftir forsetakosningarnar 2000. 16.2.2008 10:12 Enn átök í Danmörku Til harðra átaka kom milli lögreglu og ungmenna víða í Danmörku í nótt. Þetta er sjötta nóttin í röð sem ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára - flest af erlendu bergi brotin - leggja eld að bílum, ruslagámum og húsum í úthverfum Kaupmannahafnar til að tjá óánægju sína með að skopmynd af Múhameð spámanni var birt í dönskum blöðum í vikunni. 16.2.2008 10:07 Eldar loga víða í Danmörku vegna óeirða Eldar hafa verið kveiktir á götum úti víða í Danmörku í kvöld þar sem ungmenni halda áfram að mótmæla því að danskir miðlar hafa á ný birt myndir af Múhameð spámanni. 15.2.2008 21:24 Illinois morðinginn var afburðanemandi Maðurinn sem hóf skothríð í Northern Illinois háskólanum í Bandaríkjunum í gærkvöld með þeim afleiðingum að fimm féllu hét Stephen Kazmierczak. Hann var 27 ára gamall og stundaði framhaldsnám í félagsfræði við skólann. Hann var vopnaður þremur skammbyssum og haglabyssu. 15.2.2008 21:24 Ég er elst í heimi Svo virðist sem hin 114 ára bandaríska kona Edna Parker sé ekki lengur elst í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guiness, jafnvel þótt hún hafi ekki gefið upp öndina. Mariam Amash í ísraelska bænum Jisr az-Zarqa heldur því nefnilega fram að hún sé 120 ára, fædd árið 1888 15.2.2008 22:06 Bíða þess að vera grýtt og aflimuð Sex manns bíða þess að vera grýttir í hel í Bauchi héraði í Nígeríu. Fjörutíu og sex til viðbótar bíða þess að höggnir verði af þeim limir, fyrir einhver afbrot. 15.2.2008 15:25 Hamas orðar vopnahlé við Ísrael Hamas samtökin hafa sagt Egyptum að þeir myndu íhuga að semja vopnahlé við Ísrael, ef Ísraelar opnuðu aftur landamæri sín að Gaza ströndinni og hættu hernaðaraðgerðum á landsvæðum Palestínumanna. 15.2.2008 14:59 Ekkert bóluefni gegn HIV Vísindamenn eru engu nær því að finna bóluefni fyrir HIV veiruna en þeir voru fyrir tuttugu árum. 15.2.2008 14:30 Verðlaunamynd úr stríðinu í Afganistan Mynd af örþreyttum bandarískum hermanni í Afganistan hefur verið valin fréttaljósmynd ársins 2007 hjá World Press Photo Award. 15.2.2008 14:07 Öskureiðir hvalavinir vilja láta kæra sig Bresk feðgin eru öskureið yfir því að yfirvöld hafa fallið frá málshöfðun á hendur þeim fyrir að hlekkja sig við stigahandrið í japanska sendiráðinu í Lundúnum. 15.2.2008 13:32 Örninn Zorro til varnar einu af kennileitum Melbourne Starfsmenn Arts Centre, sem er eitt af kennileitum borgarinnar Melbourne í Ástralíu, hafa fengið örninn Zorro til liðs við sig til að verja kennileitið fyrir ágangi kakadú fugla. 15.2.2008 13:32 Alvöru neðansjávarbíll Nú verður James Bond væntanlega glaður. Bond aðdáendur muna allir eftir því þegar hann kom keyrandi upp úr sjónum í glæsilegri sportbifreið sem jafnframt var kafbátur (kafbíll ?). 15.2.2008 13:30 Raðnauðgari á leigubíl Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa raðnauðgað konum sem hann plataði upp í leigubíl sinni. 15.2.2008 13:25 Kannað hvort eitrað hafi verið fyrir Patarkasishvilis Lík georgíska kaupsýslumannsins og stjórnarandstöðuleiðtogans Badris Patarkatsishvilis verður krufið í dag til að kanna hvort eitrað hafi verið fyrir honum. 