Erlent

Handtók 13 al-Qaida liða

Írakska lögreglan handtók í morgun þrettán menn sem grunaðir eru um aðild að samtökum al-Qaida í landinu. Lögreglan gerði áhlaup á nokkra staði í Bagdad þar sem vitað var að uppreisnarmennirnir héldu sig. Í gærkvöldi létust fimm manns, og þar af tvö börn, þegar skot úr sprengjuvörpu lenti á leikvelli í íbúðarhverfi í Bagdad. Að sögn sjónarvotta voru fjölmörg börn að leik á vellinum þegar ógæfan dundi yfir og var aðkoman hræðileg. Sjö slösuðust í árásinni og voru allir fluttir á skólasjúkrahús í nágrenninu. Ástandið í Írak virðist síst vera á uppleið og í gær létust nærri fimmtíu manns í fimm árásum uppreisnarmanna víðs vegar um landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×