Fleiri fréttir Dýraríkið við Suðurpólinn í hættu vegna hlýnunar jarðar Vísindamenn segja að viðkvæmt dýraríkið við Suðurpólinn sé í mikilli hættu vegna hlýnunar jarðar. Ef svo heldur sem horfir muni hákarlar og krabbar færa sig inn á svæðið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 18.2.2008 11:02 Sportlegur Rolls Royce Yfirleitt sitja bílstjórar með kaskeiti við stýrið á Rolls Royce, og eigandinn situr í þægindum í aftursætinu. 18.2.2008 10:50 Musharraf vill sáttastjórnmál fremur en átakastjórnmál Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hvatti þjóðina til sátta um leið og hann greiddi atkvæði í þingkosningum sem fram fara í landinu í dag. 18.2.2008 10:26 Berjast um ofurkjörmenn Demókrata Barack Obama og Hillary Clinton takast nú á um stuðning svokallaðra ofurkjörmanna innan Demókrataflokksins. Kosningakerfi flokksins er afar flókið og stuðningur þeirra gæti skipt sköpum. 18.2.2008 10:18 Tsjetsjenar fagna sjálfstæði Kosovo Tsjetsjenar hafa fagnað sjálfstæði Kosovo-héraðs. Þeir líkja gangi mála í héraðinu við eigin baráttu fyrir sjálfstæði frá Rússlandi. 18.2.2008 09:39 Myntsafn slegið á 700 milljónir kr. Eigandi myntsafns í Bandaríkjunum setti safn sitt á uppboð og gekk á brott rúmlega 700 milljónum króna ríkari. 18.2.2008 09:10 Fayed ber vitni í Díönurannsókn í dag Mohamed al Fayed mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni um dauða Díönu prinsessu í dag. 18.2.2008 09:07 Dræm kjörsókn í Pakistan í upphafi kjördags Kjörstaðir í Pakistan hafa nú verið opnir í fjóra tíma en kjörsókn virðist dræm víðsvegar í landinu í byrjun kjördags. 18.2.2008 09:04 Líkurnar aukast á að finna líf á öðrum plánetum Ný rannsókn hefur leitt í ljós að sennilega séu mun fleiri plánetur sem líkjast jörðinni að gerð í Vetrarbrautinni en áður var talið. Og þar með aukast líkurnar á að líf finnist á öðrum plánetum. 18.2.2008 08:46 Yfir þúsund lögreglumenn réðust inn í úthverfi Parísar Yfir þúsund franskir lögreglumenn réðust inn í eitt af úthverfum Parísar í morgun og leituðu að persónum sem stóðu fyrir uppþotunum í borginni í nóvember í fyrra. Alls hafa um 30 manns verið handteknir en ekki er vitað hvort meðal þeirra séu þeir sem lögreglan leitar að. 18.2.2008 08:13 Ráðherrafundur EB um Kosovo haldinn í dag Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins koma saman til fundar í dag til að ræða sjálfstæði Kosovo. Reiknað er með að mörg ríki innan bandalagsins muni viðurkenna sjálfstæði Kosovo í dag. 18.2.2008 07:17 Ekkert lát á íkveikjum í Danmörku Ekkert lát varð á íkveikjum í Danmörku í gærkvöldi og nótt og sitja nú tíu manns í fangageymslum lögreglu af þeim sökum. 18.2.2008 07:15 Innkalla 65 þúsund tonn af nautakjöti í Bandaríkjunum Landbúnaðarstofnun Bandaríkjanna hefur innkallað 143 milljónir punda, um 65 þúsund tonn, af frosnu nautakjöti frá sláturhúsi í Kaliforníu vegna gruns um illa meðferð í nautgripum þar. 17.2.2008 22:49 Áfram óeirðir í Danmörku - um 400 eldar á þremur kvöldum Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tíu manns í eftirmiðdaginn og í kvöld í tengslum við óeirðir og elda sem kveiktir hafa verið til þess að mótmæla endurbirtingu mynda af Múhameð spámanni í dönskum blöðum í síðustu viku. 17.2.2008 22:19 Lagði út um hálfa milljón vegna morðsins á Bhutto Talibani af pakistönskum uppruna greiddi rúmlega sjö þúsund dollara, jafnvirði nærri hálfrar milljónar króna, fyrir morðtilræðið við Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. 