Fleiri fréttir

Þingmenn ætla að brjótast til valda

Þingmenn í Ekvador, sem forseti landsins hafði áður rekið úr embætti, hétu því í dag að brjótast í gegnum girðingar lögreglu og taka sæti sín á ný. Mikil spenna hefur verið í stjórnmálum í landinu að undanförnu þar sem forseti landsins, Rafael Correa, hefur heitið því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem myndi leiða til stofnunar stjórnarskrárþings. Það á síðan að breyta stjórnarskránni og draga verulega úr völdum þingsins.

Vilja auka völd lögreglu

Þingið í Egyptalandi samþykkti í kvöld umfangsmiklar stjórnarskrárbreytingar sem ríkisstjórnin segir að séu nauðsynlegar umbætur. Mannréttindahópar hafa gagnrýnt breytingarnar og segja að þær muni grafa enn frekar undan mannréttindum í landinu. Breytingarnar þarf þó ennþá að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lyfti konum og fékk bágt fyrir

Kraftakeppni var aflýst í Íran eftir að norskur keppandi gekk fram af siðgæðislögreglu landsins. Hann lyfti tveimur konum upp, eins og kraftajötna er von og vísa, og hlaut bágt fyrir. Íslenskur keppandi segir að mótið hafi verið blásið af og allir jötnarnir hvattir til að fara úr landi hið fyrsta.

Segja endurreisn hafa mistekist

Tæplega 70% Íraka telja endurreisn heimalands síns, eftir innrásina fyrir fjórum árum, hafa misheppnast. Innviðir samfélagsins séu í molum. Íslendingar hafa lagt til tæpar 400 milljónir síðan 2003.

Írakar svartsýnir

Írakar eru svartsýnir á framtíðina, samkvæmt nýrri viðhorfskönnun. Flestir óttast að týna lífi í átökum og treysta ekki innrásarliðum. Í nótt eru fjögur ár frá upphafi Íraksstríðsins. Von um bjarta framtíð hefur vikið fyrir svartnætti í huga almennra Íraka.

Ramadan hengdur á morgun

Fyrrum varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, verður hengdur á morgun fyrir glæpi gegn mannkyninu. Hann hafði áður verið fundinn sekur fyrir þátt sinn á morðunum í Dujail árið 1982 en þar voru 148 sjía múslimar myrtir.

Hamas gerir árás

Hinn vopnaði armur Hamas samtakanna tilkynnti í dag að það hefðu gert sína fyrstu árás á Ísrael, síðan samið var um vopnahlé í nóvember síðastliðinn. Ísraelskur verkamaður var særður alvarlega í skotárás, og vörpusprengjum skotið á ísraelska hermenn. Talsmaður Hamas sagði jafnframt að árásum yrði haldið áfram, þótt hann tilkynnti ekki formlega að vopnhlénu hefði verið einhliða aflýst.

Aha, þessi reykir

Reykingar geta ekki aðeins gert andlit hrukkótt og gul, heldur allan líkamann, samkvæmt nýrri skýrslu sem birt er í tímariti bandarískra húðsjúkdómalækna. Samkvæmt henni hafa reykingar áhrif á húð hvar sem hún er á líkamanum, jafnvel á stöðum sem eru verndaðir fyrir sólarljósi.

Lögregluþjónar ákærðir fyrir manndráp

Tveir lögreluþjónar í New York hafa verið ákærðir fyrir manndráp og sá þriðji fyrir að stofna mannslífi í hættu, þegar þeir skutu óvopnaðan blökkumann til bana á brúðkaupsdegi hans. Sean Bell fór í vasa sinn til þess að ná í skilríki, þegar lögreglumennirnir hófu skothríð. Þeir skutu alls fimmtíu skotum á Bell og félaga hans, sem særðist alvarlega.

