Fleiri fréttir Ekkert Hilton fyrir Paris Hótelkeðjuerfinginn Paris Hilton gæti þurft að temja sér nýjan lífsstíl, í það minnsta í þá 45 daga sem hún mun dvelja í Century héraðsfangelsinu, litlu kvennafangelsi nálægt Lynwood í Los Angeles sýslu. 5.5.2007 16:39 Rússibani lenti á öryggishliði Að minnsta kosti einn lét lífið og tuttugu einn slasaðist þegar rússibani lenti á öryggishliði í skemmtigarði í vesturhluta Japan í morgun. Talið er að rússibaninn hafi verið sjötíu og fimm kílómetra hraða þegar slysið varð. 5.5.2007 13:15 Paris Hilton á að hefja afplánum 5. júní Paris Hilton var í gær dæmd til fjörutíu og fimm daga fangelsisvistar í Los Angeles fyrir að hunsa skilorðsbundinn dóm sem hún hlaut fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt dómnum á hún að hefja afplánun eftir mánuð. 5.5.2007 12:20 Styttist í forsetakosningarnar í Frakklandi Aðeins er tæpur sólahringur þar til að kjörstaðir verði opnaðir vegna forsetakosninganna í Frakklandi. Síðustu kannanir sýna að Nicolas Sarkozy hafi aukið forskot sitt á Segolene Royal. 5.5.2007 09:59 Óttast um afdrif eitt hundrað farþega Óttast er um afdrif rúmlega eitthundrað farþega sem voru um borð í flugvél sem brotlenti í suðurhluta Kamerún í morgun. Samband við flugvélin rofnaði skömmu eftir að hún tók á loft frá Douala í Kamerún í morgun en hún var á leið til Nairobi í Kenýa. 5.5.2007 09:56 Styður beiðni dóttur sinnar um að fá fara í fóstureyðingu Móðir sautján ára írskrar stúlku styður beiðni hennar um að fá að fara í fóstureyðingu í Bretlandi. Hæstiréttur fjallar nú um beiðni en heilbrigðisyfirvöld hafa neitað henni um leyfi til að fara. 4.5.2007 21:21 Skildi farþegaþotu eftir á akbrautinni Miklar tafir hafa verið á umferð á einni fjölförnustu götu borgarinnar Mumbai í Indlandi undanfarna daga eftir að eitt stykki farþegaþota var skilin þar eftir. 4.5.2007 19:00 Arfaslök útkoma Verkmannaflokksins Verkamannaflokkurinn tapaði miklu fylgi þegar kosið var til sveitastjórna á Bretlandi og þings í Skotlandi og Wales í gær. Tony Blair segir tækifæri engu að síður leynast í úrslitunum. Klúður einkenndi framkvæmd skosku kosninganna. 4.5.2007 18:45 Sarkozy talinn öruggur um sigur Flest bendir til að Nicolas Sarkozy muni vinna nokkuð öruggan sigur á Segolene Royal í síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn. Síðustu skoðanakannanir kosningabaráttunnar sýna að talsvert hefur dregið í sundur með þeim á lokasprettinum. 4.5.2007 18:30 Sjakalinn aftur fyrir rétt Hryðjuverkamaðurinn Carlos öðru nafni Sjakalinn verður aftur dreginn fyrir dóm í Frakklandi á næstunni. Í þetta skipti lúta ákærurnar að hryðjuverkum sem hann framdi í landinu á níunda áratugnum. Sjakalinn afplánar þegar lífstíðardóm í fangelsi fyrir ódæðisverk sín. Nafnið fékk hann eftir bók Fredericks Forsythe, Dagur sjakalans. 4.5.2007 14:51 Hvaða George? Bæði páfinn, Borat, og Osama bin-Laden eru á lista bandaríska vikuritsins Time yfir 100 áhrifamestu menn heimsins. Það er hinsvegar ekki George Bush, forseti Bandaríkjanna. Meðal annarra sem taldir eru áhrifameiri en Bush eru poppsöngvarinn Justin Timberlake, fyrirsætan Kate Moss og fótboltakappinn Thierry Henry. 4.5.2007 14:13 Rauði dregillinn of stuttur fyrir Elísabet II Fyrsta opinbera heimsókn Elísabetar Bretadrottningar til Bandaríkjanna í 16 ár dróst um tæpan hálftíma þar sem rauði dregillinn var fimm metrum of stuttur. Flugvél drottningarinnar lenti í Virginíu ríki á áætluðum tíma í gær. Þá kom í ljós að fimm metra vantaði upp á að dregillinn næði að langanginum. Heiðursvörðurinn og annað starfsfólk var 25 mínútur að kippa því í liðinn, á meðan fimm þúsund manns biðu eftir að bera heiðursgestinn augum. 