Fleiri fréttir

Kaupmannahafnarlögreglan viðurkennir mistök

Danska lögreglan notaði lífshættuleg og öflug táragashylki gegn mótmælendum við Ungdómshúsið á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði. Kaupmannahafnarlögreglan hefur viðurkennt mistök sín.

Mona Sahlin kosin formaður sænskra jafnaðarmanna í dag

Mona Sahlin verður valinn formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð á aukaflokksþingi í dag, fyrst kvenna í 118 ára sögu flokksins. Meðal heiðursgesta á þinginu er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.

Ætlar að knýja þingið til aðgerða

Al Gore hefur safnað fleiri en 300.000 undirskriftum sem hann ætlar sér að færa bandaríska þinginu í von um að það berjist gegn þeim loftslagsbreytingum sem gróðurhúsaáhrif eru talin valda.

Þjóðstjórn tekur við völdum á morgun

Nýja þjóðstjórnin í Palestínu mun taka við völdum klukkan níu í fyrramálið að íslenskum tíma. Hún var mynduð eftir að friðarsamkomulag náðist á milli Hamas og Fatah hreyfinganna á sáttafundi sem konungur Sádi-Arabíu stóð fyrir. Ísraelar hafa þvertekið fyrir að starfa með stjórninni og Bandaríkjamenn bíða ávarps Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á morgun en það mun útskýra hverjar stefnur og gildi hinnar nýju stjórnar verða.

Kuldakast gengur yfir Bandaríkin

Mikið vetrarveður er nú í norðausturhluta Bandaríkjanna og hafa margir ferðamenn þurft að staldra við um stund. Fjölmörg flugfélög aflýstu ferðum sínum til og frá New York, Fíladelfíu og Boston. Skólum í og við New York hefur einnig verið lokað vegna veðurs.

Þrír lögreglumenn ákærðir vegna skotárásar

Þrír lögreglumenn í New York verða ákærðir fyrir að hafa skotið 50 skotum að þremur óvopnuðum blökkumönnum og drepið einn þeirra aðeins nokkrum klukkutímum áður en hann átti að gifta sig. Skorárásin átti sér stað 25. nóvember á síðasta ári. Gríðarleg reiði braust út á meðal svertingja í New York eftir að atvikið átti sér stað.

Segir stjórnvöld hafa lekið nafni sínu til fjölmiðla

Valerie Plame, fyrrum útsendari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fullyrti í dag að bandarísk stjórnvöld hefðu vísvitandi afhjúpað hana til þess að ná sér niður á eiginmanni hennar en hann hafði gagnrýnt stjórnvöld harkalega fyrir stríðsreksturinn í Írak.

Hermönnum í Írak hugsanlega fjölgað

Æðsti yfirmaður bandaríska hersins í Írak, David Petraeus, hefur lagt fram beiðni um að fleiri hermenn verði sendir til Íraks. Dagblaðið Boston Globe fullyrðir þetta á fréttavef sínum í dag og segir háttsetta menn innan varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna heimildarmenn sína.

Forseti Írans fær að ávarpa öryggisráðið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag beiðni Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, um að fá að verja kjarnorkuáætlun þjóðar sinnar áður en atkvæðagreiðsla um refsiaðgerðir gegn Íran fer fram í ráðinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.

Mikill viðbúnaður í Nígeríu

Stjórnvöld í Nígeríu sögðu í dag að lögreglu- og hermenn í landinu væru í viðbragðsstöðu þar sem varaforseta landsins hefur verið meinað að bjóða sig fram í forsetakosningunum en þær fara fram þann 21. apríl næstkomandi.

Kínverjar samþykkja lög sem vernda einkaeignarrétt

Kínverska þingið samþykkti í dag lög sem eiga að vernda einkaeignarrétt landsmanna. Þetta er í fyrsta sinn sem að lög eru sett sem að vernda einkaeignarréttinn. Alls eru um 14 ár síðan kínverski kommúnistaflokkurinn fór fyrst að huga að slíkri löggjöf.

Mugabe hótar að reka erlenda erindreka úr landi

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, hefur hótað því að reka úr landi alla vestræna erindreka en hann sakar þá um að styðja stjórnarandstöðuna í landinu. Hann sagði þá þurfa að „hegða sér almennilega“ ellegar eiga á hættu að vera reknir úr landi.

Dansa sig inn í heimsmetabækurnar

Það var merkileg sjón sem mætti vegfarendum í bænum Tirgoviste í Rúmeníu á dögunum. 2.600 manns að dansa í takt við hressilegt lag. Það var útvarpsstöð í bænum sem efndi til dansins til þess að slá heimsmet í fjölda dansara á einum stað að hrista líkama sína í takt.