15.2.2008 13:00 Tilbúinn í stríð við Ísrael Leiðtogi Hizbollah-hreyfingarinnar í Líbanon segist reiðubúinn í stríð við Ísraela kjósi þeir átök. Einn af máttarstólpum Hizbollah féll í árás í vikunni. Hreyfingin segir Ísraela hafa myrt hann en því hafna Ísraelsmenn. 15.2.2008 12:28 Olían yfir 96 dollara Olíufatið fór yfir 96 dollara í dag þegar spákaupmenn hengdu sig í þann ólíklega möguleika að Venesúela láti verða af þeirri hótun sinni að stöðva alla olíusölu til Bandaríkjanna. 15.2.2008 11:02 Bandaríkjamenn ætla að skjóta niður gervihnött Bandaríkjamenn hafa ákveðið að skjóta niður einn af sínum eigin njósnagervihnöttum sem er á hægri leið inn í gufuhvolfið. 15.2.2008 10:30 Fáir hafa áhuga á stjórnmálum í Manchester Stjórnmálamennirnir í Manchester á Englandi virðast glíma við þann vanda að ná athygli fólks. 15.2.2008 09:18 Mitt Romney styður John McCain Mitt Romney, frambjóðandi í forkosningum repúblikana í Bandaríkjunum, sem dró sig út úr keppninni á dögunum hefur lýst því yfir að hann styðji John McCain í baráttunni fyrir útnefningu. 15.2.2008 09:10 Enn ólga í Danmörku Enn eru óeirðir í Danmörku í kjölfar þess að fjölmiðlar ákváðu að endurbirta skopmynd af Múhameð spámanni. Óróinn hefur breiðst út um landið átti lögregla átökum við ungmenni í Kaupmannahöfn, Árósum og á nokkrum stöðum á Norður Sjálandi. 15.2.2008 07:44 Fimm féllu í skotárás í háskóla í Illinois Fimm féllu í árás byssumanns í Northern Illinois háskólanum í Bandaríkjunum í gærkvöld. Nemendur reyndu að koma sér í skjól þegar hvítur karlmaður vopnaður tveimur skammbyssum og haglabyssu hóf skothríð í fyrirlestrasal skólans. Lögregla segir að maðurinn hafi skotið sjálfan sig áður en þeir komu á vettvang og enn veit enginn hvað manninum gekk til. 15.2.2008 07:15 Hátt í 20 manns urðu fyrir árás byssumanns Byssumaður myrti að minnsta kosti tvo og særði fjölda annarra í kennslustofu í DeKalb nærri Chicago í Bandaríkjunum í kvöld. Byssumaðurinn lést eftir skotárásina. Samkvæmt lýsingum vitna var hann grannvaxinn hvítur karlmaður. Ekki er ljóst hvernig hann lést. 14.2.2008 23:31 21 slapp úr brennandi flugvél á hvolfi Það þykir með ólíkindum að enginn skyldi farast þegar Canadair CRJ-100 farþegaþotu hlekktist á í flugtaki í Hvíta Rússlandi í dag. Tuttugu og einn maður var um borð. 14.2.2008 16:15 Múslimar brenna aftur danska fánann Fyrstu viðbrögðin eru nú komin við þeirri ákvörðun danskra fjölmiðla að birta aftur hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni. 14.2.2008 15:31 Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan. 14.2.2008 14:32 66 þúsund prósenta verðbólga Verðbólga í Zimbabwe er komin upp í rúmlega 66 þúsund prósent ársgrundvelli. Atvinnuleysi er 80 prósent. 