Fleiri fréttir Dóu í aurskriðu í Gvatemala Að minnsta kosti nítján manns létust þegar aurskriða æddi yfir bæinn San Antonio Senahu í fjallahéruðum Gvatemala í dag. Rigningar og flóð eru talin hafa komið aurskriðunni af stað og er fjöldi húsa og bíla í bænum á kafi í aurnum. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en björgunarstörf standa enn yfir. 16.6.2005 00:01 Segir bin Laden ekki í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, Zalemy Khalilzad, telur að hvorki Osama bin Laden né Mohammed Mullah Omar, leiðtogi talibana, séu í landinu. Þetta lét sendiherrann hafa eftir sér á síðasta blaðamannafundi sínum í Afganistan en hann færir sig nú til Íraks þar sem hann mun gegna sama embætti. Khalilzad vildi ekki gefa upp hvart hann teldi að tvímenningarnir væru niður komnir en lesa mátti úr orðum hans að þeir væru hugsanlega í Pakistan. 16.6.2005 00:01 Vill neyðarfund um framtíð ESB Jacques Chirac Frakklandsforseti fór fram á það í dag að haldinn yrði sérstakur neyðarfundur um framtíð Evrópusambandsins í ljósi þess vanda sem upp er kominn vegna þess að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins. Á fundi með öðrum leiðtogum ESB í Brussel í dag sagði Chirac að nauðsynlegt væri að ræða hvernig brúa mætti bilið milli sambandsins og almennings í álfunni. 16.6.2005 00:01 Snyrtileg höfuðföt á Ascot Það er höfuðmál að vera glæsilegur til höfuðsins á konunglegu Ascot-veðreiðunum í Bretlandi en þær standa nú sem hæst. Það þykir að vísu reginhneyksli að aðallinn sem sækir þessar veðreiðar heim þurfi nú að fara alla leið til York til að vera við þær og hattatískan virðist ekki hafa batnað við flutningana. Hattarnir gætu þó komið að góðum notum því að í gær var veðrið heldur nöturlegt: rok og rigning. 16.6.2005 00:01 Svartsýni á árangur Við upphaf tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel í gær kallaði Jacques Chirac Frakklandsforseti eftir því að efnt verði til sérstaks leiðtogafundar aðildarríkjanna 25 um framtíð sambandsins. "Þetta er einn erfiðasti leiðtogafundur sem við höfum nokkru sinni haldið," sagði Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar. 16.6.2005 00:01 Heppin amma Donna Goeppert, 55 ára gömul amma í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, vann eina milljón dollara, andvirði um 65 milljóna króna, í lottói í vikunni. Það væri ekki sérstaklega í frásögur færandi nema vegna þess að hún hafði áður unnið milljón dollara hámarksvinninginn. 16.6.2005 00:01 Segir bin Laden ekki í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, Zalmay Khalilzad, fullyrti í gær að hvorki Osama bin Laden né fyrrverandi talibanaleiðtoginn Mullah Omar væru í landinu. 16.6.2005 00:01 Danir styðja afnám hvalveiðibanns Eina leiðin til að vernda hvali er að afnema hið algera bann við veiðum í atvinnuskyni sem verið hefur í gildi frá því árið 1986. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. 16.6.2005 00:01 Gagnrýna ESB fyrir Hamas-tengsl Ísraelsk stjórnvöld sögðust í gær hafa lagt inn formleg mótmæli hjá Evrópusambandinu gegn auknum samskiptum þeirra við hin herskáu Hamas-samtök Palestínumanna. Talsmenn Hamas staðfestu að tengsl við erindreka ESB færust í aukana. 16.6.2005 00:01 Hyggjast sniðganga kosningar Íranar hyggjast margir hverjir sniðganga kosningar á morgun þar sem þeir vilja breytingar í landinu. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvaða breytingar. Hver sem verður kosinn munu harðlínumenn eftir sem áður ráða mestu. 16.6.2005 00:01 Samið við súnní-araba Sex bandarískir hermenn féllu í sprengju-og skotárásum í vesturhluta Íraks í gær og minnst átta írakskir lögreglumenn létu lífið í sjálfmorðs-bílsprengjuárás nærri Bagdadflugvelli. Ofbeldisverkin eru talinn liður í baráttu uppreisnarmanna gegn því að nýju stjórnkerfi Íraks takist að festa sig í sessi. 