Danir verjast reykbanni

Danskir veitingamenn hyggjast verja um tveim milljörðum króna til þess að tryggja að viðskiptavinir þeirra geti haldið áfram að fá sér smók, þegar reykingar verða bannaðar á veitingastöðum í Danmörku um miðjan ágúst næstkomandi. Peningunum verður varið til þess að útbúa reykingaaðstöðu bæði innan dyra og utan.

Dauðskelkaður á fyrsta klassa

Farþegi með flugi British Airways var illa brugðið þegar hann vaknaði eftir blund á fyrsta farrými með lík sér við hlið. Sætið var autt þegar Paul Trinder sofnaði í fluginu á leið frá Delhi á Indlandi. Konan lést á almennu farrými stuttu eftir flugtak. Að sögn talsmanns British Airways var líkið flutt á fyrsta klassa þar sem afturhluti vélarinnar var fullsetinn.

Enn logar ófriðarbál

Þrjár bílsprengjur og tvær aðrar sprengjur hafa grandað 18 og sært 37 til viðbótar í borginni Kirkuk í Norður-Írak í morgun. Í nótt verða 4 ár liðin frá innrás bandamanna í Írak. Ekkert lát virðist vera á ófriðaröldunni í landinu, þrátt fyrir stórhertar öryggisráðstafanir.

Lögregla á inni mikið frí vegna óeirða

Kostnaðurinn við óeirðirnar í Kaupmannahöfn í tengslum við niðurif Ungómshússins í byrjun mánaðarins tekur á sig ýmsar myndir ef marka má frétt á vef Politiken.

Réttur þriðjungur Bandaríkjamanna styður stríðið í Írak

Rétt liðlega þriðjungur Bandaríkjamanna styður hernaðinn í Írak samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem bandaríska fréttastöðin CNN birti í dag en hún var gerð í tilefni þess að fjögur ár eru liðin frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak ásamt stuðningsmönnum sínum og steyptu Saddam Hussein af stóli.

Skeytti skapi sínu á stórverslun

Ekki liggur fyrir hvað reytti unglingsstúlku, í Minnesota í Bandaríkjunum, til reiði á föstudaginn en hún ákvað að skeyta skapi sínu á stórverslun.

Grunur um að árásir tengist átökum gengja

15 ára unglingsstrákur var stunginn til bana í Lundúnum í gærkvöldi. Hann er annar unglingurinn sem hlýtur þau örlög þar í borg á þremur dögum. Í síðasta mánuði voru þrír unglingar skotnir til bana í suðurhluta borgarinnar í þremur mismunandi árásum. Grunur leikur á að ódæðin tengist öll átökum gengja.

Aur flæddi niður fjallshlíðina

Aur flæddi niður hlíðar eldfjallsins Ruapehu á Nýja Sjálandi í dag og eirði engu, ekki í fyrsta sinn. Íbúar, nærri fjallinu, eru vanir þessum hamförum og búnir undir þær.

Miðjuflokkurinn með forystu eftir fyrstu tölur í Finnlandi

Miðjuflokkur Mattis Vahanens, forsætisráðherra Finnlands, hefur forystu þegar fyrstu tölur hafa verið birtar í þingkosningum í Finnlandi en búið er að telja fjórðung atkvæða. Hafði flokkurinn fengið 24,8 prósent atkvæða en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn, Jafnaðarmannaflokkurinn, er með 22,9 prósent.

Þjálfari Pakistans í krikket deyr á heimsmeistaramóti

Þjálfari pakistanska landsliðsins í krikket lést á sjúkrahúsi í Kingston á Jamaíku en hann fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi sínu fyrr í dag, degi eftir að liðið féll óvænt úr leik á heimsmeistaramótinu í krikket sem fram fer á Jamaíku.

Milljón manns fallið í Írak

Það er mat ástralsks sérfræðings að milljón mans hafi fallið í átökum í Írak frá því ráðist var inn í landið fyrir fjórum árum. Að sögn Sky fréttastofunnar byggir hann útreikninga sína á upplýsingum frá Barnahjálp og Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna og frá læknum í landinu. Aðfaranótt þriðjudagsins næsta eru fjögur ár liðin frá innrásinni í Írak.