17.2.2008 23:08 Stjórnvöld í Kósóvó hafa lýst yfir sjálfstæði Stjórnvöld í Kósóvó lýstu í dag yfir sjálfstæði héraðsins. Mikil spenna hefur ríkt undanfarna daga vegna þessarar ákvörðunar sem tekin er í óþökk Serba og Rússa. Fyrir helgi samþykkti Evrópusambandið að senda tvö þúsund manna gæslulið til Kósóvó til að annast eftirlit með lög- og dómgæslu og borgaralegri stjórn í héraðinu eftir að sjálfstæði hefði verið lýst yfir. 17.2.2008 15:51 80 þúsund hermenn gæta öryggis í Pakistan Áttatíu þúsund hermenn eru að störfum víðsvegar í Pakistan til að tryggja öryggi fyrir þingkosningar sem fara fram í landinu á morgun. Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto og leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í landinu kallar eftir friði eftir að sjálfsmorðssprengja varð 37 manns að bana þar í gær. 17.2.2008 14:47 Bush vill tryggja frið í Kósóvó Bush Bandaríkjaforseti segir að allt verði gert til að tryggja að ekki komi til átaka í Kosovo-héraði þegar að ráðamenn þar lýsa yfir sjálfstæði frá Serbíu. Fastlega er búist við að það gerist í dag. 17.2.2008 10:42 Áttatíu féllu í sjálfsvígsárás í Kandahar Minnst áttatíu féllu og fjölmargir særðust í sjálfsvígssprengjuárás á vinsælum útivistarstað í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Árásin er sú mannskæðasta í landinu í marga mánuði. Héraðsstjórinn í Kandahar segir Talíbana hafa verið að verki en þeir hafa ekki lýst árásinni á hendur sér. 17.2.2008 10:29 Leiðtogar í Kenýu verða ekki þvingaðir Utanríkisráðherra Kenýa segir ekki hægt að þvinga ráðamenn þar í landi til að semja um lausn á deilunni um úrslit forsetakosninga í desember. 17.2.2008 09:58 Kveiktu í barnaheimili í Árósum Kveikt var í barnaheimili í Tilst, úthverfi Árósa, á sjöunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma. Lögreglan segir að hættan sé yfirstaðin og tveir piltar á aldrinum 15 og 16 ára hafi verið handteknir. Slökkvistarf er lokið og talið er að einungis lítill hluti af barnaheimilinu hafi eyðilagst. 16.2.2008 20:32 Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16.2.2008 18:48 Sjö létust í ólöglegum kappakstri Sjö manns létust þegar bíll keyrði inn í mannþröng í ólöglegum kappakstri í Maryland í Bandaríkjunum. Slysið varð klukkan tuttugu mínútur í níu í morgun að íslenskum tíma, um 32 kílómetrum frá Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna. Auk þeirra sjö sem létust slösuðust fjórir, að sögn lögreglunnar. Ekki er vitað nánar um ástand hinna slösuðu. 16.2.2008 20:15 Eistar bjóða samstarf Utanríkisráðherra segir Eistlendinga fremsta þjóða í vörnum gegn tölvuglæpum. Margt sé hægt að læra af þeim í vörnum gegn þessari einni helstu öryggisógn tuttugust og fyrstu aldarinnar. 16.2.2008 18:58 Allt logar í Danmörku Í gærkvöldi og nótt loguðu eldar í fleiri dönskum bæjum en áður, meðal annars í Kaupmannahöfn, Árósum og Óðinsvéum. Reið ungmenni kveiktu í ruslagámum, bílum og skólum. 16.2.2008 18:47 Hátt í 40 létust í sjálfsmorðssprengingu í Pakistan Þrjátíu og sjö manns biðu bana og níutíu særðust í sjálfsmorðssprengingu á fundi stuðningsmanna Benazir Bhuttos heitinnar í Parachirans í Pakistan í dag. Sprengjuárásin var gerð á lokadegi kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í landinu á mánudaginn. 