Fleiri fréttir Fyrirmyndin að Moe fundin Bandarískur grínari, Rich Hall, heldur því fram að hann sé fyrirmyndin að bareigandanum Moe í hinum vinsælu þáttum um Simpsons fjölskylduna. Hann segir að honum hafi ætíð fundist að Moe líktist sér töluvert. 25.9.2007 16:05 Ki-moon segir verkefnin krefjandi Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ræðu við upphaf Allsherjarþingsins í dag að leiðtogum heimsins biðu afar krefjandi og niðurdrepandi verkefni. Hann nefndi fátækt, hlýnun jarðar og átökin í Darfur. Þá biðlaði hann einnig til herstjórnarinnar í Burma að halda aftur af sér gagnvart mómælendum sem krefjast lýðræðis. 25.9.2007 14:35 Ekki einkamál stórveldanna Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina. 25.9.2007 12:57 Óeirðalögreglumenn gegn munkum Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku. 25.9.2007 12:42 Kastaði upp í beinni útsendingu Sænskur sjónvarpsþáttastjórnandi fær mesta áhorfið á YouTube um þessar mundir. Eva Nazemson var að stýra spurningaþætti í beinni á TV4 sjónvarpsstöðinni þegar hún kastaði skyndilega upp. Karlkyns þátttakandi hafði hringt inn og var að leysa orðaþraut þegar Eva sneri sér óvænt til hliðar og ældi. 25.9.2007 12:20 Eftirvænting eftir ræðu Ahmadinejad Árlegur fundur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hefst í New York í dag. Leiðtogar munu þá ávarpa þingið og er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu Bandaríkjamanna og Írana. Gert er ráð fyrir að Bush Bandaríkjaforseti ræði um mannréttindi og frelsi. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran mun líklega endurtaka yfirlýsingu um að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis í friðsamlegum tilgangi. 25.9.2007 11:46 Amman hittir lestarstöðvarstúlkuna Kínversk amma stúlkunnar sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu í síðustu viku er komin til Nýja Sjálands til að sækja Qian Xun Xue og skipuleggja jarðaför dóttur sinnar. Xue Naiyin faðir stúlkunnar er grunaður um að hafa myrt móðurina og skilið stúlkuna eftir á lestarstöð í Melbourne í Ástralíu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli um heim allan. 25.9.2007 11:20 Herforingjastjórn Burma á neyðarfundi Herforingjastjórnin í Burma hélt í dag neyðarfund til að ákveða viðbrögð við stærstu mótmælum gegn stjórninni í 20 ár. Engar upplýsingar hafa fengist af fundinum. Uppreisnarmenn segja að 22. herdeild stjórnarinnar hafi verið send til Yangon þar sem mótmælin fara fram. Herdeildin er fræg fyrir að hafa brotið á bak aftur mótmælin árið1988 þar sem þrjú þúsund manns letust. 25.9.2007 10:50 Orð Kate þungamiðja rannsóknarinnar Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana.“ 25.9.2007 09:40 Nauðgaði tíu ára gamalli stúlku Danska lögreglan handtók í morgun karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað tíu ára gamalli stúlku í Sonderborg í gær. Maðurinn nam stúlkuna á brott og nauðgaði henni tvisvar áður en hann lét sig hverfa. 25.9.2007 08:40 Vilja aðgerðir gegn loftlagsbreytingum Meirihluti jarðarbúa telur nauðsynlegt að ríki í heiminum grípi strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þetta kemur fram í könnun sem breska ríkisútvarpið, BBC, stóð að. 25.9.2007 08:11 Fukuda kosinn forsætisráðherra Japans Japanska þingið kaus í morgun Yasuo Fukuda til að gegna embætti forsætisráðherra. Fukuda er 71 árs, sonur fyrrverandi forsætisráðherra Japans en hann var kosinn formaður Frjálslynda demókrataflokksins, stjórnarflokks Japans, um síðustu helgi. 