16.6.2005 00:01 Lengri frestur á stafræn vegabréf Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að gefa borgurum 27 landa sem hafa mátt ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þar á meðal Íslands, eins árs lengri frest til að verða sér úti um vegabréf sem uppfylla nýjustu öryggiskröfur. 16.6.2005 00:01 Skutu barn til bana Fjórir grímuklæddir byssumenn tóku tugi barna í gíslingu í alþjóðlegum skóla nærri Ankor Wat hofunum í Kambódíu í gær. Mennirnir skutu eitt barnið, þriggja ára gamlan kanadískan strák til bana því hann grét of mikið. 16.6.2005 00:01 Páfi vill sátt við aðra kristna Samuel Kobia, leiðtogi Heimsráðs kirkja, lýsti því yfir í gær á fundi með páfa að hann vildi sættast við rómversk-kaþólsku kirkjuna og auka sameiginlegan skilning. Benedikt sextándi páfi tók vel í umleitanir hans um að bæta sambandið. 16.6.2005 00:01 Arftaki Concorde Frakkar og Japanir hafa hafið samstarf um þróun á nýrri háhraðaþotu sem gæti tekið við hlutverki Concorde-þotanna sem lagt var fyrir fullt og allt í fyrra. Fyrirtæki frá báðum löndum hafa skuldbundið sig til að verja samtals 1,84 milljónum Bandaríkjadala árlega næstu þrjú ár til að þróa hugmyndina. 16.6.2005 00:01 Deep Throat gerir útgáfusamning Mark Felt, maðurinn sem nýverið gekkst við því að vera hinn svokallaði "Depp Throat" í Watergatemálinu, hefur nú selt Public Affairs útgáfufyrirtækinu réttinn á bæði ævisögu sinni og því að gera kvikmynd um líf sitt. 16.6.2005 00:01 Kasparov gagnrýnir lögreglu Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur gagnrýnt rússnesku lögregluna harðlega fyrir að hafa ráðist að mótmælendum með ofbeldi við réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky. 16.6.2005 00:01 Danir styðja afnám hvalveiðibanns Eina leiðin til að vernda hvali er að afnema hið algera bann við veiðum í atvinnuskyni sem verið hefur í gildi frá því árið 1986. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. 16.6.2005 00:01 Koizumi hættir á næsta ári Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar að hætta í september á næsta ári. Kouzumi tilkynnti þetta í dag og sagðist ætla að segja af sér um leið og formennskutími hans í LDP-flokknum rennur út. Koizumi komst til valda árið 2001 þegar hann var kjörinn með miklum meirihluta en eitt af loforðum hans var að knýja fram endurbætur á flokknum, sem verið hafa lítt áberandi. 15.6.2005 00:01 Sótt gegn uppreisnarmönnum Sjö afganskir uppreisnarmenn hafa verið drepnir og tíu handteknir í áhlaupi Bandaríkjahers og afghanskra öryggissveita á vígi uppreisnarmanna nærri borginni Kandahar. Mjög róstursamt hefur verið í Afghanistan síðan í mars eftir nokkuð rólega tíð í marga mánuði þar á undan. 15.6.2005 00:01 Allharður skjálfti í Kaliforníu Jarðskjálfti upp á sjö á Richter varð skammt undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum í nótt. Hvorki hafa borist fregnir af skaða á fólki eða skemmdum á mannvirkjum. Strax í kjölfar skjálftans var gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið allt frá Mexikóflóa og alla leið að landamærum Kanada en viðvörunin var svo afturkölluð nú í morgunsárið. 15.6.2005 00:01 Vill bíða með atkvæðagreiðslur Forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir rétt að bíða með frekari atkvæðagreiðslu um stjórnarskrá sambandsins eftir að Hollendingar og Frakkar höfnuðu henni. Jose Manuel Barroso segir að stjórnarskráin sé alls ekki endanlega búin að vera en hins vegar sé skynsamast að bíða með frekari atkvæðagreiðslur að sinni. 