Fleiri fréttir

Svíi handtekinn í Sarajevó vegna hryðjuverkaógnar

Fjórir múslimar sem voru handteknir í Kaupmannahöfn í gær eru grunaðir um að hafa ætlað að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu, að öllum líkindum i Danmörku. Þá segja sænskir fjölmiðlar að átján ára Svíi hafi verið handtekinn í Sarajevó í síðustu viku, grunaður um að hafa ætlað að gera þar sjálfsmorðsárás.

Segja Koizumi ætla að stokka upp í stjórn sinni

Koizumi, forsætisráðherra Japans, hyggst stokka upp í ríkisstjórn landsins strax eftir helgina. Þetta hafa japanskir fjölmiðlar eftir hátt settum embættismanni innan flokks Koizumis. Þá mun hann einnig skipa nýja menn í æðstu stöður flokksins á mánudaginn kemur.

Grunur um sprengju í skóla í Svíþjóð

Skóli í Falköping, sem er 150 kílómetra norðaustur af Gautaborg, hefur verið rýmdur vegna grunsamlegs pakka sem fannst hangandi á hurð við einn af inngöngum skólans. Svæðið í kringum skólann hefur nú verið lokað af og sprengjusérfræðingar eru á leið frá Gautaborg til þess að athuga pakkann. Frá þessu er greint á vefsíðu sænska blaðsins Expressen.

Gefa upp næringarupplýsingar

Vegna óska margra viðskiptavina sinna hefur McDonalds-hamborgarakeðjan ákveðið að gefa upp næringarupplýsingar um vörur sínar á neytendaumbúðunum. Hingað til hefur einungis verið hægt að nálgast þær upplýsingar í sérstökum bæklingum sem hægt er að biðja um í afgreiðslu staðanna.

Fimm látnir eftir sprengingu í gullnámu

Að minnsta kosti fimm eru látnir eftir sprengingu í gullnámu á suðurhluta Filippseyja seint á miðvikudag. Hluti námunnar hrundi við sprenginguna og óttast er að á bilinu fimmtíu til hundrað manns séu enn lokaðir inni í námunni.

Ný tilvik af fuglaflensu í Rúmeníu

Rúmensk yfirvöld staðfestu í morgun að upp væri komið nýtt tilvik af fuglaflensu í landinu. Flensan greindist í dauðum hegra, nærri landamærum Moldavíu og rannsóknir leiddu í ljós að um H5N1-stofninn var að ræða.

Ólíklegt að Íranar verði reknir úr SÞ

Fátt bendir til að Íranar verði reknir úr Sameinuðu Þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. Ummælin lét forsetinn, Mahmoud Ahmadinejad, falla á miðvikudaginn, og sagði jafnframt að ný alda árása frá Palestínu myndi líklega sjá til þess að honum yrði að ósk sinni.

Greint frá hvort kært verði fyrir uppljóstrun

Patrick Fitzgerald, sem farið hefur fyrir rannsókn á því hvernig nafni leyniþjónustukonu innan bandarísku leyniþjónustunnar var lekið í bandaríska fjölmiðla, greinir í dag frá því hvort einhver eða einhverjir verði ákærðir fyrir uppljóstrunina.

Sjö Palestínumenn drepnir í loftárásum Ísraela

Sjö Palestínumenn létust og fimmtán særðust í loftárás Ísraelshers á Gaza-svæðið í gær. Fórnarlömbin voru á leið frá kvöldbænum þegar árásin var gerð. Einn þeirra sem lést var Shahdi Mhanna, einn æðstu manna uppreisnarhópsins Íslamska-Jihad.

Grunaðir um að skipuleggja árás í Danmörku

Fjórir múslímar sem voru handteknir í Kaupmannahöfn í gær ætluðu að gera hryðjuverkaárásir í Evrópu, að öllum líkindum i Danmörku. Mennirnir fjórir eru á aldrinum sextán til tuttugu og ára og eru allir danskir ríkisborgarar.

