Fleiri fréttir Óttast aukið ofbeldi Breskt heilbrigðisstarfsfólk óttast aukið ofbeldi þegar lög sem leyfa eigendum öldurhúsa að selja áfengi allan sólarhringinn taka gildi í næsta mánuði. Fólk hefur mátt drekka allan sólarhringinn í Skotlandi og segir starfsfólk bráðamóttökunnar að það fari ekki milli mála að fleiri lendi í alvarlegum slagsmálum og ráðist jafnvel á hjúkrunarfólk. 31.10.2005 21:15 Óeirðir í Zanzibar Þriðju lýðræðislegu kosningarnar í sögu Zanzibar fóru fram í gær og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar þyrptust út á götur til að fagna sigri sem þeir telja vísan þótt niðurstöður hafi ekki verið kunngerðar. Það kunnu stjórnvöld ekki að meta og sendu óeirðalögregluna til að koma andstæðingum sínum af götunum. 31.10.2005 20:15 Hrekkjavakan á fullt skrið Hrekkjavakan í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Þá taka menn upp á ýmsu, en við Flórídastrendur voru menn að keppa í graskersútskurði og uppsetningu neðansjávar. 31.10.2005 19:45 Ný prinsessa á Spáni Spænsk prinsessa kom í heiminn í nótt sem leið. Hún heitir Leonor og er dóttir Felipe, krónprins Spánverja og eiginkonu hans til eins og hálfs árs, Letiziu Ortiz. Móður og dóttur heilsast vel, en barnið var tekið með keisaraskurði. 31.10.2005 19:15 Þúsundir vottuðu Parks virðingu sína Þúsundir Bandaríkjamanna vottuðu minningu mannréttindafrömuðarins Rosu Parks virðingu sína í dag þegar kistunni með jarðneskum leifum hennar var stillt upp í Rotunda-hvelfingunni milli þinghúsanna í Washington-borg. 31.10.2005 19:00 Göran Person gefur kost á sér Göran Persson, forsætisráðherra Svía, ætlar að gefa kost á sér í næstu þingkosningum í Svíþjóð sem verða haldnar árið 2006. Hingað til hafa skilaboðin um framboð hans verið mjög á reiki. 31.10.2005 17:47 Segja Bandaríkjaher hafa drepið 40 óbreytta borgara Írakskir læknar segja fjörutíu óbreytta borgara hafa fallið undanfarinn sólarhring í loftárásum Bandaríkjahers í vesturhluta Íraks, nærri landamærum Sýrlands. Bandaríkjamenn verjast fregnum af málinu. 31.10.2005 17:00 Talsvert um smölun Þó nokkur smölun í Sjálfstæðisflokkinn hefur þegar átt sér stað vegna prófkjörs flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá hafa um 250 manns þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar. 31.10.2005 16:40 Ályktað um að Sýrlendingar sýni fulla samvinnu Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í dag einróma ályktun um að Sýrlendingum bæri að sína fulla samvinnu vegna rannsóknar á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 31.10.2005 16:37 Yfir 60 látnir eftir sprengjuárásina Nú er ljóst að yfir 60 manns létust og meira en 200 eru særðir eftir röð sprenginga í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, á laugardaginn. Allar sprengjurnar sprungu á vinsælum markaðstorgum en samtökin Lashkar-e-Tayyaba hafa lýst verknaðinum á hendur sér. 31.10.2005 14:37 Bush tilnefndi Alito sem hæstaréttardómara George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi fyrir stundu nýjan hæstarréttadómara. Það er alríkisdómarinn og íhaldsmaðurinn Samuel Alito sem varð fyrir valinu en hann var talinn líklegastur ásamt öðrum til. 31.10.2005 13:27 Kona greinist með fuglaflensu í Tælandi Tælensk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 50 ára gömul tælensk kona hefði greinst með fuglaflensu. Hún er tuttugasti einstaklingurinn sem greinist með fuglaflensu í Tælandi, frá því að fuglaflensan kom upp þar fyrir tveimur árum. 31.10.2005 13:24 Selur bítur nef af konu Selur beit nefið af konu í dag við strendur Suður-Afríku þegar hún var að reyna að hjálpa honum aftur út í sjóinn. Selurinn hafði legið á sama stað síðan fyrir helgi en konan reyndi ásamt fleira fólki að koma selnum aftur út í sjóinn. 