Fleiri fréttir

Mál aldarinnar í Belgíu

Hataðasti maður Belgíu, Marc Dutroux, var í dag dæmdur fyrir að ræna sex stúlkum og fyrir að myrða tvær þeira og vitorðsmann sinn. Dutroux viðurkenndi að hafa rænt stúlkunum og nauðgað þeim en sagðist ekki vera morðingi.

Helmingur fórnarlamba eru börn

Stjórnvöld í Bandaríkjunum áætla að fórnarlömb mansals innan landamæra um allan heim nemi milljónum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjórðu árlegu mansalsskýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem Colin Powell, utanríkisráðherra, kynnti í vikunni.

Takmörkuð bjartsýni leiðtoga

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins leitast í dag við að ná samkomulagi um helstu deilumál sín sem hafa komið í veg fyrir að sátt hefur náðst um stjórnarskrá sambandsins. Þeir hófu tveggja daga fund sinn í gær en voru lítt bjartsýnir.

Írakar tengdust víst al-Kaída

George W. Bush Bandaríkjaforseti dró í gær í efa fullyrðingar nefndar, sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar 11. september, um að ekki væri að sjá að nein tengsl hefðu verið á milli íraskra stjórnvalda og al-Kaída.

Minnsta kókaínframleiðsla í 14 ár

Nær þriðjungi minna landsvæði var lagt undir framleiðslu kókalaufa til kókaíngerðar á síðasta ári en þremur árum fyrr samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Höfða mál gegn ríkissaksóknara

Samtök gegn spillingu hafa höfðað mál til að fá ákvörðun ríkissaksóknara Ísraels hnekkt, en hann ákvað í gær að sækja Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ekki til saka. Sharon sætti rannsókn vegna aðildar að máli kaupsýslumannsins Davids Appels.

Olíuútflutningur stöðvast

Allur olíuútflutningur frá megin olíuútflutningshöfnum Íraks hefur stöðvast í vikunni vegna skemmdarverka og er óvíst hvenær hægt verður að hefja útflutning á ný. Tvær lykil olíuleiðslur hafa verið skemmdar undanfarna daga, og því geta Írakar ekki flutt út 1,6 milljónir olíufata daglega.

Hóta að drepa Johnson

Paul Johnsons, Bandaríkjamaður í gíslingu öfgamanna í Sádi-Arabíu, verður drepinn innan þriggja sólarhringa sleppi yfirvöld í landinu ekki fjölda fanga sem tengjast al-Qaeda. Íslömsk vefsíða birti í nótt myndbandsupptöku með Johnson, þar sem hann sést með bundið fyrir augu ásamt þeim sem halda honum föngnum.

Réttað yfir auðjöfri

Enginn býst við að rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky sigri í máli sem tekið var fyrir í dómi í Moskvu í morgun. Meira að segja lögmenn Khodorkovskyr gera ráð fyrir tapi, en segja ástæðurnar pólitísks eðlis.

Þunglynd dönsk börn

Fjöldi danskra barna á þunglyndislyfjum hefur fjórfaldast frá því árið 1997. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag. Árið 1997 voru 654 börn undir átján ára aldri á slíkum lyfjum, en í ár eru þau 2830.

EFTA slæmur kostur

Vilji Bretar draga úr áhrifum sínum á alþjóðavettvangi og fórna stórveldisstimpli sínum, er besta leiðin til þess að segja sig úr Evrópusambandinu. Þeir fórna þá fullveldinu og verða áhrifalausir, eins og EFTA-ríkin. Þetta er niðurstaða leiðarahöfundar dagblaðsins Independent í dag.

Blair lofar þjóðaratkvæðagreiðslu

Að vera eða ekki að vera í Evrópusambandinu er spurning sem er til umræðu á Bretlandseyjum í kjölfar þess, að stjórnmálaflokkur sem vill ganga úr sambandinu bar sigur úr býtum í Evrópuþingskosningum um helgina.

