Erlent

Lestarslys í Tyrklandi

Sex létust og rúmlega hundrað særðust í lestarslysi í Tyrklandi í dag. Tvær lestir skullu saman í norðvesturhluta Tyrklands. Önnur lestin var hraðlest á leiðinni frá höfuðborginni Ankara en hin var að koma frá Istanbul. Þetta er þriðja lestarslysið í Tyrklandi á einum mánuði. Fyrir þremur vikum fór hraðlest út af sporinu og 39 létust. Í öðru slysi létust 15 þegar lest skall á langferðabíl á gatnamótum. Miklar rigningar hafa verið í Tyrklandi síðustu daga. Þrjú börn létust í flóði í Istanbul í morgun en þau voru á neðstu hæð í íbúðarhúsi þegar skyndilega flæddi. Flóðið hrifsaði stúlku með sér en bræður hennar sátu fastir í íbúðinni. Lélegu holræsakerfi er kennt um flóðin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×