15.6.2005 00:01 Írak ekki öruggara en fyrir innrás Írak er ekki öruggara en árið 2003 þegar ráðist var inn í landið, segir Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld viðurkenndi í viðtali við sjónvarpsstöðina <em>BBC</em> í gærkvöldi að öryggi óbreyttra borgara væri síst meira nú en fyrir innrásina. Það mætti ekki síst rekja til þess að stjórnvöld í Sýrlandi og Íran gerðu ekki nóg til þess að loka landamærunum að Írak fyrir uppreisnarmönnum. 15.6.2005 00:01 Fólk óþarft við lyfjaprófun? Það kann að verða óþarft að nota fólk við prófun á lyfjum í allra nánustu framtíð. Nokkur lyfjafyrirtæki hafa þegar tekið í notkun tölvubúnað sem líkir eftir líffræðilegum ferlum í fólki og getur þannig sagt til um hugsanlega virkni lyfja sem verið er að þróa. Með þessari aðferð er einnig hægt að ákvarða áhrif mismunandi skammtastærða á fólk og því ekki þörf á að prófa lyf á fjölmörgum viðmiðunarhópum. 15.6.2005 00:01 Bjóða upp áritaða Mein Kampf Áhugasamir geta nú boðið í eintak af Mein Kampf, áritað af sjálfum Adolf Hitler. Bókin fannst í einni af skrifstofum Hitlers skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Eintakið verður boðið upp hjá Bloomsbury í Bretlandi og búist er við að til að hreppa hnossið þurfi að reiða fram um það bil þrjár milljónir íslenskra króna. 15.6.2005 00:01 Kjötát auki líkur á ristilkrabba Ný viðamikil rannsókn bendir til þess að mikið kjötát auki verulega líkurnar á krabbameini í ristli. Samkvæmt rannsókninni er þróun slíks krabbameins meira en þriðjungi líklegri hjá þeim sem borða kjöt tvisvar á dag en hjá þeim sem aðeins borða kjöt einu sinni í viku. Fiskát vegur hins vegar á móti þessari þróun og því hvetja rannsakendur alla til þess að skipta út kjöti fyrir fisk þegar því verður viðkomið. 15.6.2005 00:01 Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15.6.2005 00:01 Mannskæð árás í Bagdad Sjálfsmorðssprengjumaður myrti nú rétt áðan sextán manns þegar hann sprengdi sig í loft upp á veitingastað í Bagdad. Veitingastaðurinn er mikið sóttur af írökskum hermönnum. Frengir af árásinni eru enn óljósar en þó er vitað að sextán biðu bana í henni. 15.6.2005 00:01 Bin Laden sagður við hestaheilsu Osama bin Laden er við hestaheilsu að sögn háttsetts talibana. Sá vísar sögusögnum um heilsubrest leiðtoga al-Qaida á bug og segir þær ekki eiga við rök að styðjast. Mullah Akhtar Usmani sagði einnig að leiðtogi talbana, Mullah Mohammed Omar, væri hraustur og stýrði aðgerðum talibana í Afganistan. 15.6.2005 00:01 Fresta gildistöku vegabréfa Bandaríkjastjórn ætlar að veita 27 Evrópuríkjum enn lengri frest til að ganga frá rafrænum vegabréfum með stafrænum myndum og fingrafari. Ísland er meðal ríkjanna en borgarar þeirra þurfa ekki vegabréfsáritun hyggist þeir dvelja skemur en þrjá mánuði í Bandaríkjunum. Mörg ríkjanna hafa greint bandarískum yfirvöldum frá því að þau sjái sé ekki fært að uppfylla öll skilyrðin fyrir lok október næstkomandi þegar nýjustu reglurnar eiga að taka gildi. 15.6.2005 00:01 Ástandið hafi ekkert batnað í Írak Ástandið í Írak hefur ekkert batnað frá því að Saddam Hussein var steypt af stóli, að mati Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 15.6.2005 00:01 Lítil áhrif aukinnar framleiðslu Olíuframleiðsla verður aukin til að slá á verðið á olíufatinu en talið er ólíklegt að það hafi nokkur áhrif. 15.6.2005 00:01 Önnur mannskæð árás í Írak Að minnsta kosti tíu létust og 29 særðust í bílsprengjuárás á hóp írakskra lögreglumannna sem voru á eftirlitsferð um Suður-Bagdad í dag. Meðal hinna látnu voru bæði almennir borgarar og lögreglumenn og segja yfirvöld í borginni að sprengingin hafi verið svo öflug að stór gígur hafi myndast eftir hana og þá eyðilögðust einnig nokkrir bílar. 15.6.2005 00:01 Hersveitir frelsa ástralskan gísl Írakskar og bandarískar hersveitir hafa frelsað Ástralann Douglas Wood sem hefur verið haldi írakskra uppreisnarmanna í sex vikur. Frá þessu greindi John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, á ástralska þinginu í dag. Ekki er ljóst hvort um var að ræða skipulagða aðgerð til að frelsa hann eða hvort hann hafi fundist í áhlaupi hersveita á aðsetur uppreisnarmanna en Howard sagði að hann nyti nú verndar ástralskra hersins. 