Fleiri fréttir

Fischer í haldi lögreglu í Japan

Bandaríski skámeistarinn Bobby Fisher situr enn í haldi lögreglu í Japan og er grunaður um að hafa brotið innflytjendalög. Fisher, sem er 61 árs gamall, er sagður hafa verið með falsað vegabréf þegar hann hugðist ferðast frá Japan til Filipseyja í síðustu viku.

Hvalfriðunarsinnar anda léttar

Tillaga Japana um að heimila leynilegar atkvæðagreiðslur í Alþjóðahvalveiðiráðinu var felld á ársfundinum í Sorrento í gær. Japanar hóta að segja sig úr ráðinu, verði hvalveiðar í atvinnuskyni ekki leyfðar í síðasta lagi árið 2006. 

Sharon er velkominn í Frakklandi

Michel Barnier, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í útvarpsviðtali nú fyrir stundu, að orðrómur um að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, væri ekki velkominn til Frakklands, væri byggður á misskilningi. Svo virðist sem franska forsetaembættið hafi oftúlkað orð Sharons, sem varð til þess að Chirac forseti brást hinn versti við.

Páfi rannsakar kynlífshneyksli

Kaþólski páfinn hefur tilnefnt sérstakan rannsóknarmann til að skoða nokkur kynlífshneyksli sem upp hafa komið í Austurríki að undanförnu og hafa hrisst stoðir austurrísku rómversk kaþólsku kirkjunnar. Líklegt er talið að Klaus Kung biskup muni skoða vel biskupsdæmi St Poelten og þann prestaskóla sem virðist miðpunktur hneykslisins.

Borell kosinn forseti þingsins

Þingmenn Evrópusambandsins gengu til atkvæða í morgun og kusu í embætti forseta þings Evrópusambandsins. Spánverjinn Josep Borrell úr sósíalistaflokki hlaut meirihluta atkvæða en hann tekur við af Íranum Pat Cox sem barðist gegn spillingu í Evrópusambandinu.

Qurie áfram forsætisráðherra

Forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qurie, hefur dregið afsögn sína til baka eftir að Yasser Arafat, forseti Palestínu, neitaði að samþykkja afsögnina. Arafat hefur mætt aukinni andstöðu á síðustu dögum og neitar að gefa eftir hervöld sín.

Tveir hermenn létust

Tveir ísraelskir hermenn létust og annar særðist þegar ísraelski herinn og Hizbollah skæruliðar skiptust á skotum við landamæri Ísraels og Líbanons í morgun. Skothríðin hófst eftir að leyniskyttur úr Hizbollah-hreyfingunni gerðu árás á varðturn Ísraelshers.

Kínverskur læknir laus úr haldi

Jiang Yanyong, kínverskur læknir sem afhjúpaði HABL-veirusýkinguna í Kína á síðasta ári var látinn laus úr fangelsi í dag eftir sjö vikur í haldi. Jiang, sem er 72 ára, krafðist þess í fjölmiðlum að yfirvöld í Kína færu ofan í saumana á atburðunum sem áttu sér stað á torgi Hins himneska friðar árið 1989 þegar hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna voru drepnir.

Arafat stal milljörðum

Fyrrverandi gjaldkeri PLO samtaka Yassers Arafats, segir að leiðtoginn hafi stolið milljörðum króna úr sjóðum þeirra. Jawid al Ghussein var gjaldkeri PLO í tólf ár, en varð að flýja land fyrir tveim árum, eftir að hafa sakað leiðtoga samtakanna, opinberlega, um spillingu.

Tugir fórust í sprengingu

Á fjórða tug manna lét lífið þegar sprenging varð í úkraínskri kolanámu. Björgunarstarfsmenn börðust við mikið bál, banvænar gasgufur og allt að fimmtíu stiga hita þegar þeir reyndu að bjarga nokkrum kolanámumönnum sem var saknað eftir slysið.

Yfir 500 látin

Náttúruhamfarirnar í Suður-Asíu halda áfram að kosta fjölda manns lífið. Sautján létust af völdum eldinga í Bangladess og 49 Indverjar drukknuðu þegar þeir lentu í hringiðu í miklum vatnavöxtum í Assam héraði í noðausturhluta Indlands.

