Erlent

Ákæra fjóra breska dáta

Fjórir breskir hermenn sem gegndu herskyldu í Írak verða dregnir fyrir herrétt ákærðir fyrir að beita fanga misþyrmingum. Að sögn ríkissaksóknarans, Goldsmith lávarðar, eru hermennirnir ákærðir fyrir árás og að neyða fanga til kynferðislegra athafna innbyrðis. Lávarðurinn sagði í tilkynningu til þingsins að misþyrmingarnar hefðu átt sér stað þegar óbreyttum borgurum hefði verið haldið um skeið en ekki í fangelsi. Mál þriggja hermanna til viðbótar eru enn í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×