Fleiri fréttir Sinnuleysi gagnvart Afríku Fátæktin í Afríku er sem "ör á samvisku heimsins." Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á Alheimsráðstefnunni um efnahagsmál sem haldin er í Davos í Sviss. 27.1.2005 00:01 Frelsunar úr Auschwitz minnst Einhver nöturlegasti staður á jörðu er án efa Auschwitz, útrýmingabúðir nasista í Póllandi. Í dag var þess minnst að sextíu ár eru frá því að fangarnir þar voru frelsaðir. 27.1.2005 00:01 Abbas bannar vopnaburð Palestínsk stjórnvöld hafa bannað almenningi að bera vopn og þykir ákvörðunin bera vitni um herta afstöðu stjórnarinnar gagnvart ofbeldi gegn Ísraelum. 27.1.2005 00:01 Ráðist á bandaríska bílalest Bílsprengja sprakk í morgun á vegi sem liggur að að alþjóðaflugvellinum í Bagdad. Bandarísk bílalest var á veginum og er talið að árásin hafi beinst að henni. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli enn sem komið er. 26.1.2005 00:01 Spáð enn meiri hallla Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum á næsta ári verður um 25 þúsund milljarðar íslenskra króna. Þessu spáir fjárhagsskrifstofa Bandaríkjaþings í árlegri úttekt sinni. Jafnframt er því spáð að uppsafnaður fjárlagahalli næstu tíu ára muni nema nærri 80 billjónum íslenskra króna. 26.1.2005 00:01 Erfið staða barna í Suðaustur-Asíu Börn í löndunum sem verst urðu úti í hamförunum annan dag jóla búa sig nú undir að hefja skólagöngu á nýjan leik. Á Srí Lanka eru milljón börn enn án heimilis og ekkert útlit fyrir að það breytist í bráð. Þau hafast við í bráðabirgðaskýlum og þiggja mat frá hinu opinbera. 26.1.2005 00:01 Banni á viðræður við Abbas aflétt Ariel Sharon, forætisráðherra Ísraels, hefur aflétt banni á friðarviðræður við Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínumanna. Bannið var sett á eftir að sex Ísraelsmenn létu lífið í fyrirsát palestínskra uppreisnarmanna við Gasaborg fyrir um það bil tveim vikum. 26.1.2005 00:01 Líklegri til að verða of feit Börn of feitra mæðra eru fimmtán sinnum líklegri en önnur börn til þess að þjást af offitu strax við sex ára aldur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. Frá þriggja ára aldri fer að koma fram afgerandi munur á holdafari barna sem eiga mæður í kjörþyngd og þeirra sem eiga of feitar mæður. 26.1.2005 00:01 Handtekinn fyrir hryðjuverkagabb Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa logið því að lögregluyfirvöldum fyrir helgina að fjórir Kínverjar hyggðust fremja hryðjuverk í Boston. Öryggisgæsla var hert til muna í nágrenni borgarinnar í lok síðustu viku af ótta við hryðjuverk og ríkisstjórinn í Masachusetts sneri heim af embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta vegna málsins. 26.1.2005 00:01 Danska verði eina opinbera málið Danski þjóðarflokkurinn vill binda í lög að danska verði eina málið í opinberum gögnum í stað þess að upplýsingar til íbúa verði á mörgum tungumálum. Samt eru tíu erlend tungumál notuð til að kynna málstað flokksins á heimsíðu hans. 26.1.2005 00:01 Skriður kominn á friðarferlið Skriður virðist kominn á friðarferlið í Miðausturlöndum. Báðum megin borðsins virðist vilji til að vinna að friðsamlegri lausn deilna Ísraela og Palestínumanna og það að því er virðist sem fyrst. 26.1.2005 00:01 Fórnarlamba minnst við Indlandshaf Mánuði eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi var þeirra sem fórust minnst í morgun, en víða er ástandið enn svo bágborið að engar athafnir fóru fram. Reynt er eftir fremsta megni að koma lífinu í gang á ný, en milljóna sem hafast við í tjaldbúðum bíður óviss framtíð. 