16.2.2008 16:48 Bíll sem nýtist sem kafbátur Svissneski bílaframleiðandinn Rinspeed hefur búið til bíl sem hægt er að aka á þurru landi en líka hægt að nota sem kafbát. 16.2.2008 13:06 Evrópusambandið sendir 2000 manna lið til Kósóvó Evrópusambandið samþykkti í gærkvöldi að senda tvö þúsund manna gæslulið til Kósóvó til að annast eftirlit með lög- og dómgæslu og borgaralegri stjórn í héraðinu eftir að Kósóvó-Albanar hafa lýst einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu. Fastlega er búist við að þeir geri það á morgun, í óþökk Serba og Rússa. 16.2.2008 10:20 Fossett talinn af Vellauðugi ævintýramaðurinn Steve Fossett var í gær úrskurðaður látinn. Hans hefur verið saknað í fimm mánuði - eða allt frá því lítil flugvél með hann einan innanborðs hvart yfir eyðimörkinni í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. 16.2.2008 10:16 George Bush á faraldsfæti George Bush Bandaríkjaforseti hóf ferðalag sitt um Afríku í morgun. Fyrsti viðkomustaðurinn er Benín. Forsetinn mun heimsækja fjögur önnur ríki á sex daga ferð sinni um álfuna. Hann fer til Tansaníu, Rúanda, Ghana og Líberíu. Þetta er önnur heimsókn hans til Afríku frá því hann tók við völdum eftir forsetakosningarnar 2000. 16.2.2008 10:12 Enn átök í Danmörku Til harðra átaka kom milli lögreglu og ungmenna víða í Danmörku í nótt. Þetta er sjötta nóttin í röð sem ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára - flest af erlendu bergi brotin - leggja eld að bílum, ruslagámum og húsum í úthverfum Kaupmannahafnar til að tjá óánægju sína með að skopmynd af Múhameð spámanni var birt í dönskum blöðum í vikunni. 16.2.2008 10:07 Eldar loga víða í Danmörku vegna óeirða Eldar hafa verið kveiktir á götum úti víða í Danmörku í kvöld þar sem ungmenni halda áfram að mótmæla því að danskir miðlar hafa á ný birt myndir af Múhameð spámanni. 15.2.2008 21:24 Illinois morðinginn var afburðanemandi Maðurinn sem hóf skothríð í Northern Illinois háskólanum í Bandaríkjunum í gærkvöld með þeim afleiðingum að fimm féllu hét Stephen Kazmierczak. Hann var 27 ára gamall og stundaði framhaldsnám í félagsfræði við skólann. Hann var vopnaður þremur skammbyssum og haglabyssu. 15.2.2008 21:24 Ég er elst í heimi Svo virðist sem hin 114 ára bandaríska kona Edna Parker sé ekki lengur elst í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guiness, jafnvel þótt hún hafi ekki gefið upp öndina. Mariam Amash í ísraelska bænum Jisr az-Zarqa heldur því nefnilega fram að hún sé 120 ára, fædd árið 1888 15.2.2008 22:06 Bíða þess að vera grýtt og aflimuð Sex manns bíða þess að vera grýttir í hel í Bauchi héraði í Nígeríu. Fjörutíu og sex til viðbótar bíða þess að höggnir verði af þeim limir, fyrir einhver afbrot. 15.2.2008 15:25 Hamas orðar vopnahlé við Ísrael Hamas samtökin hafa sagt Egyptum að þeir myndu íhuga að semja vopnahlé við Ísrael, ef Ísraelar opnuðu aftur landamæri sín að Gaza ströndinni og hættu hernaðaraðgerðum á landsvæðum Palestínumanna. 15.2.2008 14:59 Ekkert bóluefni gegn HIV Vísindamenn eru engu nær því að finna bóluefni fyrir HIV veiruna en þeir voru fyrir tuttugu árum. 15.2.2008 14:30 Verðlaunamynd úr stríðinu í Afganistan Mynd af örþreyttum bandarískum hermanni í Afganistan hefur verið valin fréttaljósmynd ársins 2007 hjá World Press Photo Award. 