Flugþjónar börðu farþega

Tveir drukknir flugþjónar börðu farþega eftir að hann gerði athugasemd við drykkju þeirra og bað um að vera afgreiddur af allsgáðum flugþjóni.

Erfitt að endurgreiða skattinn

Skattayfirvöld í Singapúr standa frammi fyrir óvenjulegum vanda. Þau vita ekki hvernig þau eiga að koma andvirði tæps milljarðs króna til réttmætra eigenda sinna.

Kúgaði stórfé út úr skólabróður

Ellefu ára fauti neyddi bekkjarfélaga sinn um nokkurra ára skeið til að láta sig hafa pening fyrir tölvuleikjum og sælgæti með hótunum um að beita hann barsmíðum ella. Þegar upp var staðið hafði sá sem lagður var í einelti afhent honum vel yfir hálfa milljón króna.

Vilja meiri vinnu fyrir sömu laun

Starfsmenn Bosch í Frakklandi samþykktu í kosningum að lengja vinnuvikuna um eina klukkustund gegn engri launahækkun. Forsvarsmenn Bosch höfðu hótað uppsögnum. Aðeins tvö prósent starfsmanna í verksmiðjum Bosch höfnuðu hugmyndinni.

Ný kynslóð abstraktmálara

Ný kynslóð abstraktmálara gerir mikla lukku meðal listaelítunnar í Rússlandi þessa dagana. Verkin eru máluð af svínum, kráku, fíl, höfrungi og apa. Listrænn þjálfari dýranna hefur unnið með þeim í fimm ár og afrakstur þeirrar vinnu dregur að sér fjölda fólks.

Nemendum rænt í Nepal

Skæruliðar í Nepal rændu í gær 50 nemendum og um tug kennara þeirra í Katmandu, höfuðborg landsins. Nemendurnir eru aðallega stelpur á aldrinum þrettán til sextán ára. Skæruliðarnir beindu byssum að ungmennunum og kennurum þeirra og neyddu þau út úr skólanum. Skæruliðasamtök maóista í Nepal vilja steypa konungsveldinu af stóli.

Sprenging utan við lögreglustöð

Að minnsta kosti 10 manns létust og 50 særðust í sjálfsmorðsárás við lögreglustöð í Bagdad í morgun. Ekkert lát virðist á árásum þrátt fyrir að Írakar hafi tekið við stjórn landsins. Bifreið eða einhvers konar bensíntrukki var ekið inn á bílastæði fyrir framan lögrelgustöðina um átta leytið í morgun en þá voru flestir á leið til vinnu sinnar.

Fyrsti hermaðurinn heim

Yfirmaður mannúðarsveita filippseyska hersins í Írak lenti í Manila, höfuðborg Filippseyja í gær. Hann kom fyrstur hermanna Filippseyja sem hafa verið kallaðir heim frá Írak vegna hótana uppreisnarmanna um að taka af lífi filippseyskan gísl, mánuði fyrr en ráðgert var.

Bossi segir af sér

Umberto Bossi, leiðtogi Norðurbandalagsins á Ítalíu, hefur sagt af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Berlusconis. Þrátt fyrir afsögn hans er talið að ríkisstjórnin haldi velli, enda munu aðrir þingmenn Norðurbandalagsins áfram styðja stjórnina. Norðurbandalagið hefur áður fellt ríkisstjórn Berlusconis, en árið 1994 sprakk stjórn hans eftir aðeins sjö mánuði.

Fangarnir vinsælir í Danmörku

Danskir fangar virðast vinsælir, í það minnsta er kapphlaupið hafið í Danmörku um hvaða sveitarfélag fær nýtt fangelsi til sín. Áformað er að reisa nýtt fangelsi á austurhluta Danmerkur og mun það skapa um 250 til 300 störf.

Leita út fyrir landið til æfinga

Miklar tafir á undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Grikklandi hafa komið illa niður á grískum íþróttamönnum að sögn háttsetts embættismanns þar í landi. Margir íþróttamenn hafa verið útilokaðir frá íþróttaleikvöngum og íþróttahúsum síðustu ár vegna byggingaframkvæmda.

Arafat rekur frænda sinn

Yasser Arafat neyddist í dag til að reka frænda sinn, Moussa Arafat, sem yfirmann öryggismála í Palestínu, en hann var skipaður í starfið á laugardaginn. Arafat vakti mikla reiði með því að skipa frænda sinn í stöðuna og var hann sakaður um umsvifamikla spillingu.

