Fleiri fréttir

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Rætt verður við Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, formann Bárunnar, í hádegisfréttum.

Þrjátíu forgangsverkefni sjúkrabifreiða

Alls fór Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 99 sjúkraflutninga útköll síðasta sólarhringinn en af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni. Þrjár tilkynningar um eld þar sem enginn eldur var bárust lögreglu.

Fjór­tán ára með falsað öku­skír­teini

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra.

Icelandair stefnir núna á þrjátíu sæta rafmagnsflugvél fyrir innanlandsflug

Rafmagnsflugvélin, sem Icelandair tilkynnti á föstudag að félagið hygðist taka þátt í að þróa með Heart Aerospace, verður uppfærð útgáfa af minni vél, sem sænski flugvélaframleiðandinn var búinn að vera með í þróun. Stefnt er að því að nýja flugvélin verði komin í farþegaflug árið 2028, eftir sex ár.

Sláandi munur á færni leik­skóla­barna

Börn af annarri kyn­slóð inn­flytj­enda ná mun verri tökum á ís­lensku en áður var talið. Þetta sýnir ný rann­sókn á vegum Há­skóla Ís­lands en vísinda­mennirnir segja stöðuna graf­alvar­lega og kalla eftir ís­lensku­kennslu í leik­skólum.

„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“

Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Systkini frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Við ræðum við systkinin í fréttatímanum.

Vilja að á­sakanirnar séu dregnar til baka

Karlmenn sem sátu á lista flokks fólksins á Akureyri í sveitastjórnarkosningunum í vor hafa krafist þess að þeir verði beðnir afsökunar á ásökunum sem beint var að þeim og þær dregnar til baka. Þrjár konur innan flokksins ásökuðu mennina um kynferðislegt áreiti og lítilsvirðingu.

Vill fá Sólveigu Önnu með sér

Ragnar Þór Ingólfsson hefur lýst því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir verði annar varaforseti Alþýðusambandins. Sjálfur hefur hann gefið kost á sér sem forseti ASÍ.

Bryn­dís býður sig fram á lands­fundi

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi.

Neyddust til að lenda vél Play í Kanada vegna flug­dólgs

Flugvél Play á leið frá Keflavíkurflugvelli til Baltimore í Bandaríkjunum þurfti að lenda í Sæludal á Nýfundnalandi í gær vegna farþega sem lét ófriðsamlega um borð. Maðurinn á von á kæru frá flugfélaginu.

Mats­maður leggur mat á 167 milljóna króna þóknun Sveins Andra

Landsréttur féllst nýverið á beiðni þriggja félaga í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar um að matsmaður yrði dómkvaddur til að leggja mat á þóknun Sveins Andra Sveinssonar sem hann fékk fyrir að skipta búi EK1923 ehf. Sveinn Andri fékk tæplega 167 milljónir króna fyrir störf sín sem skiptastjóri.

Fimmtíu til hundrað ný störf í Rangárþingi ytra

Um fimmtíu til hundrað ný störf gætu orðið til með nýjum Grænum iðngarði í Rangárþingi ytra, en nú er unnið að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan iðngarðsins.

Framtíð allt að hundrað manns gæti verið undir

Mál Palestínumanns gegn ríkinu, sem flutt var í héraðsdómi á fimmtudag, gæti haft áhrif á stöðu upp undir hundrað flóttamanna hér á landi sem beðið hafa í óvissu síðan í kórónuveirufaraldrinum, að sögn lögmanns. Hann telur framgöngu stjórnvalda í málunum harkalega.

Hrafn Jökulsson er látinn

Hrafn Jökulsson rithöfundur er látinn, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar.

„Þau hafa ekki fengið þá aðstoð sem þau þurfa“

Vel rúmlega 1100 börn bíða eftir að komast að hjá fagfólki Skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúi segir ástandið stjórnlaust. Það sé hættulegt að láta börn í andlegri vanlíðan bíða eftir sálfræðiþjónustu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. Við fjöllum um stöðuna í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Bein útsending: Seinni dagur Fundar fólksins

Fundur fólksins heldur áfram í dag, og hefst dagskrá dagsins klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá deginum í dag.

