Fleiri fréttir

Ástralska barnið fundið

Áströlsk móðir er himinlifandi eftir að þriggja vikna dóttir hennar, sem var rænt frá henni fyrir utan verslunarmiðstöð í fyrrakvöld, er komin í leitirnar.

Bjargað úr jarðgöngum á Indlandi

Tuttugu byggingaverkamönnum, sem höfðu setið fastir í jarðgöngum eftir miklar rigningar í afskekktu þorpi á Himalayja-svæðinu á Indlandi, var bjargað í nótt. Göngin eru hluti byggingaframkvæmda við orkuver og höfðu mennirnir verið innilokaðir í sólarhring.

Sprenging í kjarnorkuveri

Fimm af tíu starfsmönnum kjarnorkuvers í Japan, sem voru fluttir í skyndingu á sjúkrahús eftir gufusprenging varð í kjarnorkuveri í borginni Mihama í nótt, eru látnir. Gufusprenging varð við einn kjarnakljúfinn en stjórnvöld staðhæfa að engin geislavirk efni hafi lekið út. Ekki er nánar tilgreint í hverju bilunin liggur.

Fáar konur á breska þinginu

Bretar hafa áhyggjur af því að hlutfall kvenna á breska þinginu sé ekki nógu hátt. Einungis 94 konur sitja á þingi fyrir hönd Verkamannaflokksins en heildarfjöldi þingmanna flokksins er 408. Fjórtán af 163 þingmönnum Íhaldsflokksins eru konur.

Eldsneytisgjald flugfélaga hækkar

Flugfélagið British Airways er enn að hækka svonefnt eldsneytisgjald vegna hækkandi olíuverðs á heimsmarkaði. Gjaldið hefur haldist óbreytt hjá Flugleiðum frá því 1. júní.

Lofa að fara varlegar en áður

Bandarískir hermenn í Afganistan munu fara sér varlegar í framtíðinni og taka aðeins meira tillit til heimamanna en hingað til. Þessu lofaði David Barno, hershöfðingi og æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Afganistan, á fundi með Hamid Karzai, forseta Afganistans.

Ósáttir við Bandaríkjamenn

Bandarískir embættismenn kunna að hafa eyðilagt fyrir baráttunni gegn hryðjuverkamönnum með því að ljóstra því upp við blaðamenn að al-Kaídaliðinn Muhammad Naeem Noor Khan hafi verið handtekinn. Þetta hafa fréttamenn CNN eftir pakistönskum leyniþjónustumönnum.

Kosningaeftirlit í Bandaríkjunum

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur ákveðið að vera með kosningaeftirlit í bandarísku forsetakosningunum. Íslensk kona er talsmaður kosningaeftirlitsins. 

Sakaðir um morð og fjársvik

Handtökutilskipun eftir verið gefin út á hendur frændunum Ahmed og Salem Chalabi. Ahmed átti sæti í framkvæmdaráði Íraks sem var leyst upp þegar bráðabirgðastjórnin tók við í lok júní. Salem er í forsvari fyrir dómstólinn sem kemur til með að rétta yfir Saddam Hussein.

Eurocorps tekur við í Afganistan

Herdeildir Eurocorps tóku við yfirstjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Afganistan af kanadíska hernum í morgun en hann hefur stjórnað herdeildum NATO þar í landi frá því í janúar. Eurocorps var sett á laggirnar árið 1992 og er viðbragðsher sem NATO eða Evrópusambandið getur sent til átakasvæða með skömmum fyrirvara.

Al-Kaída hagnast á upplýsingaleka

Tilraunir Bandaríkjastjórnar til að réttlæta viðvaranir við hryðjverkaógn í síðustu viku kom að öllum líkindum í veg fyrir frekari handtökur á meðlimum Al-Kaída hryðjuverkasamtakanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Pakistan.

Heilsuvænir nammisjálfsalar

Nammisjálfsalar standa vart undir nafni sem slíkir öllu lengur í Bandaríkjunum. Nú er svo komið að hlutur heilsusamlegra matvæla eykst stöðugt í slíkum sjálfssölum.