Prinsinn heitir vernd

Krónprins Saudi-Arabíu hét því í morgun að gera allt sem í valdi hans stendur til að vernda Breta, Bandaríkjamenn og aðra útlendinga í landinu. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á útlendinga síðustu mánuði og hafa yfirvöld í Saudi-Arabíu verið gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi.

Grænfriðungar mættir til Sorrento

Grænfriðungar eru mættir til Sorrento á Ítalíu, til þess að mótmæla hvalveiðum, á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þar verður á morgun, lögð fram tillaga um að halda áfram vinnu að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni.

Hyggst samhæfa skatta

Evrópusambandið hyggst samhæfa skatta á fyrirtæki og er vonast til að samhæfingin auki samkeppnishæfni aðildarríkjanna. Þjóðverjar og Frakkar eru hlynntir sömu sköttum og hafa raunar barist fyrir því í nokkur ár.

Hópnauðganir í Darfur

Hermenn í Darfur í Súdan nota hópnauðganir sem vopn í baráttu sinni að sögn mannréttindasamtakanna Amnesty International. Talið er að milljón manns hafi flúið heimili sín. Ástandið í Darfur í Súdan fer versnandi og alþjóðasamfélagið hefur engan veginn undan í að aðstoða nauðstadda.

Allir hermennirnir farnir

Síðustu hermennirnir frá Filipseyjum hafa nú yfirgefið Írak, mánuði fyrr en upphaflega var ætlað. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn í Írak hafa filipeyskan gísl á valdi sínu, sem þeir höfðu hótað að hálshöggva, ef hermennirnir færu ekki fyrir tuttugasta júlí.

Komist hjá verkfalli í Frakklandi

Verkamenn hjá bílahlutaverksmiðjunni Robert Bosch, í Frakklandi, hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að vinna lengri vinnuviku, án viðbótarlauna, til þess að reyna að forða uppsögnum.

Kennarar handteknir í Indlandi

Indverska lögreglan leitar nú rúmlega tuttugu kennara sem sluppu heilir á húfi úr eldsvoðanum sem kostaði níutíu skólabörn lífið, í smáþorpi, í síðustu viku. Kennararnir hafa verið sakaðir um að hafa skilið börnin eftir, til þess að bjarga sjálfum sér. Nokkrir hafa þegar verið handteknir, en margir eru í felum, af ótta við hefnd ættingja barnanna.

Frönsk yfirvöld gagnrýna Sharon

Frönsk yfirvöld og leiðtogar gyðinga í Frakklandi hafa gagnrýnt Ariel Sharon, forseta Ísraels, fyrir að hvetja alla franska gyðinga til að flytja til Ísrael, segir á vefsíðu BBC fréttastöðvarinnar. Sharon á að hafa sagt að þetta væri nauðsynlegt þar sem árásum á gyðinga og áróðri gegn þeim hefði fjölgað mikið.

Skjóta niður eiturlyfjasmyglara

Brasilíumenn ætla, eftir þrjá mánuði, að byrja að skjóta niður flugvélar sem þá grunar að séu notaðar til eiturlyfjaflutninga yfir hina víðáttumiklu frumskóga landsins. Yfirvöld í Brasilíu segja að yfir 4000 óskráðar flugvélar séu á sveimi yfir Amazon skógunum, sem eru víðáttumeiri en bandaríska meginlandið.

Stefnt fyrir að hygla ættingjum

Evrópusambandið hefur stefnt Edit Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands fyrir mannréttindadómstólinn, vegna ásakana um að hún hafi hyglað ættingjum sínum og vinum, þegar hún átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Sambandið hefur aldrei áður stefnt jafn hátt settum embættismanni fyrir dómstóla.

NATO varar Serba við

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir yfirvöld í Serbíu/Svartfjallalandi verða að sýna vilja í verki og handtaka og framselja eftirlýsta stríðsglæpamenn ef koma á traustum og góðum tengslum við NATO.

Tunglför fagnað á morgun

Sigri Bandaríkjamanna í kapphlaupinu til tunglsins verður fagnað í geimferðastofnuninni NASA á morgun, þegar liðin verða 35 ár síðan Neil Armstrong steig fyrstur manna á tunglið. George Bush, Bandaríkjaforseta, langar til að senda aðra ferju til tunglsins en mörgum þykir það vera bæði of dýrt og skorta tilgang.