Bein út­sending: Aðal­fundur Pírata

Aðalfundur Pírata fer fram í dag klukkan 10 í veislusal Ostabúðarinnar á Fiskislóð 26. Flokkurinn fagnar tíu ára afmæli í nóvember og verður þema fundarins fortíð og framtíð Pírata á Íslandi.

Út­varpi Sögu hafnað um rekstrar­stuðning

SagaNet-Útvarp Saga ehf. sem rekur bæði útvarpsstöðina Útvarp Saga og samnefndan vefmiðil var hafnað um rekstrarstuðning frá fjölmiðlanefnd. Félagið var eitt þriggja sem var hafnað um stuðning.

Tón­listar­nám í Reykja­vík allt að tvö­falt dýrara

Skólagjöld tónlistarskóla í Reykjavík eru þau dýrustu á landinu en borgin, ólíkt flestum öðrum sveitarfélögum, rekur ekki tónlistarskóla á eigin vegum. Veturinn í tónlistarskóla getur kostað rúmlega tvö hundruð þúsund krónur.

Maður og kona réðust á dreng og flúðu vett­vang

Lögreglu barst tilkynning í gær um að maður og kona hafi ráðist á dreng og sparkað í hann. Þegar lögregla kom á staðinn voru þau farin en lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á parið.

„Það má næstum kalla þetta bara dauðagildru“

Gatnamót tengja Vogabyggð við Langholtshverfi líkjast dauðagildru að sögn íbúa. Margir óttist að senda börnin sín yfir Sæbraut þar sem umferðin sé þung og bílstjórar sýni lítið tillit til gangandi vegfarenda. Innviðir og samgöngur í hverfinu séu ekki í takt við þau loforð sem kaupendur hafi fengið á sínum tíma. 

Kallar eftir frelsun bænda

Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Segja niður­skurðinn brjóta í bága við kvik­mynda­stefnu stjórn­valda

Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda.

Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi

Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að hættustigi hefur verið lýst yfir á landamærunum vegna fordæmalauss fjölda hælisleitenda. Hátt í þrjú þúsund manns hafa sótt um alþjóðlega vernd á það sem af er ári og eru innviðir við það að bresta.

Allir far­þegar slasaðir eftir harðan á­rekstur

Alvarlegt bílslys varð á Snæfellsvegi á þriðja tímanum í dag. Ásmundur Kr. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir tvo bíla hafa lent saman, framan á hvor annan. Allir farþegar séu slasaðir.

Ingvar kemur í stað Teits

Ingvar S. Birgisson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann kemur í stað Teits Björn Einarssonar sem er nýorðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar.

Tor­kenni­legur hlutur reyndist vera raf­sígaretta

Sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra voru kallaðar til við Ránargötu í miðbæ Reykjavíkur í dag eftir að tilkynnt var um torkennilegan hlut. Hluturinn reyndist vera rafsígaretta sem einhver hafði skilið eftir.

Al­var­legt bíl­slys á Mýrum

Alvarlegt bílslys varð á Snæfellsnesvegi á þriðja tímanum í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út og lokað fyrir umferð á veginum í báðar áttir. Um er að ræða veginn frá Borgarnesi upp á Snæfellsnes.

Reyndi að stinga lög­reglu af fullur og próf­laus

Lögreglan á Suðurlandi hefur ákært pólskan ríkisborgara á þrítugsaldri fyrir að aka undir áhrifum áfengis án ökuréttinda en ökumaðurinn sinnti ekki fyrirmælum lögreglu um að stöðva akstur. Hann olli árekstri er hann reyndi að flýja lögreglu. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu.

Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn

Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi.

Sjá næstu 50 fréttir