26.1.2005 00:01 Börn í 33 ríkjum þarnast hjálpar Neyð barnanna á hamfarasvæðunum í Asíu er mikil, en það á því miður við víðar. Samkvæmt skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, þarf 48 milljarða króna til að hjálpa börnum í 33 löndum þar sem neyðarástand ríkir og þar sem lífi barna er ógnað fjarri athygli almennings. Af þessum 33 löndum sem nefnd eru í skýrslunni eru tveir þriðju í Afríku. 26.1.2005 00:01 Linnulausar árásir í Írak Einhver hættulegasti vegarkafli heims var eitt skotmarka hryðjuverkamanna í Írak í morgun. Endalausar árásir hafa dunið á hersveitum og óbreyttum borgurum í nótt og í morgun. 26.1.2005 00:01 31 sagður látinn í þyrsluslysi Þrjátíu og einn bandarískur landgönguliði fórst þegar stór flutningaþyrla hrapaði í vesturhluta Íraks í dag að sögn CNN-fréttastofunnar. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði. Bandaríska herstjórnin í Írak staðfestir að manntjón hafi orðið en kveðst ekki að sinni geta staðfest tölu látinna. 26.1.2005 00:01 Krefjast 100 milljóna Ræningjar sænska auðkýfingsins Fabians Bengtssons hafa krafið fjölskyldu hans um sem svarar 100 milljónum íslenskra króna. Bengtsson, sem er þrjátíu og tveggja ára gamall, var rænt mánudaginn 17. janúar þegar hann var á leið til vinnu, en hann er aðstoðarforstjóri fjölskyldufyrirtækisins Siba. 26.1.2005 00:01 Þriðja versta afkoma ríkissjóðs Fjárlög fyrir árið 2006 verða lögð fram á bandaríska þinginu 7. febrúar. Þar er gert ráð fyrir fjárlagahalla upp á rúma 16.700 milljarða. En fáir trúa að við það verði staðið. Frá 1962 hefur ríkið oftar verið rekið með halla, en ekki. 26.1.2005 00:01 Þrískipt Írak er möguleiki Kúrdar gætu haft framtíð Íraks í sínum höndum en margir þeirra geta vel hugsað sér að landið verði eingöngu lauslegt ríkjasamband eða að það verði jafnvel brotið niður í þrjú sjálfstæð ríki 26.1.2005 00:01 Rússum fækkar ört Dauðsföll í Rússlandi eru umtalsvert fleiri en fæðingar og hefur Rússum fækkað um fimm milljónir á síðustu tíu árum. Íbúar Rússlands eru nú rúmlega 143 milljónir en ef heldur fram sem horfir gætu þeir verið orðnir 100 milljónir árið 2050. 26.1.2005 00:01 Spurning um stjórnarskrá ESB kynnt Barátta Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta í landinu hófst í dag þegar greint var frá því hvaða spurningar Bretar verða spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Hún er svohljóðandi: Á Stóra-Bretland að samþykkja samninginn sem staðfestir stjórnarskrá Evrópusambandsins? 26.1.2005 00:01 Segja auðgun úrans óviðunandi Frakkar, Bretar og Þjóðverjar hafa sagt Írönum að það sé óviðunandi að þeir viðhaldi áætlun sinni auðgun úrans þar sem hægt sé að nota það til að smíða kjarnorkuvopn. Íranar hættu tímabundið að auðga úran en segja nú að það sé réttur þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar að framleiða eldsneyti fyrir kjarnorkuver og þeir muni aldrei hætta því. 26.1.2005 00:01 Hóta að rjúfa vopnhlé Al-Aqsa herdeildirnar, sem tilheyra Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbbas, forseta Palestínu, hóta að rjúfa vopnhlé ef ísraelski herinn hætti ekki að elta uppi félaga í herdeildunum innan sólarhrings. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess að óeinkennisklæddir ísraelskir hermenn skutu félaga í herdeildunum og særðu 14 ára vegfaranda í áhlaupi á borgina Qalqilya á Vesturbakkanum í dag. 26.1.2005 00:01 Stefnir í sigur Rasmussens Nýjustu skoðanakannanir í Danmörku benda til þess að samsteypustjórn Anders Foghs Rasmussens muni vinna stórsigur á jafnaðarmönnum í kosningunum í næsta mánuði. Samkvæmt þeim munu ríkisstjórnarflokkarnir fá 100 þingmenn kjörna, en 179 sæti eru á danska þinginu. Í síðustu kosningum, árið 2001, fengu stjórnarflokkarnir 98 þingsæti. 