14.2.2008 14:31 Annar stór skjálfti í Grikklandi Tveir stórir jarðskjálftar riðu yfir Grikkland í dag, sá fyrri var 6,7 á Richter en eftirskjálftinn var 6,4. Fólk flúði byggingar í skjálftunum í suðurhluta landsins og fannst meðal annars vel í höfuðborginni Aþenu og á eyjun Krít. 14.2.2008 14:15 Svíi handtekinn í Frakklandi grunaður um hryðjuverk Tuttugu og þriggja ára sænskur maður hefur verið handtekinn í Frakklandi, grunaður um að tilheyra hryðjuverkahópi sem starfaði í Sómalíu. 14.2.2008 13:59 Hezbollah tilbúnir í stríð við Ísrael Hezbollah skæruliðar í Líbanon segjast tilbúnir í „opið stríð" við Ísraela ef það sé vilji þeirra. Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi samtakanna lét ummælin falla við útför háttsetts hershöfðingja í Sýrlandi í dag en hann féll í sprengjuárás. 14.2.2008 13:45 Venus bönnuð í Lundúnum Stjórn neðanjarðarlesta Lundúnaborgar hefur neitað að setja upp plaköt með mynd af gyðjunni Venusi. 14.2.2008 13:21 Enginn vill Ungdómshús í Kaupmannahöfn Stuðningur Kaupmannahafnarbúa við nýtt Ungdómshús fer dvínandi. Miklar óeirðir urðu í borginni á síðasta ári þegar borgaryfirvöld misstu loks þolinmæðina og létu rífa gamla húsið. 14.2.2008 12:49 Ár rottunnar bjargar ekki rottunum í Peking Rotturnar í Peking njóta þess ekki á nokkurn hátt að nú sé ár rottunnar gengið í garð. Yfirvöldum í borginni er mjög í mun að halda henni hreinni og fínni á Ólympíuárinu og því eru borgarbúar eindregið hvattir til þess að drepa nagdýrin hvar sem til þeirra næst. 14.2.2008 12:48 Dýrasti kjóll í heimi metinn á 30 milljónir króna Dýrasti kjóll í heimi var kynntur í Tókýó í Japan í morgun, á Valentínusardaginn. 14.2.2008 12:45 Týndur maður sást í kvikmynd Ítalskur maður sem hvarf ásamt viðhaldi sínu og tæpum fimm milljónum íslenskra króna fannst eftir að hann kom fram í vinsælli kvikmynd. Martino Garibaldi var verslunareigandi í bænum Montecalvo. Hann hvarf ásamt viðhaldinu eftir að hafa hreinsað bankareikning fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að eiginkona hans hefði ráðið einkaspæjara til að finna hann, komust þeir aldrei að því hvert hann hefði farið. 14.2.2008 12:13 Leiðtogi uppreisnarmanna í Burma drepinn Leiðtogi stærsta uppreisnarhóps í Burma var skotinn til bana á heimili sínu í bænum Mae Sot í Taílandi sem liggur við landamæri Burma í dag. Eiginkona Pado Mahn Sha Lar Phan sagði Reuters fréttastofunni að hann hefði verið skotinn af tveimur mönnum sem komu í jeppa að heimili þeirra. Lar Phan lést samstundis. 14.2.2008 11:53 Sterkur jarðskjálfti skekur Grikkland Jarðskjálfti um 6,5 á Richter skók suðurhluta Pelopsskaga á Grikklandi á hádegi í dag, eða klukkan 10 í morgun að íslenskum tíma. Ekki er vitað um meiðsl á fólki eða skemmdir á byggingum. Íbúar bæjarins Kalamata sögðust hafa fundið fyrir skjálftanum en hann hefði ekki verið eins sterkur og skjálftar sem mælst hafa nýverið. 14.2.2008 11:44 Tvær áður óþekktar risaeðlur hafa fundist Vísindamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum hafa fundið steingerfinga af tveimur áður óþekktum risaeðlum. Fundust steingerfingarnir í Sahara-eyðimörkinni innan landamæra Niger. 