Erlent

Enn tíu ár til stefnu

Tíu ár munu líða áður en Tyrkland er í stakk búið að gerast aðili að Evrópusambandinu, sagði Ali Babacan, efnahagsmálaráðherra tyrknesku ríkisstjórnarinnar, á fundi um efnahagsmál sem haldinn er í Davos í Sviss. "Við erum á réttri leið en mjög langt samningaferli er fram undan," sagði Babacan. Verðbólga í Tyrklandi nam níu prósentum í fyrra og átján prósentum árið 2003. Babacan sagði unnið að því að auka fjárfestingu í fátækustu héruðum Tyrklands og minnka verðbólgu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×