Erlent

Fann lík í ísskápnum

Breskur karlmaður fann sundurbútað lík af tengdadóttur sinni í ísskáp íbúðar hennar og sonar síns þegar hann ætlaði að sækja sér mjólk í teið sem hann var nýbúinn að laga sér. Maðurinn hafði komið við í íbúðinni til að heilsa upp á son sinn og tengdadóttur. Hvorugt þeirra var heima en þar sem hann var kominn á staðinn ákvað hann að hella upp á te. Þegar hann svo opnaði ísskápinn fann hann líkið og kallaði á lögreglu að sögn breska götublaðsins The Sun. Lögregla leitar nú að eiginmanni konunnar, syni mannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×