14.2.2008 11:09 Beina ekki eldflaugum að öðrum ríkjum nema í ýtrustu neyð Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu ekki beina eldflaugum sínum að neinu ríki nema í ýtrustu neyð. 14.2.2008 10:48 Putin reiðubúinn að vinna með nýjum forseta BNA Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Rússar væru reiðubúnir að vinna með hverjum þeim sem yrði næsti forseti Bandaríkjanna. 14.2.2008 10:06 Myndastríð um Múhameð Fréttir um að þrír menn hafi lagt á ráðin um að myrða einn af Múhameðsteiknurum danska blaðsins Jyllandsposten virðist hafa hleypt af stað hálfgerðu trúarbragðastríði í dönskum fjölmiðlum. 14.2.2008 09:57 Segjast hafa fellt 50 Tamíltígra Stjórnarhermenn á Srí Lanka segjast hafa fellt 50 uppreisnarmenn Tamíltígra í bardögum á norðurhluta eyjunnar í gær. 14.2.2008 08:45 Kínverjar harma ákvörðun Spielbergs Kínverjar standa nú frammi fyrir vaxandi þrýstingi varðandi málefni Darfur-héraðs í Súdan í kjölfar þess að kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg sagði upp sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking í sumar. 14.2.2008 08:16 Sjá næstu 50 fréttir
Bíll sem nýtist sem kafbátur Svissneski bílaframleiðandinn Rinspeed hefur búið til bíl sem hægt er að aka á þurru landi en líka hægt að nota sem kafbát. 16.2.2008 13:06
Evrópusambandið sendir 2000 manna lið til Kósóvó Evrópusambandið samþykkti í gærkvöldi að senda tvö þúsund manna gæslulið til Kósóvó til að annast eftirlit með lög- og dómgæslu og borgaralegri stjórn í héraðinu eftir að Kósóvó-Albanar hafa lýst einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu. Fastlega er búist við að þeir geri það á morgun, í óþökk Serba og Rússa. 16.2.2008 10:20
Fossett talinn af Vellauðugi ævintýramaðurinn Steve Fossett var í gær úrskurðaður látinn. Hans hefur verið saknað í fimm mánuði - eða allt frá því lítil flugvél með hann einan innanborðs hvart yfir eyðimörkinni í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. 16.2.2008 10:16
George Bush á faraldsfæti George Bush Bandaríkjaforseti hóf ferðalag sitt um Afríku í morgun. Fyrsti viðkomustaðurinn er Benín. Forsetinn mun heimsækja fjögur önnur ríki á sex daga ferð sinni um álfuna. Hann fer til Tansaníu, Rúanda, Ghana og Líberíu. Þetta er önnur heimsókn hans til Afríku frá því hann tók við völdum eftir forsetakosningarnar 2000. 16.2.2008 10:12
Enn átök í Danmörku Til harðra átaka kom milli lögreglu og ungmenna víða í Danmörku í nótt. Þetta er sjötta nóttin í röð sem ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára - flest af erlendu bergi brotin - leggja eld að bílum, ruslagámum og húsum í úthverfum Kaupmannahafnar til að tjá óánægju sína með að skopmynd af Múhameð spámanni var birt í dönskum blöðum í vikunni. 16.2.2008 10:07
Eldar loga víða í Danmörku vegna óeirða Eldar hafa verið kveiktir á götum úti víða í Danmörku í kvöld þar sem ungmenni halda áfram að mótmæla því að danskir miðlar hafa á ný birt myndir af Múhameð spámanni. 15.2.2008 21:24
Illinois morðinginn var afburðanemandi Maðurinn sem hóf skothríð í Northern Illinois háskólanum í Bandaríkjunum í gærkvöld með þeim afleiðingum að fimm féllu hét Stephen Kazmierczak. Hann var 27 ára gamall og stundaði framhaldsnám í félagsfræði við skólann. Hann var vopnaður þremur skammbyssum og haglabyssu. 15.2.2008 21:24
