Fleiri fréttir

Áformuðu að drepa bandaríska hermenn

Sex íslamskir öfgamenn voru handteknir í gærkvöldi fyrir samsæri um að myrða bandaríska hermenn. Áform voru uppi meðal sexmenningana að drepa hermennina í Fort Dix í New Jersey, en þar eru þjálfunarbúðir fyrir hermenn. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Hefur þú heyrt þennan?

Það er sjaldan létt yfir fundum milli herforingja Norður- og Suður-Kóreu. Oftast er þar skipst á ásökunum og svívirðingum. Fulltrúar Suður-Kóreu vissu því varla hvernig þeir áttu að bregðast við þegar yfirsamningamaður norðanmanna byrjaði fund í dag á því að segja brandara. Brandarinn fjallaði náttúrlega um George Bush.

Eins og 150 sólir spryngju - jörðin væri horfin

Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkrusinnum séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu.

Enn slegist á taívanska þinginu

Það var handagangur í öskjunni á taívanska þinginu í morgun þegar stjórnarþingmenn reyndu að koma í veg fyrir að þingforsetinn kæmist í sæti sitt. Það embætti skipar einn þekktasti þingmaður stjórnarandstöðunnar í Taívan, sem hefur nauman meirihluta á þingi og minnihlutastjórn við völd.

Englandsdrottning í Hvíta húsinu

Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna.

Svarnir andstæðingar sóru embættiseiða

Heimastjórn tók til starfa á ný á Norður-Írlandi í morgun þegar svarnir andstæðingar sóru eiða í Stormont kastala. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórnin var aflögð vegna njósnahneykslis og málefni Norður-Íra færð í hendur ráðherra í Lundúnum.

Fyrstu myndirnar af nýrri prinsessu birtar í Danmörku

Danska konungsfjölskyldan birti í morgun fyrstu opinberu myndirnar af nýfæddri prinsessu þeirra Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprinsessu. Þær sýna meðal annars að stúlkan, sem fæddist þann 21. apríl, er hárprúð og virðist þegar hafa lært að brosa til ljósmyndara.

Sautján ára stúlka grýtt í hel

Sautján ára kúrdisk stúlka var grýtt í hel í Írak í síðasta mánuði fyrir að verða ástfangin af jafnaldra sínum af öðrum trúflokki. Mikill fjöldi karlmanna tók þátt í ódæðinu, sem ættingjar hennar áttu frumkvæði að. Lögreglumenn fylgdust með, en aðhöfðust ekkert. Myndir af morðinu hafa nú verið settar út á netið.

Velferð barna og kvenna einna mest hér á landi

Ísland er í öðru sæti á lista Barnaheilla, Save the Children, yfir þau lönd þar sem velferð kvenna og barna er mest í heiminum. Í árlegri skýrslu samtakanna er birtur listi yfir þau lönd þar sem konur og börn hafa það best og skipa Svíar, Íslendingar og Norðmenn efstu þrjú sætin.

Halldór Ásgrímsson sækir Eista heim

Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, er nú staddur í Eistlandi. Heimsóknin er liður í því að leggja áherslu á mikilvægi áframhaldandi samstarfs milli Eystrasaltsríkjanna og Norðurlanda.

Stærsta sprengistjarna sem sést hefur

Risastór sprengistjarna, sem er sú bjartasta sem vísindamenn hafa nokkru sinni séð, hefur leitt til þess að vísindamenn velta nú fyrir sér hvort að möguleiki sé á því að slík stjarna eigi eftir að sjást mun nær jörðu á næstunni. Vísindamenn hjá NASA skýrðu frá því í dag að þeir hefðu séð sprengistjörnuna. Fyrst var tekið eftir henni síðastliðið haust og hafa þeir fylgst með henni síðan.

Yfir 20 létu lífið í Ramadi í Írak í dag

Tvær sjálfsmorðssprengingar urðu að minnsta kosti 20 manns að bana og særðu yfir 40 nálægt borginni Ramadi í Írak í dag. Fyrri árásin átti sér stað á markaði og sú seinni í nánd við varðstöð lögreglu.

Zille segir flokk sinn ekki of hvítan

Nýkjörinn leiðtogi Bandalags demókrata í Suður-Afríku, Helen Zille, neitaði því í dag flokkur hennar sé of hvítur og of miðstéttarsinnaður. Zille, sem er borgarstjóri í Höfðaborg, sagði að minnsta kosti helmingur þeirra sem kusu hana sem leiðtoga í gær hefðu ekki verið hvítir. Hún segir ásakanirnar vera áróður ANC flokksins, sem er við völd í Suður-Afríku.