31.10.2005 13:21 25 látnir og 70 þúsund flúnir Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa látist í flóðum og aurskriðum í Víetnam undanfarna daga eftir að fellibylur gekk yfir landið. Tæplega sjötíu þúsund manns hafa flúið heimili sín vegna hamfaranna. 31.10.2005 12:17 Ríkisstjórn mynduð í Póllandi Búið er að mynda nýja ríkisstjórn í Póllandi. Það er minnihlutastjórn flokksins Laga og réttar sem fékk flest atkvæði í þingkosningum í september. 31.10.2005 12:12 Sjö létust í troðningi í Mekka Sjö létust í troðningi og um fjörutíu til viðbótar særðust þegar ringulreið myndaðist við úthlutun ölmusu í hinni helgu borg Mekka í Sádí-Arabíu á laugardag. Mekka er helgasti staður múslíma og var laugardagurinn síðasti dagur Ramadan, föstumánaðar og helgustu hátíðar múslíma og þess tímabils þar sem ölumusugjafir þykja hvað göfugastar. 31.10.2005 10:46 Grunuð um að hafa reynt að drekkja dóttur sinni Norsk kona er grunuð um að vera völd að dauða fimm ára gamallar dóttur sinnar sem lést um helgina, eftir að hafa legið milli heims og helju í viku. 31.10.2005 10:43 Þjóðarflokkurinn vill banna höfuðklúta í skólum Næstum annar hver Dani er þeirrar skoðunnar að banna eigi stúlkum sem eru múslimatrúar að klæðast höfuðklútum í grunnskólum. Þjóðarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill lögleiða bann og þá að franskri fyrirmynd. 31.10.2005 10:17 Erfingi fæddur í spænsku konungsfjölskyldunni Krónprins og krónprinsessa Spánar eignuðust sitt fyrsta barn í nótt, stúlku, þremur vikum fyrr en áætlað var. Sú staðreynd að hinn nýfæddi erfingi sé stúlka vekur upp pólitískar deilur sem áður hafa blossað upp á Spáni þar sem lög um erfingja krúnunnar kveða á um að drengir hafi forgang fram yfir stúlkur. 31.10.2005 09:16 Aðeins 39% Bandaríkjamanna ánægð með störf Bush Aðeins 39% Bandaríkjamanna eru ánægð með störf og frammistöðu George Bush, forseta landsins. Þetta kemur fram í nýrri vinsældakönnun. 58% aðspurðra lýstu sig óánægð með forsetann og störf hans og enn fleiri voru almennt óánægðir með hann sem leiðtoga. 31.10.2005 08:45 8000 manns flúðu Betu Yfir átta þúsund manns flúðu heimili sín í Hondúras í gær vegna fellibylsins Betu sem reið þar yfir með mikilli úrkomu og roki. Fellibylurinn mælist nú sem fellibylur af annarri gráðu á kvarða Saffír-Simpson um stærð fellibylja. 31.10.2005 08:33 Berlusconi styður yfirmann leyniþjónustunnar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur gefið út stuðningsyfirlýsingu til handa Nicolo Pollari, yfirmanni ítölsku leyniþjónustunnar, sem er sagður hafa komið fölsuðum skjölum til bandarískra stjórnvalda. 