Erlent

Mannskæðasta þyrsluslysið í Írak

31 bandarískur hermaður lét lífið þegar stór flutningaþyrla hrapaði í slæmu veðri í vesturhluta Íraks. Slysið er mannskæðasta þyrluslys Bandaríkjahers frá því að innrásin í Írak hófst fyrir tæpum tveimur árum. Hermennirnir eru taldir hafa verið landgönguliðar sem verið var að flytja á milli staða þegar slysið átti sér stað. Ekki var ljóst í fyrstu hvers vegna þyrlan hrapaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×