Frosið vatn á Mars

Evrópskir vísindamenn hafa fundið heilmikið jökulsvæði á suðurpóli Mars. Ef það bráðnaði er talið að vatn myndi þekja stóran hluta plánetunnar. Það er geimfar á braut um Mars sem hefur tekið myndir af ísbreiðunum. Það eru vísindamenn á vegum Evrópusku geimferðastofnunarinnar sem kynntu niðurstöðurnar og birtu í dag. Rannsóknin var gerð með tækni frá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA, og ítölskum aðilum.

Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana

Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar.

Lögðu hald á 13 milljarða íslenskra króna

Lögreglan í Mexíkó lagði í dag hald á 13 milljarða íslenskra króna við leit í höfuðstöðum eiturlyfjahrings í Mexíkóborg. Upphæðin er tvisvar sinnum hærri en lagt var hald á allt árið í fyrra. Þetta er mesta magn peninga sem nokkru sinni hefur verið gert upptækt í Mexíkó.

Castro tilbúinn í næstu forsetakosningar

Forseti kúbverska þjóðþingsins segir að Fidel Castro sé hinn hressasti og verði tilbúinn til þess að bjóða sig enn einusinni fram til embættis forseta í mars á næsta ári. Ricardo Alarcon segir að Castro taki fullan þátt í stjórn landsins og að leitað sé til hans með meiriháttar ákvarðanir.

Táragasi beitt á sjónvarpsstöð

Pakistanskir óeirðalögreglumenn réðust í dag inn í einkarekna sjónvarpsstöð og úðuðu þar táragasi, eftir að fréttastjórinn neitaði að hætta beinum útsendingum af óeirðum í höfuðborginni Islamabad. Mótmælin voru vegna þess að forseta hæstaréttar landsins var vikið úr embætti síðastliðinn föstudag.

Best fyrir þig að flýja úr bænum

Þótt New York búar séu ýmsu vanir virðist alveg hafa soðið upp úr hjá þeim við að sjá og heyra á myndbandi þegar ráðist var á 101 árs gamla konu sem var á leið til kirkju sinnar. Árásarmaðurinn barði hana svo hrottalega að hún kinnbeinsbrotnaði, og rændi svo 32 dollurum úr tösku hennar.

Miklar efasemdir um palestinska þjóðstjórn

Nýrri þjóðstjórn Palestínumanna hefur verið tekið með miklum fyrirvara á Vesturlöndum og nokkuð ljóst að ekki verður nein stefnubreyting þar fyrr en í ljós kemur hver verða stefnumál hinnar nýju stjórnar. Lykilatriði er að hún verði við kröfum Miðausturlanda-kvartettsins svokallaða um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og hafna ofbeldi.

Rússar vilja nema land í Afríku

Rússar hafa hug á að endurheimta stöðu sína í Afríku, en á árum kalda stríðsins jusu þeir milljörðum dollara í ríki sem talin voru marxisk, eða vinsamleg Moskvu. Vesturlönd studdu á móti önnur ríki sem þeir töldu sér hliðholl. Allt þetta gufaði upp þegar Sovétríkin liðuðust í sundur, en nú vilja Rússar nema land að nýju.

Sluppu úr bresku fangelsi í Írak

Ellefu fangar hafa sloppið úr fangelsum sem Bretar reka í íröksku borginni Basra. Tíu þeirra skiptu um föt við gesti sína í fangelsinu í vikunni og gengu út í þeirra stað. Ekki var tekið eftir því að þeir væru sloppnir fyrr en í dag. Allir þessir fangar hafa setið í herfangelsinu í tvö ár. Þúsundum Íraka er haldið í breskum og bandarískum fangelsum víðsvegar um Írak.

Óeirðir í Ungverjalandi

Til átaka kom milli lögreglu og öfgasinnaðra hægrimanna á götum Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi. Lögregla beitti táragasi og vatnsdælum til að dreifa mannfjöldanum og óeirðir mögnuðust.

R2D2-póstkassar í Bandaríkjunum

Bandaríska póstþjónustan hefur ákveðið að skreyta póstkassa um gjörvöll Bandaríkin í líki geðþekka vélmennisins R2D2 úr Stjörnustríðsmyndunum. Brátt eru 30 ár liðin frá því að fyrsta mynd þessa víðfræga sagnabálks kom út.