4.5.2007 13:38 Dönsk fermingarbörn fá áfengisfræðslu Dönsk fermingarbörn fá nú fræðslu um áfengismál í fermingarfræðslunni. Danskir vínframleiðendur og innflytjendur hafa tekið höndum saman við kirkjuna um málið og eru unglingar varaðir við að þótt þeir teljist í fullorðinna manna tölu eftir fermingu, sé heili þeirra ekki fullþroskaður fyrr en um tvítugt. Áfengisdrykkja á unglingsárum geti tafið og truflað þann þroska. 4.5.2007 12:53 Forskot Sarko eykst Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Nicolas Sarkozy aukið forskot sitt á Segolene Royal fyrir síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn. 4.5.2007 12:30 Íhaldsflokkurinn sigraði Verkamannaflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi þegar kosið var til sveitarstjórna í Bretlandi og til velska og skoska þingsins í gær en íhaldsmönnum vegnaði vel. Framkvæmd kosninganna í Skotlandi virðist hafa verið mjög ábótavant. 4.5.2007 12:00 Chavez hótar að þjóðnýta banka Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hótaði því í gær að þjóðnýta banka landsins sem og stærsta stálframleiðanda þess. Hann sakaði þau um óeðlilega viðskiptahætti. 4.5.2007 11:25 Einn af fyrstu geimförum Bandaríkjanna látinn Bandaríski geimfarinn Walter Schirra er látinn, 84 ára að aldri. Hann var einn af hinum fyrstu sjö Mercury geimförum, sem fóru í fyrstu geimferðir Bandaríkjamanna. Schirra var eini geimfarinn sem flaug bæði Mercury, Gemini og Apollo geimförum. Hann var tilraunaflugmaður hjá Bandaríska flotanum áður en hann gekk til liðs við NASA árið 1959. 4.5.2007 10:36 Hræddur við konu í rauðum kjól Utanríkisráðherra Írans gekk í gær út úr kvöldverðarboði sem haldið var við lok ráðstefnu um málefni Íraks, í Egyptalandi. Íranar segja að ástæðan hafi verið sú að rússnesk kona sem lék á fiðlu fyrir gestina hafi verið í of flegnum rauðum kjól. Bandarískir embættismenn halda því fram að rauði kjóllinn hafi ekki verið ástæðan, heldur hafi Manouchehr Mottaki fyllst skelfingu þegar hann sá að hann átti að sitja andspænis Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 4.5.2007 10:13 Vill fá skuldir Íraks felldar niður Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur farið þess á leit við þjóðir heims að þær felli niður skuldir íraska ríkisins. Þetta kom fram í ræðu hans við upphaf ráðstefnu um málefni Íraks sem hófst í Sharm el-Sheik í Egyptalandi í dag og lýkur á morgun. 3.5.2007 19:25 Sarkozy stóð sig betur að mati kjósenda Franskir kjósendur telja flestir að hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy hafi haft betur í baráttu sinni við sósíalistann Segolene Royal í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Royal missti stjórn á skapi sínu og sagði Sarkozy það til marks um að hún ætti ekkert erindi í forsetaembættið. Kosið verður á sunnudaginn. 3.5.2007 19:21 Frakkar spara vatnið Gripið hefur verið til vatnsskömmtunar í sjö af 96 sýslum Frakklands og þar í landi óttast menn sumarþurrka. Landbúnaðarráðuneytið segir að nú þegar sé neikvæð staða á vatnsbirgðum í nokkrum sýslum. 3.5.2007 18:31 Komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um vantraust á Olmert Benjamin Netanyahu, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á ísraelska þinginu, fór í dag fram á það að Ehud Olmert segið af sér vegna nýbirtrar skýrslu um stríð Ísraela og Hizbollah í Líbanon. 