Nýir sporvagnar í Aþenu

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Grikklandi anda léttar eftir að sporvagnar voru teknir í notkun í Aþenu í morgun. Þeir eiga að létta á umferðarþunganum og er ætlað að flytja áhorfendur á leikvanga Ólympíuleikanna. Allur floti NATO verður á vakt meðan á leikunum stendur en öryggisgæsla í tengslum við þá hefur aldrei verið meiri.

Skýstrókur veldur tjóni

Skýstrókur olli tjóni í Ruhr-héraði í Þýskalandi í gærkvöld. Skýstrókurinn gekk yfir þrjá bæi og var svo öflugur að flutningagámar hófust á loft og lentu úti í á skammt frá. Strókurinn skildi eftir sig slóð eyðileggingar og nokkrir slösuðust. Stór hluti bæjanna varð rafmagnslaus, ár flæddu yfir bakka sína og almenningssamgöngur lágu niðri fram eftir degi.

Hóta að segja sig úr ráðinu

Japanir hóta að segja sig úr Alþjóðahvalveiðiráðinu verði banni við hvalveiðum í atvinnuskyni ekki aflétt. Þeir segjast ennfremur ætla að auka vísindaveiðar sínar til muna. Líkur hafa aukist á að hvalveiðar í atvinnuskyni verði leyfðar á ný, eftir átján ára bann.

Filippseyingar heim á morgun

Filippseysk stjórnvöld segja að hermenn þeirra yfirgefi Írak á morgun til að lífi filippseyska gíslsins sem er í haldi írakskra mannræningja verði þyrmt. Ræningjarnar hafa hótað að afhöfða manninn verði hermennirnir ekki kvaddir heim fyrir 20. júlí.  

Arafat uppræti spillingu

Palestínskir mótmælendur hafa gengið um götur Gasaborgar og krafist þess að Jasser Arafat forseti uppræti spillingu. Valdabarátta milli palestínskra afla verður æ meira áberandi eftir því sem nær dregur áætlunum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, um að kalla hersveitir sínar af svæðinu og leggja niður landnemabyggðir á næsta ári.

Þungaðar konur með anorexíu

Æ fleiri þungaðar konur og nýbakaðar mæður eru lagðar inn til meðferðar við átröskunarsjúkdómum á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Yfirlæknir spítalans segir þetta verulegt áhyggjuefni og segir afleiðingarnar geta verið hræðilegar fyrir bæði móður og barn.

Danir vilja hvalveiðar að nýju

Danir ætla að leggja fram tillögu í Alþjóða hvalveiðiráðinu sem á að liðka fyrir því að hvalveiðar í viðskiptaskyni geti hafist að nýju eftir tæplega tveggja áratuga hvalveiðibann. Samkvæmt fréttum á vefsíðu Politiken í Danmörku hefur tillögu þar að lútandi verið dreift til aðildarríkja ráðsins fyrir fund þess sem fram fer síðar í vikunni.

Myrti a.m.k. 19 manns

Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið 34 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa myrt a.m.k. 19 manns og yrði, ef rétt reynist, mesti raðmorðingi í sögu landsins. Lögreglan segir rökstuddan grun um að hann hafi myrt 15 manns á innan við ári, aðallega konur, en einnig roskið fólk í hverfi velstæðs fólks í höfuðborginni.

11 látast í árás Bandaríkjamanna

Bandaríkjaher felldi ellefu Íraka í loftárás á hús í Fallúja í morgun. Upplýsingar um tölu fallinna komu frá lækni á aðalsjúkrahúsi borgarinnar og Bandaríkjaher hefur staðfest að hafa staðið fyrir loftárásinni. 

20 börn enn í lífshættu

Tuttugu börn, sem brunnu illa í eldsvoða í barnaskóla í smábæ á Indlandi á föstudag, berjast enn fyrir lífi sínu. Fjöldi fólks gekk þögult um götur bæjarins Kumbakonam í gær til að votta aðstandendum samúð sína og knýja á um að stjórnvöld í landinu bæti ástand skólabygginga en skólarnir eru margir starfræktir í óviðundandi húsnæði.

Sjá næstu 50 fréttir