G8 funda um gróðurhúsaáhrif

Umhverfisráðherrar G8, átta stærstu iðnríkja heims funda nú í Potsdam í Þýskalandi. Helstu umræðuefni fundarins eru fjölbreytni lífríkisins og hættur sem að henni steðja og loftslagsbreytingar af manna völdum. Þýskaland situr nú í forsæti bæði G8 og Evrópusambandsins, en ESB ákvað í síðustu viku að ráðast í aðgerðir til að hefta hlýnun loftslags. Þjóðverjar vonast nú til þess að því fordæmi muni löndin í G8 fylgja. Þá hefur ráðherrum frá Kína, Indlandi, Brasilíu, Mexíkó og Suður-Afríku verið boðið að sitja fundinn en þessi lönd gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum.

Mikil spenna í Ekvador

Fjölmenni gerði árásir að þingmönnum í Ekvador í dag. Múgurinn henti steinum í þá og lömdu bíla þeirra en átök á milli stjórnarandstöðuþingmanna, sem eru í meirihluta, og forsetans Rafael Correa, aukast sífellt.

Komin aftur til Bretlands

Utanríkisráðherra Bretlands skýrði frá því í dag að fólkinu sem var rænt í Eþíópíu fyrir 12 dögum síðan væri komið til Bretlands á ný. Því var sleppt á þriðjudaginn var og var það við góða heilsu. Fólkið var þá afhent yfirvöldum í Erítreu en talið er að ættbálkahöfðingjar á svæðinu þar sem þeim var rænt hafi samið um lausn þeirra.

Forseti Írans vill ávarpa öryggisráð SÞ

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur beðið um leyfi til þess að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til þess að verja kjarnorkuáætlanir þjóðar sinnar. Forseti öryggisráðsins, hinn Suður-afríski Dumisani Kumalo, skýrði frá þessu nú í kvöld.

Krefjast afsagnar forsætisráðherra Ungverjalands

Lögregla og mótmælendur í Ungverjalandi tókust á í kvöld eftir að um eitt hundrað þúsund mótmælendur í miðborg Búdapest kröfðust afsagnar forsætisráðherra landsins, Ferenc Gyurcsany. Þetta eru stærstu mótmælin í landinu síðan árið 2005 en þá krafðist almenningur þess að hann segði af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa logið til stöðu ríkisfjármála. Forsætisráðherrann laug þá til þess að auka líkurnar á því að hann yrði kosinn á ný.

Spánverjar samþykkja jafnréttislög

Spænska þingið samþykkti í dag lög um jafnrétti karla og kvenna. Lögin kveða á um jafnan rétt karla og kvenna til atvinnutækifæra og um fæðingarorlof karlmanna. Sósíalistastjórn Spánar hefur leitast við að auka jafnrétti á Spáni allt frá því hún tók við völdum árið 2004. Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodriguez Zapatero skipaði þá konur í helming ráðherrastóla í ríkisstjórn sinni.

Íraksfrumvarp fellt í öldungadeild

Frumvarp um að kalla bandaríska hermenn í Írak heim fyrir 31. mars á næsta ári var í dag fellt í öldungadeild bandaríska þingins. Fyrr í dag hafði nefnd fulltrúadeildarinnar samþykkt frumvarp sem kveður á um að bardagabúnir hermenn verði kallaðir heim fyrir september á næsta ári. Kosið verður um það í næstu viku.

Hermennirnir hugsanlega heim fyrir september árið 2008

Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti nú síðdegis áætlun demókrata um að kalla alla bardagabúna hermenn heim frá Írak fyrir fyrsta september á næsta ári. Nefndin samþykkti aukafjárútlát til stríðsrekstursins en með þungum skilyrðum.

Ný hlébarðategund fundin

Vísindamenn á Indónesíu hafa fundið nýja tegund af hlébörðum sem helst er að finna á Borneó og Súmötru. Áður var talið að þeir tilheyrðu hlébarðategund sem var að finna á meginlandi Suðaustur-Asíu. Vísindamenn telja að um sömu tegund hafi verið að ræða þar til fyrir rúmlega milljón árum, en þá hafi skilið á milli og tvær tegundir hlébarða þróast.

Þjóðstjórn skipuð

Hreyfingar Fatah og Hamas hafa komið sér saman um skipan óháðs fræðimanns í embætti innanríkisráðherra í þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta var síðasti ásteytingarsteinn viðræðnanna og var stjórnin kynnt í dag. Hana skipa 9 Hamas-liðar, 6 fulltrúar Fatah og 3 óháðir í innanríkis-, fjármála- og utanríkisráðuneyti. Þing greiðir atkvæði um stjórnina á laugardaginn.