Stendur vörð um styrkina

Jacques Chirac Frakklandsforseti krafðist þess á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem haldinn var í grennd við Lundúnir í gær að ráðamenn hinna aðildarríkjanna sýndu landbúnaðarstyrkjakerfi sambandsins "algjöra virðingu". Margir innan sambandsins þrýsta hins vegar á um að kerfið verði stokkað alveg upp í tengslum við gerð fjárlagaramma sambandsins fyrir tímabilið 2007 til 2013.

McDonalds merkja matinn

Vegna óska margra viðskiptavina sinna hefur McDonalds-hamborgarakeðjan ákveðið að gefa upp næringarupplýsingar um vörur sínar á neytendaumbúðunum.

Uppnám vegna þingforseta

Viðræður um myndun samsteypustjórnar hægriflokkanna tveggja sem unnu þingkosningarnar í Póllandi í síðasta mánuði virðast vera farnar út um þúfur. Donald Tusk, leiðtogi markaðshyggjuflokksins Borgaravettvangs (PO), segist ekki sjá neina möguleika á að halda viðræðunum áfram eftir að stærsti flokkurinn, Lög og réttlæti, kom því í gegn að fulltrúi hans yrði þingforseti.

Öldurhús fá undanþágu

Breska ríkisstjórnin hefur fallist á áform um að banna reykingar á öllum opinberum innandyrastöðum í Englandi. Undanþágu frá banninu geta klúbbar og krár fengið sem ekki stunda matsölu. Í undirbúningi er víðtækara reykingabann í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi.

Nautahakkið reyndist of feitt

Danskt nautahakk inniheldur oft töluvert meiri fitu en sagt er til um á pakkningum. Þetta kemur fram í nýrri könnun þar sem meðal annars var mæld fita í nautahakki sem auglýst var að væri að hámarki átta prósent fita.

Sektaðir fyrir notkun Q og W

Dómstóll í Siirit í Tyrklandi hefur sektað tuttugu Kúrda fyrir að rita stafina Q og W á veggspjöld sem rituð voru á kúrdísku og hengd upp í tilefni nýars, sem hófst í mars að okkar tímatali. Þarlend lög banna notkun stafa sem ekki er að finna í tyrkneska stafrófinu og því var hver og einn Kúrd­anna sektaður um sem nemur fimm þúsund krónum, að því er CNN hermir.

Óttast frosthörkur

Bretar hafa áhyggjur af því að komandi vetur verði mjög kaldur, en síðustu tíu ár hefur veturinn þar í landi verið mjög hlýr. Í frétt í dagblaðinu The Independent í vikunni kemur fram að menn hafi áhyggjur af almennum orkuskorti en orkuforðinn þar í landi dugir nú aðeins í ellefu daga, saman­borið við 55 víðast á meginlandi Evrópu.

Þúsundir innlyksa

Um 22.000 ferðamenn urðu innlyksa í Cancun og öðrum ferðamannastöðum við Mexíkóflóann, sem urðu illa úti af völdum Wilmu. Fellibylurinn hefur þar með valdið ferðamannaiðnaði Mexíkó miklum búsifjum.

Abbas heldur sínu striki

Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar, sagði á palestínska þinginu á miðvikudag að einungis "guðleg íhlutun" gæti komið í veg fyrir að þingkosningar yrðu haldnar í Palestínu 25. janúar næstkomandi. Hamas-samtökin höfðu áður lýst því yfir að þau teldu vopnahlé við Ísraela renna úr gildi yrði kosningunum frestað.

Fetaosturinn er grískur

Evrópudómstóllinn hefur fellt þann úrskurð að fetaostur sé upprunalega frá Grikklandi og þar af leiðandi hafi Grikkir einkarétt á að framleiða ost undir nafninu "feta". Enda þótt Ísland sé hluti af Evrópska efnahagssvæðinu telur Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, að áhrif dómsins hérlendis séu hverfandi.