3.5.2007 17:01 100 tonna risaeðla í Ástralíu Steingervingar af tveim risastórum risaeðlum hafa fundist í Ástralíu. Eðlurnar eru af tegundinni Titanosaurus og langstærsta tegund sem fundist hefur í landinu til þessa. Þær hafa verið um 100 tonn að þyngd og milli 26 og 35 metra langar. Þær reikuðu um sléttur Ástralíu fyrir 98 milljónum ára. 3.5.2007 16:45 Myndin sem hneykslaði Íran Strangtrúaðir í Íran eru í uppnámi vegna þess að forseti landsins Mahmoud Ahmadinejad faðmaði að sér gamla kennslukonu sína og kyssti á hönd hennar. Dagblaðið Hizbolla segir að annað eins hafi ekki sést síðan á dögum keisaratímabilsins. 3.5.2007 16:15 Neydd til að fæða dauðvona barn Sautján ára gömul írsk stúlka berst nú fyrir því fyrir hæstarétti á Írlandi að fá að fara til Bretlands til þess að láta eyða fóstri sem á sér engar lífslíkur þótt hún fæði það. Fóstrið er svo vanþroskað á höfði að það vantar á það bæði stóran hluta af höfuðkúpunni og heilanum. Læknar telja það mest geta lifað í þrjá daga eftir fæðingu. 3.5.2007 15:37 Danir ætla að banna blæjur Danska ríkisstjórnin vill setja lög sem gera atvinnurekendum kleift að banna múslimakonum að ganga með slæður eða búrka í vinnunni. Kveikjan að þessu er að barnfóstra í Óðinsvéum neitaði að taka af sér slæðuna við gæslu barna. Bæjarstjórnin þar leitaði til stjórnvalda þar sem hún var ekki viss um að hún hefði heimild til þess að úrskurða í málinu. 3.5.2007 15:20 Litli bróðir er pínulítill Eineggja fyrirburatvíburar, þar sem annar er aðeins þriðjungur af stærð bróður síns, eiga báðir góðar lífslíkur. 3.5.2007 15:08 Felldu upplýsingafulltrúa al-Kaída í Írak Bandaríski herinn í Írak skýrði frá því í dag að þeir hefðu fellt upplýsingafulltrúa al-Kaída í Írak. Talsmaður hersins sagði að hann hefði verið viðriðinn mannránið á bandarísku blaðakonunni Jill Carroll og fleiri útlendingum. 3.5.2007 11:44 Brjóst í pósti Eins og margar danskar vændiskonur er Kirsten með heimasíðu. Þar er meðal annars að finna myndir af henni. Nýlega fékk Kirsten bréf frá fyrirtæki sem heitir "Helth Care Danmark." Þar segir meðal annars: "Með tilliti til líkamsbyggingar og hæðar yrðir þú gríðarlega flott með stærri barm, C 75, viljum við gera þér tilboð og ráðleggingar. Hringdu til okkar til að fá tíma." 3.5.2007 11:10 Telja Sarkozy hafa staðið sig betur Franskir kjósendur telja að Nicolas Sarkozy hafi haft betur í baráttu sinni við Sególene Royal í kappræðum þeirra í frönsku sjónvarpi í gær. Þetta kemur fram í könnun sem birt var í dag. Hún var gerð eftir kappræðurnar sem voru líflegar og spennandi. Í henni sögðu 53% aðspurðra Sarkozy hafa staðið sig betur en aðeins 31% völdu Sególene. 3.5.2007 10:57 Færast nær friðarsamkomulagi Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher drottins (Lord's Resistance Army) færðust í gærkvöldi einu skrefi nær því að binda endi á tveggja áratuga borgarastyrjöld í landinu. Báðir aðilar skrifuðu þá undir annan hluta friðarsamkomulags en þeir sættust á vopnahlé á síðasta ári. 3.5.2007 10:38 Heigullinn af Titanic fær uppreist æru Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum. 3.5.2007 10:28 Traktor keyrði tvisvar yfir ungling Traktor keyrði í tvígang yfir austurrískan ungling – fyrst eftir að hann datt af og svo aftur þegar ökumaðurinn bakkaði til að athuga hvar pilturinn væri. Hinn 17 ára Hubert Hochstetter datt af traktornum þegar Josef Mittringer 22 ára félagi hans keyrði hann eftir vegi við þorpið Kainisch í Austurríki. Hann hafnaði undir afturhjólum traktorsins sem vegur um þrjú tonn. 3.5.2007 10:20 Hættulegustu öfgasamtök N-Írlands hætta starfsemi Hættulegustu öfgasamtök mótmælenda á Norður-Írlandi, Ulster Volunteer Force (UVF), hafa tilkynnt að þau muni hætta vopnaðri baráttu. Þau segjast ætla að taka upp baráttu án vopna. „Frá og með tólf á miðnætti, fimmtudaginn 3. maí 2007, munu Ulster Volunteer Force og Red Hand Commando beita sér á friðsaman hátt og taka upp borgaralega starfsemi." sagði í tilkynningu frá þeim í morgun. 