31.10.2005 07:55 Eiturlyfjabarón handtekinn í Kólumbíu Kólumbíska lögreglan hefur handtekið John Eildelber Cano sem talinn er vera einn af æðstu mönnum stærsta eiturlyfjasmyglshrings landsins. Hringurinn, sem kallast Norte del Valle, er talinn standa að baki helmings þess magns eiturlyfja sem flutt hafa verið frá Kólumbíu til Bandaríkjanna síðastliðin tíu ár. 31.10.2005 07:49 Hundruð minntust Rosu Parks Hundruð manna voru viðstödd minningarathöfn vegna Rosu Parks, sem vakti aðdáun blökkumanna þegar hún neitaði að víkja fyrir hvítum manni í strætisvangi í Alabama árið 1955. Parks lést á dögunum 92 ára að aldri. Var hún talin hafa átt stóran þátt í baráttunni fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum. 31.10.2005 06:00 Íslendingur slapp naumlega Marín Ásmundsdóttir myndlistarmaður var í 25 metra fjarlægð frá einni af þremur sprengingum sem urðu meira en 60 manns að bana í Nýju-Delí í gær. 30.10.2005 22:00 Sex í haldi í Danmörku Danska lögreglan leggur höfuðáherslu á að finna hver sé forsprakki í hópi manna sem eru grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Sex eru í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar málsins. 30.10.2005 21:15 Frúarkirkjan í Dresden endurreist Eitthvert þekktasta ummerki sprengjuregnsins í Þýskalandi síðustu daga seinni heimsstyrjaldarinnar er frúarkirkjan í Dresden. Áratugum saman stóðu aðeins fáeinir steinar eftir og rústirnar lágu í hrúgu í miðri borginni. En nú hefur kirkjan verið endurreist. 30.10.2005 20:00 Landamæri Kasmír opnuð Þrátt fyrir spennuna milli Indlands og Pakistans, og hryðjuverkaárásirnar í gær, tókust samningar um að opna landamæri ríkjanna í Kasmír til að hleypa þar neyðarbirgðum í gegn. Það auðveldar hjálparstarfið en dugir þó hvergi nærri til. 30.10.2005 19:30 Mannfall eykst dag frá degi Mannfallið í Írak eykst dag frá degi. Bandarísk yfirvöld hafa í fyrsta sinn gefið út eigið mat á fjölda þeirra Íraka sem fallið hafa í árásum. Það segir sína sögu að tölur þeirra og annarra eru mismunandi, svo að skeikar þúsundum. 30.10.2005 19:00 Fagna opnun landamæra Sameinuðu þjóðirnar fagna þeirri ákvöðrun Indlands og Pakistan að opna samliggjandi landamæri þeirra í Kasmír fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans sem og birgðaflutningum. Á sama tíma segja Sameinuðu þjóðirnar að hjálparstarf til þeirra milljóna sem enn eru í nauðum sé gríðarlegum vandkvæðum bundið og þarfnist mikillar skipulagningar sem seint sjáist fyrir endann á. 30.10.2005 15:00 Auknar líkur á lækningu þunglyndis Þunglyndissjúklingar eiga nú betri möguleika á lækningu í framtíðinni. Danskir vísindamenn eru bjartsýnir á að rannsóknir undanfarinna ára og nú tækni verði til þess að hægt sé að greina þunglyndi fyrr og meðhöndla. 30.10.2005 14:00 Indverjar á verði Indverjar eru vel á verði í kjölfar þess að þrjár öflugar sprengjur sprungu í miðborg Nýju Delhi í gær. Ekki færri en sextíu og einn féll, flestir óbreyttir borgarar sem voru að kaupa gjafir fyrir mikilvægar trúarhátíðir hindúa og múslíma. 30.10.2005 12:30 Hræðsla óþörf Sala á kjúklingakjöti hefur tekið dýfu í Frakklandi vegna hræðslu við fuglaflensu - hræðslu sem er algjörlega ástæðulaus. 29.10.2005 20:15 Fimmtíu féllu í Nýju Delhi Yfir fimmtíu féllu í röð sprengjuárása í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands, í dag. Enginn veit hverjir standa á bak við árásirnar sem ráðamenn segja hryðjuverk. 29.10.2005 19:15 Öflugar sprengingar á Indlandi Þrjátíu eru látnir eftir röð sprenginga í miðborg Nýju Delhi, höfuðborgar Indlands, rétt upp úr hádegi. Fyrsta sprengingin mun hafa orðið á fjölsóttum markaði skammt frá meginjárnbrautarstöðinni ekki langt frá þekktum hótelum. Skömmu síðar sprakk önnur sprengja á öðrum markaði. Þriðja sprengjan sprakk í iðnaðarhverfi í suðurhluta borgarinnar. 