Fleiri fréttir Chavez reynir að ná tökum á olíufélagi Venúsúela gæti þurft að greiða háar sektir, vegna tilraunar ríkisins til að ná meirihluta í olíufélagi í landinu, sem rekið er af erlendum aðilum, en ríkið hefur gert samkomulag við erlenda banka sem verið er að brjóta með þessu. 20.12.2006 23:26 British Airways hefur aflýst innanlandsflugi um Heathrow Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu innlandsflugi um Heathrowflugvöllinn í London á morgun sökum mikillar þoku. Skyfréttastofan greindi frá þessu en alls er um 180 flug að ræða. 20.12.2006 22:22 Samningur um varðskip undirritaður Smíðasamningur um nýtt varðskip var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í dag. Samningsverðið er tæpir 2,7 milljarðar króna og er búist við að smíðin taki hálft þriðja ár. 20.12.2006 18:55 Bush boðar stækkun heraflans George Bush, forseti Bandaríkjanna, boðaði í dag stækkun herafla landsins en vildi ekki svara því hvort liðsstyrkurinn yrði nýttur í stríðinu í Írak. 20.12.2006 18:30 Abramovich segir af sér Roman Abramovich hefur sagt af sér sem ríkisstjóri hins strjálbýla Chukotka héraðs í austur Rússlandi. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og eigandi fótboltaklúbbsins Chelsea. Hann hefur varið hundruðum milljóna dollara í að byggja upp héraðið, og notað náið samband sitt við Pútín forseta í baráttunni við fátækt þar. 20.12.2006 16:27 Tugir mafíósa handteknir Ítalska lögreglan hefur í dag handtekið tugi manna í borginni Bari, í suðurhluta landsins, vegna tengsla þess við Mafíu fjölskyldu sem þar ræður lögum og lofum. Yfir 100 manns eru á handtökulista lögreglunnar. Átta konur eru meðal hinna handteknu. 20.12.2006 16:07 Ísbjörn í stofunni Tveir rússneskir veðurfræðingar földu sig í ruslageymslu í tvo sólarhringa, meðan stór og hungraður ísbjörn rústaði kofa þeirra í leit að mat. Björninn át meðal annars tvo af hundum þeirra. 20.12.2006 15:48 Ísraelar íhuga að borga Abbas Ísraelar eru að íhuga að greiða Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, tugi milljóna dollara af sköttum sem þeir hafa innheimt fyrir heimastjórnina, en haldið eftir síðan Hamas myndaði ríkisstjórn undir forystu Ismails Hainyehs. 20.12.2006 14:38 Ísland dýrast í Evrópu -Norðmenn gleðjast Ísland er dýrasta land í Evrópu, sam kvæmt niðurstöðum norsku hafstofunnar. Norðmenn eru í öðru sæti og eru aldrei þessu vant ánægðir með að vera ekki númer eitt. Norska hagstofan segir að á síðasta ári hafi verð á neysluvörum á Íslandi verið fimmtíu og einu prósenti hærra en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins. 20.12.2006 14:35 Kína herðir reglur um ættleiðingar Kínverjar eru að setja nýjar og hertar reglur til þess að fækka ættleiðingum barna frá landinu. Feitt og ógift fólk fær ekki að ættleiða börn, og heldur ekki fólk sem er á þunglyndislyfjum eða fatlað á einhvern hátt. Nýju reglurnar verða kynntar í vikunni. 20.12.2006 13:47 Metfjöldi innflytjenda til Svíþjóðar 20.12.2006 13:27 Al-Kæda býður Bandaríkjamönnum til samninga Næst æðsti leiðtogi al-Kæda gaf í dag sterklega í skyn að Bandaríkjamenn ættu að semja við hryðjuverkasamtökin um brotthvarf sitt frá Írak. Það séu þau sem hafi völdin í landinu. 20.12.2006 13:02 Rannsaka dánarorsök vændiskvenna Dánardómsstjórar í Suffolk komu saman í morgun til að skera úr um dánarorsök fjögurra af fórnarlömbum raðmorðingjans frá Ipswich. Enn er óvíst hvernig tvær þeirra dóu en vitað er að Anneli Alderton kafnaði og Paula Clennel lést vegna höfuðhöggs. 