25.9.2007 08:06 Bush boðar aðgerðir gegn yfirvöldum í Myanmar George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar á morgun að tilkynna um hertar aðgerðir gegn stjórnvöldum í Myanmar. Aðgerðunum verður beint að helstu leiðtogum landsins en ólga hefur verið í Myanmar síðustu daga í kjölfar mótmæla sem búddamunkar standa fyrir. 24.9.2007 19:38 Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki. 24.9.2007 18:45 Bíllaust í Brussel Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík. 24.9.2007 18:45 Ráðist gegn sterasölu í Danmörku Lögregla í Danmörku lét til skarar skríða á fjölmörgum stöðum í landinu í dag í átaki gegn notkun stera og annarra ólöglegra lyfja. 24.9.2007 16:59 Meta skemmdir eftir skýstróka Húseigendur og fyrirtæki í Bretlandi meta nú skemmdir eftir að skýstrókar gengu yfir í miðhéruð-og suðurhluta Englands og ollu nokkurri eyðileggingu. Tré rifnuðu upp með rótum í veðrinu og skemmdu bæði hús og bíla. 24.9.2007 16:36 Frakkar mestu eyðsluseggir Evrópu Jean-Claude Trichet bankastjóri evrópska seðlabankans ásakar Frakka um að vera mestu eyðsluseggi í Evrópu. Trichet varaði við því að samanburði við verga landsframleiðslu myndu Frakkar eyða meira en nágrannar þeirra árið 2007. Viðvörunin kemur á sama tíma og Francois Fillon forsætisráðherra sagði stöðu fjármála í landinu alvarlega. 24.9.2007 16:16 Ný tegund glæpamanna Ný tegund glæpamanna hefur stungið upp kollinum á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku. Um er að ræða hóp bavíana sem er kennt um röð innbrota á heimili. Aparnir lifa villtir á svæðinu og fara um í leit að æti. Þeir hafa valdið skemmdum fyrir hundruð þúsunda íslenskra króna. 24.9.2007 15:23 iPhone til Evrópu í nóvember iPhone-síminn frá Apple verður gefinn út í nokkrum Evrópulöndum í byrjun nóvember. Evrópuútgáfan verður ekki uppfærð með þriðju kynslóðar (3G) eiginleikum, eins og margir bjuggust við. Þess í stað kemur út þriðju kynslóðar útgáfa um allan heim á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Apple. 24.9.2007 14:30 Rannsókn á húsakaupum Olmerts Dómsmálaráðuneyti Ísraels hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á fasteignakaupum Ehud Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem. Olmert keypti eign fyrir um 20 milljónir íslenskra króna, sem er um 10 milljónum undir markaðsvirði. 24.9.2007 13:42 Máttu líkja múslímum við nasista Saksóknari í Kaupmannahöfn hefur komist að því að félagar í Danska þjóðarflokknum hafi ekki gerst sekir um kynþáttahatur þegar þeir líktu slæðum múslíma við hakakrossinn og múslímum við nasista. 24.9.2007 12:38 Ítalir úr haldi afganskra mannræningja Tveimur ítölskum hermönnum sem mannræningjar tóku höndum í vesturhluta Afganistans á laugardag var bjargað af herafla NATO í dag. Ítalska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu og sagði að báðir mennirnir væru slasaðir, annar alvarlega. Þeir eru nú á sjúkrahúsi. 24.9.2007 12:33 Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak. 24.9.2007 12:21 Einn lést í flóðum á Spáni Einn lést í flóðum á Spáni eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Strandbærinn Almunecar á suðurhluta landsins varð vest úti en talið er að tjón af völdum flóðanna þar hlaupi á sex hundruð milljónum króna. 24.9.2007 12:18 Höfuðklútar bannaðir í skólum í Kosovo Þrír nemendur í Kosovo hafa verið reknir úr skóla fyrir að bera höfuðklút. Ákvörðunin endurspeglar umræður um höfuðklúta sem ganga nú um Evrópu. Umræðan flækir baráttu fyrir sjálfstæði Kosovo, en héraðið hefur verið undir stórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999. 