Fleiri fréttir

„Vonandi verður þetta betra í kvöld“
Skemmtistaðaeigandi í miðbæ Reykjavíkur vonar að meiri aðsókn verði í bæinn í kvöld en í gær. Hann telur of mikið hafa verið gert úr sögusögnum af mögulegum hnífstunguárásum þar um helgina í fjölmiðlum og skilur vel að fólk sé smeykt. Lögregla er aftur með mjög aukinn viðbúnað í bænum í kvöld.

Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að fara sérstaklega varlega í umferðinni í kvöld vegna mikillar hálku á höfuðborgarsvæðinu. Bíll fór út af Hellisheiðinni síðdegis í dag.

Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys
Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað.

Foreldrar á Seltjarnarnesi segja ástandið ólíðandi
Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld.

Aukinn viðbúnaður í miðbænum næstu daga
Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan.

Grótta nörruð til að leigja ungmennum veislusal
Íþróttafélagið Grótta segist leggja sig fram við að leigja veislusal félagsins ekki ungmennum sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í salnum í gær. Félagið segir 23 ára einstakling hafa leigt salinn og lofað að allir gestir yrðu tvítugir eða eldri.

Fjölmenningarhátíð á Hvolsvelli í dag
Það stendur mikið til á Hvolsvelli í dag því þar verður haldin fjölmenningarhátíð í félagsheimilinu Hvolnum þar sem íbúar frá Póllandi, Búlgaríu og Portúgal kynna menningu sína fyrir öðrum íbúum í gegnum söng, dans og matarsmakk . Einnig munu íslensk ungmenni kynna sína menningu, siði og hefðir fyrir gestum og bjóða upp á hangikjöt og lifrarpylsu.

Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“
Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu.

Bjarni hafi mætt með bensínbrúsa inn í erfiðar kjaraviðræður
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir ummæli fjármálaráðherra um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið í kjaraviðræðum vera óheppileg. Á sama tíma og forsætisráðherra reyni að slökkva elda helli fjármálaráðherra bensíni á eldinn.

Vonast til að komast aftur heim til Rússlands
Rússneska pönksveitin Pussy Riot hélt í gær sýningu í Þjóðleikhúsinu. Þessa sýningu flokkuðu þær sem tónleika, gjörningalist og pólitískan viðburð. Sýningin var hluti af sýningarferð sem þær fara nú um Evrópu.

„Það er alveg ljóst að við fórum offari“
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir ljóst að Íslendingar hafi farið offari í aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 á sínum tíma.

Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja með fjölskyldu sína
Barnshafandi kona á Austurlandi þarf að flytja suður með fimm manna fjölskyldu sína og hundinn yfir jól og áramót því hún getur ekki fætt barnið sitt í Neskaupstað. Ástæðan er sú að það verður engin skurðlæknir þar á vakt yfir jólahátíðina.

Ölvun en lítið um átök í miðbænum
Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn.

Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu
Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta.

Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið
Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi.

Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist
Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu.

Hægt sjónvarp úr miðbænum í kvöld
Lögregla verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og nótt. Lesendur Vísis geta séð miðborgina úr lofti á Vísi í kvöld.

Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld
Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum.

Skilorðsbundin refsing fyrir að afla kynferðislegra mynda af börnum
Ungur karlmaður var í upphafi mánaðar dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa aflað og reynt að afla kynferðislegra ljósmynda af stúlkum á aldrinum tólf til fjórtán ára.

Ekki vonlaust um samninga þrátt fyrir miklar flækjur
Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist. Vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn einfald þó ekki stöðuna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Ríkissáttasemjari ætlar að halda áfram að reyna að koma deiluaðilum saman á fundi á þriðjudag eftir að VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Formaður Starfsgreinasambandsins er þrátt fyrir allt vongóður um að samningar takist en vaxtahækkun Seðlabankans og ummæli fjármálaráðherra um vinnumarkaðinn hafi ekki einfaldað stöðuna.Við höldum áfram að fjalla um viðkvæma stöðu á vinnumarkaði og verðum í beinni með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í kvöldfréttum.

Fyrirtæki Kristjáns í Samherja framleiðir Áramótaskaupið í ár
Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og stofnandi Samherja, er eigandi framleiðslufyrirtækisins S800 ehf. Fyrirtækið sér um framleiðslu Áramótaskaups Ríkisútvarpsins í ár.