Ísraelar vilja láta vísa Írönum úr SÞ

Ríkisstjórnir landa heims fordæmdu ummæli Íransforseta um að þurrka ætti Ísrael út af heimskortinu. Lítið var þó um beinar undirtektir við kröfu Ísraela um að gera ætti Íran brottrækt úr Sameinuðu þjóðunum fyrir vikið.

Fyrsta gervitungli Norðmanna skotið á loft

Fysta gervitungli Norðmanna var skotið á loft í gær og heppnaðist geimskotið vel. Yfir áttatíu norskir nemendur tóku þátt í að hanna og smíða gervitunglið. Vefútgáfa norska dagblaðsins Aftenposten segir frá þessu en gervitunglið vegur um eitt kíló.

Sjimpansar ekki vinir í raun

Sjimpansar eru ekki vinir í raun. Þetta er í stuttu máli niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum. Athugað var hvort sjimpansar, sem afhentur væri matur, deildu honum með öðrum sjimpönsum sem ekki fengju mat.

Ísraelar gera loftárásir á Gaza

Sjö Palestínumenn létust í loftárás Ísraelshers á Gaza-svæðinu í kvöld. Samkvæmt fréttum frá Ísraelsstjórn voru þeir sem létust meðlimir í uppreisnarhópnum Íslamska-Jihad.

Vilja Íran úr SÞ

Ísraelsk stjórnvöld krefjast þess að Írönum verði vísað úr Sameinuðu þjóðunum vegna ummæla forseta landsins um að þurrka ætti Ísrael út af landakortinu. Ummælin hafa víða verið fordæmd.

Merkel er bjartsýn

Angela Merkel, verðandi kanslari Þýskalands, lýsti því yfir í dag að hún væri mjög bjartsýn á að stjórnamyndunaviðræður milli Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna mundu bera árangur.

Ole Stavad nýr forseti Norðurlandaráðs

Danski þingmaðurinn Ole Stavad verður forseti Norðurlandaráðs á árinu 2006. Hann var einróma kjörinn á Norðurlandaráðsþingi sem lauk nú í Reykjavík klukkan tvö. Hann tekur við að Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gengt hefur embættinu á þessu ári.

Þverneita að breyta dauðadómni

Yfirvöld í Singapore þverneita að breyta dauðadómi yfir áströlskum fíkniefnasmyglara sem var handtekinn með 400 grömm af heróíni árið 2002. Stjórnvöld í Ástralíu hafa mánuðum saman reynt að fá dóminn mildaðan, en án árangurs.

Varar við hættu á berklafaraldri

Hætta er á að berklafaraldur brjótist út í Norður-Evrópu vegna lyfjaónæmra berkla sem komið hafa upp í héraðinu Arkhangelsk í Norðvestur-Rússlandi. Þetta segir Jan Henrik Fredriksen, fulltrúi noskra Framfaraflokksins, en hann vakti athygli á málinu í umræðum um norðursvæðin á Norðurlandaráðsþinginu sem nú er haldið í Reykjavík.

Óttast að stúlka hafi látist úr fuglaflensu í Kína

Grunur leikur á að tólf ára stúlka hafi látist af völdum fuglaflensu í Mið-Kína, en hún bjó í þorpi þar sem fuglaflensa hefur greinst nýlega. Frá þessu er sagt í kínversku dagblaði í dag en heilbrigðisyfirvöld segja að þau hafi ekki fengið neina tilkynningu um að fuglaflensa hafi greinst í mönnum í landinu.

Vill reka Írana úr SÞ vegna ummæla Íransforseta

Shimon Peres, varaforsætisráðherra Ísraels, hefur farið fram á það að Írönum verði vísað úr Sameinuðu þjóðunum vegna ummæla forseta Írans um að þurrka ætti Ísrael út af landakortinu. Stjórnir verstrænna ríkja stíga nú fram hver af annarri til þess að fordæma orðin.

Fimm milljónir enn án rafmagns

Fimm milljónir manna eru enn án rafmagns í Flórída eftir fellibylinn Wilmu. Hvarvetna um fylkið hafa myndast mörg hundruð metra biðraðir fyrir utan verslanir og þjónustumiðstöðvar þar sem fólk sækist eftir vatni, mat og öðrum nauðsynjum.

