Innlent

„Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einar Þór segir óskandi að samfélagið hefði brugðist eins við HIV á sínum tíma eins og kórónuveirufaraldrinum nú.
Einar Þór segir óskandi að samfélagið hefði brugðist eins við HIV á sínum tíma eins og kórónuveirufaraldrinum nú.

HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok.

Frá þessu greinir Morgunblaðið en í dag, 1. september, er alþjóðlegi alnæmisdagurinn.

Nærri 40 ár eru liðinn frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með alnæmi á Íslandi en hann lést árið 1985. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og að sögn Einars eru nú um 350 karlar í lyfjameðferð með PrEP, sem notað er í forvarnarskyni.

„Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu. Aðgengi fólks að þjónustu og meðferð er mjög mismunandi eftir svæðum í heiminum,“ segir Einar.

„Við hér á Íslandi getum auðvitað hrósað happi yfir nútímalegri og góðri þjónustu en það á ekki við um alla. Allir eiga þó sameiginlegt að það að búa við sjúkdóminn er mjög hamlandi í félagslegu tilliti. Hjá mörgum er sjúkdómurinn enn mikið leyndarmál og margir eiga erfitt með að tengjast fólki, eignast fjölskyldu og einfaldlega að vegna vel í tilverunni.“

Einar segir óskandi að jafn mikil samstaða hefði myndast gegn HIV á sínum tíma eins og myndaðist þegar kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.