24.9.2007 11:24 Abe biðst afsökunar á afsögn Fráfarandi forsætisráðherra Japan Shinzo Abe sagði í dag að hrakandi heilsa hefði orðið til þess að hann ákvað svo skyndilega að segja af sér. Hann bað þjóðina afsökunar á því að stuðla að pólitísku uppnámi. 24.9.2007 10:59 Uppreisnarmenn í Nígeríu rjúfa vopnahlé Uppreisnarmenn á Deltasvæðinu í Nígeríu sem ríkt er af olíu hafa tilkynnt að frá miðnætti muni þeir ekki virða vopnahlé sem verið hefur í gildi. Árásir munu þá hefjast að nýju á olíuvinnslustöðvar. Þá hóta uppreisnarmennirnir frekari mannránum á starfsmönnum við olíuvinnslu á svæðinu. 24.9.2007 10:41 Skýstrókar gengu yfir England Röð skýstróka hefur gengið yfir England í morgun og gjöreyðilagt heimili á nokkrum stöðum. Bresku fréttastofurnar Sky og BBC greina frá því að skýstrókarnir hafi gengið yfir á sjöunda tímanum í morgun. Íbúar segja tré hafa rifnað upp með rótum og skemmt heimili og bíla. 24.9.2007 09:58 Munkar leiða mestu mótmæli í Burma Þúsundir munka og almennra borgara marsera um götur Yangon fyrrum höfuðborgar Burma og mótmæla þannig herstjórninni í landinu. Vitni segja allt að 30 þúsund manns á götum borgarinnar, sem er mesti mannfjöldi í mótmælum í 20 ár. Mótmælin í dag fylgja í kjölfar mótmæla í gær sem 20 þúsund munkar og nunnur tóku þátt í. 24.9.2007 09:31 Hillary segist ekki vera lesbía Andstæðingar Hillary Clinton í slagnum um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að sverta ímynd hennar. Í nýjasta tölublaði The Advocate neitar hún til að mynda því að hún sé lesbía. 24.9.2007 09:09 Segir Írani ekki vilja koma sér upp kjarnorkuvopnum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir Írani ekki stefna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þetta kom fram í máli forsetans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. 24.9.2007 08:34 Mikið af olíu og jarðgasi við Grænland Rannsóknir olíuleitarmanna benda til þess að gríðarlega mikið af olíu og jarðgasi sé að finna við Norðausturströnd Grænlands. Er talið að verðmæti olíunnar nemi eitt hundrað þúsund milljörðum íslenskra króna. 24.9.2007 08:06 Kveikti í skattstofunni Þolinmæði tæplega fimmtugs dana gagnvart skattstofunni í Árósum, þraut gersamlega í gær. Hann hélt með blaðabunka að húsi skattstofunnar, vætti blöðin eldfimum vökva og bar að húsinu. 24.9.2007 08:01 Nunnur bætast í hóp mótmælenda í Myanmar Nunnur bættust í dag í hóp Búddamunka sem mótmæla herforingjastjórninni í Myanmar. Sjötta daginn í röð mótmæltu Búddamunkar á friðsamlegan hátt með því að ganga um götur Yangon höfuðborgar Myanmar. 23.9.2007 12:33 Ætla að auka hlutverk sitt í Írak Sameinuðu þjóðirnar ætla að auka hlutverk sitt í Írak og aðstoða við að ná sáttum milli andstæðra fylkinga. 23.9.2007 10:50 Yasuo Fukuda verður forsætisráðherra Japans Stjórnarflokkurinn í Japan kaus í dag Yasuo Fukuda sem formann flokksins, sem þýðir að hann verður forsætisráðherra Japans. 23.9.2007 10:45 Þekktasti látbragðsleikari heims látinn Þekktasti látbragðsleikari heims, Marcel Marceau, er látinn. Skrifstofa forsætisráðherra Frakklands skýrði frá þessu í dag. Marceau var 84 ára. Hann var heimsþekktur fyrir list sína og gat galdrað fram bæði hlátur og grát hjá áhorfendum. 23.9.2007 10:34 Vatnflóð ógna Afríkuríkjum Hjálparstofnanir segja að mikillar aðstoðar sé þörf á flóðasvæðum í Afríku, þar sem ein og hálf milljón manna í átján löndum hafa orðið fyrir búsifjum. 