26.1.2005 00:01 Níu létust í lestarslysi í L.A. Að minnsta kosti níu létu lífið og rúmlega hundrað slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu og ók á aðra farþegalest og flutningalest í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt CNN-fréttastofunni virðist sem farþegalestin hafi ekið á bíl sem var á teinunum, farið út af sporinu og rekist í aðra farþegalest og svo klesst á flutningalest. 26.1.2005 00:01 Vill skatt til baráttu gegn alnæmi Jacques Chirac, forseti Frakklands, lagði í dag til að lagður yrði á alþjóðlegur skattur til þess að berjast gegn alnæmi í heiminum. Slíkan skatt væri til dæmis hægt að leggja á milliríkjaviðskipti og einnig á eldsneyti fyrir skip og flugvélar og á flugfarseðla. Franski forsetinn sagði að með slíkum skatti væri hægt að öngla saman tíu milljörðum dollara á ári. 26.1.2005 00:01 Árásahrina í Írak í dag Allt logaði í Írak í dag. Hrina árása kostaði ekki færri en sjö lífið og fjöldi særðist. Áætlað er að stíðsreksturinn kosti Bandaríkjamenn um hálfan milljarð á klukkustund. 26.1.2005 00:01 Börn í Asíu þurfa mikla hjálp Yngstu fórnarlömb hamfaranna í Asíu þurfa mikla hjálp, bæði andlega og líkamlega. Áhersla er lögð á að koma þeim til hjálpar en að gleyma ekki tugmilljónum annarra barna um allan heim, sem búa við bág kjör. Í 33 löndum er líf milljóna barna í bráðri hættu. 26.1.2005 00:01 Enn tíu ár til stefnu Tíu ár munu líða áður en Tyrkland er í stakk búið að gerast aðili að Evrópusambandinu, sagði Ali Babacan, efnahagsmálaráðherra tyrknesku ríkisstjórnarinnar, á fundi um efnahagsmál sem haldinn er í Davos í Sviss. 26.1.2005 00:01 Vill hefja viðræður 2007 "Það verður mjög mikilvægt að hefja viðræður um samskiptin við Evrópusambandið árið 2007," sagði Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu. Hann sagði aðild að Evrópusambandinu mikilvægan valkost fyrir land sitt en hélt opnum þeim möguleika að samskiptin yrðu með öðrum hætti. 26.1.2005 00:01 Mannskæðasta þyrsluslysið í Írak 31 bandarískur hermaður lét lífið þegar stór flutningaþyrla hrapaði í slæmu veðri í vesturhluta Íraks. Slysið er mannskæðasta þyrluslys Bandaríkjahers frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpum tveimur árum. 26.1.2005 00:01 Rice orðin utanríkisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær skipun Condoleezza Rice í embætti utanríkisráðherra. 85 þingmenn greiddu atkvæði með skipun Rice en þrettán á móti. Það hefur ekki gerst frá lokum seinni heimsstyrjaldar að svo margir þingmenn hafi greitt atkvæði gegn skipan utanríkisráðherra. 26.1.2005 00:01 Vill útrýma klámiðnaðinum Matt Bartle, þingmaður repúblikana á ríkisþingi Missouri, hefur lagt fram frumvarp sem á að ganga af klámiðnaðinum dauðum í ríkinu. Áður hefur ríkisþingið samþykkt bann við veggspjöldum sem gera út á kynþokka og því að stúlkur undir nítján ára aldri vinni við nektardans. 26.1.2005 00:01 Hvíta húsið með yfirlýsingu Davíðs Í yfirlýsingu Davíðs Oddssonar frá 18. mars 2003, sem finna má á vef Hvíta hússins, vísar hann til yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar um deilurnar í Írak. Ekki var hægt að fá uppgefið frá ráðuneytum hvaða yfirlýsingu var verið að vísa til. </font /></b /> 26.1.2005 00:01 Maður í sjálfsvígshug banaði tíu Tíu létu lífið þegar maður í sjálfsvígshugleiðingum ók í veg fyrir lest í úthverfi Los Angeles. Sjálfur hætti maðurinn hins vegar við sjálfsvígið á síðustu stundu, fór út úr bílnum rétt áður en lestin lenti á honum og slapp því lifandi. 