Fleiri fréttir

Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði

Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna börnum undir tólf ára aldri að fara á gossvæðið í Meradölum. Landsbjörg segir ákvörðunina auðvelda starf björgunarsveita til muna, en aðrir telja að treysta eigi foreldrum til að meta aðstæður hverju sinni. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sum börn séu betur til þess fallin að ganga að gosinu en full­orðið fólk

Í dag bárust fregnir af því að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði tekið þá ákvörðun að börn undir tólf ára aldri væru ekki velkomin að eldgosinu í Meradölum. Mikið ósætti virðist ríkja meðal fólks vegna ákvörðunarinnar en lögreglustjórinn, Úlfar Lúðvíksson segir að verið sé að „tryggja hagsmuni barna“ með þessari ákvörðun.

Tengivagn á hliðina á hringtorgi

Tengivagn sem dreginn var af fóðurbíl fór á hliðina á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegs og Ásavegs í Mosfellsbæ skömmu fyrir hádegi í dag.

Hraunið nánast komið út í enda Mera­dala

Lítið er að frétta af þróun eldgossins í Meradölum en ekki hefur verið hægt að fara í mælingarflug yfir svæðið frá því á fimmtudag vegna veðurs. Órói er nú stöðugur og hefur dregið úr skjálftavirkni.

Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum

Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum.

Eiríkur Guðmundsson látinn

Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík.

Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi

Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að. 

Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gos­stöðvum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eldgos, leikskólapláss í Reykjavík og spennan í samskiptum Kína og Taívan eru á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær.

Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn

Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest.

Vill gera rekstur Sam­takanna '78 fyrir­sjáan­legri

Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu.

Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum

Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun.

Miklu meiri aðsókn í Vök en reiknað var með

Um tvö hundruð þúsund gestir hafa heimsótt Vök baths við Egilsstaði frá því að staðurinn opnaði fyrir tæpum þremur árum. Það er miklu meiri aðsókn en eigendur staðarins þorðu nokkurn tímann að vona. Bjórinn á staðnum er bruggaður upp úr jarðhitavatni svæðisins.

Gígar farnir að byggjast upp í Mera­dölum

Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra.

„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“

Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki.

Um tíu manns bjargað úr Mera­dölum

Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag vegna hópa fólks sem villtust við gosstöðvarnar, þrátt fyrir að lokað sé inn á svæðið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá gossvæðinu þar sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir.

Vægasti skammtur mela­tóníns verði ekki lyf­seðils­skyldur

Melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag verður ekki lengur flokkað sem lyf heldur fæðubótarefni samkvæmt svari Lyfjastofnunar við álitsbeiðni Matvælastofnunar (MAST). Melatónín í hærri styrk en það verður áfram flokkað sem lyf.

Nokkrir hópar taldir villtir við gosstöðvarnar

Búið er að kalla út nokkrar björgunarsveitir af suðvesturhorni vegna hópa fólks sem taldir eru vera villtir á svæðinu við gosstöðvarnar við Meradali. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er vitað um minnst tvo hópa sem eru týndir og er vitað af fleirum á svæðinu.

Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu

Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu.

Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi

Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi. 

Flakkari á siglingu um hrauntjörnina

Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi.

Sjö sóttu um tvö dómara­em­bætti

Sjö umsækjendur sóttu um embætti veggja héraðsdómara, annars vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Eldgos, framhaldsskólar og húsnæðisverð verður meðal þess sem við fjöllum um í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Gos­stöðvarnar á­fram lokaðar í dag

Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu.

Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri.

Eldur logaði við Lækjarskóla

Eldur logaði í rusli á bak við Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fram kemur í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um eld í gámi í hverfinu klukkan 21:57. 

Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika.

Sjá næstu 50 fréttir