3.5.2007 10:10 20 milljónir horfi á kappræður Búist er við að 20 milljón Frakkar fylgist í kvöld með sjónvarpskappræðum frambjóðendanna tveggja sem berjast um forsetaembættið í Frakklandi. Þetta er síðasta tækifæri sósíalistans Segolene Royal til að saxa á naumt forskot hægrimannsins Nicolas Sarkozy. Kosið er á sunnudaginn. 2.5.2007 19:45 Vill að Olmert víki Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels hefur hvatt Ehud Olmert til þess að segja af sér sem forsætisráðherra. Hún segir jafnframt að hún muni sækjast eftir forystu í Kadima-flokki hans. Livni skýrði frá þessu eftir fund sinn með Olmert í dag. 2.5.2007 19:30 Ráðist að sendiherra Eista Eistnesku ræðismannsskrifstofunni í Moskvu var lokað í dag um óákveðinn tíma eftir að hópur rússneskra ungmenna gerði aðsúg að eistneska sendiherranum í Rússlandi í dag. Eistar og Rússar hafa deilt hart á opinberum vettvangi síðan í síðustu viku eða frá því eistneskir ráðamenn létu færa til minnismerki um fallna hermenn sem var í miðborg Tallinn. 2.5.2007 19:15 Óttast meira mannfall Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. 2.5.2007 19:00 Danir bjóða ofsóttum rithöfundum hæli Danir hafa ákveðið að veita ofsóttum rithöfundum hæli og vernd gegn andskotum sínum. Þetta á við um blaðamenn, rithöfunda og teiknara sem hafa ástæðu til þess að óttast um hag sinn. Annaðhvort vegna ofsókna ríkisstjórna eða trúarsamtaka. 2.5.2007 16:11 Nýjar myndir af Júpíter Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur gefið út nýjar myndir af plánetunni Júpíter. Þær eru teknar úr geimfarinu New Horizons. Á annarri myndinni má sjá hnúð á norðurpól stjörnunnar sem er af völdum gríðarlegs eldgoss. 2.5.2007 14:50 Utanríkisráðherrann boðar uppreisn gegn Olmert Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels hefur hvatt Ehud Olmert til þess að segja af sér sem forsætisráðherra. Hún segir jafnframt að hún muni sækjast eftir forystu í Kadima-flokki hans. Livni skýrði frá þessu þegar hún kom af tveggja manna fundi sínum með Olmert. 2.5.2007 14:38 Grafreitur skylmingaþræla í Tyrklandi Vísindamenn telja sig hafa fundið grafreit skylmingaþræla í Efesus í Tyrklandi. Þar var stórborg í austrómverska keisaradæminu. Þegar beinin eru skoðuð og áverkar á þeim kemur í ljós nýr fróðleikur um líf, bardagaaðferðir og dauða skylmingaþræla. 2.5.2007 14:27 Bandaríkjamenn hunsuðu Breta í grundvallarákvörðunum Bretar voru algerlega á móti því að leysa upp íraska herinn og reka opinbera starfsmenn úr embætti. Bandaríkjamenn hunsuðu hinsvegar þessar skoðanir. Breta grunar að Dick Cheney, varaforseti hafi staðið á bak við það. Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands segir að þeir hafi verið furðu lostnir yfir sumum ákvörðunum Bandaríkjamanna. 2.5.2007 13:54 Þróunarlöndin menga minna Þróunarlönd sem eru að iðnvæðast, eins og Kína og Indland, hafa dregið meira úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda en krafist hefur verið af öllum iðnríkjunum samanlagt. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem verður gerð opinber á föstudag segir að ýmsar ráðstafanir sem þróunarlöndin hafi gert hafi haft þau hliðaráhrif að draga úr útblæstri. 2.5.2007 13:34 Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skíri í morgun. Um borð var Phillip Carter, heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann var ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool. 2.5.2007 12:45 Sjá næstu 50 fréttir
Ekkert Hilton fyrir Paris Hótelkeðjuerfinginn Paris Hilton gæti þurft að temja sér nýjan lífsstíl, í það minnsta í þá 45 daga sem hún mun dvelja í Century héraðsfangelsinu, litlu kvennafangelsi nálægt Lynwood í Los Angeles sýslu. 5.5.2007 16:39