Gagnrýna Íransforseta fyrir ummæli um Ísrael

Stjórnvöld verstrænna ríkja stíga nú fram hver af öðrum til þess að fordæma orð Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sem sagði að þurrka ætti Ísrael út af heimskortinu. Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi, á Spáni og í Kanada hafa öll kallað á sendiherra Írans í löndunum og krafist skýringa á ummælunum.

Best í lífshættu

Knattspyrnuhetjan George Best liggur milli heims og helju á Cromwell spítalanum í London. Best, sem gerði garðinn frægan með Manchester United á árum áður, þjáist af lifrarsjúkdómi og ástand hans hefur versnað verulega undanfarna daga.

Vara við áhöldum úr svörtu nælonefni

Sleifar og spaðar úr svörtu nælonefni geta gefið frá sér krabbameins- og ofnæmisvaldandi efni og hafa dönsk heilbrigðisyfirvöld varað við notkun slíkra eldhússáhalda. Í danskri rannsókn á nítján eldhússáhöldum voru tólf áhöld með þessi efni. Áhöld með efninu umrædda hafa verið bönnuð í Svíþjóð frá árinu 2003 en ekki í Danmörku.

Samkomulag næst um reykingabann í Bretlandi

Frumvarp um bann við reykingum á á opinberum stöðum hefur loks verið lagt fram á breska þinginu eftir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi um orðalag þess í gær. Bannið nær ekki til kráa sem bjóða ekki upp á mat eða einkaklúbba en þó verður að vera reyklaust svæði á öllum krám.

Sharon leyfir hernum að grípa til aðgerða

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur gefið ísraelska hernum leyfi til að grípa til yfirgripsmikilla aðgerða gegn herskáum Palestínumönnum í norðurhluta Vesturbakkans og á Gasaströndinni. Frá þessu greinir ísraelska blaðið Haaretz í dag.

Tíu létust í bruna á Schiphol-flugvelli

Tíu manns létust og fimmtán hlutu brunasár eða reykeitrun, þegar eldur kom upp á Schiphol-flugvelli í Amsterdam upp úr miðnætti. Nokkrum hinna slösuðu er vart hugað líf. Eldurinn kom upp í fangageymslu flugvallarins þar sem 350 manns voru í haldi í nótt, flestir vegna smygls á fíkniefnum.

Ríkustu þjóðirnar hafa brugðist

Sameinuðu þjóðirnar fara nú fram á að ríki heims leggi fórnarlömbum jarðskjálftans í Kasmír til tvöfalda þá upphæð sem stofnunin bað fyrst um. Mörg af ríkustu löndunum hafa ekkert látið af hendi rakna.

Ölvaðir elgir vekja ugg

Yfirvöld í Þelamörk hvetja fólk til að fara gætilega þar sem ölvaðir elgir gætu verið á ferli. Ávaxtaspretta í Noregi var góð þetta sumarið en þar sem vetrað hefur snemma hafa epli og ber skemmst vegna gerjunar og áfengi myndast í þeim sem elgirnir háma í sig með bestu lyst.

Misnota íþróttamót

Færst hefur í aukana að þátttakendur á íþróttamótum í Danmörku hafi nýtt þau til að gerast ólöglegir innflytjendur í landinu. Samkvæmt frétt dagblaðsins Urban urðu 125 íþróttamenn, flestir frá Afríku, eftir í landinu í fyrra eftir að hafa komið til keppni í Danmörku. Nú í sumar struku fjórtán drengir frá Burkina Faso. Sjö af þeim hafa sótt um hæli í Svíþjóð en ekki er vitað hvað varð um hina. Einnig hefur ekkert spurst til 41 keppanda frá Moldóvu.

Hálf milljón barna deyr árlega

Ríflega tvær milljónir barna eru smitaðar af HIV-veirunni og deyr hálf milljón þeirra á hverju ári. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur skorið upp herör gegn þessari válegu veiki.

Sjá næstu 50 fréttir