Erlent

34 drepnir í Kólombíu

Þrjátíu og fjórir bændur voru drepnir á frumskógasvæði í Kólombíu í gær. Morðingjarnir drógu bændurnar út úr heimilum sínum í dögum, bundu þá á höndum og fótum og skutu í höfuðið. Talið er að vinstrisinnaðir skæruliðar beri ábyrgð á morðunum, og þeir hafi viljað refsa bændunum fyrir að týna kókó-lauf fyrir hægrisinnaða skæruliða. Kókó-lauf er notað til að framleiða kókaín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×