Rússibani lenti á öryggishliði Að minnsta kosti einn lét lífið og tuttugu einn slasaðist þegar rússibani lenti á öryggishliði í skemmtigarði í vesturhluta Japan í morgun. Talið er að rússibaninn hafi verið sjötíu og fimm kílómetra hraða þegar slysið varð. 5.5.2007 13:15
Paris Hilton á að hefja afplánum 5. júní Paris Hilton var í gær dæmd til fjörutíu og fimm daga fangelsisvistar í Los Angeles fyrir að hunsa skilorðsbundinn dóm sem hún hlaut fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt dómnum á hún að hefja afplánun eftir mánuð. 5.5.2007 12:20
Styttist í forsetakosningarnar í Frakklandi Aðeins er tæpur sólahringur þar til að kjörstaðir verði opnaðir vegna forsetakosninganna í Frakklandi. Síðustu kannanir sýna að Nicolas Sarkozy hafi aukið forskot sitt á Segolene Royal. 5.5.2007 09:59
Óttast um afdrif eitt hundrað farþega Óttast er um afdrif rúmlega eitthundrað farþega sem voru um borð í flugvél sem brotlenti í suðurhluta Kamerún í morgun. Samband við flugvélin rofnaði skömmu eftir að hún tók á loft frá Douala í Kamerún í morgun en hún var á leið til Nairobi í Kenýa. 5.5.2007 09:56
Styður beiðni dóttur sinnar um að fá fara í fóstureyðingu Móðir sautján ára írskrar stúlku styður beiðni hennar um að fá að fara í fóstureyðingu í Bretlandi. Hæstiréttur fjallar nú um beiðni en heilbrigðisyfirvöld hafa neitað henni um leyfi til að fara. 4.5.2007 21:21
Skildi farþegaþotu eftir á akbrautinni Miklar tafir hafa verið á umferð á einni fjölförnustu götu borgarinnar Mumbai í Indlandi undanfarna daga eftir að eitt stykki farþegaþota var skilin þar eftir. 4.5.2007 19:00
Arfaslök útkoma Verkmannaflokksins Verkamannaflokkurinn tapaði miklu fylgi þegar kosið var til sveitastjórna á Bretlandi og þings í Skotlandi og Wales í gær. Tony Blair segir tækifæri engu að síður leynast í úrslitunum. Klúður einkenndi framkvæmd skosku kosninganna. 4.5.2007 18:45
Sarkozy talinn öruggur um sigur Flest bendir til að Nicolas Sarkozy muni vinna nokkuð öruggan sigur á Segolene Royal í síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn. Síðustu skoðanakannanir kosningabaráttunnar sýna að talsvert hefur dregið í sundur með þeim á lokasprettinum. 4.5.2007 18:30
Sjakalinn aftur fyrir rétt Hryðjuverkamaðurinn Carlos öðru nafni Sjakalinn verður aftur dreginn fyrir dóm í Frakklandi á næstunni. Í þetta skipti lúta ákærurnar að hryðjuverkum sem hann framdi í landinu á níunda áratugnum. Sjakalinn afplánar þegar lífstíðardóm í fangelsi fyrir ódæðisverk sín. Nafnið fékk hann eftir bók Fredericks Forsythe, Dagur sjakalans. 4.5.2007 14:51
Hvaða George? Bæði páfinn, Borat, og Osama bin-Laden eru á lista bandaríska vikuritsins Time yfir 100 áhrifamestu menn heimsins. Það er hinsvegar ekki George Bush, forseti Bandaríkjanna. Meðal annarra sem taldir eru áhrifameiri en Bush eru poppsöngvarinn Justin Timberlake, fyrirsætan Kate Moss og fótboltakappinn Thierry Henry. 4.5.2007 14:13
Rauði dregillinn of stuttur fyrir Elísabet II Fyrsta opinbera heimsókn Elísabetar Bretadrottningar til Bandaríkjanna í 16 ár dróst um tæpan hálftíma þar sem rauði dregillinn var fimm metrum of stuttur. Flugvél drottningarinnar lenti í Virginíu ríki á áætluðum tíma í gær. Þá kom í ljós að fimm metra vantaði upp á að dregillinn næði að langanginum. Heiðursvörðurinn og annað starfsfólk var 25 mínútur að kippa því í liðinn, á meðan fimm þúsund manns biðu eftir að bera heiðursgestinn augum. 4.5.2007 13:38