15.6.2005 00:01 Fundu frænku jarðar Frænka jarðarinnar er fundin. Pláneta, sem líkist jörðinni mjög, hefur fundist og það alls ekki langt frá sólkerfi okkar. 15.6.2005 00:01 Frakkar sakna frankans Þrír af hverjum fimm Frökkum sakna frankans, gjaldmiðilsins sem evran leysti af hólmi fyrir þremur árum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem gerð var fyrir franska tímaritið <em>Valeurs Actuelles</em> og undirstrikar frekar afstöðu margra Frakka til samstarfs innan Evrópusambandsins, en eins og kunnugt er felldu Frakkar stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum. 15.6.2005 00:01 UNICEF aftur til starfa í Sómalíu Starfsmenn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sneru aftur til starfa í norðausturhluta Sómalíu í dag, þremur vikum eftir að þeir höfðu fengið líflátshótanir. Í tilkynningu frá barnahjálpinni segir hún hafi leyst deilur við yfirvöld í Puntland-héraði og að unnið verði sameiginlega að velferð barna í héraðinu. Barnhjálpin lokaði í síðasta mánuði skrifstofum sínum í héraðinu eftir að starfsmenn hennar höfðu fengið nokkrar líflátshótanir, en róstusamt hefur verið í landinu í 14 ár. 15.6.2005 00:01 Reynir aftur við nektargöngu Einn frægasti strípalingur Bretlandseyja, Stephen Gough, sem reyndi fyrir rúmu ári að ganga nakinn frá syðsta odda Bretlands til þess nyrsta, hefur aftur komist í fréttirnar. Hann hyggst nú reyna í annað sinn að fara þessa 1400 kílómetra leið og þetta sinn með kærustu sinni. 15.6.2005 00:01 Bíður með að staðfesta sáttmála Stuðningsmenn stjórnarskár Evrópusambandsins urðu fyrir enn einu áfallinu í dag þegar Horst Köhler, forseti Þýskalands, tilkynnti að hann myndi ekki undirrita stjórnarskrársáttmálann fyrr en dómstólar í Þýskalandi hefðu staðfest að hann samræmdist stjórnarskrá Þýskalands. Bæði neðri og efri deild þýska þingsins samþykktu stjórnarskrársáttmálann í síðasta mánuði en forsetinn þarf að staðfesta hann með undirskrift. 15.6.2005 00:01 Vöxtur í flugi í Miðausturlöndum Það hljómar nánast ótrúlega að í heimshluta sem einkennist af átökum og ólgu sé blússandi uppgangur í flugbransanum og það á sama tíma og stóru, vestræna flugfélögin ramba á barmi gjaldþrots. 15.6.2005 00:01 Klofningur sjaldan meiri í ESB Klofningur hefur sjaldan virst vera meiri í Evrópusambandinu en nú. Djúpstæður ágreiningur um árlegar endurgreiðslur sem Bretar fá úr sjóðum ESB, um niðurgreiðslur til franskra bænda, um stjórnarskrársáttmála sambandsins og veikt gengi evrunnar leggst allt á eitt um að varpa skugga á leiðtogafundinn sem hefst í Brussel í dag. 15.6.2005 00:01 Sextán handteknir á Spáni Spænska lögreglan upplýsti í gær að hún hefði handtekið sextán menn grunaða um tengsl við hryðjuverkahópa íslamskra öfgamanna. 15.6.2005 00:01 OPEC eykur framleiðsluna Ráðherrar OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, ákváðu í gær að auka framleiðslukvóta hráolíu um hálfa milljón fata á dag, með það fyrir augum að lækka heimsmarkaðsverð. Neikvæðra afleiðinga hás olíuverðs hefur í auknum mæli farið að gæta í alþjóðahagkerfinu að undanförnu. 15.6.2005 00:01 Ólæknandi heilaskaði staðfestur Krufning á Terri Schiavo hefur leitt í ljós að heilaskaði hennar var það mikill að bati var útilokaður. 15.6.2005 00:01 Nú er hún Snorrabúð stekkur Þau tímamót urðu í fjölmiðlasögu Bretlands í gær, að síðasta fjölmiðlafyrirtækið flutti frá Fleet Street sem í þrjúhundruð ár var aðsetur virtustu dagblaðanna sem gefin voru út í bresku höfuðborginni. 15.6.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Dóu í aurskriðu í Gvatemala Að minnsta kosti nítján manns létust þegar aurskriða æddi yfir bæinn San Antonio Senahu í fjallahéruðum Gvatemala í dag. Rigningar og flóð eru talin hafa komið aurskriðunni af stað og er fjöldi húsa og bíla í bænum á kafi í aurnum. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en björgunarstörf standa enn yfir. 16.6.2005 00:01
