Fleiri fréttir

Halda sektinni til streitu og segja stöðu­kortið falsað

Vilberg Rambau Guðnason er niðurbrotinn maður eftir að hafa farið bónleiður til búðar frá Bílastæðasjóði. Vilberg, sem er öryrki, gerði athugasemd við sekt sem hann fékk fyrir að leggja í stæði ætlað hreyfihömluðum.

Girðingarnar fjar­lægðar en lóðir stækkaðar

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar við Sundlaugartúnið, sem felur í sér lausn á Sundlaugartúnsmálinu svokallaða. Tillagan nær fram að ganga samþykki borgarráð deiliskipulagið.

Borgin boðar breytingar í Skeifunni: „Auðvitað þarf að laga þetta“

Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í breytingar á samgönguleiðum í Skeifunni þar sem allir þvælast fyrir öllum og gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir svæðið eftir að breytast mikið á næstu árum. Vegfarendur eru ekki par sáttir með stöðuna í dag og einn segist beinlínis hata Skeifuna.

Segir Sólveigu aldrei tilbúna í samtal

Ólöfu Helgu Adolfsdóttur ritara Eflingar líst illa á fyrirhuguð verkföll og vill greiða atkvæði um kjarasamning sambærilegan þeim sem önnur stéttarfélög hafa samþykkt. Hana grunar að öðrum hópi félagsfólks innan Eflingar verði boðið að fara í verkfall hafni starfsfólk Íslandshótela að leggja niður störf.

Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu

Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús.

Um óhappatilvik að ræða

„Þegar fólk lendir í tjóni þá er um að gera að leita upplýsinga hvort að það sé réttur fyrir hendi eð ekki,“ segir Óðinn Elísson, framkvæmdastjóri Fulltingis og sérfræðingur í skaðabótarétti í viðtali við Reykjavík síðdegis fyrr í dag.

Augljóst að verið sé að hræða starfsfólkið

Formaður Eflingar segir reynt að hræða starfsfólk Íslandshótela frá því að fara í verkfall sem hún hafi fulla trú á að félagsmenn samþykki. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að afturvirkar launahækkanir standi starfsfólki Eflingar til boða þar til verkfall skelli á.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir ákvörðun Þjóðverja sem loks tóku af skarið í dag um að senda öfluga skriðdreka til Úkraínu. Hann fundaði einnig í dag með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og við heyrum í henni í fréttatímanum.

Segir ráð­gjafa og eftir­lits­aðila axla á­byrgð á lekanum í Foss­vogs­skóla

Reykjavíkurborg hefur nú farið ítarlega yfir lekann sem varð í Fossvogsskóla þann 20.janúar síðastliðinn. Lekinn kom ekki frá þakinu heldur frá stóru rennunum sem eru áfastar þakkanti. Þetta kemur fram í bréfi sem Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg sendi á foreldra barna og starfsmenn Fossvogsskóla fyrr í dag.

Beint streymi frá fundi Katrínar og Olaf Scholz

Olaf Scholz kanslari Þýskalands tilkynnti fyrr í dag að Þjóðverjar ætluðu að útvega Úkraínumönnum Leopard skriðdreka og heimila öðrum þjóðum að gera það einnig.

Meiri­hlutinn segir Ís­lands­banka­málið á loka­metrunum

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig.

Gul við­vörun vegna storms

Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms taka gildi á morgun allt frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. 

Tam­oxi­fen My­lan ó­fáan­legt að minnsta kosti fram á mitt ár

Krabbameinslyfið Tamoxifen Mylan 20 mg. hefur verið ófáanlegt á landinu síðan 25. apríl í fyrra. Lyfið er meðal annars notað við brjóstakrabbameini og til draga úr líkum á endurkomu þess en það er ekki væntanlegt aftur til landsins fyrr en mögulega um mitt ár.

Mis­notaði litlu systur sam­búðar­konu sinnar í sjö ár

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir að misnota litlu systur sambúðarkonu sinnar í sjö ár, frá því að stúlkan var ellefu ára gömul þar til hún var átján ára. Maðurinn braut meðal annars á stúlkunni á meðan að sambúðarkona hans, systir stúlkunnar, lá í sama rúmi og þau. 

Staðan á hús­næðis­markaði hrika­leg

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stöðu leigjenda hrikalega og það sé alfarið á ábyrgð Seðlabankans og stjórnvalda sem hafa algjörlega brugðist.

Segir dóms­mála­ráð­herra bjóða upp á út­vatnað ræksni

Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu.

Spurði Jón hvort hann hyggðist láta skjóta sig með rafbyssu

Það verður að koma í ljós hvort Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hyggist prófa það að láta skjóta sig með rafbyssu. Þetta kom fram í svari hans við spurningu Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata og nefndarmanns í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í gær.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum ræðum við um kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins en SA hafa lofað Íslandshótelum að bæta allt það tjón sem fyrirtækið verður fyrir, verði af boðuðu verkfalli hjá Eflingarstarfsmönnum. 

Kanna­bis­kökur og þreyttur náms­maður meðal verk­efna lög­reglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili einstaklings í miðbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær en í tilkynningu frá lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir að viðkomandi verði kærður fyrir vörslu á „kökum“ sem grunur leikur á að innihaldi kannabis.

Leggur til afnám við sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skráð trú- og lífsskoðunarfélög. Breytingin felur í sér að færa ákvörðun um félagsaðild barna í trú- og lífsskoðunarfélög til foreldra og síðar til barnanna sjálfra þegar þau ná 12 ára aldri.

Verkföll komi spánskt fyrir sjónir í ljósi góðra launa

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir að stemning fyrir verkföllum virðist vera lítil innan ferðaþjónustunnar. Rekstraraðilar hafa leitað til samtakanna vegna starfsfólks sem vilji skrá sig úr Eflingu. 

Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar

Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins.

Mikil þjálfun fram­undan í notkun raf­­byssa

Reglugerð varðandi heimild lögreglu til að notast við rafbyssur hefur tekið gildi. Næsta skref er að kaupa vopnin og svo þarf að þjálfa lögreglumenn til að nota þau. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Örn Bragason, yfirmann menntamála lögreglu um þá þjálfun sem framundan er.

Samningur í höfn milli SA og SSF

Samtök atvinnulífsins og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa undirritað skammtímakjarasamning. Mánaðarlaun starfsmanna fjármálafyrirtækja hækka um 6,75% og gildir hækkunin afturvirkt frá 1. nóvember 2022. Samningurinn er áþekkur þeim sem samið var um við VR/LÍV og félög iðn- og tæknifólks nýverið.

Ó­líkt mat á verk­falls­vilja hótel­starfs­fólks

Samtök atvinnulífsins útiloka ekki að láta reyna á lögmæti boðaðra verkfallsaðgerða Eflingar fyrir Félagsdómi. Deiluaðilar funduðu sameiginlega í aðeins eina mínútu í dag og segist ríkissáttasemjari aldrei hafa kynnst deilu í öðrum eins hnút.

Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu

Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. 

Sjá næstu 50 fréttir