Munurinn á Sarkozy og Royal minnkar

Aðeins hefur dregið saman með Ségolène Royal, forsetaframbjóðanda sósíalista í Frakklandi, og helsta andstæðingi hennar, íhaldsmanninum og innanríkisráðherranum Nicolas Sarkozy, samkvæmt tveimur nýjum skoðana könnunum. Tölurnar benda hins vegar enn til þess að Sarkozy verði næsti forseti Frakklands.

Eldri gerðir berklabóluefnis betri

Eldri gerðir berklabóluefnis virðast virka betur er þær nýrri. Þetta segja franskir læknar. Breytingar sem gerðar hafa verið á erfðaþáttum bóluefnisins til að reyna að draga úr hliðarverkunum þess hafa einnig leitt til þess að það virkar verr. Rannsakendur við Lois Pasteur-stofnunina vilja nú gera tilraunir með eldri gerðir bóluefnis og taka það aftur í notkun.

Íhuga að malbika tunglið

Vísindamenn kanna nú mögulega hættu sem geimförum stafar af því að anda að sér tunglryki. Rannsókn bendir til þess að smæstu agnir tunglryks gætu verið eitraðar en sannreyna á kenninguna með tilraunum á músum. NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman rannsóknarteymi sem á að kanna málið og komast að niðurstöðu fyrir fyrirætlaða tunglferð árið 2020.

Níu skipverja saknað eftir árekstur flutningaskipa í Kínahafi

Átta hafa fundist látnir og níu er saknað er eftir að tvö flutningaskip rákust saman á Austur-Kínahafi snemma í morgun. Björgunarsveitum tókst að bjarga 12 manns af skipunum upp í þyrlu og voru myndir af því sýndar í kínversku sjónvarpi.

Fimm umferðaróhöpp á korteri í Danmörku

Það er víðar en á Íslandi sem illviðri hefur áhrif á ferðir fólks því fimm umferðaróhöpp urðu á hraðbraut nærri Randers í Danmörku í morgun þegar mikið haglél skall skyndilega á. Óhöppin urðu á einungis fimmtán mínútum en í öllum tilvikum runnu bílarnir út af hraðbrautinni.

Unglingur stunginn til bana í Lundúnum

Fimmtán ára unglingur var stunginn til bana nærri heimaveill knattspyrnuliðsins West Ham í í Lundúnum í gærkvöld. Hann er annar unglingurinn sem stunginn er til bana á þremur dögum í borginni.

Þingkosningar í Finnlandi í dag

Kosið er til þings í Finnlandi í dag. Búist er við að mið- og vinstristjórn Matti Vanhanen, forsætisráðherra, haldi velli en svo gæti þó farið að einhverjar hrókeringar yrðu.

Fagna 75 ára afmæli Hafnarbrúarinnar í Sydney

Ástralir fagna í dag 75 ára afmæli Hafnarbrúarinnar í Sydney sem er eitt af einkennum borgarinnar. Fjölbreytt dagskrá verður við brúna að þessu tilefni, þar á meðal munu um 200 þúsund manns nýta sér fágætt tækifæri og ganga yfir brúna þar sem hún verður lokuð í dag fyrir bílaumferð.

Safna undirskriftum gegn reykingabanni í Danmörku

Andstaða við fyrirhugað reykingabann á veitingastöðum og krám í Danmörku sem taka á gildi um miðja ágústmánuð fer vaxandi eftir því sem greint er frá á vef Jótlandspóstsins. Þar segir að hópur veitingahúsaeigenda hafi nú hafið undirskriftasöfnun til þess að mótmæla banninu.