26.1.2005 00:01 NCC neitar kostnaðaráætlun Øyvind Kvaal, talsmaður sænska verktakafyrirtækisins NCC, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ekkert væri til í því að fyrirtækið hefði gert kostnaðaráætlun fyrir gerð jarðganga til Vestmannaeyja. Hópur Eyjamanna með Árna Johnsen í fararbroddi kynnti slíka kostnaðaráætlun í nafni fyrirtækisins í síðustu viku. 26.1.2005 00:01 300 milljarðar $ vegna hryðjuverka Bandaríkjastjórn ætlar að fara fram á áttatíu milljarða dollara aukafjárveitingu vegna stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. Heimildarmenn innan Bandaríkjaþings segja að þetta verði tilkynnt í dag. Verði beiðnin samþykkt hafa nærri 300 milljarðar bandaríkjadala farið í baráttuna gegn hryðjuverkum síðan 11. september árið 2001. 25.1.2005 00:01 Niðurrif hafið á Gasa Starfsmenn hins opinbera í Palestínu hófu í morgun niðurrif á ólöglegum byggingum við Gasa. Meira en 200 vopnaðir lögreglumenn voru til taks þegar litlum búðum, kaffihúsum og söluturnum var rutt úr vegi með jarðýtum en ekki hefur enn komið til kasta þeirra þar sem afar lítið hefur borið á mótmælum. 25.1.2005 00:01 Fjöldi vopna haldlagður Bandarískir hermenn hafa undanfarna daga lagt hald á töluvert magn vopna sem talið er að hafi átt að fara til hryðjuverkamanna í aðdraganda kosninganna í Írak sem fara fram eftir fimm daga. Vopnin fundust í leit á heimilum meintra uppreisnarmanna í Bagdad. 25.1.2005 00:01 Innilokað vegna snjóskafla Nærri tveggja metra háir snjóskaflar eru víða í Massachusetts í Bandaríkjunum eftir gríðarlega ofankomu um helgina og er fjöldi fólks hreinlega lokaður inni á heimilum sínum af þeim sökum. Gríðarleg hríð var alla helgina á austurströnd Bandaríkjanna, einkum í nágrenni Boston, og hafa um tuttugu dauðsföll verið rakin beint til óveðursins. 25.1.2005 00:01 Þrír Svíar drukknuðu við Taíland Minnst sjö manns, þar af þrír sænskir ferðamenn, létu lífið þegar skúta sökk úti fyrir Koh Samui, vinsælum ferðamannastað í Taílandi, í nótt. Mikill fjöldi manna var að skemmta sér um borð í skútunni þegar slysið varð og var enginn í björgunarvesti. 25.1.2005 00:01 Skipulagðar misþyrmingar í Írak Núverandi stjórnvöld í Írak stunda skipulagðar misþyrmingar á föngum sem sitja í fangelsum landsins og ólöglegar handtökur og pyntingar eru reglan fremur en undantekningin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa tekið viðtöl við níutíu írakska fanga á síðustu tveimur árum. 25.1.2005 00:01 280 þúsund að líkindum látin Áætlaður fjöldi þeirra sem létust í hamförunum við Indlandshaf á annan dag jóla hefur nú enn hækkað. Nú er talið að alls 280 þúsund manns hafi misst lífið. 25.1.2005 00:01 Myndband með bandarískum gísl Myndband sem sýnir bandarískan gísl í haldi mannræningja í Írak hefur dúkkað upp en þar sést karlmaður biðja sér griða á meðan byssu er beint að höfði hans. Maðurinn virðist afar hræddur, segist heita Roy Hallams og hafa unnið fyrir bandaríska herliðið í Írak. 25.1.2005 00:01 Dýrkeypt epli Bresk kona var í vikunni dæmd til að greiða rúmar sjö þúsund krónur í sekt fyrir að hafa borðað epli undir stýri. Málið væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir hið umfangsmikla eftirlit sem að lokum leiddi til þess að upp komst um glæpinn. 25.1.2005 00:01 Sami herafli í Írak út næsta ár Bandaríski herinn mun halda núverandi liðsafla sínum í Írak út árið 2006 hið minnsta. Þetta er haft eftir háttsettum foringja innnan hersins í <em>Washington Post</em> í dag. 120 þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak auk 30 þúsund hermanna af öðru þjóðerni. 25.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sinnuleysi gagnvart Afríku Fátæktin í Afríku er sem "ör á samvisku heimsins." Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á Alheimsráðstefnunni um efnahagsmál sem haldin er í Davos í Sviss. 27.1.2005 00:01