Deila um fjárlögin

Lítið virðist ganga í viðræðum tveggja stærstu stjórnmálaflokka Ísraels um myndun þjóðstjórnar.

Ekki merki um þjóðarmorð

Fulltrúar Evrópusambandsins segjast ekki hafa fundið merki um þjóðarmorð í Darfúr-héraði í Súdan líkt og haldið hefur verið fram að hafi átt sér þar stað undanfarið. Pieter Feith, ráðgjafi Javier Solana sem er yfirmaður utanríkismála ESB, sagði fyrr í dag að augljóst væri að „hljóðlát og hæg" manndráp, sem og þorpsbrennur, færu þar fram í stórum stíl.

Kransar úr 3000 ára gömlum trjám

Sigurvegarar í maraþonhlaupi karla og kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu sem hefjast á föstudaginn munu fá kransa sem búnir eru til úr greinum elstu olívutrjáa Grikklands. Um er að ræða tvö tré, hvort í sínu þorpinu á grísku eyjunni Krít, sem sögð eru meira en 3000 ára gömul.

Kenna tóma vitleysu

Ríki Bandaríkjanna eru 53 talsins en fáninn "hefur ekki verið uppfærður til að taka tillit til þriggja síðustu ríkjanna - Hawai, Alaska og Púerto Ríkó". Seinni heimsstyrjöld hófst 1938 og henni lauk fjórum árum síðar. Þingið skiptist í tvennt, öldungadeildina og fulltrúadeildina, önnur er fyrir demókrata en hin fyrir repúblikana.

Fjórir létust í kjarnorkuveri

Fjórir létust og og sjö slösuðust vegna gufuleka í kjarnorkuveri í borginni Mihama í Japan í gær. Tvísýnt er um líf eins hinna slösuðu.

Kornabarn kom í leitirnar

Áströlsk móðir er himinlifandi eftir að þriggja vikna dóttir hennar, sem var rænt frá henni fyrir utan verslunarmiðstöð í Melborne í Ástralíu í fyrrakvöld, kom í leitirnar. Karl og kona á þrítugsaldri rændu barninu.

Sprenging í kjarnorkuveri í Japan

Fjórir létust og sjö særðust í gufusprengingu í kjarnorkuveri í Mihama í Vestur-Japan í morgun. Mennirnir hlutu alvarleg brunasár undan hita gufunnar sem var yfir 250 stig á selsíus.

Bardagar í hverfum sjíta-múslima

Harðir bardagar geisa í hverfum sjíta-múslima í nokkrum borgum Íraks, þar á meðal í Najaf þar sem átök hafa staðið yfir nær linnulaust í fimm daga. Klerkur sjíta, Moqtada al-Sadir, segir fylgismenn sína ekki ætla að leggja niður vopn.

Danir styðja Bandaríkjamenn

Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. 

Kosningaeftirlit í Bandaríkjunum

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu ætlar að vera með kosningaeftirlit í bandarísku forsetakosningunum. Íslensk kona verður í forsvari fyrir eftirlitið. Fjölmargir þingmenn kröfðust þess að alþjoðlegt eftirlit yrði með kosningunum efttr reysluna í síðustu kosningunum en þá tók nokkrar vikur úrskurða hver væri sigurvegari kosninganna.

Sex létust í sprengingu

Sex létu lífið og fjórtán særðust, þar af þrír alvarlega, þegar sprengjur sprungu við skóla í borginni Karachi í Pakistan.

Hryðjuverkastarfsemi trufluð

Bandaríkjastjórn telur að komið hafi verið í veg fyrir áform al Kaída um árásir á Bandaríkin, bæði með nýlegum handtökum grunaðra hryðjuverkamanna í Pakistan og Bretlandi og með því að leggja hald á tölvugögn um fimm fjármálastofnanir í Bandaríkjunum.