20.12.2006 12:55 Óheppni bensínþjófurinn Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna. 20.12.2006 11:23 Gefur pening í stað jólakorta Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ákveðið að senda ekki hefðbundin jólkort þetta árið en gefa andvirði þess kostnaðar til fátækra barna á Íslandi og erlendis. Mæðrastyrksfnefnd og SOS barnaþorp njóta góðs af jólakortapeningum Samfylkingarinnar þetta árið. 20.12.2006 10:39 Nýtt vopnahlé samþykkt á Gaza Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tilkynnti í kvöld að náðst hefði nýtt samkomulag um vopnahlé milli Fatha-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna á Gaza. 19.12.2006 23:51 Bush vill efla bandaríska herinn George Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar að stækka bandaríska herinn til að geta betur tekist á við þá ógn sem stafar af hryðjuverkum. Frá þessu er greint á heimasíðu The Washington Post. 19.12.2006 22:41 Dauðadómur í Líbíu Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. 19.12.2006 19:15 Bjart er yfir beljunum Þýskir lögregluþjónar gripu til skotvopna þegar þeir komu á bóndabæ suður af Frankfurt, til þess að framfylgja lögum um að kýr skuli hafa dagsbirtu í fjósum sínum. Viðkomandi bóndi geymdi kýr sínar í gluggalausu útihúsi. 19.12.2006 17:02 Stóri bróðir snýr aftur Bretar ætla að skylda alla innflytjendur sem ekki eru frá Evrópulöndum til þess að skrá líffræðileg auðkenni eins og fingraför og augna-skann, frá árinu 2008. Útlendingar verða að sækja um slík skilríki ef þeir sækja um áritanir til langdvalar í Bretlandi. 19.12.2006 16:40 Þrettán hengdir í Írak Þrettán menn voru teknir af lífi í Írak, í dag, fyrir morð, nauðganir og pyntingar. Í tilkynningu frá stjórnvöldum sagði að einn mannanna hefði viðurkennt að hafa myrt tíu manns, og annar að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu. 19.12.2006 16:18 Vel launað framhjáhald Tæplega þrítugur lagermaður í vöruhúsi fékk sér dæmdar 400 milljónir króna bætur í Lundúnum í dag, fyrir að halda tvisvar framhjá konunni sinni og elta vændiskonur út um alla móa. 19.12.2006 15:47 Myndir af morðum Saddams 19.12.2006 15:02 Bandarískir demókratar innleiða tæpast Kyoto Ólíklegt er talið að Bandaríkjamenn undirgangist Kyoto bókunina, jafvel þótt Demókratar komist til valda í landinu. Stuart Eizenstat, aðal samningamaður Bills Clintons, í Kyoto, segir að breytingar séu fyrirsjáanlegar í Bandaríkjunum, en Kyoto sé ennþá eins og blótsyrði. 19.12.2006 14:29 Faðir Flintstones látinn 19.12.2006 14:12 Finnar hafna rússnesku rafmagni 19.12.2006 13:59 Ísraelar fallast á liðsauka frá Jórdaníu Ísraelar hafa fallist á að palestinsk hersveit sem er staðsett í Jórdaníu, verði flutt til Gaza strandarinnar, til þess að styrkja Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í sessi. Ehud Olmer, forsætisráðherra Ísraels, kom í óvænta heimsókn til Jórdaníu, í dag. 19.12.2006 13:31 48 ára karlmaður handtekinn í Ipswich Breska lögreglan hefur handtekið annan mann vegna morða á fimm vændiskonum í Suðaustur-Englandi. Þrjátíu og sjö ára karlmaður var handtekinn vegna málsins í gær. 19.12.2006 12:22 Fá að áfrýja í Líbíu Fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og palestínskur læknir sem voru dæmd til dauða í Líbíu í dag fá að áfrýja, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra landsins. Fólkið var dæmt fyrir að hafa viljandi smitað 426 börn af HIV-veirunni. Aðrir segja að fólkið sé blórabögglar, því sé kennt um bágar hreinlætisaðstæður á sjúkrahúsinu. 