23.9.2007 10:25 Pólska skútan fundin Pólska skútan sem hvarf á hafsvæðinu milli Íslands og Skotlands kom í leitirnar í nótt. Var hún þá stödd við Orkneyjar. 23.9.2007 09:57 Tíu þúsund munkar mótmæla í Myanmar Nærri tíu þúsund Búddamunkar mótmæltu herstjórninni í Myanmar í dag. Þetta eru umfangsmestu mótmælaaðgerðir í landinu í tæp tuttugu ár. 22.9.2007 18:58 Segir mannræningjann hafa falið sig inni á herberginu Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, er sannfærður um að sá sem rændi dóttur hans hafi falið sig inni á hótelherbergi fjölskyldunnar þegar hann leit inn til barnanna sinna þann örlagaríka dag þegar dóttir hans hvarf. 22.9.2007 15:15 Fujimori segist rólegur yfir framsalinu Alberto Fujimori fyrrum forseti Perú segist vera alveg rólegur þó að hann eigi yfir höfði sér að verða framseldur frá Chile til heimalands síns, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir spillingu og morð. 22.9.2007 12:17 Munkar mótmæla í Myanmar Hundruð Búddamunka í Mýanmar, sem áður hét Burma, örkuðu um götur Mandalay í norðurhluta landsins til að mótmæla herstjórninni í landinu. Fleiri en þúsund manns fylgdust með göngunni og sýndu þannig stuðning við munkana. 22.9.2007 12:14 Kostunica vill ekki veita Kosovo sjálfstæði Kostunica forsætisráðherra Serbíu varaði við því í dag að Kosovo yrði veitt sjálfstæði. Hann sagði að sig grunaði að Bandaríkjastjórn myndi knýja fram sjálfstæði Kosovo en að slíkt myndi leiða til ofbeldisverka sem ekki hefðu sést síðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. Hann útskýrði orð sín ekki nánar. 22.9.2007 10:25 Sjá næstu 50 fréttir
Fyrirmyndin að Moe fundin Bandarískur grínari, Rich Hall, heldur því fram að hann sé fyrirmyndin að bareigandanum Moe í hinum vinsælu þáttum um Simpsons fjölskylduna. Hann segir að honum hafi ætíð fundist að Moe líktist sér töluvert. 25.9.2007 16:05
Ki-moon segir verkefnin krefjandi Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í ræðu við upphaf Allsherjarþingsins í dag að leiðtogum heimsins biðu afar krefjandi og niðurdrepandi verkefni. Hann nefndi fátækt, hlýnun jarðar og átökin í Darfur. Þá biðlaði hann einnig til herstjórnarinnar í Burma að halda aftur af sér gagnvart mómælendum sem krefjast lýðræðis. 25.9.2007 14:35
Ekki einkamál stórveldanna Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina. 25.9.2007 12:57
Óeirðalögreglumenn gegn munkum Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku. 25.9.2007 12:42
Kastaði upp í beinni útsendingu Sænskur sjónvarpsþáttastjórnandi fær mesta áhorfið á YouTube um þessar mundir. Eva Nazemson var að stýra spurningaþætti í beinni á TV4 sjónvarpsstöðinni þegar hún kastaði skyndilega upp. Karlkyns þátttakandi hafði hringt inn og var að leysa orðaþraut þegar Eva sneri sér óvænt til hliðar og ældi. 25.9.2007 12:20
Eftirvænting eftir ræðu Ahmadinejad Árlegur fundur Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hefst í New York í dag. Leiðtogar munu þá ávarpa þingið og er beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir ræðu Bandaríkjamanna og Írana. Gert er ráð fyrir að Bush Bandaríkjaforseti ræði um mannréttindi og frelsi. Mahmoud Ahmadinejad forseti Íran mun líklega endurtaka yfirlýsingu um að kjarnorkuáætlun landsins sé einungis í friðsamlegum tilgangi. 25.9.2007 11:46