15.2.2008 14:07 Öskureiðir hvalavinir vilja láta kæra sig Bresk feðgin eru öskureið yfir því að yfirvöld hafa fallið frá málshöfðun á hendur þeim fyrir að hlekkja sig við stigahandrið í japanska sendiráðinu í Lundúnum. 15.2.2008 13:32 Örninn Zorro til varnar einu af kennileitum Melbourne Starfsmenn Arts Centre, sem er eitt af kennileitum borgarinnar Melbourne í Ástralíu, hafa fengið örninn Zorro til liðs við sig til að verja kennileitið fyrir ágangi kakadú fugla. 15.2.2008 13:32 Alvöru neðansjávarbíll Nú verður James Bond væntanlega glaður. Bond aðdáendur muna allir eftir því þegar hann kom keyrandi upp úr sjónum í glæsilegri sportbifreið sem jafnframt var kafbátur (kafbíll ?). 15.2.2008 13:30 Raðnauðgari á leigubíl Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa raðnauðgað konum sem hann plataði upp í leigubíl sinni. 15.2.2008 13:25 Kannað hvort eitrað hafi verið fyrir Patarkasishvilis Lík georgíska kaupsýslumannsins og stjórnarandstöðuleiðtogans Badris Patarkatsishvilis verður krufið í dag til að kanna hvort eitrað hafi verið fyrir honum. 15.2.2008 13:00 Tilbúinn í stríð við Ísrael Leiðtogi Hizbollah-hreyfingarinnar í Líbanon segist reiðubúinn í stríð við Ísraela kjósi þeir átök. Einn af máttarstólpum Hizbollah féll í árás í vikunni. Hreyfingin segir Ísraela hafa myrt hann en því hafna Ísraelsmenn. 15.2.2008 12:28 Olían yfir 96 dollara Olíufatið fór yfir 96 dollara í dag þegar spákaupmenn hengdu sig í þann ólíklega möguleika að Venesúela láti verða af þeirri hótun sinni að stöðva alla olíusölu til Bandaríkjanna. 15.2.2008 11:02 Sjá næstu 50 fréttir
Dýraríkið við Suðurpólinn í hættu vegna hlýnunar jarðar Vísindamenn segja að viðkvæmt dýraríkið við Suðurpólinn sé í mikilli hættu vegna hlýnunar jarðar. Ef svo heldur sem horfir muni hákarlar og krabbar færa sig inn á svæðið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 18.2.2008 11:02
Sportlegur Rolls Royce Yfirleitt sitja bílstjórar með kaskeiti við stýrið á Rolls Royce, og eigandinn situr í þægindum í aftursætinu. 18.2.2008 10:50
Musharraf vill sáttastjórnmál fremur en átakastjórnmál Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hvatti þjóðina til sátta um leið og hann greiddi atkvæði í þingkosningum sem fram fara í landinu í dag. 18.2.2008 10:26
Berjast um ofurkjörmenn Demókrata Barack Obama og Hillary Clinton takast nú á um stuðning svokallaðra ofurkjörmanna innan Demókrataflokksins. Kosningakerfi flokksins er afar flókið og stuðningur þeirra gæti skipt sköpum. 18.2.2008 10:18
Tsjetsjenar fagna sjálfstæði Kosovo Tsjetsjenar hafa fagnað sjálfstæði Kosovo-héraðs. Þeir líkja gangi mála í héraðinu við eigin baráttu fyrir sjálfstæði frá Rússlandi. 18.2.2008 09:39
Myntsafn slegið á 700 milljónir kr. Eigandi myntsafns í Bandaríkjunum setti safn sitt á uppboð og gekk á brott rúmlega 700 milljónum króna ríkari. 18.2.2008 09:10
Fayed ber vitni í Díönurannsókn í dag Mohamed al Fayed mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni um dauða Díönu prinsessu í dag. 18.2.2008 09:07
Dræm kjörsókn í Pakistan í upphafi kjördags Kjörstaðir í Pakistan hafa nú verið opnir í fjóra tíma en kjörsókn virðist dræm víðsvegar í landinu í byrjun kjördags. 18.2.2008 09:04