Ég er elst í heimi Svo virðist sem hin 114 ára bandaríska kona Edna Parker sé ekki lengur elst í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guiness, jafnvel þótt hún hafi ekki gefið upp öndina. Mariam Amash í ísraelska bænum Jisr az-Zarqa heldur því nefnilega fram að hún sé 120 ára, fædd árið 1888 15.2.2008 22:06
Bíða þess að vera grýtt og aflimuð Sex manns bíða þess að vera grýttir í hel í Bauchi héraði í Nígeríu. Fjörutíu og sex til viðbótar bíða þess að höggnir verði af þeim limir, fyrir einhver afbrot. 15.2.2008 15:25
Hamas orðar vopnahlé við Ísrael Hamas samtökin hafa sagt Egyptum að þeir myndu íhuga að semja vopnahlé við Ísrael, ef Ísraelar opnuðu aftur landamæri sín að Gaza ströndinni og hættu hernaðaraðgerðum á landsvæðum Palestínumanna. 15.2.2008 14:59
Ekkert bóluefni gegn HIV Vísindamenn eru engu nær því að finna bóluefni fyrir HIV veiruna en þeir voru fyrir tuttugu árum. 15.2.2008 14:30
Verðlaunamynd úr stríðinu í Afganistan Mynd af örþreyttum bandarískum hermanni í Afganistan hefur verið valin fréttaljósmynd ársins 2007 hjá World Press Photo Award. 15.2.2008 14:07
Öskureiðir hvalavinir vilja láta kæra sig Bresk feðgin eru öskureið yfir því að yfirvöld hafa fallið frá málshöfðun á hendur þeim fyrir að hlekkja sig við stigahandrið í japanska sendiráðinu í Lundúnum. 15.2.2008 13:32
Örninn Zorro til varnar einu af kennileitum Melbourne Starfsmenn Arts Centre, sem er eitt af kennileitum borgarinnar Melbourne í Ástralíu, hafa fengið örninn Zorro til liðs við sig til að verja kennileitið fyrir ágangi kakadú fugla. 15.2.2008 13:32
Alvöru neðansjávarbíll Nú verður James Bond væntanlega glaður. Bond aðdáendur muna allir eftir því þegar hann kom keyrandi upp úr sjónum í glæsilegri sportbifreið sem jafnframt var kafbátur (kafbíll ?). 15.2.2008 13:30
Raðnauðgari á leigubíl Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa raðnauðgað konum sem hann plataði upp í leigubíl sinni. 15.2.2008 13:25
Kannað hvort eitrað hafi verið fyrir Patarkasishvilis Lík georgíska kaupsýslumannsins og stjórnarandstöðuleiðtogans Badris Patarkatsishvilis verður krufið í dag til að kanna hvort eitrað hafi verið fyrir honum. 15.2.2008 13:00
Tilbúinn í stríð við Ísrael Leiðtogi Hizbollah-hreyfingarinnar í Líbanon segist reiðubúinn í stríð við Ísraela kjósi þeir átök. Einn af máttarstólpum Hizbollah féll í árás í vikunni. Hreyfingin segir Ísraela hafa myrt hann en því hafna Ísraelsmenn. 15.2.2008 12:28
Olían yfir 96 dollara Olíufatið fór yfir 96 dollara í dag þegar spákaupmenn hengdu sig í þann ólíklega möguleika að Venesúela láti verða af þeirri hótun sinni að stöðva alla olíusölu til Bandaríkjanna. 15.2.2008 11:02
Bandaríkjamenn ætla að skjóta niður gervihnött Bandaríkjamenn hafa ákveðið að skjóta niður einn af sínum eigin njósnagervihnöttum sem er á hægri leið inn í gufuhvolfið. 15.2.2008 10:30
Fáir hafa áhuga á stjórnmálum í Manchester Stjórnmálamennirnir í Manchester á Englandi virðast glíma við þann vanda að ná athygli fólks. 15.2.2008 09:18