Hermann fallinn í fjórða sinn

Charlton féll í kvöld úr ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Tottenham á heimavelli sínum. Hermann Hreiðarsson var í liði Charlton í kvöld og þarf nú að bíta í það súra epli að falla úr efstu deild á Englandi í fjórða sinn á ferlinum. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í byrjun leiks og Jermain Defoe innsiglaði sigurinn á lokamínútunum. Þessi úrslit þýða jafnframt að Fulham er öruggt með að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni.

592 handteknir vegna mótmæla í Frakklandi

Franska lögreglan handtók alls 592 einstaklinga um land allt vegna mótmæla í gær. Mótmælin voru vegna sigurs Sarkozy í frönsku forsetakosningunum. Lögreglan sagði einnig að kveikt hefði verið í 730 bifreiðum og að 28 lögregluþjónar hefðu slasast í átökum við mótmælendur. Lögreglan beitt táragasi í átökunum. Barist var í París, Toulouse, Marseille og Lyon.

Væntanlegar keppnisgreinar á Vetrarólympíuleikum sýndar

Ein af keppnisgreinum á vetrarólympíuleikunum árið 2008 verður vængflug svokallað (e. wingsuit flying). Keppendur eru þá í sérgerðum búningi sem gerir þeim mögulegt að svífa um loftin blá og ná allt að 100 kílómetra hraða. Önnur tiltölulega ný keppnisgrein er hraðbrun (e. speed skiing) og þá bruna keppendur niður brekkurnar með aðstoð fallhlífar. Greinarnar tvær voru sýndar á laugardaginn var.

Með tvær köngulær í eyranu

Læknir í Bretlandi varð heldur hissa eftir að hafa skoðað níu ára dreng vegna eyrnaverks. Í ljós kom að tvær köngulær höfðu tekið sér bólfestu í öðru eyra drengsins.

Fillon hugsanlega næsti forsætisráðherra Frakklands

Nicolas Sarkozy mun velja Francois Fillon, náinn aðstoðarmann sinn og fyrrum menntamálaráðherra, sem forsætisráðherra sinn. Með þeirri skipan ætlar hann sér að lægja öldurnar í Frakklandi en óeirðir brutust út í París þegar ljóst varð að Sarkozy yrði næsti forseti landsins.

Myrtur með sprengju

Sprengja sprakk í bílastæðihúsi Luxor spilavítisins í Las Vegas í dag. Lögregluyfirvöld sögðu að starfsmaður hótelsins hefði látið lífið þegar hann tók hana ofan af bílþaki. Lögregla sagði að ekki hefði verið um hryðjuverk að ræða heldur morð með framandi vopni.

Interpol rannsakar nú hvarf stúlku í Portúgal

Kate McCann, móðir Madeleine litlu, þriggja ára stelpunnar, sem rænt var í Portúgal í fimmtudagskvöld, grátbað í dag ræningja hennar að meiða hana ekki eða hræða. Hún bað þá sem rændu henni að láta vita hvar hægt væri að finna hana. Á blaðamannafundi portúgölsku lögreglunnar í kvöld kom fram að Alþjóðalögreglan Interpol tæki nú þátt í rannsókn málsins og allt gert til að finna stúlkuna.

Umdeildur verðandi forseti

Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær.

Risi í álheiminum gangi kaup í gegn

Risi yrði til í álheiminum ef yfirtökutilboð Alcoa í álfélagið Alcan verður samþykkt. Tilboðið hljóðar upp á jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. Nærri níu hundruð manns starfa nú hjá fyrirtækjunum tveimur hér á landi.

Breska drottningin í Hvíta húsinu

Breska drottningin fór í heimsókn í Hvíta húsið í Bandaríkjunum í dag. Í ræðu sem hún hélt fyrir utan bústað forsetans sagði hún að vinátta Bretlands og Bandaríkjanna væri „náin og traust.“ George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði við sama tækifæri að drottningin væri „góð persóna, sterkur leiðtogi og frábær bandamaður.“

Aðstoðarmaður Wolfowitz segir af sér

Háttsettur aðstoðarmaður Paul Wolfowitz tilkynnti í dag að hann hefði sagt af sér. Kevin Kellems sagði að hneykslið sem Wolfowitz væri flæktur í gerði honum erfitt að sinna starfi sínu hjá Alþjóðabankanum. Kellems, sem vann einnig með Wolfowitz í varnamálaráðuneyti Bandaríkjanna, mun hætta störfum í næstu viku.