Líkurnar aukast á að finna líf á öðrum plánetum Ný rannsókn hefur leitt í ljós að sennilega séu mun fleiri plánetur sem líkjast jörðinni að gerð í Vetrarbrautinni en áður var talið. Og þar með aukast líkurnar á að líf finnist á öðrum plánetum. 18.2.2008 08:46
Yfir þúsund lögreglumenn réðust inn í úthverfi Parísar Yfir þúsund franskir lögreglumenn réðust inn í eitt af úthverfum Parísar í morgun og leituðu að persónum sem stóðu fyrir uppþotunum í borginni í nóvember í fyrra. Alls hafa um 30 manns verið handteknir en ekki er vitað hvort meðal þeirra séu þeir sem lögreglan leitar að. 18.2.2008 08:13
Ráðherrafundur EB um Kosovo haldinn í dag Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins koma saman til fundar í dag til að ræða sjálfstæði Kosovo. Reiknað er með að mörg ríki innan bandalagsins muni viðurkenna sjálfstæði Kosovo í dag. 18.2.2008 07:17
Ekkert lát á íkveikjum í Danmörku Ekkert lát varð á íkveikjum í Danmörku í gærkvöldi og nótt og sitja nú tíu manns í fangageymslum lögreglu af þeim sökum. 18.2.2008 07:15
Innkalla 65 þúsund tonn af nautakjöti í Bandaríkjunum Landbúnaðarstofnun Bandaríkjanna hefur innkallað 143 milljónir punda, um 65 þúsund tonn, af frosnu nautakjöti frá sláturhúsi í Kaliforníu vegna gruns um illa meðferð í nautgripum þar. 17.2.2008 22:49
Áfram óeirðir í Danmörku - um 400 eldar á þremur kvöldum Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tíu manns í eftirmiðdaginn og í kvöld í tengslum við óeirðir og elda sem kveiktir hafa verið til þess að mótmæla endurbirtingu mynda af Múhameð spámanni í dönskum blöðum í síðustu viku. 17.2.2008 22:19
Lagði út um hálfa milljón vegna morðsins á Bhutto Talibani af pakistönskum uppruna greiddi rúmlega sjö þúsund dollara, jafnvirði nærri hálfrar milljónar króna, fyrir morðtilræðið við Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans. 17.2.2008 23:08
Stjórnvöld í Kósóvó hafa lýst yfir sjálfstæði Stjórnvöld í Kósóvó lýstu í dag yfir sjálfstæði héraðsins. Mikil spenna hefur ríkt undanfarna daga vegna þessarar ákvörðunar sem tekin er í óþökk Serba og Rússa. Fyrir helgi samþykkti Evrópusambandið að senda tvö þúsund manna gæslulið til Kósóvó til að annast eftirlit með lög- og dómgæslu og borgaralegri stjórn í héraðinu eftir að sjálfstæði hefði verið lýst yfir. 17.2.2008 15:51
80 þúsund hermenn gæta öryggis í Pakistan Áttatíu þúsund hermenn eru að störfum víðsvegar í Pakistan til að tryggja öryggi fyrir þingkosningar sem fara fram í landinu á morgun. Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto og leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í landinu kallar eftir friði eftir að sjálfsmorðssprengja varð 37 manns að bana þar í gær. 17.2.2008 14:47
Bush vill tryggja frið í Kósóvó Bush Bandaríkjaforseti segir að allt verði gert til að tryggja að ekki komi til átaka í Kosovo-héraði þegar að ráðamenn þar lýsa yfir sjálfstæði frá Serbíu. Fastlega er búist við að það gerist í dag. 17.2.2008 10:42
Áttatíu féllu í sjálfsvígsárás í Kandahar Minnst áttatíu féllu og fjölmargir særðust í sjálfsvígssprengjuárás á vinsælum útivistarstað í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan í morgun. Árásin er sú mannskæðasta í landinu í marga mánuði. Héraðsstjórinn í Kandahar segir Talíbana hafa verið að verki en þeir hafa ekki lýst árásinni á hendur sér. 17.2.2008 10:29
Leiðtogar í Kenýu verða ekki þvingaðir Utanríkisráðherra Kenýa segir ekki hægt að þvinga ráðamenn þar í landi til að semja um lausn á deilunni um úrslit forsetakosninga í desember. 17.2.2008 09:58