Bullur valda óeirðum

Óeirðir brutust út, aðra nóttina í röð, á Albúfeira-ströndinni í Portúgal, þar sem breskar fótboltabullur halda til. Fjöldi Íslendinga nýtur sólarinnar á sömu slóðum, og ráðleggja fararstjórar þeim að halda sig fjarri þeim stöðum sem Bretarnir eru með læti.

Vilja auðga úran

Til greina kemur að Íranir hefji auðgun úrans á ný, verði tillaga sem liggur fyrir alþjóða kjarnorkumálastofnuninni samþykkt. Þar eru Íranir fordæmdir fyrir að hafa ekki verið nægilega samvinnuþýðir við kjarnorkueftirlitsmenn.

34 drepnir í Kólombíu

Þrjátíu og fjórir bændur voru drepnir á frumskógasvæði í Kólombíu í gær. Morðingjarnir drógu bændurnar út úr heimilum sínum í dögum, bundu þá á höndum og fótum og skutu í höfuðið.

Vopnahléið út um þúfur

Þrír öryggisverðir voru skotnir til bana í árás á þorp í suðausturhluta Tyrklands í fyrrinótt. Talið er að kúrdískir uppreisnarmenn beri ábyrgð á drápunum en þeir sögðu á dögunum að einhliða vopnahlé sem þeir lýstu yfir fyrir fimm árum síðan væri ekki lengur í gildi.

Óttast nýtt borgarastríð

Bardagar í austurhluta Kongó og misheppnuð tilraun til að steypa stjórn landsins af stóli hafa vakið ótta manna um að friðurinn sem komst á árið 2002 kunni að vera úti.

Elsta hvalategundin

Það tók vísindamenn fjórtán ár en nú treysta þeir sér loks til að lýsa því yfir að beinagrind sem fannst árið 1990 sé af fjórtán milljón ára gamalli tegund hvala sem mönnum var áður ókunnugt um. Alton Dooley, steingervingafræðingur við Náttúrusögusafn Virginíu, segir að þessi nýuppgötvaða tegund sé þremur milljón árum eldri en elsta hvalategundin sem menn vissu um fyrir þessa uppgötvun.

Andspyrnuflokkar sigurvegarar

Litlir andspyrnuflokkar eru sigurvegarar Evrópuþingkosninganna sem fram fóru um helgina. Sigur þeirra er talinn til marks um óánægju kjósenda með stjórnvöld og stóra flokka.

Lýsir sig saklausan

Milorad Lukovic, sem hefur verið sakaður um að skipuleggja morðið á Zoran Djindic - fyrrum forsætisráðherra Serbíu, lýsti sig í gær saklausan af ákæruatriðum. Hann neitaði í síðustu viku að svara ákærunni af ótta við að orð hans hefðu áhrif á forsetakosningar um síðustu helgi.

Hryðjuverkunum 11. sept. frestað

Rannsóknarnefnd, sem skoðað hefur hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001, telur að þeim hafi verið frestað. Upphaflega hafi staðið til að fremja ódæðin um vorið það ár, en þar sem höfuðpaur hryðjuverkamannanna, Mohammed Attah, hafi ekki verið tilbúinn þá, var þeim frestað.

Komið í veg fyrir sjálfsmorðsárás

Gríðarleg sprenging varð þegar ísraelskir hermenn skutu að grunsamlegum bíl sem Palestínumaður ætlaði að aka inn í landnemabyggð á Gasa svæðinu í morgun. Talið er fullvíst að Palestínumaðurinn, sem beið bana, hafi ætlað að gera sjálfsmorðsárás á byggðina en engan Ísraela sakaði. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér.

Svikarar lofa vinnu á Íslandi

Fjölmiðlar í Namíbíu hafa vakið athygli á fyrirtækinu Unique Jobs sem gefið hefur atvinnulausu fólki loforð um vinnu við sjávarútveg í Noregi, Grænlandi og Íslandi gegn 12 þúsund króna gjaldi.