19.12.2006 11:56 Beðið eftir konunglegu brúðkaupi Breska slúðurpressan bíður með öndina í hálsinum eftir að Vilhjálmur prins biðji unnustu sína, Kate Middleton, að giftast sér. Hún hefur hingað til fengið frið frá ljósmyndurum en eftir að hún var við útskrift hans frá Sandhurst herskólanum byrjaði kjaftagangurinn. Nú telja slúðurfréttamenn, rithöfundar og jafnvel minjagripasmiðir að brúðkaup sé í nánd. 19.12.2006 11:29 Hamas ætla að sniðganga kosningar Hamas samtökin ætla að sniðganga kosningar sem haldnar verða fyrr en kjörtímabilinu lýkur. Kahled Meshaal, einn af leiðtogum Hamas-samtakanna, segir aðgerðir forseta Palestínu þess efnis að boða til kosninga innan skamms ólöglegar. 18.12.2006 22:32 Samruni Statoil og Norsk Hydro kynntur Norski olíurisinn Statoil og orkufyrirtækið Norsk Hydro ætla að sameinast um olíu- og gasborun á grunnsævi. Nýja fyrirtækið verður stærst allra á þeim vettvangi. Samningurinn er sagður jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. 18.12.2006 20:00 Grunaður um morð á 5 vændiskonum Breska lögreglan handtók í dag 37 ára karlmann sem grunaður er um að hafa myrt 5 vændiskonur í Suðaustur-Englandi. Morðingjans hefur verið leitað síðan í síðustu viku og rannsóknin er ein sú viðamesta í Bretlandi um áraraðir. 18.12.2006 18:45 Silfurhafi í 800 m hlaupi kvenna var karl Komið hefur í ljós að indverski silfurverðlaunahafinn í 800 metra hlaupi kvenna á Asíuleikunum í frjálsum íþróttum er karlmaður. Hlauparinn, sem heitir Santhi Soundarajan og er 25 ára, hafði verið beðinn um að taka kynferðispróf vegna þess að úrslit hlaupsins þóttu koma á óvart. Niðurstöðurnar komu óneitanlega á óvart líka því samkvæmt þeim uppfyllti Soundarajan ekki skilyrði þess, að geta kallast kona. 18.12.2006 15:45 Efnið sem banaði Litvinenko kostaði nær 700 milljónir Það magn pólons-210 sem þurfti til að ráða fyrrverandi njósnarann Alexander Litvinenko af dögum kostar um 680 milljónir króna á markaði. Frá þessu greinir breska blaðið The Times og hefur eftir lögreglu. 18.12.2006 14:49 Jólasveinar handteknir í Magasin fyrir að deila út vörum Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag í það minnsta þrjá jólasveina í verslun Magasin á Strikinu eftir að þeir reyndu að taka vörur úr hillum og deila þeim út til viðskiptavina Magasin. 18.12.2006 14:18 Fjölmiðlar höfðu rætt við grunaðan raðmorðingja 37 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna morðanna á fimm vændiskonum á Suðaustur-Englandi. Breskir fjölmiðlar greina frá að hann heiti Tom Stephens og hafi unnið í stórmarkaði. 18.12.2006 13:50 Skotbardagi þrátt fyrir vopnahlé Til skotbardaga kom í miðri Gaza-borg snemma í morgun þrátt fyrir að fulltrúar Hamas- og Fatah-hreyfinga Palestínumanna hefðu samið um vopnahlé. Abbas forseti stendur við yfirlýsingu sína um að boðað verði til kosninga á næsta ári, og það þó viðræður um skipan þjóðstjórnar verði haldið áfram í vikunni. 18.12.2006 12:30 Réttarhöld yfir Hussein halda áfram Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna ákæru um þjóðarmorð á Kúrdum seint á níunda áratug síðustu aldar héldu áfram í morgun eftir 11 daga hlé. 18.12.2006 11:38 Skothríð þrátt fyrir vopnahlé Skothríð heyrðist nærri byggingu utanríkisráðuneytisins á Gaza í morgun, að sögn vitna. Hamas- og Fatahhreyfingarnar sömdu um vopnahlé í gærkvöldi en friðurinn virðist brothættur og ekki vitað hvenær skotin þagna. Að sögn Hamas-samtakanna stóð skothríðin milli liðs Fatah og öryggisvarða innanríkisráðuneytisins. 