Frelsunar úr Auschwitz minnst Einhver nöturlegasti staður á jörðu er án efa Auschwitz, útrýmingabúðir nasista í Póllandi. Í dag var þess minnst að sextíu ár eru frá því að fangarnir þar voru frelsaðir. 27.1.2005 00:01
Abbas bannar vopnaburð Palestínsk stjórnvöld hafa bannað almenningi að bera vopn og þykir ákvörðunin bera vitni um herta afstöðu stjórnarinnar gagnvart ofbeldi gegn Ísraelum. 27.1.2005 00:01
Ráðist á bandaríska bílalest Bílsprengja sprakk í morgun á vegi sem liggur að að alþjóðaflugvellinum í Bagdad. Bandarísk bílalest var á veginum og er talið að árásin hafi beinst að henni. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli enn sem komið er. 26.1.2005 00:01
Spáð enn meiri hallla Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum á næsta ári verður um 25 þúsund milljarðar íslenskra króna. Þessu spáir fjárhagsskrifstofa Bandaríkjaþings í árlegri úttekt sinni. Jafnframt er því spáð að uppsafnaður fjárlagahalli næstu tíu ára muni nema nærri 80 billjónum íslenskra króna. 26.1.2005 00:01
Erfið staða barna í Suðaustur-Asíu Börn í löndunum sem verst urðu úti í hamförunum annan dag jóla búa sig nú undir að hefja skólagöngu á nýjan leik. Á Srí Lanka eru milljón börn enn án heimilis og ekkert útlit fyrir að það breytist í bráð. Þau hafast við í bráðabirgðaskýlum og þiggja mat frá hinu opinbera. 26.1.2005 00:01
Banni á viðræður við Abbas aflétt Ariel Sharon, forætisráðherra Ísraels, hefur aflétt banni á friðarviðræður við Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínumanna. Bannið var sett á eftir að sex Ísraelsmenn létu lífið í fyrirsát palestínskra uppreisnarmanna við Gasaborg fyrir um það bil tveim vikum. 26.1.2005 00:01
Líklegri til að verða of feit Börn of feitra mæðra eru fimmtán sinnum líklegri en önnur börn til þess að þjást af offitu strax við sex ára aldur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. Frá þriggja ára aldri fer að koma fram afgerandi munur á holdafari barna sem eiga mæður í kjörþyngd og þeirra sem eiga of feitar mæður. 26.1.2005 00:01
Handtekinn fyrir hryðjuverkagabb Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa logið því að lögregluyfirvöldum fyrir helgina að fjórir Kínverjar hyggðust fremja hryðjuverk í Boston. Öryggisgæsla var hert til muna í nágrenni borgarinnar í lok síðustu viku af ótta við hryðjuverk og ríkisstjórinn í Masachusetts sneri heim af embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta vegna málsins. 26.1.2005 00:01
Danska verði eina opinbera málið Danski þjóðarflokkurinn vill binda í lög að danska verði eina málið í opinberum gögnum í stað þess að upplýsingar til íbúa verði á mörgum tungumálum. Samt eru tíu erlend tungumál notuð til að kynna málstað flokksins á heimsíðu hans. 26.1.2005 00:01
Skriður kominn á friðarferlið Skriður virðist kominn á friðarferlið í Miðausturlöndum. Báðum megin borðsins virðist vilji til að vinna að friðsamlegri lausn deilna Ísraela og Palestínumanna og það að því er virðist sem fyrst. 26.1.2005 00:01
Fórnarlamba minnst við Indlandshaf Mánuði eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi var þeirra sem fórust minnst í morgun, en víða er ástandið enn svo bágborið að engar athafnir fóru fram. Reynt er eftir fremsta megni að koma lífinu í gang á ný, en milljóna sem hafast við í tjaldbúðum bíður óviss framtíð. 26.1.2005 00:01