29.10.2005 13:50 Rannsókn ekki lokið Rannsókn á leka frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni, þar sem upplýsingum um njósnara þjónustunnar var lekið til fjölmiðla, er ekki lokið, þrátt fyrir að starfsmaður Hvíta hússins, Lewis Libby, hafi verið ákærður. Patrick Fitzgerald, yfirmaður rannsóknarinnar upplýsti þó í gær að stærstum hluta rannsóknarinnar væri lokið. 29.10.2005 10:00 Lokkar ekki til sín ferðamenn Tvö hundruð ár eru liðin á þessu ári frá fæðingu rithöfundarins H.C. Andersen og af því tilefni hafa verið settar upp margvíslegar sýningar í Danmörku. Alþjóðlegri auglýsingaherferð var hrundið af stað til að fá erlenda ferðamenn til landsins. 29.10.2005 06:00 Álpaðist til Frakklands Þegar læðan Emily týndist í heimabæ sínum, Appleton í Wisconsin, fyrir rúmum mánuði bjuggust eigendur hennar við að hana væri að finna í kattageymslum bæjarins. Þeim varð því hverft við þegar fréttist af henni í Nancy í Frakklandi. Talið er að Emily hafi álpast upp í vörugám við pappírsverksmiðju sem síðan var fluttur sjóleiðis yfir Atlantshafið. 29.10.2005 06:00 Lá í líkhúsi í rúm tvö ár Bresk yfirvöld rannsaka nú hvernig á því standi að lík ungs manns lá í líkhúsi í tvö ár án þess að reynt væri að bera á það kennsl. Á meðan beið fjölskylda hans á milli vonar og ótta um hvað orðið hefði um ástvin þeirra. 29.10.2005 06:00 Skattayfirvöld íhuga lögsókn Ítalskur dómari íhugar nú hvort ákæra eigi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, fyrir skattsvik og aðra glæpi. Verði Berlusconi ákærður fara réttarhöldin að líkindum fram í vor, eða á svipuðum tíma og kosningar verða haldnar í landinu. 29.10.2005 05:30 Milljón Íranir hvöttu til eyðingar Ísraels Orð Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta um að Ísraelsríki skuli þurrkað út af kortinu hafa fallið í góðan jarðveg hjá samlöndum hans en í gær ítrekaði hann skoðun sína í mótmælagöngu. Utan Írans er hrifningin hins vegar öllu minni. 29.10.2005 05:15 Ísrael: Ísraelsher hefur fengið þau fyrirmæli að halda ekki aftur af sér í baráttunni við palestínska uppreisnarmenn þrátt fyrir áeggjunarorð Bandaríkjastjórnar um hið gagnstæða. Herþotur héldu áfram skotárásum á Gaza-ströndina í gærmorgun. Í fyrrdag létust sjö Palestínumenn og fimmtán særðust í loftárás Ísraelshers á Gaza. 29.10.2005 05:00 Handteknir vegna gruns um hryðjuverk Piltarnir fjórir sem eru í haldi lögreglunnar í Danmörku, vegna gruns um að þeir hafi ætlað að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu á næstunni, virðast tilheyra stærra neti hryðjuverkamanna. 28.10.2005 19:06 Tóku fyrirbura úr súrefniskassa fyrir myndatöku Tvær hjúkrunarkonur í Póllandi tóku fyrirbura úr súrefniskassa eingöngu til að taka myndir af sjálfum sér með barnið í vasanum. Barnið lést skömmu síðar. 28.10.2005 18:52 Starfsmannastjóri Cheney segir af sér Lewis Libby, náinn aðstoðarmaður og starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sagði af sér fyrir stundu. Fyrr í dag var hann ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar og bera ljúvitni við rannsókn upplýsingaleka hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA. 28.10.2005 17:47 Sjá næstu 50 fréttir