Segir bin Laden ekki í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, Zalemy Khalilzad, telur að hvorki Osama bin Laden né Mohammed Mullah Omar, leiðtogi talibana, séu í landinu. Þetta lét sendiherrann hafa eftir sér á síðasta blaðamannafundi sínum í Afganistan en hann færir sig nú til Íraks þar sem hann mun gegna sama embætti. Khalilzad vildi ekki gefa upp hvart hann teldi að tvímenningarnir væru niður komnir en lesa mátti úr orðum hans að þeir væru hugsanlega í Pakistan. 16.6.2005 00:01
Vill neyðarfund um framtíð ESB Jacques Chirac Frakklandsforseti fór fram á það í dag að haldinn yrði sérstakur neyðarfundur um framtíð Evrópusambandsins í ljósi þess vanda sem upp er kominn vegna þess að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrársáttmála sambandsins. Á fundi með öðrum leiðtogum ESB í Brussel í dag sagði Chirac að nauðsynlegt væri að ræða hvernig brúa mætti bilið milli sambandsins og almennings í álfunni. 16.6.2005 00:01
Snyrtileg höfuðföt á Ascot Það er höfuðmál að vera glæsilegur til höfuðsins á konunglegu Ascot-veðreiðunum í Bretlandi en þær standa nú sem hæst. Það þykir að vísu reginhneyksli að aðallinn sem sækir þessar veðreiðar heim þurfi nú að fara alla leið til York til að vera við þær og hattatískan virðist ekki hafa batnað við flutningana. Hattarnir gætu þó komið að góðum notum því að í gær var veðrið heldur nöturlegt: rok og rigning. 16.6.2005 00:01
Svartsýni á árangur Við upphaf tveggja daga leiðtogafundar Evrópusambandsins í Brussel í gær kallaði Jacques Chirac Frakklandsforseti eftir því að efnt verði til sérstaks leiðtogafundar aðildarríkjanna 25 um framtíð sambandsins. "Þetta er einn erfiðasti leiðtogafundur sem við höfum nokkru sinni haldið," sagði Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar. 16.6.2005 00:01
Heppin amma Donna Goeppert, 55 ára gömul amma í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, vann eina milljón dollara, andvirði um 65 milljóna króna, í lottói í vikunni. Það væri ekki sérstaklega í frásögur færandi nema vegna þess að hún hafði áður unnið milljón dollara hámarksvinninginn. 16.6.2005 00:01
Segir bin Laden ekki í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, Zalmay Khalilzad, fullyrti í gær að hvorki Osama bin Laden né fyrrverandi talibanaleiðtoginn Mullah Omar væru í landinu. 16.6.2005 00:01
Danir styðja afnám hvalveiðibanns Eina leiðin til að vernda hvali er að afnema hið algera bann við veiðum í atvinnuskyni sem verið hefur í gildi frá því árið 1986. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. 16.6.2005 00:01
Gagnrýna ESB fyrir Hamas-tengsl Ísraelsk stjórnvöld sögðust í gær hafa lagt inn formleg mótmæli hjá Evrópusambandinu gegn auknum samskiptum þeirra við hin herskáu Hamas-samtök Palestínumanna. Talsmenn Hamas staðfestu að tengsl við erindreka ESB færust í aukana. 16.6.2005 00:01
Hyggjast sniðganga kosningar Íranar hyggjast margir hverjir sniðganga kosningar á morgun þar sem þeir vilja breytingar í landinu. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvaða breytingar. Hver sem verður kosinn munu harðlínumenn eftir sem áður ráða mestu. 16.6.2005 00:01
Samið við súnní-araba Sex bandarískir hermenn féllu í sprengju-og skotárásum í vesturhluta Íraks í gær og minnst átta írakskir lögreglumenn létu lífið í sjálfmorðs-bílsprengjuárás nærri Bagdadflugvelli. Ofbeldisverkin eru talinn liður í baráttu uppreisnarmanna gegn því að nýju stjórnkerfi Íraks takist að festa sig í sessi. 16.6.2005 00:01