Bullur handteknar í Portúgal

Tvöhundruð ólátaseggir, flestir þeirra breski fótboltaáhugamenn, lentu í átökum við lögreglu í strandbænum Albufeira á Algarve í Portúgal snemma í morgun. Slagsmál brutust út á nokkrum krám þar sem ensku aðdáendurnir sátu að sumbli og mætti lögreglan á vettvang. Tólf voru hnepptir í varðhald, þar á meðal nokkrir Bretar.

Mega selja svínakjöt

Ísraelsk sveitarfélög verða að leyfa sölu svínakjöts ef meirihluti íbúanna krefst þess. Dómur hæstaréttar Ísraels í þessa veru þykir mikill sigur fyrir þá sem vilja skilja að ríki og trúarbrögð en trúaðir Ísraelar vöruðu við því að þetta græfi undan þjóðarvitund Ísraela sem gyðinglegrar þjóðar.

Lestarránum fjölgar

Lestarfarþegar í Bihar-fylki í austurhluta Indlands eru uggandi um öryggi sitt eftir fjölda vopnaðra rána í lestum sem fara um héraðið. Rúmlega 20 lestarrán hafa verið framin í Bihar síðustu tvær vikurnar og nokkrir farþegar hafa verið skotnir til bana.

Saddam afhentur Írökum

Saddam Hússein verður afhentur nýjum, írökskum yfirvöldum þegar þann þrítugasta þessa mánaðar, að sögn væntanlegs forsætisráðherra, Iyads Allawis. Saddam er haldið á ótilgreindum stað í Írak þar sem hann hefur verið yfirheyrður.

22 löggur létust

22 nepalskir lögreglumenn létu lífið og fimmtán til viðbótar særðust þegar bíll sem þeir voru í lenti á jarðsprengju sem maóískir uppreisnarmenn höfðu komið fyrir. Lögreglumennirnir voru á tveimur bílnum. Fremri bíllinn lenti á jarðsprengjunni og gjöreyðilagðist.

Kærið Saddam eða sleppið honum

Hernámsstjórnin í Írak verður að ákæra Saddam Hussein fyrir lok mánaðarins eða leysa hann úr haldi þegar Írakar fá aftur völdin í landi sínu. Þetta segir talsmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins.

Ákæra fjóra breska dáta

Fjórir breskir hermenn sem gegndu herskyldu í Írak verða dregnir fyrir herrétt ákærðir fyrir að beita fanga misþyrmingum. Að sögn ríkissaksóknarans, Goldsmith lávarðar, eru hermennirnir ákærðir fyrir árás og að neyða fanga til kynferðislegra athafna innbyrðis.

Fann lík í ísskápnum

Breskur karlmaður fann sundurbútað lík af tengdadóttur sinni í ísskáp íbúðar hennar og sonar síns þegar hann ætlaði að sækja sér mjólk í teið sem hann var nýbúinn að laga sér. Maðurinn hafði komið við í íbúðinni til að heilsa upp á son sinn og tengdadóttur.

Hóta að pynta óbreyttan borgara

Lögregluyfirvöld í Sádí-Arabíu og bandaríski herinn leita nú að Bandaríkjamanni sem grunað er að hafi verið rænt af samtökum hliðhollum al-kaída um helgina.  Samkvæmt bandaríska sendiráðinu í Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu, hefur ekkert hefur spurst af Paul Johnson, sem er 49 ára verkfræðingur, síðan á sunnudag.

Vantraust fellt þrisvar

Ísraelska ríkisstjórnin lifði af þrjár vantrauststillögur á þingi í gær, þar sem forysta Verkamannaflokksins - sem er í stjórnarandstöðu - ákvað að sitja hjá og veita stjórninni þar með öryggisnet.