Dönsk fermingarbörn fá áfengisfræðslu Dönsk fermingarbörn fá nú fræðslu um áfengismál í fermingarfræðslunni. Danskir vínframleiðendur og innflytjendur hafa tekið höndum saman við kirkjuna um málið og eru unglingar varaðir við að þótt þeir teljist í fullorðinna manna tölu eftir fermingu, sé heili þeirra ekki fullþroskaður fyrr en um tvítugt. Áfengisdrykkja á unglingsárum geti tafið og truflað þann þroska. 4.5.2007 12:53
Forskot Sarko eykst Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Nicolas Sarkozy aukið forskot sitt á Segolene Royal fyrir síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fer á sunnudaginn. 4.5.2007 12:30
Íhaldsflokkurinn sigraði Verkamannaflokkurinn tapaði umtalsverðu fylgi þegar kosið var til sveitarstjórna í Bretlandi og til velska og skoska þingsins í gær en íhaldsmönnum vegnaði vel. Framkvæmd kosninganna í Skotlandi virðist hafa verið mjög ábótavant. 4.5.2007 12:00
Chavez hótar að þjóðnýta banka Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hótaði því í gær að þjóðnýta banka landsins sem og stærsta stálframleiðanda þess. Hann sakaði þau um óeðlilega viðskiptahætti. 4.5.2007 11:25
Einn af fyrstu geimförum Bandaríkjanna látinn Bandaríski geimfarinn Walter Schirra er látinn, 84 ára að aldri. Hann var einn af hinum fyrstu sjö Mercury geimförum, sem fóru í fyrstu geimferðir Bandaríkjamanna. Schirra var eini geimfarinn sem flaug bæði Mercury, Gemini og Apollo geimförum. Hann var tilraunaflugmaður hjá Bandaríska flotanum áður en hann gekk til liðs við NASA árið 1959. 4.5.2007 10:36
Hræddur við konu í rauðum kjól Utanríkisráðherra Írans gekk í gær út úr kvöldverðarboði sem haldið var við lok ráðstefnu um málefni Íraks, í Egyptalandi. Íranar segja að ástæðan hafi verið sú að rússnesk kona sem lék á fiðlu fyrir gestina hafi verið í of flegnum rauðum kjól. Bandarískir embættismenn halda því fram að rauði kjóllinn hafi ekki verið ástæðan, heldur hafi Manouchehr Mottaki fyllst skelfingu þegar hann sá að hann átti að sitja andspænis Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 4.5.2007 10:13
Vill fá skuldir Íraks felldar niður Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur farið þess á leit við þjóðir heims að þær felli niður skuldir íraska ríkisins. Þetta kom fram í ræðu hans við upphaf ráðstefnu um málefni Íraks sem hófst í Sharm el-Sheik í Egyptalandi í dag og lýkur á morgun. 3.5.2007 19:25
Sarkozy stóð sig betur að mati kjósenda Franskir kjósendur telja flestir að hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy hafi haft betur í baráttu sinni við sósíalistann Segolene Royal í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Royal missti stjórn á skapi sínu og sagði Sarkozy það til marks um að hún ætti ekkert erindi í forsetaembættið. Kosið verður á sunnudaginn. 3.5.2007 19:21
Frakkar spara vatnið Gripið hefur verið til vatnsskömmtunar í sjö af 96 sýslum Frakklands og þar í landi óttast menn sumarþurrka. Landbúnaðarráðuneytið segir að nú þegar sé neikvæð staða á vatnsbirgðum í nokkrum sýslum. 3.5.2007 18:31
Komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um vantraust á Olmert Benjamin Netanyahu, leiðtogi stjórnarandstöðunnar á ísraelska þinginu, fór í dag fram á það að Ehud Olmert segið af sér vegna nýbirtrar skýrslu um stríð Ísraela og Hizbollah í Líbanon. 3.5.2007 17:01
100 tonna risaeðla í Ástralíu Steingervingar af tveim risastórum risaeðlum hafa fundist í Ástralíu. Eðlurnar eru af tegundinni Titanosaurus og langstærsta tegund sem fundist hefur í landinu til þessa. Þær hafa verið um 100 tonn að þyngd og milli 26 og 35 metra langar. Þær reikuðu um sléttur Ástralíu fyrir 98 milljónum ára. 3.5.2007 16:45