18.12.2006 11:23 Sleppt úr haldi í Bagdad 17 af þeim 30 sem var rænt á skrifstofu Rauða hálfmánans í Bagdad í gær hefur verið sleppt úr haldi, heilum á húfi. Þeim var sleppt á víð og dreif um borgina í gær og í dag. Flestir þeirra eru starfsmenn Rauða hálfmánans. 18.12.2006 11:17 Styðja Æskulýðshúsið Stuðningsmenn Æskulýðshússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn krotuðu í nótt á dönsku ræðisskrifstofuna í Björgvin í Noregi til að mótmæla því að heimilislausir og aðrir sem hafst hafa við í ungdómshúsinu danska séu þvingaðir til að yfirgefa það. "Ungeren blir", með stórum rauðum stöfum, er til marks um kröfuna um að unga fólkið fái að hafast þar við áfram. 18.12.2006 10:31 Hamas og Fatah friðmælast Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka höndum saman til að og stilla til friðar á Gaza-svæðinu. Átök milli stuðningsmanna fylkinganna tveggja hafa blossað upp síðustu daga. Fulltrúar samtakana munu ætla að funda í vikunni og reyna að koma viðræðum um myndun þjóðstjórnar aftur af stað. 17.12.2006 20:45 Loftið lævi blandið Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga til að binda enda á valdabaráttuna á milli Fatah og Hamas virðist hafa verkað sem olía á þann ófriðareld sem nú brennur í Palestínu. 17.12.2006 19:00 Ætla ekki að gefast upp Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. 17.12.2006 18:45 Sjá næstu 50 fréttir
Chavez reynir að ná tökum á olíufélagi Venúsúela gæti þurft að greiða háar sektir, vegna tilraunar ríkisins til að ná meirihluta í olíufélagi í landinu, sem rekið er af erlendum aðilum, en ríkið hefur gert samkomulag við erlenda banka sem verið er að brjóta með þessu. 20.12.2006 23:26
British Airways hefur aflýst innanlandsflugi um Heathrow Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu innlandsflugi um Heathrowflugvöllinn í London á morgun sökum mikillar þoku. Skyfréttastofan greindi frá þessu en alls er um 180 flug að ræða. 20.12.2006 22:22
Samningur um varðskip undirritaður Smíðasamningur um nýtt varðskip var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í dag. Samningsverðið er tæpir 2,7 milljarðar króna og er búist við að smíðin taki hálft þriðja ár. 20.12.2006 18:55
Bush boðar stækkun heraflans George Bush, forseti Bandaríkjanna, boðaði í dag stækkun herafla landsins en vildi ekki svara því hvort liðsstyrkurinn yrði nýttur í stríðinu í Írak. 20.12.2006 18:30
Abramovich segir af sér Roman Abramovich hefur sagt af sér sem ríkisstjóri hins strjálbýla Chukotka héraðs í austur Rússlandi. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og eigandi fótboltaklúbbsins Chelsea. Hann hefur varið hundruðum milljóna dollara í að byggja upp héraðið, og notað náið samband sitt við Pútín forseta í baráttunni við fátækt þar. 20.12.2006 16:27
Tugir mafíósa handteknir Ítalska lögreglan hefur í dag handtekið tugi manna í borginni Bari, í suðurhluta landsins, vegna tengsla þess við Mafíu fjölskyldu sem þar ræður lögum og lofum. Yfir 100 manns eru á handtökulista lögreglunnar. Átta konur eru meðal hinna handteknu. 20.12.2006 16:07
Ísbjörn í stofunni Tveir rússneskir veðurfræðingar földu sig í ruslageymslu í tvo sólarhringa, meðan stór og hungraður ísbjörn rústaði kofa þeirra í leit að mat. Björninn át meðal annars tvo af hundum þeirra. 20.12.2006 15:48