Sjúkrahús í niðurníðslu í Írak

Sjúkrahús eru skítug í Írak, lyf vantar og læknar hverfa frá landinu í stórum hópum. Mikil þörf er á læknisaðstoð í Írak þar sem fjölmargir örkumlast í átökum á degi hverjum. Forsætisráðherra Bretlands segir ekki hægt að kenna vesturveldunum um hörmungarnar í landinu nú.

Pólskum kennurum bannað að tala um samkynhneigð

Pólskir kennarar, sem kynna og stuðla að samkynhneigð, verða reknir samkvæmt nýju frumvarpi sem áætlað er að verði að lögum eftir rúman mánuð. Aðstoðarmenntamálaráðherra Póllands skýrði frá þessu í dag, mannréttindahópum í landinu til mikillar mæðu. Engu að síður segja stjórnvöld í Póllandi að lögin séu ekki ætluð gegn samkynhneigðum kennurum í landinu.

Putin eykur við eftirlit með fjölmiðlum

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur fyrirskipað að stofnuð verði ný eftirlitsstofnun sem á að fylgjast með og gefa leyfi til fjölmiðla. Hin nýja ofur-stofnun mun fylgjast með sjónvarpsstöðvum, útvarpsstöðvum, dagblöðum og vefsíðum. Rússneskir fréttmenn óttast að stofnunin verði notuð til þess að herða enn að málfrelsi í Rússlandi en vefsíður eru nær eini miðillinn sem enn nýtur þokkalegs frelsis.

Chirac verður yfirheyrður

Háttsettir menn í franska dómsmálaráðuneytinu fullyrða að Jacques Chirac verði yfirheyrður þegar hann lætur af embætti sem forseti Frakklands vegna hugsanlegra tengsla hans við spillingu á þeim tíma sem hann var borgarstjóri Parísar.

Þáttur móður í ráninu á Natösju rannsakaður

Dómstóll í Vínarborg mun í dag hefja rannsókn á því hvort móðir Austurrísku stúlkunnar Natösju Kampusch hafi átt þátt í ráni hennar. Natösju var rænt þegar hún var á leið í skólann árið 1998 og var í haldi ræningjans í átta ár. Henni tókst loks að flýja síðastliðið sumar, þá orðin nítján ára gömul. Ræningi hennar framdi þá sjálfsmorð.

Þriðji hver Breti ekki farið á Netið

Ungir. ríkir og menntaðir nota internetið mest en eldra fólk, fátækir og ómenntaðir minna. Þetta kemur fram í nýrri sýrslu bresku Hagstofunnar. Skýrsla sýnir í auknum mæli muninn á milli ríkra og fátækra þar í Bretlandi. Mikill minnihluti fólks yfir fimmtugt hefur aldrei komið nálægt tölvu. Einn af hvejrum tólf hefur ekki aðgang að netinu, farsíma eða stafrænu sjónvarpi. Meirihluti eldra fólks segist ekki hafa sjálfstraust til að læra á tölvu, eða sjá ekki tilganginn í því að læra á hana. Þriðji hver Breti segist aldrei hafa notað internetið.

Ég hjó höfuðið af gyðingnum Daniel Pearl

Khalid Sheikh Mohammed, sem hefur viðurkennt að hafa skipulagt árásirnar á tvíburaturnana, og önnur ódæðisverk, hefur viðurkennt að það hafi verið hann sem myrti bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl, sem rænt var í Pakistan árið 2002. "Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl," segir í útskrift sem bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed.

Frú Abramovich fær minna en 2%

Fyrrverandi eiginkona Roman Abramovich verður ekki ríkasta fráskilda kona heims. Irina fær um 20 milljarða króna eða minna en tvö prósent af 1200 milljarða króna auði hans. Skilnaðurinn mun ekki hafa nein áhrif á fyrirtæki Abramovich eins og Chelsea, breska úrvalsdeildarliðið í knattspyrnu.

Allir stríðsaðilar nauðga á Fílabeinsströndinni

Hundruðum og jafnvel þúsundum kvenna hefur verið nauðgað á Fílabeinsströndinni, þeim misþyrmt og þær neyddar til að gerast kynlífsþrælar, að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin segja að konur á Fílabeinsströndinni séu hin gleymdu fórnarlömb sem enginn skipti sér af, hvorki innan lands né utan.

Berjast gegn kynlífstúrisma

Stærstu ferðaskrifstofur Danmerkur ætla að taka höndum saman við lögregluna til þess að koma í veg fyrir að danskir ferðamenn misnoti börn í öðrum löndum kynferðislega. Svokallaðar kynlífsferðir eru vinsælar víða um heim, en í þeim eru kynlífsfélagar innifaldir í verðinu. Stundum eru þessir kynlífsfélagar börn.

Sjá næstu 50 fréttir