Lengri frestur á stafræn vegabréf Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að gefa borgurum 27 landa sem hafa mátt ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar, þar á meðal Íslands, eins árs lengri frest til að verða sér úti um vegabréf sem uppfylla nýjustu öryggiskröfur. 16.6.2005 00:01
Skutu barn til bana Fjórir grímuklæddir byssumenn tóku tugi barna í gíslingu í alþjóðlegum skóla nærri Ankor Wat hofunum í Kambódíu í gær. Mennirnir skutu eitt barnið, þriggja ára gamlan kanadískan strák til bana því hann grét of mikið. 16.6.2005 00:01
Páfi vill sátt við aðra kristna Samuel Kobia, leiðtogi Heimsráðs kirkja, lýsti því yfir í gær á fundi með páfa að hann vildi sættast við rómversk-kaþólsku kirkjuna og auka sameiginlegan skilning. Benedikt sextándi páfi tók vel í umleitanir hans um að bæta sambandið. 16.6.2005 00:01
Arftaki Concorde Frakkar og Japanir hafa hafið samstarf um þróun á nýrri háhraðaþotu sem gæti tekið við hlutverki Concorde-þotanna sem lagt var fyrir fullt og allt í fyrra. Fyrirtæki frá báðum löndum hafa skuldbundið sig til að verja samtals 1,84 milljónum Bandaríkjadala árlega næstu þrjú ár til að þróa hugmyndina. 16.6.2005 00:01
Deep Throat gerir útgáfusamning Mark Felt, maðurinn sem nýverið gekkst við því að vera hinn svokallaði "Depp Throat" í Watergatemálinu, hefur nú selt Public Affairs útgáfufyrirtækinu réttinn á bæði ævisögu sinni og því að gera kvikmynd um líf sitt. 16.6.2005 00:01
Kasparov gagnrýnir lögreglu Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur gagnrýnt rússnesku lögregluna harðlega fyrir að hafa ráðist að mótmælendum með ofbeldi við réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky. 16.6.2005 00:01
Danir styðja afnám hvalveiðibanns Eina leiðin til að vernda hvali er að afnema hið algera bann við veiðum í atvinnuskyni sem verið hefur í gildi frá því árið 1986. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur. 16.6.2005 00:01
Koizumi hættir á næsta ári Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar að hætta í september á næsta ári. Kouzumi tilkynnti þetta í dag og sagðist ætla að segja af sér um leið og formennskutími hans í LDP-flokknum rennur út. Koizumi komst til valda árið 2001 þegar hann var kjörinn með miklum meirihluta en eitt af loforðum hans var að knýja fram endurbætur á flokknum, sem verið hafa lítt áberandi. 15.6.2005 00:01
Sótt gegn uppreisnarmönnum Sjö afganskir uppreisnarmenn hafa verið drepnir og tíu handteknir í áhlaupi Bandaríkjahers og afghanskra öryggissveita á vígi uppreisnarmanna nærri borginni Kandahar. Mjög róstursamt hefur verið í Afghanistan síðan í mars eftir nokkuð rólega tíð í marga mánuði þar á undan. 15.6.2005 00:01
Allharður skjálfti í Kaliforníu Jarðskjálfti upp á sjö á Richter varð skammt undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum í nótt. Hvorki hafa borist fregnir af skaða á fólki eða skemmdum á mannvirkjum. Strax í kjölfar skjálftans var gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir svæðið allt frá Mexikóflóa og alla leið að landamærum Kanada en viðvörunin var svo afturkölluð nú í morgunsárið. 15.6.2005 00:01
Vill bíða með atkvæðagreiðslur Forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir rétt að bíða með frekari atkvæðagreiðslu um stjórnarskrá sambandsins eftir að Hollendingar og Frakkar höfnuðu henni. Jose Manuel Barroso segir að stjórnarskráin sé alls ekki endanlega búin að vera en hins vegar sé skynsamast að bíða með frekari atkvæðagreiðslur að sinni. 15.6.2005 00:01