Myndin sem hneykslaði Íran Strangtrúaðir í Íran eru í uppnámi vegna þess að forseti landsins Mahmoud Ahmadinejad faðmaði að sér gamla kennslukonu sína og kyssti á hönd hennar. Dagblaðið Hizbolla segir að annað eins hafi ekki sést síðan á dögum keisaratímabilsins. 3.5.2007 16:15
Neydd til að fæða dauðvona barn Sautján ára gömul írsk stúlka berst nú fyrir því fyrir hæstarétti á Írlandi að fá að fara til Bretlands til þess að láta eyða fóstri sem á sér engar lífslíkur þótt hún fæði það. Fóstrið er svo vanþroskað á höfði að það vantar á það bæði stóran hluta af höfuðkúpunni og heilanum. Læknar telja það mest geta lifað í þrjá daga eftir fæðingu. 3.5.2007 15:37
Danir ætla að banna blæjur Danska ríkisstjórnin vill setja lög sem gera atvinnurekendum kleift að banna múslimakonum að ganga með slæður eða búrka í vinnunni. Kveikjan að þessu er að barnfóstra í Óðinsvéum neitaði að taka af sér slæðuna við gæslu barna. Bæjarstjórnin þar leitaði til stjórnvalda þar sem hún var ekki viss um að hún hefði heimild til þess að úrskurða í málinu. 3.5.2007 15:20
Litli bróðir er pínulítill Eineggja fyrirburatvíburar, þar sem annar er aðeins þriðjungur af stærð bróður síns, eiga báðir góðar lífslíkur. 3.5.2007 15:08
Felldu upplýsingafulltrúa al-Kaída í Írak Bandaríski herinn í Írak skýrði frá því í dag að þeir hefðu fellt upplýsingafulltrúa al-Kaída í Írak. Talsmaður hersins sagði að hann hefði verið viðriðinn mannránið á bandarísku blaðakonunni Jill Carroll og fleiri útlendingum. 3.5.2007 11:44
Brjóst í pósti Eins og margar danskar vændiskonur er Kirsten með heimasíðu. Þar er meðal annars að finna myndir af henni. Nýlega fékk Kirsten bréf frá fyrirtæki sem heitir "Helth Care Danmark." Þar segir meðal annars: "Með tilliti til líkamsbyggingar og hæðar yrðir þú gríðarlega flott með stærri barm, C 75, viljum við gera þér tilboð og ráðleggingar. Hringdu til okkar til að fá tíma." 3.5.2007 11:10
Telja Sarkozy hafa staðið sig betur Franskir kjósendur telja að Nicolas Sarkozy hafi haft betur í baráttu sinni við Sególene Royal í kappræðum þeirra í frönsku sjónvarpi í gær. Þetta kemur fram í könnun sem birt var í dag. Hún var gerð eftir kappræðurnar sem voru líflegar og spennandi. Í henni sögðu 53% aðspurðra Sarkozy hafa staðið sig betur en aðeins 31% völdu Sególene. 3.5.2007 10:57
Færast nær friðarsamkomulagi Stjórnvöld í Úganda og Uppreisnarher drottins (Lord's Resistance Army) færðust í gærkvöldi einu skrefi nær því að binda endi á tveggja áratuga borgarastyrjöld í landinu. Báðir aðilar skrifuðu þá undir annan hluta friðarsamkomulags en þeir sættust á vopnahlé á síðasta ári. 3.5.2007 10:38
Heigullinn af Titanic fær uppreist æru Hinn illræmdi skúrkur frá Titanic slysinu hefur nú fengið uppreist æru með bréfi sem einkaritari hans skrifaði skömmu eftir slysið. Sir Cosmo Duff Gordon var hataður og fyrirlitinn í Bretlandi eftir að Titanic sökk. Því var haldið fram að hann hefði borgað fyrir að komast um borð í björgunarbát, og mútað áhöfn hans til að snúa ekki aftur að skipinu til þess að bjarga fleiri farþegum. 3.5.2007 10:28
Traktor keyrði tvisvar yfir ungling Traktor keyrði í tvígang yfir austurrískan ungling – fyrst eftir að hann datt af og svo aftur þegar ökumaðurinn bakkaði til að athuga hvar pilturinn væri. Hinn 17 ára Hubert Hochstetter datt af traktornum þegar Josef Mittringer 22 ára félagi hans keyrði hann eftir vegi við þorpið Kainisch í Austurríki. Hann hafnaði undir afturhjólum traktorsins sem vegur um þrjú tonn. 3.5.2007 10:20
Hættulegustu öfgasamtök N-Írlands hætta starfsemi Hættulegustu öfgasamtök mótmælenda á Norður-Írlandi, Ulster Volunteer Force (UVF), hafa tilkynnt að þau muni hætta vopnaðri baráttu. Þau segjast ætla að taka upp baráttu án vopna. „Frá og með tólf á miðnætti, fimmtudaginn 3. maí 2007, munu Ulster Volunteer Force og Red Hand Commando beita sér á friðsaman hátt og taka upp borgaralega starfsemi." sagði í tilkynningu frá þeim í morgun. 3.5.2007 10:10
