Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Við fjöllum um málið.

Aukin skatt­heimta og „sann­gjarnari“ veiði­gjöld

„Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni. 

Lóan er komin

Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. 

Páll gefst ekki upp og blæs til söfnunar

Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, hefur sett af stað söfnun fyrir málskostnaði vegna áfrýjunar til Landsréttar. Páll var í vikunni dæmdur til að greiða blaðamönnum Kjarnans miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla í tengslum við Samherjamálið.

Segir ís­lenska há­skóla skrapa botninn

Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna. Við fjöllum um málið.

Afnám banns gæti rýmkað opnunartíma vínbúða yfir hátíðir

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur að svigrúm sitt til að rýmka opnunartíma vínbúða í kringum stórhátíðir ykist ef frumvarp um afnám banns við að búðirnar séu opnar á sunnudögum og hátíðardögum verður að lögum. Stofnunin leggst ekki gegn frumvarpinu.

Sonurinn beðinn um að hætta í fót­boltanum

Sjö ára drengur þarf að bíða í allt að þrjú ár eftir komast að í einhverfugreiningu. Móðir hans hefur áhyggjur af því að hann fái greininguna of seint og segir að marga foreldrar í sömu sporum vera að bugast.

Rann­saka vinnu­brögð verk­takanna eftir sprenginguna

Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni.

Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar

Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins.

Þyrlan í öðru verk­efni og gat ekki náð í vél­sleða­manninn

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í notkun í öðru verkefni og komst því ekki að sækja vélsleðamann sem slasaðist við Gimbrarhnjúk í Göngustaðadal í Svarfaðardal í dag. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning klukkan 15:30 og komu sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmenn til aðstoðar. 

Vafi féll þrí­tuga bróðurnum í vil

Maður á þrítugsaldri sem ákærður var í Borgarholtsskólamálinu svokallaða var sýknaður þar sem ekki tókst að sanna á hann líkamsárás. Lögmaður eins sakfelldu segir koma á óvart að fullorðnir menn, sem ekki sæki nám en komi inn í skóla og taki þátt í átökum, séu sýknaðir.

Slasaðist á Úlfars­felli

Fjallgöngumaður slasaðist á ökkla á Úlfarsfelli í dag. Björgunarsveitin kom sjúkraflutningamönnum til aðstoðar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vinnueftirlitið mun setja sig í samband við verktakafyrirtækið sem byggir húsið í Garðabæ þar sem sprenging varð í gær. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir mikilvægt að sýna aðgát þegar unnið er með hættuleg efni.

Segir skila­­boðin fölsuð og vísar á­sökunum á bug

Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, vísar ásökunum, um að hann hafi setið um konu fyrir rúmum fimmtán árum síðan, á bug. Hann segir skilaboð, sem eiga að hafa verið send í hans nafni, fölsuð.

„Við vitum ekki hvernig þetta fór af stað“

Lögregla rannsakar nú sprengingarnar sem urðu í Garðabæ í gær þegar gaskútar sprungu í nýbyggingu í Garðabæ og flugu tugi metra. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólk hafi verið í verulegri hættu og því mildi að enginn hafi slasast. Eldsupptök eru enn ókunn.

Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér

Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann.

„Gríðarlegur léttir að málinu sé lokið“

Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá dómi. Lögmaður Jóns Þórs Birgissonar, eða Jónsa í Sigur rós eins og hann er oftast kallaður, segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar.

„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara

„Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Lögregla rannsakar nú sprengingarnar sem urðu í Garðabæ í gær þegar gaskútar flugu tugi metra. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólk hafi verið í verulegri hættu og því mildi að enginn hafi slasast. Eldsupptök eru enn ókunn.

Að­gerðum lokið í Straums­vík

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu.

Vill að LED-skjár verði fjarlægður af strætó

Samgöngustofa mælist til þess að LED-skilti sem hengt var aftan á strætisvagn í tilraunaskyni verði tekið niður. Fyrirtæki sem selur auglýsingar í strætisvagna óskaði eftir að fá að prófa tæknina.

Telur ekki rétt að loka svæðinu við Glym

Jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur ekki rétt að loka gönguleiðum að Glym þrátt fyrir að svæðið sé vissulega hættulegt. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. Síðan árið 2014 hafa orðið 26 slys á svæðinu.

Kókaín­neysla Ís­lendinga nær sér á strik eftir Co­vid

Doktor í líf- og læknavísindum segir að frárennsli á höfuðborgarsvæðinu sýni greinilega aukna notkun kókaíns. Neyslan hafi minnkað í faraldrinum. Talið sé að aukin velmegun geti útskýrt breytt neyslumynstur landsmanna.

Vilja nota skrif­stofu­hús­næði undir flótta­fólk

Ríkisstjórnin vill rýmka tímabundið reglur vegna búsetuúrræða fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Frumvarpsdrög voru send á þingflokka stjórnarflokka í morgun. Verði frumvarpið að lögum er hægt að nýta húsnæði, sem ekki var upphaflega hugsað til búsetu, undir flóttafólk.

Nem­endur í Versló auka næringar­gildi salts með fisk­beinum

Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða.

Hundrað milljóna miði keyptur í Reykja­vík

Fimm hlutu annan vinning í Eurojackpot í dag og hlutu rétt tæpar 100 milljónir hver. Einn miðanna var keyptur í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðanna voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi.

Óskar eftir gögnum um á­byrgðar­menn náms­lána

Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar.

„Maður fær eigin­lega bara svona í hjartað“

„Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás.

Sjá næstu 50 fréttir