Erlent

Maður í sjálfsvígshug banaði tíu

Tíu létu lífið þegar maður í sjálfsvígshugleiðingum ók í veg fyrir lest í úthverfi Los Angeles. Sjálfur hætti maðurinn hins vegar við sjálfsvígið á síðustu stundu, fór út úr bílnum rétt áður en lestin lenti á honum og slapp því lifandi. Lestin fór út af spori sínu þegar hún lenti á bílnum og kastaðist á lest sem var á leið í hina áttina. Lestirnar lentu báðar á hliðinni og slösuðust um 200 manns, margir hverjir lífshættulega. Maðurinn sem lagði bílnum í veg fyrir lestina verður að líkindum ákærður fyrir manndráp. Lestarslysið í gær er hið mannskæðasta í tæp sex ár, síðan ellefu létust þegar lest lenti á bíl í Illinois.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×