10 þúsund útlendingum vísað frá

Norska lögreglan áætlar að tíu þúsund útlendingum verði vísað frá Noregi á þessu ári. Aftenposten greinir frá því að þetta sé mesti fjöldi hingað til og að á nærri hverjum degi séu útlendingar sendir með flugi frá Gardermoen flugvellinum.

Fastir í göngum á Himalayja

Að minnsta kosti tuttugu byggingaverkamenn eru fastir í göngum eftir miklar rigningar í afskekktu þorpi á Himalayja svæðinu á Indlandi í morgun. Mennirnir vinna við smíði ganga vegna orkuvers, í um 500 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Nýju Dehli.

Sprengja við tyrkneskan flugvöll

Einn maður lést og annar særðist illa þegar sprengja, sem þeir voru að koma fyrir utan við eftirlitsstöð við flugvöll í Tyrklandi í gærkvöldi, sprakk. Sá sem slasaðist faldi sig í átta klukkutíma áður en hann gaf sig fram.

150 skelfiskveiðimönnum bjargað

Tæplega 150 skelfiskveiðimönnum var bjargað síðdegis í gær, eftir að hafa verið í sjálfheldu í Morecambe flóa skammt frá Liverpool frá því fyrr um morguninn. Fólkið var af skosku og kínversku þjóðerni og hafði setið fast í blautum sandi eftir að tveir traktorar skullu saman á grynningum, rúmlega sex kílómetra frá landi.

Dauðarefsing sett á að nýju

Írakska bráðabyrgðastjórnin hefur ákveðið að setja aftur á dauðarefsingu. Hún mun koma til greina í málum morðingja, nauðgara og fíkniefnaafbrotamanna. Dauðarefsing var afnumin þegar Saddam Hussein var hrakinn frá völdum í apríl á síðasta ári.

Allawi heimsótti Najaf

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Írak, hvatti skæruliða til að hætta bardögum í borginni Najaf, í heimsókn sinni þangað í morgun. Hann segist ekki ætla að handtaka leiðtoga uppreisnarmannanna, en að engar samningaviðræður geti farið fram fyrr en vopn verði lögð niður.

Miðasala á Ólympíuleika tekur kipp

Miðasala á Ólympíuleikana hefur tekið kipp eftir rólega byrjun og standa nú þúsundir Grikkja í nokkurra klukkutíma biðröðum í Aþenu. Búist hafði verið við að miðasala myndi ganga betur í Grikklandi en í Sidney í Ástralíu árið 2000, meðal annars vegna sögulegra tengsla Grikklands við Ólympíuleikana, en fyrstu nútíma leikarnir voru haldnir í Aþenu árið 1896.

Google leitar að framtíð

Reiptog hinna bjartsýnu og svartsýnu fyrir frumútboð Google er hafið. Enn er ekki útséð um hvor hafi betur. Google þarf að móta sér framtíð og vaxa hratt ef það á að standa undir útboðsgenginu. </font /></b />

Írönskum diplómata rænt

Írönskum ríkiserindreka var í dag rænt af írökskum ófriðarseggjum. Myndband frá hópnum sem kallar sig hinn íslamska her í Írak var birt á arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiya. Á myndbandinu var sýnt vegabréf og nafnspjald mannsins sem heitir Fereidoun Jahani, en hann er starfsmaður sendiráðs í borginni Kerbala

Prósak í drykkjarvatni

Leifar af þunglyndislyfinu Prósak hefur fundist í drykkjarvatni í Bretlandi. Breska dagblaðið the Observer greinir frá því í dag að skýrsla sem umhverfissérfræðingar unnu fyrir ríkisstjórnina leiði í ljós að Prósak safnist saman í ám og grunnvatni sem notað sé til veitu drykkjarvatns.