Írak ekki öruggara en fyrir innrás Írak er ekki öruggara en árið 2003 þegar ráðist var inn í landið, segir Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld viðurkenndi í viðtali við sjónvarpsstöðina <em>BBC</em> í gærkvöldi að öryggi óbreyttra borgara væri síst meira nú en fyrir innrásina. Það mætti ekki síst rekja til þess að stjórnvöld í Sýrlandi og Íran gerðu ekki nóg til þess að loka landamærunum að Írak fyrir uppreisnarmönnum. 15.6.2005 00:01
Fólk óþarft við lyfjaprófun? Það kann að verða óþarft að nota fólk við prófun á lyfjum í allra nánustu framtíð. Nokkur lyfjafyrirtæki hafa þegar tekið í notkun tölvubúnað sem líkir eftir líffræðilegum ferlum í fólki og getur þannig sagt til um hugsanlega virkni lyfja sem verið er að þróa. Með þessari aðferð er einnig hægt að ákvarða áhrif mismunandi skammtastærða á fólk og því ekki þörf á að prófa lyf á fjölmörgum viðmiðunarhópum. 15.6.2005 00:01
Bjóða upp áritaða Mein Kampf Áhugasamir geta nú boðið í eintak af Mein Kampf, áritað af sjálfum Adolf Hitler. Bókin fannst í einni af skrifstofum Hitlers skömmu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Eintakið verður boðið upp hjá Bloomsbury í Bretlandi og búist er við að til að hreppa hnossið þurfi að reiða fram um það bil þrjár milljónir íslenskra króna. 15.6.2005 00:01
Kjötát auki líkur á ristilkrabba Ný viðamikil rannsókn bendir til þess að mikið kjötát auki verulega líkurnar á krabbameini í ristli. Samkvæmt rannsókninni er þróun slíks krabbameins meira en þriðjungi líklegri hjá þeim sem borða kjöt tvisvar á dag en hjá þeim sem aðeins borða kjöt einu sinni í viku. Fiskát vegur hins vegar á móti þessari þróun og því hvetja rannsakendur alla til þess að skipta út kjöti fyrir fisk þegar því verður viðkomið. 15.6.2005 00:01
Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15.6.2005 00:01
Mannskæð árás í Bagdad Sjálfsmorðssprengjumaður myrti nú rétt áðan sextán manns þegar hann sprengdi sig í loft upp á veitingastað í Bagdad. Veitingastaðurinn er mikið sóttur af írökskum hermönnum. Frengir af árásinni eru enn óljósar en þó er vitað að sextán biðu bana í henni. 15.6.2005 00:01
Bin Laden sagður við hestaheilsu Osama bin Laden er við hestaheilsu að sögn háttsetts talibana. Sá vísar sögusögnum um heilsubrest leiðtoga al-Qaida á bug og segir þær ekki eiga við rök að styðjast. Mullah Akhtar Usmani sagði einnig að leiðtogi talbana, Mullah Mohammed Omar, væri hraustur og stýrði aðgerðum talibana í Afganistan. 15.6.2005 00:01
Fresta gildistöku vegabréfa Bandaríkjastjórn ætlar að veita 27 Evrópuríkjum enn lengri frest til að ganga frá rafrænum vegabréfum með stafrænum myndum og fingrafari. Ísland er meðal ríkjanna en borgarar þeirra þurfa ekki vegabréfsáritun hyggist þeir dvelja skemur en þrjá mánuði í Bandaríkjunum. Mörg ríkjanna hafa greint bandarískum yfirvöldum frá því að þau sjái sé ekki fært að uppfylla öll skilyrðin fyrir lok október næstkomandi þegar nýjustu reglurnar eiga að taka gildi. 15.6.2005 00:01
Ástandið hafi ekkert batnað í Írak Ástandið í Írak hefur ekkert batnað frá því að Saddam Hussein var steypt af stóli, að mati Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. 15.6.2005 00:01
Lítil áhrif aukinnar framleiðslu Olíuframleiðsla verður aukin til að slá á verðið á olíufatinu en talið er ólíklegt að það hafi nokkur áhrif. 15.6.2005 00:01
Önnur mannskæð árás í Írak Að minnsta kosti tíu létust og 29 særðust í bílsprengjuárás á hóp írakskra lögreglumannna sem voru á eftirlitsferð um Suður-Bagdad í dag. Meðal hinna látnu voru bæði almennir borgarar og lögreglumenn og segja yfirvöld í borginni að sprengingin hafi verið svo öflug að stór gígur hafi myndast eftir hana og þá eyðilögðust einnig nokkrir bílar. 15.6.2005 00:01