Amman hittir lestarstöðvarstúlkuna Kínversk amma stúlkunnar sem skilin var eftir á lestarstöð í Ástralíu í síðustu viku er komin til Nýja Sjálands til að sækja Qian Xun Xue og skipuleggja jarðaför dóttur sinnar. Xue Naiyin faðir stúlkunnar er grunaður um að hafa myrt móðurina og skilið stúlkuna eftir á lestarstöð í Melbourne í Ástralíu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli um heim allan. 25.9.2007 11:20
Herforingjastjórn Burma á neyðarfundi Herforingjastjórnin í Burma hélt í dag neyðarfund til að ákveða viðbrögð við stærstu mótmælum gegn stjórninni í 20 ár. Engar upplýsingar hafa fengist af fundinum. Uppreisnarmenn segja að 22. herdeild stjórnarinnar hafi verið send til Yangon þar sem mótmælin fara fram. Herdeildin er fræg fyrir að hafa brotið á bak aftur mótmælin árið1988 þar sem þrjú þúsund manns letust. 25.9.2007 10:50
Orð Kate þungamiðja rannsóknarinnar Breska blaðið Daily Mail greinir í dag frá fyrstu viðbrögðum Kate McCann eftir að Madeleine hvarf. Fyrsta vitnið af viðbrögðunum hefur nú komið fram í fjölmiðlum. Charlotte Pennington barnfóstra, segir að Kate hafi öskrað: „Þeir hafa tekið hana, þeir hafa tekið hana.“ 25.9.2007 09:40
Nauðgaði tíu ára gamalli stúlku Danska lögreglan handtók í morgun karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað tíu ára gamalli stúlku í Sonderborg í gær. Maðurinn nam stúlkuna á brott og nauðgaði henni tvisvar áður en hann lét sig hverfa. 25.9.2007 08:40
Vilja aðgerðir gegn loftlagsbreytingum Meirihluti jarðarbúa telur nauðsynlegt að ríki í heiminum grípi strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þetta kemur fram í könnun sem breska ríkisútvarpið, BBC, stóð að. 25.9.2007 08:11
Fukuda kosinn forsætisráðherra Japans Japanska þingið kaus í morgun Yasuo Fukuda til að gegna embætti forsætisráðherra. Fukuda er 71 árs, sonur fyrrverandi forsætisráðherra Japans en hann var kosinn formaður Frjálslynda demókrataflokksins, stjórnarflokks Japans, um síðustu helgi. 25.9.2007 08:06
Bush boðar aðgerðir gegn yfirvöldum í Myanmar George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar á morgun að tilkynna um hertar aðgerðir gegn stjórnvöldum í Myanmar. Aðgerðunum verður beint að helstu leiðtogum landsins en ólga hefur verið í Myanmar síðustu daga í kjölfar mótmæla sem búddamunkar standa fyrir. 24.9.2007 19:38
Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki. 24.9.2007 18:45
Bíllaust í Brussel Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík. 24.9.2007 18:45
Ráðist gegn sterasölu í Danmörku Lögregla í Danmörku lét til skarar skríða á fjölmörgum stöðum í landinu í dag í átaki gegn notkun stera og annarra ólöglegra lyfja. 24.9.2007 16:59
Meta skemmdir eftir skýstróka Húseigendur og fyrirtæki í Bretlandi meta nú skemmdir eftir að skýstrókar gengu yfir í miðhéruð-og suðurhluta Englands og ollu nokkurri eyðileggingu. Tré rifnuðu upp með rótum í veðrinu og skemmdu bæði hús og bíla. 24.9.2007 16:36
Frakkar mestu eyðsluseggir Evrópu Jean-Claude Trichet bankastjóri evrópska seðlabankans ásakar Frakka um að vera mestu eyðsluseggi í Evrópu. Trichet varaði við því að samanburði við verga landsframleiðslu myndu Frakkar eyða meira en nágrannar þeirra árið 2007. Viðvörunin kemur á sama tíma og Francois Fillon forsætisráðherra sagði stöðu fjármála í landinu alvarlega. 24.9.2007 16:16
Ný tegund glæpamanna Ný tegund glæpamanna hefur stungið upp kollinum á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku. Um er að ræða hóp bavíana sem er kennt um röð innbrota á heimili. Aparnir lifa villtir á svæðinu og fara um í leit að æti. Þeir hafa valdið skemmdum fyrir hundruð þúsunda íslenskra króna. 24.9.2007 15:23