Kveiktu í barnaheimili í Árósum Kveikt var í barnaheimili í Tilst, úthverfi Árósa, á sjöunda tímanum í kvöld að íslenskum tíma. Lögreglan segir að hættan sé yfirstaðin og tveir piltar á aldrinum 15 og 16 ára hafi verið handteknir. Slökkvistarf er lokið og talið er að einungis lítill hluti af barnaheimilinu hafi eyðilagst. 16.2.2008 20:32
Sækir um pólitískt hæli Einn kosningastjóra stjórnarandstöðunnar í Kenýa hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður á Íslandi. Vegabréfsáritun hans rennur út á mikvikudaginn, en hann segist vera á aftökulista yfirvalda í Kenýa. 16.2.2008 18:48
Sjö létust í ólöglegum kappakstri Sjö manns létust þegar bíll keyrði inn í mannþröng í ólöglegum kappakstri í Maryland í Bandaríkjunum. Slysið varð klukkan tuttugu mínútur í níu í morgun að íslenskum tíma, um 32 kílómetrum frá Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna. Auk þeirra sjö sem létust slösuðust fjórir, að sögn lögreglunnar. Ekki er vitað nánar um ástand hinna slösuðu. 16.2.2008 20:15
Eistar bjóða samstarf Utanríkisráðherra segir Eistlendinga fremsta þjóða í vörnum gegn tölvuglæpum. Margt sé hægt að læra af þeim í vörnum gegn þessari einni helstu öryggisógn tuttugust og fyrstu aldarinnar. 16.2.2008 18:58
Allt logar í Danmörku Í gærkvöldi og nótt loguðu eldar í fleiri dönskum bæjum en áður, meðal annars í Kaupmannahöfn, Árósum og Óðinsvéum. Reið ungmenni kveiktu í ruslagámum, bílum og skólum. 16.2.2008 18:47
Hátt í 40 létust í sjálfsmorðssprengingu í Pakistan Þrjátíu og sjö manns biðu bana og níutíu særðust í sjálfsmorðssprengingu á fundi stuðningsmanna Benazir Bhuttos heitinnar í Parachirans í Pakistan í dag. Sprengjuárásin var gerð á lokadegi kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í landinu á mánudaginn. 16.2.2008 16:48
Bíll sem nýtist sem kafbátur Svissneski bílaframleiðandinn Rinspeed hefur búið til bíl sem hægt er að aka á þurru landi en líka hægt að nota sem kafbát. 16.2.2008 13:06
Evrópusambandið sendir 2000 manna lið til Kósóvó Evrópusambandið samþykkti í gærkvöldi að senda tvö þúsund manna gæslulið til Kósóvó til að annast eftirlit með lög- og dómgæslu og borgaralegri stjórn í héraðinu eftir að Kósóvó-Albanar hafa lýst einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu. Fastlega er búist við að þeir geri það á morgun, í óþökk Serba og Rússa. 16.2.2008 10:20
Fossett talinn af Vellauðugi ævintýramaðurinn Steve Fossett var í gær úrskurðaður látinn. Hans hefur verið saknað í fimm mánuði - eða allt frá því lítil flugvél með hann einan innanborðs hvart yfir eyðimörkinni í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. 16.2.2008 10:16
George Bush á faraldsfæti George Bush Bandaríkjaforseti hóf ferðalag sitt um Afríku í morgun. Fyrsti viðkomustaðurinn er Benín. Forsetinn mun heimsækja fjögur önnur ríki á sex daga ferð sinni um álfuna. Hann fer til Tansaníu, Rúanda, Ghana og Líberíu. Þetta er önnur heimsókn hans til Afríku frá því hann tók við völdum eftir forsetakosningarnar 2000. 16.2.2008 10:12
Enn átök í Danmörku Til harðra átaka kom milli lögreglu og ungmenna víða í Danmörku í nótt. Þetta er sjötta nóttin í röð sem ungmenni á aldrinum þrettán til átján ára - flest af erlendu bergi brotin - leggja eld að bílum, ruslagámum og húsum í úthverfum Kaupmannahafnar til að tjá óánægju sína með að skopmynd af Múhameð spámanni var birt í dönskum blöðum í vikunni. 16.2.2008 10:07