WHO harkalega gagnrýnd

Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO er harkalega gagnrýnd í breska tímaritinu The Lancet. The Lancet er málgagn bresku læknasamtakanna og eitt virtasta tímarit sinnar tegundar í heiminum. Í grein tímaritsins segir að WHO byggi ráðleggingar sínar oft á tíðum á litlum sem engum sönnunargögnumgögnum.

Í mál af því að hann dó ekki

Þegar læknar sögðu John Brandrick að hann væri með krabbamein í briskirtli og ætti aðeins sex mánuði eftir ólifað, brá honum auðvitað í brún. Læknar höfðu fundið sjö sentimeetra langt æxli í þessum sextíu og tveggja ára gamla breska afa. John ákvað þó að gera það besta úr öllu saman og lifa lífinu lifandi. Það er að segja því sem eftir væri af því.

Tvöfalt morð í Svíþjóð

Sænska lögreglan leitar nú manns sem talið er að hafi myrt mann og konu í smábænum Hörby sem er rétt norðaustan við Malmö. Líkin voru mjög illa útleikin og skömmu áður en þau fundust sást blóðugur maður á hlaupum í grennd við bæinn.

Trimmaðu skeggið Adolf

Tannbursta-yfirskegg Adolfs Hitlers er líklega best þekkta skegg sögunnar. Til þessa hefur verið talið að hann hafi bara verið að fylgja tískunni. Nú hefur hinsvegar fundist ritgerð sem rithöfundurinn Alexander Moritz Frey skrifaði. Þeir Hitler voru báðir óbreyttir hermenn í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Ekki meiða Maddie

Kate McCann, Móðir Madeleine litlu, þriggja ára stelpunnar, sem rænt var í Portúgal í fimmtudagskvöld, grátbað í dag ræningja hennar að meiða hana ekki eða hræða. Hún bað þá sem rændu henni að láta vita hvar hægt væri að finna hana. "Setjið hana á einhvern öruggan stað og látið einhvern vita hvar," sagði hún í átakanlegu ákalli, sem var sjónvarpað. Portúgalska lögreglan hefur grun um að ræninginn sé breskur. Margir sjónarvottar hafa skýrt frá því að þeir hafi séð hálfsköllóttann mann draga litla telpu með sér að bátahöfn skammt frá hótelinu þar sem Madeleine bjó ásamt foreldrum sínum.

Washington með öndina í hálsinum

Elísabet Englandsdrottning er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Drottningin kom til Washington í dag þar sem Bush forseti fór fyrir 5000 manna móttökunefnd. Í Washington bíður fræga og fína fólkið með öndina í hálsinum eftir að sjá hverjir verða á gestalistanum þegar frú Elísabet mætir í kvöldverð í Hvíta húsinu.

Morðingja synjað um náðun

Forseti Þýskalands hefur synjað Christian Clar um náðun. Klar var einn af morðingjum Rauðu herdeildanna svonefndu. Hann var dæmdur í sexfallt lífstíðarfangelsi árið 1983. Rauðu herdeildirnar voru hryðjuverkasamtök sem frömdu mörg ódæðisverk í Þýskalandi á sjöunda áratug síðustu aldar. Christian Klar er nú 54 ára gamall.

Ekki talið að nokkur hafi komist lífs af

Nær útilokað er talið að nokkur innanborðs hafi lifað það af þegar farþegaflugvél hrapaði í skóglendi í Kamerún um helgina. Flak vélarinnar fannst í mýrlendi í suðurhluta landsins. 114 manns voru um borð.

Þriggja ára stúlku enn leitað

Enn hefur ekkert spurst til þriggja ára gamallar breskrar stúlku, Madelein McCann, sem saknað hefur verið síðan á fimmutdagskvöldið. Portúgalska lögreglan rannsakar nú fréttir þess efnis að vitni hafi séð sköllóttan mann draga unga stúlku með sér að smábátahöfn nærri sumardvalarstaðnum í Praia da Luz sama kvöld og Madelein hvarf.