Ísraelar íhuga að borga Abbas Ísraelar eru að íhuga að greiða Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, tugi milljóna dollara af sköttum sem þeir hafa innheimt fyrir heimastjórnina, en haldið eftir síðan Hamas myndaði ríkisstjórn undir forystu Ismails Hainyehs. 20.12.2006 14:38
Ísland dýrast í Evrópu -Norðmenn gleðjast Ísland er dýrasta land í Evrópu, sam kvæmt niðurstöðum norsku hafstofunnar. Norðmenn eru í öðru sæti og eru aldrei þessu vant ánægðir með að vera ekki númer eitt. Norska hagstofan segir að á síðasta ári hafi verð á neysluvörum á Íslandi verið fimmtíu og einu prósenti hærra en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins. 20.12.2006 14:35
Kína herðir reglur um ættleiðingar Kínverjar eru að setja nýjar og hertar reglur til þess að fækka ættleiðingum barna frá landinu. Feitt og ógift fólk fær ekki að ættleiða börn, og heldur ekki fólk sem er á þunglyndislyfjum eða fatlað á einhvern hátt. Nýju reglurnar verða kynntar í vikunni. 20.12.2006 13:47
Al-Kæda býður Bandaríkjamönnum til samninga Næst æðsti leiðtogi al-Kæda gaf í dag sterklega í skyn að Bandaríkjamenn ættu að semja við hryðjuverkasamtökin um brotthvarf sitt frá Írak. Það séu þau sem hafi völdin í landinu. 20.12.2006 13:02
Rannsaka dánarorsök vændiskvenna Dánardómsstjórar í Suffolk komu saman í morgun til að skera úr um dánarorsök fjögurra af fórnarlömbum raðmorðingjans frá Ipswich. Enn er óvíst hvernig tvær þeirra dóu en vitað er að Anneli Alderton kafnaði og Paula Clennel lést vegna höfuðhöggs. 20.12.2006 12:55
Óheppni bensínþjófurinn Þegar Tom Fischer, í Seattle, sá að bíllinn hans var að verða bensínlaus, ákvað hann að spara sér peninga og stela bensíni af öðrum bíl. Hann valdi sér stóran húsbíl i, læddist að honum og smeygði slöngu ofan í tankinn. Svo saug hann fast, til að fá bensínið til að renna. 20.12.2006 11:23
Gefur pening í stað jólakorta Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ákveðið að senda ekki hefðbundin jólkort þetta árið en gefa andvirði þess kostnaðar til fátækra barna á Íslandi og erlendis. Mæðrastyrksfnefnd og SOS barnaþorp njóta góðs af jólakortapeningum Samfylkingarinnar þetta árið. 20.12.2006 10:39
Nýtt vopnahlé samþykkt á Gaza Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tilkynnti í kvöld að náðst hefði nýtt samkomulag um vopnahlé milli Fatha-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna á Gaza. 19.12.2006 23:51
Bush vill efla bandaríska herinn George Bush, Bandaríkjaforseti, ætlar að stækka bandaríska herinn til að geta betur tekist á við þá ógn sem stafar af hryðjuverkum. Frá þessu er greint á heimasíðu The Washington Post. 19.12.2006 22:41
Dauðadómur í Líbíu Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. 19.12.2006 19:15
Bjart er yfir beljunum Þýskir lögregluþjónar gripu til skotvopna þegar þeir komu á bóndabæ suður af Frankfurt, til þess að framfylgja lögum um að kýr skuli hafa dagsbirtu í fjósum sínum. Viðkomandi bóndi geymdi kýr sínar í gluggalausu útihúsi. 19.12.2006 17:02
Stóri bróðir snýr aftur Bretar ætla að skylda alla innflytjendur sem ekki eru frá Evrópulöndum til þess að skrá líffræðileg auðkenni eins og fingraför og augna-skann, frá árinu 2008. Útlendingar verða að sækja um slík skilríki ef þeir sækja um áritanir til langdvalar í Bretlandi. 19.12.2006 16:40