Hersveitir frelsa ástralskan gísl Írakskar og bandarískar hersveitir hafa frelsað Ástralann Douglas Wood sem hefur verið haldi írakskra uppreisnarmanna í sex vikur. Frá þessu greindi John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, á ástralska þinginu í dag. Ekki er ljóst hvort um var að ræða skipulagða aðgerð til að frelsa hann eða hvort hann hafi fundist í áhlaupi hersveita á aðsetur uppreisnarmanna en Howard sagði að hann nyti nú verndar ástralskra hersins. 15.6.2005 00:01
Fundu frænku jarðar Frænka jarðarinnar er fundin. Pláneta, sem líkist jörðinni mjög, hefur fundist og það alls ekki langt frá sólkerfi okkar. 15.6.2005 00:01
Frakkar sakna frankans Þrír af hverjum fimm Frökkum sakna frankans, gjaldmiðilsins sem evran leysti af hólmi fyrir þremur árum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem gerð var fyrir franska tímaritið <em>Valeurs Actuelles</em> og undirstrikar frekar afstöðu margra Frakka til samstarfs innan Evrópusambandsins, en eins og kunnugt er felldu Frakkar stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum. 15.6.2005 00:01
UNICEF aftur til starfa í Sómalíu Starfsmenn Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sneru aftur til starfa í norðausturhluta Sómalíu í dag, þremur vikum eftir að þeir höfðu fengið líflátshótanir. Í tilkynningu frá barnahjálpinni segir hún hafi leyst deilur við yfirvöld í Puntland-héraði og að unnið verði sameiginlega að velferð barna í héraðinu. Barnhjálpin lokaði í síðasta mánuði skrifstofum sínum í héraðinu eftir að starfsmenn hennar höfðu fengið nokkrar líflátshótanir, en róstusamt hefur verið í landinu í 14 ár. 15.6.2005 00:01
Reynir aftur við nektargöngu Einn frægasti strípalingur Bretlandseyja, Stephen Gough, sem reyndi fyrir rúmu ári að ganga nakinn frá syðsta odda Bretlands til þess nyrsta, hefur aftur komist í fréttirnar. Hann hyggst nú reyna í annað sinn að fara þessa 1400 kílómetra leið og þetta sinn með kærustu sinni. 15.6.2005 00:01
Bíður með að staðfesta sáttmála Stuðningsmenn stjórnarskár Evrópusambandsins urðu fyrir enn einu áfallinu í dag þegar Horst Köhler, forseti Þýskalands, tilkynnti að hann myndi ekki undirrita stjórnarskrársáttmálann fyrr en dómstólar í Þýskalandi hefðu staðfest að hann samræmdist stjórnarskrá Þýskalands. Bæði neðri og efri deild þýska þingsins samþykktu stjórnarskrársáttmálann í síðasta mánuði en forsetinn þarf að staðfesta hann með undirskrift. 15.6.2005 00:01
Vöxtur í flugi í Miðausturlöndum Það hljómar nánast ótrúlega að í heimshluta sem einkennist af átökum og ólgu sé blússandi uppgangur í flugbransanum og það á sama tíma og stóru, vestræna flugfélögin ramba á barmi gjaldþrots. 15.6.2005 00:01
Klofningur sjaldan meiri í ESB Klofningur hefur sjaldan virst vera meiri í Evrópusambandinu en nú. Djúpstæður ágreiningur um árlegar endurgreiðslur sem Bretar fá úr sjóðum ESB, um niðurgreiðslur til franskra bænda, um stjórnarskrársáttmála sambandsins og veikt gengi evrunnar leggst allt á eitt um að varpa skugga á leiðtogafundinn sem hefst í Brussel í dag. 15.6.2005 00:01
Sextán handteknir á Spáni Spænska lögreglan upplýsti í gær að hún hefði handtekið sextán menn grunaða um tengsl við hryðjuverkahópa íslamskra öfgamanna. 15.6.2005 00:01
OPEC eykur framleiðsluna Ráðherrar OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, ákváðu í gær að auka framleiðslukvóta hráolíu um hálfa milljón fata á dag, með það fyrir augum að lækka heimsmarkaðsverð. Neikvæðra afleiðinga hás olíuverðs hefur í auknum mæli farið að gæta í alþjóðahagkerfinu að undanförnu. 15.6.2005 00:01
Ólæknandi heilaskaði staðfestur Krufning á Terri Schiavo hefur leitt í ljós að heilaskaði hennar var það mikill að bati var útilokaður. 15.6.2005 00:01
Nú er hún Snorrabúð stekkur Þau tímamót urðu í fjölmiðlasögu Bretlands í gær, að síðasta fjölmiðlafyrirtækið flutti frá Fleet Street sem í þrjúhundruð ár var aðsetur virtustu dagblaðanna sem gefin voru út í bresku höfuðborginni. 15.6.2005 00:01