iPhone til Evrópu í nóvember iPhone-síminn frá Apple verður gefinn út í nokkrum Evrópulöndum í byrjun nóvember. Evrópuútgáfan verður ekki uppfærð með þriðju kynslóðar (3G) eiginleikum, eins og margir bjuggust við. Þess í stað kemur út þriðju kynslóðar útgáfa um allan heim á næsta ári, samkvæmt tilkynningu frá Apple. 24.9.2007 14:30
Rannsókn á húsakaupum Olmerts Dómsmálaráðuneyti Ísraels hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á fasteignakaupum Ehud Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem. Olmert keypti eign fyrir um 20 milljónir íslenskra króna, sem er um 10 milljónum undir markaðsvirði. 24.9.2007 13:42
Máttu líkja múslímum við nasista Saksóknari í Kaupmannahöfn hefur komist að því að félagar í Danska þjóðarflokknum hafi ekki gerst sekir um kynþáttahatur þegar þeir líktu slæðum múslíma við hakakrossinn og múslímum við nasista. 24.9.2007 12:38
Ítalir úr haldi afganskra mannræningja Tveimur ítölskum hermönnum sem mannræningjar tóku höndum í vesturhluta Afganistans á laugardag var bjargað af herafla NATO í dag. Ítalska varnarmálaráðuneytið skýrði frá þessu og sagði að báðir mennirnir væru slasaðir, annar alvarlega. Þeir eru nú á sjúkrahúsi. 24.9.2007 12:33
Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak. 24.9.2007 12:21
Einn lést í flóðum á Spáni Einn lést í flóðum á Spáni eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Strandbærinn Almunecar á suðurhluta landsins varð vest úti en talið er að tjón af völdum flóðanna þar hlaupi á sex hundruð milljónum króna. 24.9.2007 12:18
Höfuðklútar bannaðir í skólum í Kosovo Þrír nemendur í Kosovo hafa verið reknir úr skóla fyrir að bera höfuðklút. Ákvörðunin endurspeglar umræður um höfuðklúta sem ganga nú um Evrópu. Umræðan flækir baráttu fyrir sjálfstæði Kosovo, en héraðið hefur verið undir stórn Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1999. 24.9.2007 11:24
Abe biðst afsökunar á afsögn Fráfarandi forsætisráðherra Japan Shinzo Abe sagði í dag að hrakandi heilsa hefði orðið til þess að hann ákvað svo skyndilega að segja af sér. Hann bað þjóðina afsökunar á því að stuðla að pólitísku uppnámi. 24.9.2007 10:59
Uppreisnarmenn í Nígeríu rjúfa vopnahlé Uppreisnarmenn á Deltasvæðinu í Nígeríu sem ríkt er af olíu hafa tilkynnt að frá miðnætti muni þeir ekki virða vopnahlé sem verið hefur í gildi. Árásir munu þá hefjast að nýju á olíuvinnslustöðvar. Þá hóta uppreisnarmennirnir frekari mannránum á starfsmönnum við olíuvinnslu á svæðinu. 24.9.2007 10:41
Skýstrókar gengu yfir England Röð skýstróka hefur gengið yfir England í morgun og gjöreyðilagt heimili á nokkrum stöðum. Bresku fréttastofurnar Sky og BBC greina frá því að skýstrókarnir hafi gengið yfir á sjöunda tímanum í morgun. Íbúar segja tré hafa rifnað upp með rótum og skemmt heimili og bíla. 24.9.2007 09:58
Munkar leiða mestu mótmæli í Burma Þúsundir munka og almennra borgara marsera um götur Yangon fyrrum höfuðborgar Burma og mótmæla þannig herstjórninni í landinu. Vitni segja allt að 30 þúsund manns á götum borgarinnar, sem er mesti mannfjöldi í mótmælum í 20 ár. Mótmælin í dag fylgja í kjölfar mótmæla í gær sem 20 þúsund munkar og nunnur tóku þátt í. 24.9.2007 09:31
Hillary segist ekki vera lesbía Andstæðingar Hillary Clinton í slagnum um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í næstu forsetakosningum í Bandaríkjunum reyna hvað þeir geta til að sverta ímynd hennar. Í nýjasta tölublaði The Advocate neitar hún til að mynda því að hún sé lesbía. 24.9.2007 09:09