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut
Fjórir bílar tjónuðust í árekstri á Miklubraut nærri Ártúnsbrekku rétt fyrir klukkan þrjú í dag.

Semja um móttöku allt að 100 flóttamanna
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks í Árborg. Samningurinn var undirritaður á Selfossi og kveður á um að sveitarfélagið taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 100 flóttamönnum fram til 31. desember 2023.

Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf
„Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju.

Engar skaðabætur vegna uppsagnar eftir hótanir barnsföður
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað skaðabótakröfu konu sem sagt var upp störfum vegna þess að barnsfaðir hennar hótaði samstarfsmanni hennar ítrekað og á alvarlegan hátt. Fyrirtækið mat það svo að konan hafi rofið trúnað um samskiptasamning sem gerður var á milli hennar og samstarfsmanns hennar.

Dómur mildaður fyrir manndráp af gáleysi í Vindakór
Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Dumitru Calin fyrir að hafa af gáleysi banað Daníel Eiríkssyni fyrir utan heimili Daníels í Vindakór árið 2021. Dumitru var dæmdur í tveggja ára fangelsi en hafði áður hlotið þriggja og hálfs árs fangelsi í héraði.

Telja lokun Sogns hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fanga, aðstandendur og samfélagið
Fyrirhuguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rannsóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsismálum á Íslandi. Þetta kemur fram í ályktun fagráðs Aðstoðar eftir afplánun vegna nýlegra frétta af hugsanlegri lokun fangelsisins að Sogni.

Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað
Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju.

Slasaðist á ökkla eftir að bíl var ekið á rafhlaupahjól
Ekið var á unglingsstúlku á rafhlaupahjóli á Suðurlandsbraut við Glæsibæ rétt fyrir klukkan eitt í dag. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku Landspítala.

Sanngjarnt að segja að vinnumarkaðurinn sé vandamálið
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR.

346 manns sektaðir vegna nagladekkjanotkunar á síðustu fimm árum
Á undanförnum fimm árum hafa rúmlega 350 ökumenn verið sektaðir vegna nagladekkjanotkunar hér á landi.

Harmar viðræðuslit
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum.

Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að greiða fasteignagjöld í Hveragerði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis eru undrandi á þeirri ákvörðun meirihlutans að hætta að fella niður fasteignagjöld vegna fasteigna í bænum sem eru í eigu stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem á fasteign í bænum.

Frú Ragnheiður, Heiðar og Þórdís Kolbrún hlutu Frelsisverðlaun SUS
Frú Ragnheiður, Heiðar Guðjónsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlutu í gærkvöldi hin árlegu Frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS).

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Kjaramálin verða í eldlínunni í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur
Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur.

Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til.

Salka lendir í ritskoðunarkrumlum Facebook
Ritskoðunardeild Facebook hefur sett Sölku útgáfu í mánaðarbann á samfélagsmiðlinum en útgefanda varð það á að nefna Hitler á nafn en hinn illræmdi fyrrverandi þýski kanslari er nú kallaður H-orðið meðal Sölku-fólks.

Stóraukið fylgi hjá Samfylkingunni
Fylgi Samfylkingarinnar stóreykst á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú nítján prósent samanborið við fjórtán prósent í síðasta mánuði.

VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi
VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR.

Bankastræti Club hafi gert allt rétt í krísustjórnun
Í umfjöllun um hnífaárásina í síðustu viku hefur ítrekað verið rætt um Bankastræti Club í því samhengi, og réttilega, þar sem árásin fór jú fram á staðnum. Sérfræðingur í vörumerkjastjórnun telur ekki að málið komi til með að hafa áhrif á skemmtistaðinn til lengri tíma og eigendur hafi gert allt rétt í krísustjórnun. Hann hefur hins vegar meiri áhuga á að skoða málið út frá vörumerkinu Ísland.

Lífslíkur langskólagenginna kvenna mun meiri en kvenna með litla menntun
Ný rannsókn sem náði til 6.000 þátttakenda sýnir að lífslíkur langskólagenginna kvenna eru töluvert meiri en kvenna sem hafa litla menntun. Að sögn Thors Aspelund, prófessors í líftölfræði við Háskóla Íslands, fer munurinn vaxandi.

Fangaverðir fá högg- og hnífavesti og mögulega rafbyssur
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst svara kalli fangavarða um aukna þjálfun og varnarbúnað. Grafalvarleg þróun eigi sér stað innan veggja fangelsanna, með auknum vopnaburði og ofbeldi.