Fjórum ofurhugum bjargað úr sjó

Fjórum Bretum sem reyndu að slá heimsmetið í róðri yfir Atlantshafið, var bjargað eftir að bátur þeirra brotnaði í tvennt í óveðri. Danskt skip tók mennina uppí þar sem þeir möruðu í sjónum um 300 mílur vestur af eynni Scilly við Bretland. Einn skipverjanna sagði þá fegna að sleppa lifandi og að þá hlakkaði til að koma heim.

Sprengja á veitingahúsi í Pakistan

Að minnsta kosti sjö létust og 50 særðust í tveimur sprengingum sem urðu með nokkurra mínútna millibili í borginni Karachi í Pakistan í dag. Sprengjurnar voru festar við tvö mótorhjól sem lagt var fyrir utan veitingastað.

Endurnýjun Thule á Grænlandi

Samkomulag hefur náðst milli Bandaríkjastjórnar og stjórnar í Danmörku um endurnýjun radarstöðvarinnar Thule á norðvestur Grænlandi. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerkur skrifuðu undir samkomulagið í herstöðinni í Thule.

26 flóttamenn fórust

26 flóttamenn fórust þegar þeir reyndu að komast í litlum báti yfir Miðjarðarhafið frá Norður Afríku til Ítalíu í vikunni. Gámaskip bjargaði 74 flóttamönnum um borð í skipið í dag, þar sem þeir voru á reki í litlum báti 130 sjómílum suðaustur af Sikiley, nær matar og vatnslausir.

Lofar stofnfrumu- rannsóknum

John Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrata, segist ætla að aflétta banni við stofnfrumurannsóknum ef hann kemst til valda í Nóvember. Stofnfrumurannsóknir eru mjög umdeildar þar sem frumurnar eru teknar úr nokkurra daga gömlum mennskum fóstrum. Í ágúst 2001 skar forseti Bandaríkjanna niður allan opinberan fjárstuðning við slíkar rannsóknir.

Sprenging við hótel í Bagdad

Að minnsta kosti tvær sprengjuvörpur lentu í götu nálægt hóteli í Bagdad í dag. Í það minnsta þrír særðust og tveir bílar brunnu. Gestir hótelsins eru sagðir að mestu leyti útlendingar. Það er því sem næst daglegur viðburður að uppreisnarmenn skjóti sprengjuvörpum að hótelum eða opinberum byggingum í Bagdad.

Froskahátíð í Oregon

Árleg froskahátíð var haldin í fjórða sinn í Oregon í Bandaríkjunum í gær. Meðal fastra liða á hátíðinni er froskahlaup, þar sem menn og froskar hoppa saman. Þeir sem ekki áttu frosk gátu leigt þá en markaðsverð á froskaleigunni í Oregon er rúmar 200 krónur.

Blómaganga í Kólumbíu

Hundruð manna tóku þátt í árlegri blómagöngu í Kólumbíu í gær. Gangan er hluti blómahátíðar sem stendur yfir í eina viku. Mann fram af manni hafa Kólumbíumenn útbúið miklar blómaskreytingar í tengslum við hátíðina.

Par rændi barni í Ástralíu

Ástralskt par rændi þriggja vikna barni frá móður þess, með því að úða piparúða í augu hennar, fyrir utan verslunarmiðstöð í Melbourne í gærkvöldi. Móðirin grátbiðu ræningjana um að skila barninu.

Uppreisnarmenn leggja niður vopn

Yfir 200 uppreisnarmenn í Darfúr-héraði í Afríkuríkinu Súdan lögðu niður vopn í dag. Liðsmenn Tora Bora sveitarinnar afhentu yfirvöldum vopn sín við landamærin við Tsjad, en þeir hafa barist ásamt öðrum skæruliðahópum gegn stjórnvöldum í Súdan.

Síðasta mannvirkið vígt

Miðasala á Ólympíuleikana í Grikklandi, sem hefjast á föstudaginn, hefur tekið við sér eftir rólega byrjun. Eitt af síðustu mannvirkjunum var vígt í gær, þriggja kílómetra löng brú sem tengir suðurhluta landsins við meginlandið.

Sjá næstu 50 fréttir