Segir Írani ekki vilja koma sér upp kjarnorkuvopnum Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir Írani ekki stefna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þetta kom fram í máli forsetans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. 24.9.2007 08:34
Mikið af olíu og jarðgasi við Grænland Rannsóknir olíuleitarmanna benda til þess að gríðarlega mikið af olíu og jarðgasi sé að finna við Norðausturströnd Grænlands. Er talið að verðmæti olíunnar nemi eitt hundrað þúsund milljörðum íslenskra króna. 24.9.2007 08:06
Kveikti í skattstofunni Þolinmæði tæplega fimmtugs dana gagnvart skattstofunni í Árósum, þraut gersamlega í gær. Hann hélt með blaðabunka að húsi skattstofunnar, vætti blöðin eldfimum vökva og bar að húsinu. 24.9.2007 08:01
Nunnur bætast í hóp mótmælenda í Myanmar Nunnur bættust í dag í hóp Búddamunka sem mótmæla herforingjastjórninni í Myanmar. Sjötta daginn í röð mótmæltu Búddamunkar á friðsamlegan hátt með því að ganga um götur Yangon höfuðborgar Myanmar. 23.9.2007 12:33
Ætla að auka hlutverk sitt í Írak Sameinuðu þjóðirnar ætla að auka hlutverk sitt í Írak og aðstoða við að ná sáttum milli andstæðra fylkinga. 23.9.2007 10:50
Yasuo Fukuda verður forsætisráðherra Japans Stjórnarflokkurinn í Japan kaus í dag Yasuo Fukuda sem formann flokksins, sem þýðir að hann verður forsætisráðherra Japans. 23.9.2007 10:45
Þekktasti látbragðsleikari heims látinn Þekktasti látbragðsleikari heims, Marcel Marceau, er látinn. Skrifstofa forsætisráðherra Frakklands skýrði frá þessu í dag. Marceau var 84 ára. Hann var heimsþekktur fyrir list sína og gat galdrað fram bæði hlátur og grát hjá áhorfendum. 23.9.2007 10:34
Vatnflóð ógna Afríkuríkjum Hjálparstofnanir segja að mikillar aðstoðar sé þörf á flóðasvæðum í Afríku, þar sem ein og hálf milljón manna í átján löndum hafa orðið fyrir búsifjum. 23.9.2007 10:25
Pólska skútan fundin Pólska skútan sem hvarf á hafsvæðinu milli Íslands og Skotlands kom í leitirnar í nótt. Var hún þá stödd við Orkneyjar. 23.9.2007 09:57
Tíu þúsund munkar mótmæla í Myanmar Nærri tíu þúsund Búddamunkar mótmæltu herstjórninni í Myanmar í dag. Þetta eru umfangsmestu mótmælaaðgerðir í landinu í tæp tuttugu ár. 22.9.2007 18:58
Segir mannræningjann hafa falið sig inni á herberginu Gerry McCann, faðir Madeleine litlu, er sannfærður um að sá sem rændi dóttur hans hafi falið sig inni á hótelherbergi fjölskyldunnar þegar hann leit inn til barnanna sinna þann örlagaríka dag þegar dóttir hans hvarf. 22.9.2007 15:15
Fujimori segist rólegur yfir framsalinu Alberto Fujimori fyrrum forseti Perú segist vera alveg rólegur þó að hann eigi yfir höfði sér að verða framseldur frá Chile til heimalands síns, þar sem hann hefur verið ákærður fyrir spillingu og morð. 22.9.2007 12:17
Munkar mótmæla í Myanmar Hundruð Búddamunka í Mýanmar, sem áður hét Burma, örkuðu um götur Mandalay í norðurhluta landsins til að mótmæla herstjórninni í landinu. Fleiri en þúsund manns fylgdust með göngunni og sýndu þannig stuðning við munkana. 22.9.2007 12:14
Kostunica vill ekki veita Kosovo sjálfstæði Kostunica forsætisráðherra Serbíu varaði við því í dag að Kosovo yrði veitt sjálfstæði. Hann sagði að sig grunaði að Bandaríkjastjórn myndi knýja fram sjálfstæði Kosovo en að slíkt myndi leiða til ofbeldisverka sem ekki hefðu sést síðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. Hann útskýrði orð sín ekki nánar. 22.9.2007 10:25