Óttast aukið ofbeldi Breskt heilbrigðisstarfsfólk óttast aukið ofbeldi þegar lög sem leyfa eigendum öldurhúsa að selja áfengi allan sólarhringinn taka gildi í næsta mánuði. Fólk hefur mátt drekka allan sólarhringinn í Skotlandi og segir starfsfólk bráðamóttökunnar að það fari ekki milli mála að fleiri lendi í alvarlegum slagsmálum og ráðist jafnvel á hjúkrunarfólk. 31.10.2005 21:15
Óeirðir í Zanzibar Þriðju lýðræðislegu kosningarnar í sögu Zanzibar fóru fram í gær og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar þyrptust út á götur til að fagna sigri sem þeir telja vísan þótt niðurstöður hafi ekki verið kunngerðar. Það kunnu stjórnvöld ekki að meta og sendu óeirðalögregluna til að koma andstæðingum sínum af götunum. 31.10.2005 20:15
Hrekkjavakan á fullt skrið Hrekkjavakan í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Þá taka menn upp á ýmsu, en við Flórídastrendur voru menn að keppa í graskersútskurði og uppsetningu neðansjávar. 31.10.2005 19:45
Ný prinsessa á Spáni Spænsk prinsessa kom í heiminn í nótt sem leið. Hún heitir Leonor og er dóttir Felipe, krónprins Spánverja og eiginkonu hans til eins og hálfs árs, Letiziu Ortiz. Móður og dóttur heilsast vel, en barnið var tekið með keisaraskurði. 31.10.2005 19:15
Þúsundir vottuðu Parks virðingu sína Þúsundir Bandaríkjamanna vottuðu minningu mannréttindafrömuðarins Rosu Parks virðingu sína í dag þegar kistunni með jarðneskum leifum hennar var stillt upp í Rotunda-hvelfingunni milli þinghúsanna í Washington-borg. 31.10.2005 19:00
Göran Person gefur kost á sér Göran Persson, forsætisráðherra Svía, ætlar að gefa kost á sér í næstu þingkosningum í Svíþjóð sem verða haldnar árið 2006. Hingað til hafa skilaboðin um framboð hans verið mjög á reiki. 31.10.2005 17:47
Segja Bandaríkjaher hafa drepið 40 óbreytta borgara Írakskir læknar segja fjörutíu óbreytta borgara hafa fallið undanfarinn sólarhring í loftárásum Bandaríkjahers í vesturhluta Íraks, nærri landamærum Sýrlands. Bandaríkjamenn verjast fregnum af málinu. 31.10.2005 17:00
Talsvert um smölun Þó nokkur smölun í Sjálfstæðisflokkinn hefur þegar átt sér stað vegna prófkjörs flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þá hafa um 250 manns þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar. 31.10.2005 16:40
Ályktað um að Sýrlendingar sýni fulla samvinnu Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í dag einróma ályktun um að Sýrlendingum bæri að sína fulla samvinnu vegna rannsóknar á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 31.10.2005 16:37
Yfir 60 látnir eftir sprengjuárásina Nú er ljóst að yfir 60 manns létust og meira en 200 eru særðir eftir röð sprenginga í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, á laugardaginn. Allar sprengjurnar sprungu á vinsælum markaðstorgum en samtökin Lashkar-e-Tayyaba hafa lýst verknaðinum á hendur sér. 31.10.2005 14:37
Bush tilnefndi Alito sem hæstaréttardómara George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi fyrir stundu nýjan hæstarréttadómara. Það er alríkisdómarinn og íhaldsmaðurinn Samuel Alito sem varð fyrir valinu en hann var talinn líklegastur ásamt öðrum til. 31.10.2005 13:27
Kona greinist með fuglaflensu í Tælandi Tælensk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 50 ára gömul tælensk kona hefði greinst með fuglaflensu. Hún er tuttugasti einstaklingurinn sem greinist með fuglaflensu í Tælandi, frá því að fuglaflensan kom upp þar fyrir tveimur árum. 31.10.2005 13:24