Eldar loga víða í Danmörku vegna óeirða Eldar hafa verið kveiktir á götum úti víða í Danmörku í kvöld þar sem ungmenni halda áfram að mótmæla því að danskir miðlar hafa á ný birt myndir af Múhameð spámanni. 15.2.2008 21:24
Illinois morðinginn var afburðanemandi Maðurinn sem hóf skothríð í Northern Illinois háskólanum í Bandaríkjunum í gærkvöld með þeim afleiðingum að fimm féllu hét Stephen Kazmierczak. Hann var 27 ára gamall og stundaði framhaldsnám í félagsfræði við skólann. Hann var vopnaður þremur skammbyssum og haglabyssu. 15.2.2008 21:24
Ég er elst í heimi Svo virðist sem hin 114 ára bandaríska kona Edna Parker sé ekki lengur elst í heimi samkvæmt Heimsmetabók Guiness, jafnvel þótt hún hafi ekki gefið upp öndina. Mariam Amash í ísraelska bænum Jisr az-Zarqa heldur því nefnilega fram að hún sé 120 ára, fædd árið 1888 15.2.2008 22:06
Bíða þess að vera grýtt og aflimuð Sex manns bíða þess að vera grýttir í hel í Bauchi héraði í Nígeríu. Fjörutíu og sex til viðbótar bíða þess að höggnir verði af þeim limir, fyrir einhver afbrot. 15.2.2008 15:25
Hamas orðar vopnahlé við Ísrael Hamas samtökin hafa sagt Egyptum að þeir myndu íhuga að semja vopnahlé við Ísrael, ef Ísraelar opnuðu aftur landamæri sín að Gaza ströndinni og hættu hernaðaraðgerðum á landsvæðum Palestínumanna. 15.2.2008 14:59
Ekkert bóluefni gegn HIV Vísindamenn eru engu nær því að finna bóluefni fyrir HIV veiruna en þeir voru fyrir tuttugu árum. 15.2.2008 14:30
Verðlaunamynd úr stríðinu í Afganistan Mynd af örþreyttum bandarískum hermanni í Afganistan hefur verið valin fréttaljósmynd ársins 2007 hjá World Press Photo Award. 15.2.2008 14:07
Öskureiðir hvalavinir vilja láta kæra sig Bresk feðgin eru öskureið yfir því að yfirvöld hafa fallið frá málshöfðun á hendur þeim fyrir að hlekkja sig við stigahandrið í japanska sendiráðinu í Lundúnum. 15.2.2008 13:32
Örninn Zorro til varnar einu af kennileitum Melbourne Starfsmenn Arts Centre, sem er eitt af kennileitum borgarinnar Melbourne í Ástralíu, hafa fengið örninn Zorro til liðs við sig til að verja kennileitið fyrir ágangi kakadú fugla. 15.2.2008 13:32
Alvöru neðansjávarbíll Nú verður James Bond væntanlega glaður. Bond aðdáendur muna allir eftir því þegar hann kom keyrandi upp úr sjónum í glæsilegri sportbifreið sem jafnframt var kafbátur (kafbíll ?). 15.2.2008 13:30
Raðnauðgari á leigubíl Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa raðnauðgað konum sem hann plataði upp í leigubíl sinni. 15.2.2008 13:25
Kannað hvort eitrað hafi verið fyrir Patarkasishvilis Lík georgíska kaupsýslumannsins og stjórnarandstöðuleiðtogans Badris Patarkatsishvilis verður krufið í dag til að kanna hvort eitrað hafi verið fyrir honum. 15.2.2008 13:00
Tilbúinn í stríð við Ísrael Leiðtogi Hizbollah-hreyfingarinnar í Líbanon segist reiðubúinn í stríð við Ísraela kjósi þeir átök. Einn af máttarstólpum Hizbollah féll í árás í vikunni. Hreyfingin segir Ísraela hafa myrt hann en því hafna Ísraelsmenn. 15.2.2008 12:28
Olían yfir 96 dollara Olíufatið fór yfir 96 dollara í dag þegar spákaupmenn hengdu sig í þann ólíklega möguleika að Venesúela láti verða af þeirri hótun sinni að stöðva alla olíusölu til Bandaríkjanna. 15.2.2008 11:02