Mitt Romney styður John McCain Mitt Romney, frambjóðandi í forkosningum repúblikana í Bandaríkjunum, sem dró sig út úr keppninni á dögunum hefur lýst því yfir að hann styðji John McCain í baráttunni fyrir útnefningu. 15.2.2008 09:10
Enn ólga í Danmörku Enn eru óeirðir í Danmörku í kjölfar þess að fjölmiðlar ákváðu að endurbirta skopmynd af Múhameð spámanni. Óróinn hefur breiðst út um landið átti lögregla átökum við ungmenni í Kaupmannahöfn, Árósum og á nokkrum stöðum á Norður Sjálandi. 15.2.2008 07:44
Fimm féllu í skotárás í háskóla í Illinois Fimm féllu í árás byssumanns í Northern Illinois háskólanum í Bandaríkjunum í gærkvöld. Nemendur reyndu að koma sér í skjól þegar hvítur karlmaður vopnaður tveimur skammbyssum og haglabyssu hóf skothríð í fyrirlestrasal skólans. Lögregla segir að maðurinn hafi skotið sjálfan sig áður en þeir komu á vettvang og enn veit enginn hvað manninum gekk til. 15.2.2008 07:15
Hátt í 20 manns urðu fyrir árás byssumanns Byssumaður myrti að minnsta kosti tvo og særði fjölda annarra í kennslustofu í DeKalb nærri Chicago í Bandaríkjunum í kvöld. Byssumaðurinn lést eftir skotárásina. Samkvæmt lýsingum vitna var hann grannvaxinn hvítur karlmaður. Ekki er ljóst hvernig hann lést. 14.2.2008 23:31
21 slapp úr brennandi flugvél á hvolfi Það þykir með ólíkindum að enginn skyldi farast þegar Canadair CRJ-100 farþegaþotu hlekktist á í flugtaki í Hvíta Rússlandi í dag. Tuttugu og einn maður var um borð. 14.2.2008 16:15
Múslimar brenna aftur danska fánann Fyrstu viðbrögðin eru nú komin við þeirri ákvörðun danskra fjölmiðla að birta aftur hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni. 14.2.2008 15:31
Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan. 14.2.2008 14:32
66 þúsund prósenta verðbólga Verðbólga í Zimbabwe er komin upp í rúmlega 66 þúsund prósent ársgrundvelli. Atvinnuleysi er 80 prósent. 14.2.2008 14:31
Annar stór skjálfti í Grikklandi Tveir stórir jarðskjálftar riðu yfir Grikkland í dag, sá fyrri var 6,7 á Richter en eftirskjálftinn var 6,4. Fólk flúði byggingar í skjálftunum í suðurhluta landsins og fannst meðal annars vel í höfuðborginni Aþenu og á eyjun Krít. 14.2.2008 14:15
Svíi handtekinn í Frakklandi grunaður um hryðjuverk Tuttugu og þriggja ára sænskur maður hefur verið handtekinn í Frakklandi, grunaður um að tilheyra hryðjuverkahópi sem starfaði í Sómalíu. 14.2.2008 13:59
Hezbollah tilbúnir í stríð við Ísrael Hezbollah skæruliðar í Líbanon segjast tilbúnir í „opið stríð" við Ísraela ef það sé vilji þeirra. Sayyed Hassan Nasrallah leiðtogi samtakanna lét ummælin falla við útför háttsetts hershöfðingja í Sýrlandi í dag en hann féll í sprengjuárás. 14.2.2008 13:45
Venus bönnuð í Lundúnum Stjórn neðanjarðarlesta Lundúnaborgar hefur neitað að setja upp plaköt með mynd af gyðjunni Venusi. 14.2.2008 13:21
Enginn vill Ungdómshús í Kaupmannahöfn Stuðningur Kaupmannahafnarbúa við nýtt Ungdómshús fer dvínandi. Miklar óeirðir urðu í borginni á síðasta ári þegar borgaryfirvöld misstu loks þolinmæðina og létu rífa gamla húsið. 14.2.2008 12:49
