Erlent

300 milljarðar $ vegna hryðjuverka

MYND/AP
Bandaríkjastjórn ætlar að fara fram á áttatíu milljarða dollara aukafjárveitingu vegna stríðsrekstursins í Írak og Afganistan. Heimildarmenn innan Bandaríkjaþings segja að þetta verði tilkynnt í dag. Verði beiðnin samþykkt hafa nærri 300 milljarðar bandaríkjadala farið í baráttuna gegn hryðjuverkum síðan 11. september árið 2001, eða sem svarar átján þúsund milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma verður einnig gert kunnugt um hve miklum fjármunum Bandaríkjastjórn hyggst verja til stuðnings við ný stjórnvöld í Úkraínu og Palestínu, sem og til handa þeim löndum sem verst urðu úti í hamförunum í Asíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×