Heitir því að sameina Frakka

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna.

Gæludýrin reykja meira

Breskt tryggingafélag hefur varað við því að milljónum gæludýra sé stefnt í hættu með reykingabanninu sem tekur gildi á veitingastöðum fyrsta júlí næstkomandi. Bannið leiði til þess að fólk reyki meira heima hjá sér í stað þess að fara á pöbbinn og fá sér kollu og smók. Gæludýrin þurfi því að þola miklu meiri óbeinar reykingar en hingaðtil.

Datt niður dauður

Roskinn saudar-abiskur karlmaður datt niður dauður þegar dómstóll í Mekka úrskurðaði að þrjár fullorðnar dætur hans mættu gifta sig, gegn vilja föðurins. Í undirrétti hafði dómur fallið manninum í vil. Í Saudi-Arabíu gildir sú meginregla að konur megi ekki gifta sig nema með leyfi höfuðs fjölskyldunnar.

Stúlkan er ófundin

Enn hefur ekkert spurst til hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann, sem saknað hefur verið síðan á fimmtudagskvöld. Talið er að henni hafi verið rænt en hún var í sumarleyfi í Portúgal með foreldrum sínum og systkinum. Lögregla hefur stækkað leitarsvæði sitt leitin hefur enn sem komið er engan árangur borið. Teiknuð mynd hefur verið birt af mögulegum ræningja stúlkunnar en hún þykir ekki gefa miklar vísbendingar.

Ekkert svona

Kona sem var á reiðhjóli sínu á leið á milli Næstved og Karrebæksminde í Danmörku, varð aldeilis hneyksluð þegar hún hjólaði framá allsnakið par í villtum samförum á akri við veginn. Hún hringdi samstundis í pólitíið sem sendi vaska sveit á vettvang.

Búið að finna flak farþegaflugvélarinnar

Búið er að finna flak farþegaflugvélar sem hrapaði í skóglendi í Kamerún í gær. Ríkisútvarpsstöð í Kamerún greindi frá því fyrr í dag að vélin hefði fundist nærri bænum Mvengue.

Nicolas Sarkozy verður næsti forseti Frakklands

Nicolas Sarkozy er sigurvegari frönsku forsetakosninganna með 53 prósent atkvæða þegar þrír fjórðu hlutar atkvæða hafði verið taldir. Sósíalistinn Segolene Royal og stuðningsmenn hennar viðurkenndu ósigur, og þökkuðu um leið fyrir stuðning sautján milljóna frakka.

Sarkozy líklegur sigurvegari frönsku forsetakosninganna

Nicolas Sarkozy verður nýr forseti Frakklands samkvæmt útgönguspám sem birtust í Belgískum og Svissneskum fjölmiðlum. Samkvæmt spánum hlyti Sarkozy rúm 54 prósent atkvæða, en keppinautur hans Segolene Royal 45,5 prósent. Um fimm að staðartíma, þremur tímum áður en kjörstaðir loka höfðu rúm 75 prósent kosið.

Þriggja ára bresk stúlka numin á brott á Portúgal

Ekkert hefur spurst til þriggja ára breskrar stúlku sem talið er að numin hafi verið á brott úr herbergi á Portúgal þar sem hún svaf ásamt tveimur systkinum sínum. Stúlkan var ásamt foreldrum sínum í sumarfríi á Algarve.

Síðari umferð frönsku forsetakosninganna hafin

Síðari umferð frönsku forsetakosninganna hófst í morgun þar sem flest bendir til að Nicolas Sarkozy muni sigra Segolene Royal nokkuð örugglega. Mikill viðbúnaður er í landinu því óttast er að óeirðir muni blossa upp sigri Sarkozy.

Enn leitað að farþegaflugvélinni í Kamerún

Björgunarsveitir leita enn farþegaflugvélar sem talið er að hafi farist í Kamerún í gær. Eitt hundrað og fjórtán manns voru um borð í vélinni, sem hefur þrátt fyrir mikla leit hefur ekki enn tekist að finna.

Síðari umferð forsetakjörs í Frakklandi hafin

Síðari umferð forsetakjörs í Frakklandi hófst í morgun. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex að íslenskum tíma. Síðustu skoðanakannanir sem birtar voru benda til þess að Nicholas Sarkozy verði hlutskarpari en keppinautur hans Segolene Royal.

Sjá næstu 50 fréttir