Börn í 33 ríkjum þarnast hjálpar Neyð barnanna á hamfarasvæðunum í Asíu er mikil, en það á því miður við víðar. Samkvæmt skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, þarf 48 milljarða króna til að hjálpa börnum í 33 löndum þar sem neyðarástand ríkir og þar sem lífi barna er ógnað fjarri athygli almennings. Af þessum 33 löndum sem nefnd eru í skýrslunni eru tveir þriðju í Afríku. 26.1.2005 00:01
Linnulausar árásir í Írak Einhver hættulegasti vegarkafli heims var eitt skotmarka hryðjuverkamanna í Írak í morgun. Endalausar árásir hafa dunið á hersveitum og óbreyttum borgurum í nótt og í morgun. 26.1.2005 00:01
31 sagður látinn í þyrsluslysi Þrjátíu og einn bandarískur landgönguliði fórst þegar stór flutningaþyrla hrapaði í vesturhluta Íraks í dag að sögn CNN-fréttastofunnar. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði. Bandaríska herstjórnin í Írak staðfestir að manntjón hafi orðið en kveðst ekki að sinni geta staðfest tölu látinna. 26.1.2005 00:01
Krefjast 100 milljóna Ræningjar sænska auðkýfingsins Fabians Bengtssons hafa krafið fjölskyldu hans um sem svarar 100 milljónum íslenskra króna. Bengtsson, sem er þrjátíu og tveggja ára gamall, var rænt mánudaginn 17. janúar þegar hann var á leið til vinnu, en hann er aðstoðarforstjóri fjölskyldufyrirtækisins Siba. 26.1.2005 00:01
Þriðja versta afkoma ríkissjóðs Fjárlög fyrir árið 2006 verða lögð fram á bandaríska þinginu 7. febrúar. Þar er gert ráð fyrir fjárlagahalla upp á rúma 16.700 milljarða. En fáir trúa að við það verði staðið. Frá 1962 hefur ríkið oftar verið rekið með halla, en ekki. 26.1.2005 00:01
Þrískipt Írak er möguleiki Kúrdar gætu haft framtíð Íraks í sínum höndum en margir þeirra geta vel hugsað sér að landið verði eingöngu lauslegt ríkjasamband eða að það verði jafnvel brotið niður í þrjú sjálfstæð ríki 26.1.2005 00:01
Rússum fækkar ört Dauðsföll í Rússlandi eru umtalsvert fleiri en fæðingar og hefur Rússum fækkað um fimm milljónir á síðustu tíu árum. Íbúar Rússlands eru nú rúmlega 143 milljónir en ef heldur fram sem horfir gætu þeir verið orðnir 100 milljónir árið 2050. 26.1.2005 00:01
Spurning um stjórnarskrá ESB kynnt Barátta Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta í landinu hófst í dag þegar greint var frá því hvaða spurningar Bretar verða spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Hún er svohljóðandi: Á Stóra-Bretland að samþykkja samninginn sem staðfestir stjórnarskrá Evrópusambandsins? 26.1.2005 00:01
Segja auðgun úrans óviðunandi Frakkar, Bretar og Þjóðverjar hafa sagt Írönum að það sé óviðunandi að þeir viðhaldi áætlun sinni auðgun úrans þar sem hægt sé að nota það til að smíða kjarnorkuvopn. Íranar hættu tímabundið að auðga úran en segja nú að það sé réttur þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar að framleiða eldsneyti fyrir kjarnorkuver og þeir muni aldrei hætta því. 26.1.2005 00:01
Hóta að rjúfa vopnhlé Al-Aqsa herdeildirnar, sem tilheyra Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbbas, forseta Palestínu, hóta að rjúfa vopnhlé ef ísraelski herinn hætti ekki að elta uppi félaga í herdeildunum innan sólarhrings. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess að óeinkennisklæddir ísraelskir hermenn skutu félaga í herdeildunum og særðu 14 ára vegfaranda í áhlaupi á borgina Qalqilya á Vesturbakkanum í dag. 26.1.2005 00:01
Stefnir í sigur Rasmussens Nýjustu skoðanakannanir í Danmörku benda til þess að samsteypustjórn Anders Foghs Rasmussens muni vinna stórsigur á jafnaðarmönnum í kosningunum í næsta mánuði. Samkvæmt þeim munu ríkisstjórnarflokkarnir fá 100 þingmenn kjörna, en 179 sæti eru á danska þinginu. Í síðustu kosningum, árið 2001, fengu stjórnarflokkarnir 98 þingsæti. 26.1.2005 00:01