20 milljónir horfi á kappræður Búist er við að 20 milljón Frakkar fylgist í kvöld með sjónvarpskappræðum frambjóðendanna tveggja sem berjast um forsetaembættið í Frakklandi. Þetta er síðasta tækifæri sósíalistans Segolene Royal til að saxa á naumt forskot hægrimannsins Nicolas Sarkozy. Kosið er á sunnudaginn. 2.5.2007 19:45
Vill að Olmert víki Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels hefur hvatt Ehud Olmert til þess að segja af sér sem forsætisráðherra. Hún segir jafnframt að hún muni sækjast eftir forystu í Kadima-flokki hans. Livni skýrði frá þessu eftir fund sinn með Olmert í dag. 2.5.2007 19:30
Ráðist að sendiherra Eista Eistnesku ræðismannsskrifstofunni í Moskvu var lokað í dag um óákveðinn tíma eftir að hópur rússneskra ungmenna gerði aðsúg að eistneska sendiherranum í Rússlandi í dag. Eistar og Rússar hafa deilt hart á opinberum vettvangi síðan í síðustu viku eða frá því eistneskir ráðamenn létu færa til minnismerki um fallna hermenn sem var í miðborg Tallinn. 2.5.2007 19:15
Óttast meira mannfall Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. 2.5.2007 19:00
Danir bjóða ofsóttum rithöfundum hæli Danir hafa ákveðið að veita ofsóttum rithöfundum hæli og vernd gegn andskotum sínum. Þetta á við um blaðamenn, rithöfunda og teiknara sem hafa ástæðu til þess að óttast um hag sinn. Annaðhvort vegna ofsókna ríkisstjórna eða trúarsamtaka. 2.5.2007 16:11
Nýjar myndir af Júpíter Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur gefið út nýjar myndir af plánetunni Júpíter. Þær eru teknar úr geimfarinu New Horizons. Á annarri myndinni má sjá hnúð á norðurpól stjörnunnar sem er af völdum gríðarlegs eldgoss. 2.5.2007 14:50
Utanríkisráðherrann boðar uppreisn gegn Olmert Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels hefur hvatt Ehud Olmert til þess að segja af sér sem forsætisráðherra. Hún segir jafnframt að hún muni sækjast eftir forystu í Kadima-flokki hans. Livni skýrði frá þessu þegar hún kom af tveggja manna fundi sínum með Olmert. 2.5.2007 14:38
Grafreitur skylmingaþræla í Tyrklandi Vísindamenn telja sig hafa fundið grafreit skylmingaþræla í Efesus í Tyrklandi. Þar var stórborg í austrómverska keisaradæminu. Þegar beinin eru skoðuð og áverkar á þeim kemur í ljós nýr fróðleikur um líf, bardagaaðferðir og dauða skylmingaþræla. 2.5.2007 14:27
Bandaríkjamenn hunsuðu Breta í grundvallarákvörðunum Bretar voru algerlega á móti því að leysa upp íraska herinn og reka opinbera starfsmenn úr embætti. Bandaríkjamenn hunsuðu hinsvegar þessar skoðanir. Breta grunar að Dick Cheney, varaforseti hafi staðið á bak við það. Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands segir að þeir hafi verið furðu lostnir yfir sumum ákvörðunum Bandaríkjamanna. 2.5.2007 13:54
Þróunarlöndin menga minna Þróunarlönd sem eru að iðnvæðast, eins og Kína og Indland, hafa dregið meira úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda en krafist hefur verið af öllum iðnríkjunum samanlagt. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem verður gerð opinber á föstudag segir að ýmsar ráðstafanir sem þróunarlöndin hafi gert hafi haft þau hliðaráhrif að draga úr útblæstri. 2.5.2007 13:34
Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skíri í morgun. Um borð var Phillip Carter, heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann var ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool. 2.5.2007 12:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent