Fleiri fréttir

Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp
Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa.

Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum
Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014.

Brugðist við hallarekstri borgarinnar: Færri sýningar og boðsmiðar en meiri tími í beðunum
Ráðast á í margvíslegar aðgerðir til að bregðast við miklum hallarekstri A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar á meðal á að ráðast í 92 hagræðingaraðgerðir sem fela meðal annars í sér færri sýningar á Listasafni Reykjavíkur og færri boðsmiða á safnið. Skoða á mögulega sölu á bílastæðahúsum auk þess sem að útlit er fyrir að unglingar í Vinnuskólanum þurfi að eyða meiri tímum í beðum borgarinnar en fyrri sumur.

Bein útsending: Fulltrúar Bankasýslunnar mæta fyrir þingnefnd
Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem fram fer milli klukkan 10:30 og 12 í dag.

Leikskólastjórnendur afar gagnrýnir á skóla- og frístundasvið
„Samfélagið, stjórnmálafólk verður núna, árið 2022, að skilja mikilvægi þess að hlúa að yngsta fólkinu sem byrjar rúmlega eins árs í leikskóla og dvelur þar að jafnaði 8,5 klukkustundir fimm daga vikunnar.“

Víða hætt við lúmskri hálku sunnan- og vestanlands
Víða verður hætt við myndun lúmskrar hálku sunnan- og vestanlands í dag, einkum seinnipartinn og í kvöld eftir að það styttir upp, lægir og léttir til.

Rekstarniðurstaða A-hluta neikvæð um 11,1 milljarð króna
Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar, sem er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatttekjum, var neikvæð um 11,1 milljarð króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna.

Árið sem þetta var „látið gossa“
Grímuskylda, nálægðarmörk og djammbann. Þetta kunna að virðast hlutir úr öðru lífi en í upphafi ársins voru hér í gildi einar hörðustu samkomutakmarkanir Íslandssögunnar.

Handtóku mann eftir ítrekuð afskipti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær mann í annarlegu ástandi eftir að hafa ítrekað þurft að hafa afskipti af honum. Fór hann ekki að fyrirmælum lögreglu og er grunaður um brot á lögreglusamþykkt.

Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“
Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára.

Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það.

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun
Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Kláfur sé fyrst og fremst aðgengismál
Borgarráð hefur samþykkt að skoða að setja upp Kláf í Esjuhlíðum. Formaður borgarráðs segir málið fyrst og fremst aðgengismál en að í hugmyndinni felist einnig tækifæri fyrir ferðaþjónustuna.

Sólborg valin framúrskarandi ungur Íslendingur
Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur.

Staðan í kjaraviðræðum viðkvæm
Ríkissáttasemjari ákvað í dag að fresta fundi aðila vinnumarkaðarins til morguns, í stað þess að halda áfram fundarhöldum í Karphúsinu. Að sögn ríkissáttasemjara fer betur á því á þessu stigi að samningsaðilar ræði hver við sitt bakland. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi.

Aðstoðuðu ferðamann í Landmannalaugum
Flugbjörgunarsveitin á Hellu aðstoðaði erlendan ferðamann í morgun sem staddur var í Landmannalaugum og hafði fest bíl sinn í á.

92 hagræðingar- og umbótatillögur samþykktar í borgarráði
Borgarráð samþykkti í dag 92 tillögur meirihlutaflokka Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar um hagræðingu í rekstri borgarinnar á næsta ári upp á vel á annan milljarð króna. Meðal annars er lagt til að leggja niður dagsetrið Vin, hætta styrkjum til áfangaheimila og stöðva rekstur Seljahlíðar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Kostnaður almennings vegna samningsleysis á milli sérgreinalækna og sjúkratrygginga hefur numið fimm milljörðum króna á þessu ári að mati Öryrkjabandalagsins. Dæmi eru um að öryrkjar hafi þurft að greiða fimmtíu þúsund krónur á einum mánuði bara í komugjöld og annan aukakostnað. Þetta og margt annað í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar
Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar.

Vinnumenn senda konur í karlaklefa Vesturbæjarlaugar
Á morgun munu kvenkyns sundlaugargestir nota karlaklefann í Vesturbæjarlaug í Reykjavík en karlar nota kvennaklefann. Viðgerðir á loftræstikerfi kvennaklefans fara fram á morgun.

Í gæsluvarðhald grunaður um tilraun til manndráps
Karlmaður sem réðst að fyrrverandi eiginkonu sinni með öxi fyrir framan Dalskóla í Úlfarsárdal í gær hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Árásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

Sigríður segir Boeing 757 vera uppáhaldsflugvélina
Sigríður Einarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að gegna störfum atvinnuflugmanns. Þegar hún er spurð, að loknum 38 ára starfsferli sem flugmaður og flugstjóri, hver sé uppáhaldsflugvélin er svarið: Boeing 757.

Byssumaðurinn í Hafnarfirði metinn ósakhæfur
Karlmaður sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í júní á þessu ári er ósakhæfur. Maðurinn hafði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en maður var ásamt syni sínum inni í öðrum bílnum þegar árásin átti sér stað.

Fordómar enn til staðar fjórum áratugum síðar
Á fjórða tug hafa greinst með HIV hér á landi það sem af er ári en tæplega fjórir áratugir eru liðnir frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist. Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi segir HIV smitaða enn mismunað þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni. Ef alþjóðasamfélagið hefði brugðist við HIV líkt og gert var með Covid væri staðan mögulega önnur.

Funda hver fyrir sig í dag og hittast svo á ný á morgun
Fundi Starfsgreinasambandsins, samflots iðn- og tæknimanna og Samtaka atvinnulífsins sem var á dagskrá hjá ríkissáttasemjara í dag hefur verið frestað til morguns. Ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að hann telji tíma samningsaðila betur verið í vinnu með sínu baklandi en að þeir komi síðan aftur saman til fundar hjá sáttasemjara á morgun.

Lögreglan lýsir aftur eftir Arturs Jansons
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Arturs Jansons, 28 ára, frá Lettlandi, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Lettlands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Arturs er ekki talinn hættulegur.

VG gerir fyrirvara við frumvarp Jóns um lögregluna
Þingflokkur VG hefur afgreitt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum og sent það til þinglegrar meðferðar. Þingflokkurinn gerði nokkra fyrirvara við frumvarpið, til dæmis hvað varðar heimildir lögreglu til að hafa eftirlit með borgurum.

Samfylkingin rifti leigusamningi vegna ónothæfs eldhúss
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Fulltrúaráð Samfylkingarinnar til að greiða Sjónveri ehf. gjaldfallna leigu fyrir einn mánuð en ekki sex eins og upprunalegur leigusamningur kvað á um.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Kjaramálin, ný spá Isavia um fjölda ferðamanna og óvenjuleg hlýindi verða á meðal þess sem fjallað verður í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Gagnrýndu ferðalög meirihlutans og óskuðu svara um kostnað
Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins voru utanlandsferðir fulltrúa meirihlutans nokkuð hugleiknar á borgarráðsfundi í síðustu viku. Í bókunum segir Flokkur fólksins að margt smátt geri eitt stórt og leggur til að fulltrúar notist við fjarfundabúnað.

Ræða hvort nafnlaus tindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga jöklafræðing
Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“

Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu
Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi.

Þekktir menn í undirheimunum viti helst hvað komið hafi fyrir Friðfinn
„Það er búið að vinna úr öllum ábendingum. Velta öllum steinum. En sorglegu tíðindin eru þau að hann finnst ekki,“ segir Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem hvarf sporlaust þann 10. nóvember síðastliðinn.

Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni
Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga.

Ísland engan veginn í stakk búið fyrir viðamiklar lyfjarannsóknir
Ísland er langt í frá reiðubúið til að taka þátt í umfangsmiklum lyfjarannsóknum, ef marka má umsagnir um þingsályktunartillögu um heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbíni (e. psilocybin) í geðlækningum.

Þetta eru merkustu sigrar ársins
Við erum mætt aftur, fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, með ítarlega yfirferð yfir árið 2022. Það gerðist allskonar, eins og við munum, en við byrjum hér: á fólkinu sem varð ofan á. Sigurvegurum ársins, í sem víðasta skilningi orðsins.

Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2022
Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2022 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn.

Uggur um lífeyrisréttindi heilbrigðisstarfsmanna sem fresta starfslokum
„Við viljum alls ekki hafa nein ákvæði um starfslokaaldur í lögum, hvorki hámörk um 67 né 70 ára aldur. Þetta á fyrst og fremst að vera samningsatriði milli þess sem vinnur og þess sem vill hafa fólk í vinnu.“

„Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“
HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok.

Gestur olli skemmdum á hótelherbergi og hótaði starfsfólki
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í miðborginni í gærkvöldi vegna hótelgests sem hafði valdið skemmdum á hótelherbergi sínu og hafði í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn, segir í tilkynningu frá lögreglu um verkefni næturinnar.