Níu létust í lestarslysi í L.A. Að minnsta kosti níu létu lífið og rúmlega hundrað slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu og ók á aðra farþegalest og flutningalest í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt CNN-fréttastofunni virðist sem farþegalestin hafi ekið á bíl sem var á teinunum, farið út af sporinu og rekist í aðra farþegalest og svo klesst á flutningalest. 26.1.2005 00:01
Vill skatt til baráttu gegn alnæmi Jacques Chirac, forseti Frakklands, lagði í dag til að lagður yrði á alþjóðlegur skattur til þess að berjast gegn alnæmi í heiminum. Slíkan skatt væri til dæmis hægt að leggja á milliríkjaviðskipti og einnig á eldsneyti fyrir skip og flugvélar og á flugfarseðla. Franski forsetinn sagði að með slíkum skatti væri hægt að öngla saman tíu milljörðum dollara á ári. 26.1.2005 00:01
Árásahrina í Írak í dag Allt logaði í Írak í dag. Hrina árása kostaði ekki færri en sjö lífið og fjöldi særðist. Áætlað er að stíðsreksturinn kosti Bandaríkjamenn um hálfan milljarð á klukkustund. 26.1.2005 00:01
Börn í Asíu þurfa mikla hjálp Yngstu fórnarlömb hamfaranna í Asíu þurfa mikla hjálp, bæði andlega og líkamlega. Áhersla er lögð á að koma þeim til hjálpar en að gleyma ekki tugmilljónum annarra barna um allan heim, sem búa við bág kjör. Í 33 löndum er líf milljóna barna í bráðri hættu. 26.1.2005 00:01
Enn tíu ár til stefnu Tíu ár munu líða áður en Tyrkland er í stakk búið að gerast aðili að Evrópusambandinu, sagði Ali Babacan, efnahagsmálaráðherra tyrknesku ríkisstjórnarinnar, á fundi um efnahagsmál sem haldinn er í Davos í Sviss. 26.1.2005 00:01
Vill hefja viðræður 2007 "Það verður mjög mikilvægt að hefja viðræður um samskiptin við Evrópusambandið árið 2007," sagði Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu. Hann sagði aðild að Evrópusambandinu mikilvægan valkost fyrir land sitt en hélt opnum þeim möguleika að samskiptin yrðu með öðrum hætti. 26.1.2005 00:01
Mannskæðasta þyrsluslysið í Írak 31 bandarískur hermaður lét lífið þegar stór flutningaþyrla hrapaði í slæmu veðri í vesturhluta Íraks. Slysið er mannskæðasta þyrluslys Bandaríkjahers frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpum tveimur árum. 26.1.2005 00:01
Rice orðin utanríkisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær skipun Condoleezza Rice í embætti utanríkisráðherra. 85 þingmenn greiddu atkvæði með skipun Rice en þrettán á móti. Það hefur ekki gerst frá lokum seinni heimsstyrjaldar að svo margir þingmenn hafi greitt atkvæði gegn skipan utanríkisráðherra. 26.1.2005 00:01
Vill útrýma klámiðnaðinum Matt Bartle, þingmaður repúblikana á ríkisþingi Missouri, hefur lagt fram frumvarp sem á að ganga af klámiðnaðinum dauðum í ríkinu. Áður hefur ríkisþingið samþykkt bann við veggspjöldum sem gera út á kynþokka og því að stúlkur undir nítján ára aldri vinni við nektardans. 26.1.2005 00:01
Hvíta húsið með yfirlýsingu Davíðs Í yfirlýsingu Davíðs Oddssonar frá 18. mars 2003, sem finna má á vef Hvíta hússins, vísar hann til yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar um deilurnar í Írak. Ekki var hægt að fá uppgefið frá ráðuneytum hvaða yfirlýsingu var verið að vísa til. </font /></b /> 26.1.2005 00:01
Maður í sjálfsvígshug banaði tíu Tíu létu lífið þegar maður í sjálfsvígshugleiðingum ók í veg fyrir lest í úthverfi Los Angeles. Sjálfur hætti maðurinn hins vegar við sjálfsvígið á síðustu stundu, fór út úr bílnum rétt áður en lestin lenti á honum og slapp því lifandi. 26.1.2005 00:01