Þrettán hengdir í Írak Þrettán menn voru teknir af lífi í Írak, í dag, fyrir morð, nauðganir og pyntingar. Í tilkynningu frá stjórnvöldum sagði að einn mannanna hefði viðurkennt að hafa myrt tíu manns, og annar að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu. 19.12.2006 16:18
Vel launað framhjáhald Tæplega þrítugur lagermaður í vöruhúsi fékk sér dæmdar 400 milljónir króna bætur í Lundúnum í dag, fyrir að halda tvisvar framhjá konunni sinni og elta vændiskonur út um alla móa. 19.12.2006 15:47
Bandarískir demókratar innleiða tæpast Kyoto Ólíklegt er talið að Bandaríkjamenn undirgangist Kyoto bókunina, jafvel þótt Demókratar komist til valda í landinu. Stuart Eizenstat, aðal samningamaður Bills Clintons, í Kyoto, segir að breytingar séu fyrirsjáanlegar í Bandaríkjunum, en Kyoto sé ennþá eins og blótsyrði. 19.12.2006 14:29
Ísraelar fallast á liðsauka frá Jórdaníu Ísraelar hafa fallist á að palestinsk hersveit sem er staðsett í Jórdaníu, verði flutt til Gaza strandarinnar, til þess að styrkja Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í sessi. Ehud Olmer, forsætisráðherra Ísraels, kom í óvænta heimsókn til Jórdaníu, í dag. 19.12.2006 13:31
48 ára karlmaður handtekinn í Ipswich Breska lögreglan hefur handtekið annan mann vegna morða á fimm vændiskonum í Suðaustur-Englandi. Þrjátíu og sjö ára karlmaður var handtekinn vegna málsins í gær. 19.12.2006 12:22
Fá að áfrýja í Líbíu Fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og palestínskur læknir sem voru dæmd til dauða í Líbíu í dag fá að áfrýja, samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra landsins. Fólkið var dæmt fyrir að hafa viljandi smitað 426 börn af HIV-veirunni. Aðrir segja að fólkið sé blórabögglar, því sé kennt um bágar hreinlætisaðstæður á sjúkrahúsinu. 19.12.2006 11:56
Beðið eftir konunglegu brúðkaupi Breska slúðurpressan bíður með öndina í hálsinum eftir að Vilhjálmur prins biðji unnustu sína, Kate Middleton, að giftast sér. Hún hefur hingað til fengið frið frá ljósmyndurum en eftir að hún var við útskrift hans frá Sandhurst herskólanum byrjaði kjaftagangurinn. Nú telja slúðurfréttamenn, rithöfundar og jafnvel minjagripasmiðir að brúðkaup sé í nánd. 19.12.2006 11:29
Hamas ætla að sniðganga kosningar Hamas samtökin ætla að sniðganga kosningar sem haldnar verða fyrr en kjörtímabilinu lýkur. Kahled Meshaal, einn af leiðtogum Hamas-samtakanna, segir aðgerðir forseta Palestínu þess efnis að boða til kosninga innan skamms ólöglegar. 18.12.2006 22:32
Samruni Statoil og Norsk Hydro kynntur Norski olíurisinn Statoil og orkufyrirtækið Norsk Hydro ætla að sameinast um olíu- og gasborun á grunnsævi. Nýja fyrirtækið verður stærst allra á þeim vettvangi. Samningurinn er sagður jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna. 18.12.2006 20:00
Grunaður um morð á 5 vændiskonum Breska lögreglan handtók í dag 37 ára karlmann sem grunaður er um að hafa myrt 5 vændiskonur í Suðaustur-Englandi. Morðingjans hefur verið leitað síðan í síðustu viku og rannsóknin er ein sú viðamesta í Bretlandi um áraraðir. 18.12.2006 18:45
Silfurhafi í 800 m hlaupi kvenna var karl Komið hefur í ljós að indverski silfurverðlaunahafinn í 800 metra hlaupi kvenna á Asíuleikunum í frjálsum íþróttum er karlmaður. Hlauparinn, sem heitir Santhi Soundarajan og er 25 ára, hafði verið beðinn um að taka kynferðispróf vegna þess að úrslit hlaupsins þóttu koma á óvart. Niðurstöðurnar komu óneitanlega á óvart líka því samkvæmt þeim uppfyllti Soundarajan ekki skilyrði þess, að geta kallast kona. 18.12.2006 15:45