Selur bítur nef af konu Selur beit nefið af konu í dag við strendur Suður-Afríku þegar hún var að reyna að hjálpa honum aftur út í sjóinn. Selurinn hafði legið á sama stað síðan fyrir helgi en konan reyndi ásamt fleira fólki að koma selnum aftur út í sjóinn. 31.10.2005 13:21
25 látnir og 70 þúsund flúnir Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa látist í flóðum og aurskriðum í Víetnam undanfarna daga eftir að fellibylur gekk yfir landið. Tæplega sjötíu þúsund manns hafa flúið heimili sín vegna hamfaranna. 31.10.2005 12:17
Ríkisstjórn mynduð í Póllandi Búið er að mynda nýja ríkisstjórn í Póllandi. Það er minnihlutastjórn flokksins Laga og réttar sem fékk flest atkvæði í þingkosningum í september. 31.10.2005 12:12
Sjö létust í troðningi í Mekka Sjö létust í troðningi og um fjörutíu til viðbótar særðust þegar ringulreið myndaðist við úthlutun ölmusu í hinni helgu borg Mekka í Sádí-Arabíu á laugardag. Mekka er helgasti staður múslíma og var laugardagurinn síðasti dagur Ramadan, föstumánaðar og helgustu hátíðar múslíma og þess tímabils þar sem ölumusugjafir þykja hvað göfugastar. 31.10.2005 10:46
Grunuð um að hafa reynt að drekkja dóttur sinni Norsk kona er grunuð um að vera völd að dauða fimm ára gamallar dóttur sinnar sem lést um helgina, eftir að hafa legið milli heims og helju í viku. 31.10.2005 10:43
Þjóðarflokkurinn vill banna höfuðklúta í skólum Næstum annar hver Dani er þeirrar skoðunnar að banna eigi stúlkum sem eru múslimatrúar að klæðast höfuðklútum í grunnskólum. Þjóðarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill lögleiða bann og þá að franskri fyrirmynd. 31.10.2005 10:17
Erfingi fæddur í spænsku konungsfjölskyldunni Krónprins og krónprinsessa Spánar eignuðust sitt fyrsta barn í nótt, stúlku, þremur vikum fyrr en áætlað var. Sú staðreynd að hinn nýfæddi erfingi sé stúlka vekur upp pólitískar deilur sem áður hafa blossað upp á Spáni þar sem lög um erfingja krúnunnar kveða á um að drengir hafi forgang fram yfir stúlkur. 31.10.2005 09:16
Aðeins 39% Bandaríkjamanna ánægð með störf Bush Aðeins 39% Bandaríkjamanna eru ánægð með störf og frammistöðu George Bush, forseta landsins. Þetta kemur fram í nýrri vinsældakönnun. 58% aðspurðra lýstu sig óánægð með forsetann og störf hans og enn fleiri voru almennt óánægðir með hann sem leiðtoga. 31.10.2005 08:45
8000 manns flúðu Betu Yfir átta þúsund manns flúðu heimili sín í Hondúras í gær vegna fellibylsins Betu sem reið þar yfir með mikilli úrkomu og roki. Fellibylurinn mælist nú sem fellibylur af annarri gráðu á kvarða Saffír-Simpson um stærð fellibylja. 31.10.2005 08:33
Berlusconi styður yfirmann leyniþjónustunnar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur gefið út stuðningsyfirlýsingu til handa Nicolo Pollari, yfirmanni ítölsku leyniþjónustunnar, sem er sagður hafa komið fölsuðum skjölum til bandarískra stjórnvalda. 31.10.2005 07:55
Eiturlyfjabarón handtekinn í Kólumbíu Kólumbíska lögreglan hefur handtekið John Eildelber Cano sem talinn er vera einn af æðstu mönnum stærsta eiturlyfjasmyglshrings landsins. Hringurinn, sem kallast Norte del Valle, er talinn standa að baki helmings þess magns eiturlyfja sem flutt hafa verið frá Kólumbíu til Bandaríkjanna síðastliðin tíu ár. 31.10.2005 07:49