Ræða ekki við ráðherra Hamas

Bandaríkjamenn ætla ekki að aflétta banni sínu á fjárhagsaðstoð við palestínsku heimastjórnina þó ný þjóðstjórn hafi verið skipuð. Bandarísk stjórnvöld ætla ekki að ræða við ráðherra úr hópi Hamas-liða en útiloka ekki samskipti við aðra ráðherra eftir því sem þurfa þyki.

Lögregla og lögmenn takast á í Pakistan

Til harðra átaka kom í dag milli lögreglumanna og lögfræðinga í borginni Lahore í Pakistan þar sem lögmennirnir mótmæltu brottvikningu eins af hæstaréttardómurum landsins úr embætti.

Óhóf í drykkju Íra

Dagur heilags Patreks er haldinn hátíðlegur í dag og þá innbyrða Írar töluvert af áfengi. Samkvæmt nýrri könnun eru Írar mestu óhófsdrykkjumenn í Evrópu og því vekur sérstakt bjórtilboð, hjá stórmarkaði í Dublin, nokkrar deilur.

Fyrsta konan formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins

Mona Sahlin var í dag kosin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Formaður Samfylkingarinnar ávarpaði aukalandsfund flokksins í Stokkhólmi í dag og sagði það sögulegt að konur leiddu nú jafnaðarmenn í þremur Norðurlandanna.

7 týndu lífi í flugslysi

Að minnsta kosti 7 týndu lífi og nærri 30 slösuðust, þegar farþegaþota skall utan flugbrautar í lendingu í Síberíu í morgun. 50 farþegar og 7 manna áhöfn voru um borð. Vélin rann inn á flugbrautina og eftir henni þegar hún skall niður. Síðan valt hún.

Klórgas notað í Írak

8 eru sagði látnir og 350 veikir, eftir 3 sjálfsmorðssprengjuárásir í Anbar-héraði í Írak í gær. Bílarnir voru allir fullir að klóri. Sprengjurnar sprungu með þriggja tíma millibili á þremur mismunandi stöðum í héraðinu en tveir árásarmannanna óku tankbílum og sá þriðji pallbíl.

Norðmenn í hópi fyrstu þjóða til að viðurkenna þjóðstjórn

Norðmenn eru í hópi fyrstu þjóða sem viðurkenna nýja þjóðsstjórn Palestínu, en hún var svarin í embætti í dag eftir að palestínska þingið hafði lagt blessun sína yfir hana. Norsk stjórnvöld hyggjast taka upp full stjórnmála- og efnahagsleg tengsl við Palestínumenn á ný og hvetja þá til að hafna ofbeldi og viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis.

Mótmæli vegna fjögurra ára afmælis Íraksstríðsins

Mótmæli hafa farið fram víða í dag í tilefni þess að fjögur ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkjamenn réðust ásamt bandamönnum sínum inn í Írak og steyptu Saddam Hussein, forseta landsins, af stóli.

Sígarettureykur hefur mismunandi áhrif á kynþætti

Reykingar gætu valdið öðruvísi skaða á blökkumönnum en hvítum, niðurstöður bandarískrar rannsóknar benda til þess. Rannsóknin sem birt er í læknatímaritinu Chest tók til 220 barna með astma sem anda þurftu að sér sígarettureyk. Meira en helmingur barnanna voru blökkumenn. Rannsakendur mældu magn kótínín, sem er efni sem líkamin breytir nikótíni í.

Þrír stungnir til bana í Manchester og nágrenni

Þrír voru stungnir til bana í Manchester og nágrenni í Englandi í nótt eftir því sem lögregla í borginni greindi frá. Sjö manns á aldrinum 17-25 ára voru handteknir í tengslum við árás í úthverfi borgarinnar en fórnarlamb þeirra lést á spítala snemma í morgun.

Palestínska þingið samþykkir myndun þjóðstjórnar

Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fata-hreyfingarinnar á palestínska þinginu í Gasaborg samþykktu í dag myndun nýrrar þjóðstjórnar á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna en samkomulag um slíka stjórn náðist milli fylkinganna á fimmtudag.

Sjá næstu 50 fréttir