Efnið sem banaði Litvinenko kostaði nær 700 milljónir Það magn pólons-210 sem þurfti til að ráða fyrrverandi njósnarann Alexander Litvinenko af dögum kostar um 680 milljónir króna á markaði. Frá þessu greinir breska blaðið The Times og hefur eftir lögreglu. 18.12.2006 14:49
Jólasveinar handteknir í Magasin fyrir að deila út vörum Lögregla í Kaupmannahöfn handtók í dag í það minnsta þrjá jólasveina í verslun Magasin á Strikinu eftir að þeir reyndu að taka vörur úr hillum og deila þeim út til viðskiptavina Magasin. 18.12.2006 14:18
Fjölmiðlar höfðu rætt við grunaðan raðmorðingja 37 ára karlmaður var handtekinn í morgun vegna morðanna á fimm vændiskonum á Suðaustur-Englandi. Breskir fjölmiðlar greina frá að hann heiti Tom Stephens og hafi unnið í stórmarkaði. 18.12.2006 13:50
Skotbardagi þrátt fyrir vopnahlé Til skotbardaga kom í miðri Gaza-borg snemma í morgun þrátt fyrir að fulltrúar Hamas- og Fatah-hreyfinga Palestínumanna hefðu samið um vopnahlé. Abbas forseti stendur við yfirlýsingu sína um að boðað verði til kosninga á næsta ári, og það þó viðræður um skipan þjóðstjórnar verði haldið áfram í vikunni. 18.12.2006 12:30
Réttarhöld yfir Hussein halda áfram Réttarhöld yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna ákæru um þjóðarmorð á Kúrdum seint á níunda áratug síðustu aldar héldu áfram í morgun eftir 11 daga hlé. 18.12.2006 11:38
Skothríð þrátt fyrir vopnahlé Skothríð heyrðist nærri byggingu utanríkisráðuneytisins á Gaza í morgun, að sögn vitna. Hamas- og Fatahhreyfingarnar sömdu um vopnahlé í gærkvöldi en friðurinn virðist brothættur og ekki vitað hvenær skotin þagna. Að sögn Hamas-samtakanna stóð skothríðin milli liðs Fatah og öryggisvarða innanríkisráðuneytisins. 18.12.2006 11:23
Sleppt úr haldi í Bagdad 17 af þeim 30 sem var rænt á skrifstofu Rauða hálfmánans í Bagdad í gær hefur verið sleppt úr haldi, heilum á húfi. Þeim var sleppt á víð og dreif um borgina í gær og í dag. Flestir þeirra eru starfsmenn Rauða hálfmánans. 18.12.2006 11:17
Styðja Æskulýðshúsið Stuðningsmenn Æskulýðshússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn krotuðu í nótt á dönsku ræðisskrifstofuna í Björgvin í Noregi til að mótmæla því að heimilislausir og aðrir sem hafst hafa við í ungdómshúsinu danska séu þvingaðir til að yfirgefa það. "Ungeren blir", með stórum rauðum stöfum, er til marks um kröfuna um að unga fólkið fái að hafast þar við áfram. 18.12.2006 10:31
Hamas og Fatah friðmælast Fulltrúar Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka höndum saman til að og stilla til friðar á Gaza-svæðinu. Átök milli stuðningsmanna fylkinganna tveggja hafa blossað upp síðustu daga. Fulltrúar samtakana munu ætla að funda í vikunni og reyna að koma viðræðum um myndun þjóðstjórnar aftur af stað. 17.12.2006 20:45
Loftið lævi blandið Sú ákvörðun Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, að boða til kosninga til að binda enda á valdabaráttuna á milli Fatah og Hamas virðist hafa verkað sem olía á þann ófriðareld sem nú brennur í Palestínu. 17.12.2006 19:00
Ætla ekki að gefast upp Miðborg Kaupmannahafnar logaði í óeirðum í gærkvöld og varð lögregla að beita táragasi til að dreifa hundruðum manna sem mótmæltu lokun félagsmiðstöðvar. Íslensk kona sem var á vettvangi átakanna fylgdist með þegar bensínsprengjum var kastað í allar áttir. 17.12.2006 18:45