Ár rottunnar bjargar ekki rottunum í Peking Rotturnar í Peking njóta þess ekki á nokkurn hátt að nú sé ár rottunnar gengið í garð. Yfirvöldum í borginni er mjög í mun að halda henni hreinni og fínni á Ólympíuárinu og því eru borgarbúar eindregið hvattir til þess að drepa nagdýrin hvar sem til þeirra næst. 14.2.2008 12:48
Dýrasti kjóll í heimi metinn á 30 milljónir króna Dýrasti kjóll í heimi var kynntur í Tókýó í Japan í morgun, á Valentínusardaginn. 14.2.2008 12:45
Týndur maður sást í kvikmynd Ítalskur maður sem hvarf ásamt viðhaldi sínu og tæpum fimm milljónum íslenskra króna fannst eftir að hann kom fram í vinsælli kvikmynd. Martino Garibaldi var verslunareigandi í bænum Montecalvo. Hann hvarf ásamt viðhaldinu eftir að hafa hreinsað bankareikning fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að eiginkona hans hefði ráðið einkaspæjara til að finna hann, komust þeir aldrei að því hvert hann hefði farið. 14.2.2008 12:13
Leiðtogi uppreisnarmanna í Burma drepinn Leiðtogi stærsta uppreisnarhóps í Burma var skotinn til bana á heimili sínu í bænum Mae Sot í Taílandi sem liggur við landamæri Burma í dag. Eiginkona Pado Mahn Sha Lar Phan sagði Reuters fréttastofunni að hann hefði verið skotinn af tveimur mönnum sem komu í jeppa að heimili þeirra. Lar Phan lést samstundis. 14.2.2008 11:53
Sterkur jarðskjálfti skekur Grikkland Jarðskjálfti um 6,5 á Richter skók suðurhluta Pelopsskaga á Grikklandi á hádegi í dag, eða klukkan 10 í morgun að íslenskum tíma. Ekki er vitað um meiðsl á fólki eða skemmdir á byggingum. Íbúar bæjarins Kalamata sögðust hafa fundið fyrir skjálftanum en hann hefði ekki verið eins sterkur og skjálftar sem mælst hafa nýverið. 14.2.2008 11:44
Tvær áður óþekktar risaeðlur hafa fundist Vísindamenn frá Bretlandi og Bandaríkjunum hafa fundið steingerfinga af tveimur áður óþekktum risaeðlum. Fundust steingerfingarnir í Sahara-eyðimörkinni innan landamæra Niger. 14.2.2008 11:09
Beina ekki eldflaugum að öðrum ríkjum nema í ýtrustu neyð Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússar myndu ekki beina eldflaugum sínum að neinu ríki nema í ýtrustu neyð. 14.2.2008 10:48
Putin reiðubúinn að vinna með nýjum forseta BNA Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Rússar væru reiðubúnir að vinna með hverjum þeim sem yrði næsti forseti Bandaríkjanna. 14.2.2008 10:06
Myndastríð um Múhameð Fréttir um að þrír menn hafi lagt á ráðin um að myrða einn af Múhameðsteiknurum danska blaðsins Jyllandsposten virðist hafa hleypt af stað hálfgerðu trúarbragðastríði í dönskum fjölmiðlum. 14.2.2008 09:57
Segjast hafa fellt 50 Tamíltígra Stjórnarhermenn á Srí Lanka segjast hafa fellt 50 uppreisnarmenn Tamíltígra í bardögum á norðurhluta eyjunnar í gær. 14.2.2008 08:45
Kínverjar harma ákvörðun Spielbergs Kínverjar standa nú frammi fyrir vaxandi þrýstingi varðandi málefni Darfur-héraðs í Súdan í kjölfar þess að kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg sagði upp sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking í sumar. 14.2.2008 08:16