Hindruðu sprengjuárás

Palestínumaður sem ísraelska leyniþjónustan hefur handtekið ætlaði sér að koma fyrir sprengju, annað hvort í embættissetri Ariels Sharons forsætisráðherra eða hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jerúsalem. Í yfirlýsingu frá ísraelskum stjórnvöldum um þetta segir að hann hafi ekki verið búinn að taka ákvörðun um á hvorum staðnum hann ætlaði að láta til skarar skríða.

Indverji handtekinn

Lögregluyfirvöld á Indlandi yfirheyrðu í fyrradag indverskan viðskiptamann sem grunaður er um að hafa selt leynilegar upplýsingar um kjarnorkuáætlun Indverja. Maðurinn var framseldur til Indlands frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á laugardag en þar var hann handtekinn.

Stálu 80 milljörðum

Markaðssvik bandaríska stórfyrirtækisins Enron á raforkumarkaði kostuðu viðskiptavini félagsins andvirði um 80 milljarða króna samkvæmt úttekt Snohomishsýslu.

Horfurnar ekki góðar

"Einungis tíminn getur leitt í ljós hvernig öryggismálum verður háttað í framtíðinni. En horfurnar eru ekki ýkja góðar," sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í gær þegar hann var spurður út í hvort koma mætti öryggismálum í Írak í gott horf.

Réttað yfir Saddam sem fyrst

Saddam Hússein verður afhentur írökskum yfirvöldum þann þrítugasta þessa mánaðar, að sögn væntanlegs forsætisráðherra, Iyads Allawis. Bandaríkjamenn hafa sagt að allir stríðsfangar verði færðir nýjum stjórnvöldum í Bagdad en hafa ekki tilgreint hvenær.

Má ekki klæðast íslömskum klæðum

Fimmtán ára gömul íslömsk stúlka, sem búsett er í Bretlandi, tapaði máli fyrir rétti í dag þar sem hún fór fram á að mega klæðast íslömskum klæðum í skólanum.

Lengst allra í embætti

Enginn breskur stjórnmálamaður hefur setið lengur samfellt í stóli fjármálaráðherra en Gordon Brown. Í gær hafði hann gegnt embættinu í sjö ár og 44 daga.

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels verður ekki ákærður fyrir mútuhneyksli að sögn dómsmálaráðherra landsins, Menachem Mazuz. Málið snýst um meintar mútugreiðslur upp á hundruðir þúsunda Bandaríkjadala, sem sonur Sharons á að hafa fengið í lok síðasta áratugar frá ísraelskum kaupsýslumanni, og að Sharon hafi átt aðild að málinu.

Litarefni auka líkur á ofvirkni

Talið er að tilbúin litarefni og Benzoate rotvarnarefni í mat auki líkurnar á ofvirkni hjá ungum börnum. Sú er niðurstaða rannsóknar á hegðun 277 forskólabarna sem Dr. John O. Warner frá Southampton General Hospital í Bretlandi stjórnaði.

Síðasta yfirheyrslan

Hefðu orustuþotur getað komið í veg fyrir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001? Þetta er spurningin sem sjálfstæð rannsóknarnefnd sem hefur kannað árásirnar leitar svara við á fundi á morgun. Þá verður haldin síðasta opinbera yfirheyrslan í rannsókninni.

Mesti halli í sögunni

Fjórða mánuðinn í röð mældist viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd meiri en hann hafði nokkru sinni áður mælst í sögunni. Viðskiptahallinn nam um 3.400 milljörðum króna í apríl, samkvæmt nýbirtum tölum.

Alvarlegir glæpir aukast í London

Lundúnalögreglan leggur nú á ráðin um að koma á fót sérstakri deild innan lögreglunnar til að sporna við sívaxandi tíðni alvarlegra glæpa sem framdir eru af fólki frá Suður-Asíu. Þrjátíu og átta morð voru framin í London af Suður-Asíubúum á síðasta ári sem er næstum fjórfalt meira en fyrir áratug.

Sjá næstu 50 fréttir