NCC neitar kostnaðaráætlun Øyvind Kvaal, talsmaður sænska verktakafyrirtækisins NCC, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ekkert væri til í því að fyrirtækið hefði gert kostnaðaráætlun fyrir gerð jarðganga til Vestmannaeyja. Hópur Eyjamanna með Árna Johnsen í fararbroddi kynnti slíka kostnaðaráætlun í nafni fyrirtækisins í síðustu viku. 26.1.2005 00:01
300 milljarðar $ vegna hryðjuverka Bandaríkjastjórn ætlar að fara fram á áttatíu milljarða dollara aukafjárveitingu vegna stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. Heimildarmenn innan Bandaríkjaþings segja að þetta verði tilkynnt í dag. Verði beiðnin samþykkt hafa nærri 300 milljarðar bandaríkjadala farið í baráttuna gegn hryðjuverkum síðan 11. september árið 2001. 25.1.2005 00:01
Niðurrif hafið á Gasa Starfsmenn hins opinbera í Palestínu hófu í morgun niðurrif á ólöglegum byggingum við Gasa. Meira en 200 vopnaðir lögreglumenn voru til taks þegar litlum búðum, kaffihúsum og söluturnum var rutt úr vegi með jarðýtum en ekki hefur enn komið til kasta þeirra þar sem afar lítið hefur borið á mótmælum. 25.1.2005 00:01
Fjöldi vopna haldlagður Bandarískir hermenn hafa undanfarna daga lagt hald á töluvert magn vopna sem talið er að hafi átt að fara til hryðjuverkamanna í aðdraganda kosninganna í Írak sem fara fram eftir fimm daga. Vopnin fundust í leit á heimilum meintra uppreisnarmanna í Bagdad. 25.1.2005 00:01
Innilokað vegna snjóskafla Nærri tveggja metra háir snjóskaflar eru víða í Massachusetts í Bandaríkjunum eftir gríðarlega ofankomu um helgina og er fjöldi fólks hreinlega lokaður inni á heimilum sínum af þeim sökum. Gríðarleg hríð var alla helgina á austurströnd Bandaríkjanna, einkum í nágrenni Boston, og hafa um tuttugu dauðsföll verið rakin beint til óveðursins. 25.1.2005 00:01
Þrír Svíar drukknuðu við Taíland Minnst sjö manns, þar af þrír sænskir ferðamenn, létu lífið þegar skúta sökk úti fyrir Koh Samui, vinsælum ferðamannastað í Taílandi, í nótt. Mikill fjöldi manna var að skemmta sér um borð í skútunni þegar slysið varð og var enginn í björgunarvesti. 25.1.2005 00:01
Skipulagðar misþyrmingar í Írak Núverandi stjórnvöld í Írak stunda skipulagðar misþyrmingar á föngum sem sitja í fangelsum landsins og ólöglegar handtökur og pyntingar eru reglan fremur en undantekningin. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa tekið viðtöl við níutíu írakska fanga á síðustu tveimur árum. 25.1.2005 00:01
280 þúsund að líkindum látin Áætlaður fjöldi þeirra sem létust í hamförunum við Indlandshaf á annan dag jóla hefur nú enn hækkað. Nú er talið að alls 280 þúsund manns hafi misst lífið. 25.1.2005 00:01
Myndband með bandarískum gísl Myndband sem sýnir bandarískan gísl í haldi mannræningja í Írak hefur dúkkað upp en þar sést karlmaður biðja sér griða á meðan byssu er beint að höfði hans. Maðurinn virðist afar hræddur, segist heita Roy Hallams og hafa unnið fyrir bandaríska herliðið í Írak. 25.1.2005 00:01
Dýrkeypt epli Bresk kona var í vikunni dæmd til að greiða rúmar sjö þúsund krónur í sekt fyrir að hafa borðað epli undir stýri. Málið væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir hið umfangsmikla eftirlit sem að lokum leiddi til þess að upp komst um glæpinn. 25.1.2005 00:01
Sami herafli í Írak út næsta ár Bandaríski herinn mun halda núverandi liðsafla sínum í Írak út árið 2006 hið minnsta. Þetta er haft eftir háttsettum foringja innnan hersins í <em>Washington Post</em> í dag. 120 þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak auk 30 þúsund hermanna af öðru þjóðerni. 25.1.2005 00:01