Hundruð minntust Rosu Parks Hundruð manna voru viðstödd minningarathöfn vegna Rosu Parks, sem vakti aðdáun blökkumanna þegar hún neitaði að víkja fyrir hvítum manni í strætisvangi í Alabama árið 1955. Parks lést á dögunum 92 ára að aldri. Var hún talin hafa átt stóran þátt í baráttunni fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum. 31.10.2005 06:00
Íslendingur slapp naumlega Marín Ásmundsdóttir myndlistarmaður var í 25 metra fjarlægð frá einni af þremur sprengingum sem urðu meira en 60 manns að bana í Nýju-Delí í gær. 30.10.2005 22:00
Sex í haldi í Danmörku Danska lögreglan leggur höfuðáherslu á að finna hver sé forsprakki í hópi manna sem eru grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Sex eru í haldi lögreglunnar vegna rannsóknar málsins. 30.10.2005 21:15
Frúarkirkjan í Dresden endurreist Eitthvert þekktasta ummerki sprengjuregnsins í Þýskalandi síðustu daga seinni heimsstyrjaldarinnar er frúarkirkjan í Dresden. Áratugum saman stóðu aðeins fáeinir steinar eftir og rústirnar lágu í hrúgu í miðri borginni. En nú hefur kirkjan verið endurreist. 30.10.2005 20:00
Landamæri Kasmír opnuð Þrátt fyrir spennuna milli Indlands og Pakistans, og hryðjuverkaárásirnar í gær, tókust samningar um að opna landamæri ríkjanna í Kasmír til að hleypa þar neyðarbirgðum í gegn. Það auðveldar hjálparstarfið en dugir þó hvergi nærri til. 30.10.2005 19:30
Mannfall eykst dag frá degi Mannfallið í Írak eykst dag frá degi. Bandarísk yfirvöld hafa í fyrsta sinn gefið út eigið mat á fjölda þeirra Íraka sem fallið hafa í árásum. Það segir sína sögu að tölur þeirra og annarra eru mismunandi, svo að skeikar þúsundum. 30.10.2005 19:00
Fagna opnun landamæra Sameinuðu þjóðirnar fagna þeirri ákvöðrun Indlands og Pakistan að opna samliggjandi landamæri þeirra í Kasmír fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans sem og birgðaflutningum. Á sama tíma segja Sameinuðu þjóðirnar að hjálparstarf til þeirra milljóna sem enn eru í nauðum sé gríðarlegum vandkvæðum bundið og þarfnist mikillar skipulagningar sem seint sjáist fyrir endann á. 30.10.2005 15:00
Auknar líkur á lækningu þunglyndis Þunglyndissjúklingar eiga nú betri möguleika á lækningu í framtíðinni. Danskir vísindamenn eru bjartsýnir á að rannsóknir undanfarinna ára og nú tækni verði til þess að hægt sé að greina þunglyndi fyrr og meðhöndla. 30.10.2005 14:00
Indverjar á verði Indverjar eru vel á verði í kjölfar þess að þrjár öflugar sprengjur sprungu í miðborg Nýju Delhi í gær. Ekki færri en sextíu og einn féll, flestir óbreyttir borgarar sem voru að kaupa gjafir fyrir mikilvægar trúarhátíðir hindúa og múslíma. 30.10.2005 12:30
Hræðsla óþörf Sala á kjúklingakjöti hefur tekið dýfu í Frakklandi vegna hræðslu við fuglaflensu - hræðslu sem er algjörlega ástæðulaus. 29.10.2005 20:15
Fimmtíu féllu í Nýju Delhi Yfir fimmtíu féllu í röð sprengjuárása í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands, í dag. Enginn veit hverjir standa á bak við árásirnar sem ráðamenn segja hryðjuverk. 29.10.2005 19:15
Öflugar sprengingar á Indlandi Þrjátíu eru látnir eftir röð sprenginga í miðborg Nýju Delhi, höfuðborgar Indlands, rétt upp úr hádegi. Fyrsta sprengingin mun hafa orðið á fjölsóttum markaði skammt frá meginjárnbrautarstöðinni ekki langt frá þekktum hótelum. Skömmu síðar sprakk önnur sprengja á öðrum markaði. Þriðja sprengjan sprakk í iðnaðarhverfi í suðurhluta borgarinnar. 29.10.2005 13:50
Rannsókn ekki lokið Rannsókn á leka frá CIA, bandarísku leyniþjónustunni, þar sem upplýsingum um njósnara þjónustunnar var lekið til fjölmiðla, er ekki lokið, þrátt fyrir að starfsmaður Hvíta hússins, Lewis Libby, hafi verið ákærður. Patrick Fitzgerald, yfirmaður rannsóknarinnar upplýsti þó í gær að stærstum hluta rannsóknarinnar væri lokið. 29.10.2005 10:00
Lokkar ekki til sín ferðamenn Tvö hundruð ár eru liðin á þessu ári frá fæðingu rithöfundarins H.C. Andersen og af því tilefni hafa verið settar upp margvíslegar sýningar í Danmörku. Alþjóðlegri auglýsingaherferð var hrundið af stað til að fá erlenda ferðamenn til landsins. 29.10.2005 06:00
Álpaðist til Frakklands Þegar læðan Emily týndist í heimabæ sínum, Appleton í Wisconsin, fyrir rúmum mánuði bjuggust eigendur hennar við að hana væri að finna í kattageymslum bæjarins. Þeim varð því hverft við þegar fréttist af henni í Nancy í Frakklandi. Talið er að Emily hafi álpast upp í vörugám við pappírsverksmiðju sem síðan var fluttur sjóleiðis yfir Atlantshafið. 29.10.2005 06:00
Lá í líkhúsi í rúm tvö ár Bresk yfirvöld rannsaka nú hvernig á því standi að lík ungs manns lá í líkhúsi í tvö ár án þess að reynt væri að bera á það kennsl. Á meðan beið fjölskylda hans á milli vonar og ótta um hvað orðið hefði um ástvin þeirra. 29.10.2005 06:00
Skattayfirvöld íhuga lögsókn Ítalskur dómari íhugar nú hvort ákæra eigi Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, fyrir skattsvik og aðra glæpi. Verði Berlusconi ákærður fara réttarhöldin að líkindum fram í vor, eða á svipuðum tíma og kosningar verða haldnar í landinu. 29.10.2005 05:30
Milljón Íranir hvöttu til eyðingar Ísraels Orð Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta um að Ísraelsríki skuli þurrkað út af kortinu hafa fallið í góðan jarðveg hjá samlöndum hans en í gær ítrekaði hann skoðun sína í mótmælagöngu. Utan Írans er hrifningin hins vegar öllu minni. 29.10.2005 05:15
Ísrael: Ísraelsher hefur fengið þau fyrirmæli að halda ekki aftur af sér í baráttunni við palestínska uppreisnarmenn þrátt fyrir áeggjunarorð Bandaríkjastjórnar um hið gagnstæða. Herþotur héldu áfram skotárásum á Gaza-ströndina í gærmorgun. Í fyrrdag létust sjö Palestínumenn og fimmtán særðust í loftárás Ísraelshers á Gaza. 29.10.2005 05:00
Handteknir vegna gruns um hryðjuverk Piltarnir fjórir sem eru í haldi lögreglunnar í Danmörku, vegna gruns um að þeir hafi ætlað að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu á næstunni, virðast tilheyra stærra neti hryðjuverkamanna. 28.10.2005 19:06
Tóku fyrirbura úr súrefniskassa fyrir myndatöku Tvær hjúkrunarkonur í Póllandi tóku fyrirbura úr súrefniskassa eingöngu til að taka myndir af sjálfum sér með barnið í vasanum. Barnið lést skömmu síðar. 28.10.2005 18:52
Starfsmannastjóri Cheney segir af sér Lewis Libby, náinn aðstoðarmaður og starfsmannastjóri Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, sagði af sér fyrir stundu. Fyrr í dag var hann ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar og bera ljúvitni við rannsókn upplýsingaleka hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA. 28.10.2005 17:47
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent