Fleiri fréttir

Sau­tján prósent aukning í til­kynningum um nauðganir

Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot.

Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum

Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta.

And­lát vegna Co­vid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið

Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins.

Meirihlutarnir fimm sem eru í boði

Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík. 

Þór­ólfur hafi ekki bara vísað veginn í far­aldrinum

Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri.

Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði

Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss.

Allt opið í Hafnarfirði

Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman.

Skúli Tómas kominn í leyfi frá Land­spítala

Læknirinn sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020 er kominn í leyfi frá Landspítalanum.

Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ

Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni.

Úti­lokar ekki sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki

Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn.

Þetta eru nýju borgarfulltrúarnir í Reykjavík

Af þeim 23 borgarfulltrúum sem náðu kjöri í kosningunum um helgina koma tíu nýir inn. Sumir hafa áður setið í borgarstjórn og einn tók sæti sem borgarfulltrúi á yfirstandandi kjörtímabili.

Flestir strikuðu yfir Þórhall Jónsson

Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins. 

Hlut­kesti skilaði Jóni Inga í sveitar­stjórn í Tálkna­firði

Óbundnar kosningar til sveitarstjórnar í Tálknafjarðarhreppi fóru fram á laugardaginn sem þýðir að allir íbúar voru í framboði. Jóhann Örn Hreiðarsson hlaut flest atkvæði, en hlutkesti réði ríkjum hver tók fimmta sætið í nýrri sveitarstjórn.

Ný sýn hélt meiri­hluta sínum í Vestur­byggð

N-listi Nýrrar sýnar hélt meirihluta sínum í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru á laugardag. Listinn fékk fjóra menn kjörna líkt og í kosningunum 2018, og D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra þrjá kjörna.

Jón Páll á­fram bæjar­stjóri þrátt fyrir valda­skiptin

Jón Páll Hreinsson verður endurráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn hafi misst meirihlutann í bæjarstjórn. K-listi Máttar meyja og manna bættu við sig manni og náðu inn fjórum mönnum af sjö í bæjarstjórn í kosningunum um helgina.

Þorgeir sneri aftur til Strandabyggðar og vann sigur

T-listi Strandabandalagsins vann sigur í sveitarstjórnarkosningum í Strandabyggð á laugardaginn. Oddviti listans er Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Standabyggðar, sem var sagt upp í apríl 2020.

Sterkasta vígi Sjálf­stæðis­flokksins er í Ölfusi

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, fagnar niðurstöðunum í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Elliði hefur lagst yfir tölurnar og fundið út úr því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst hærra í sveitarfélaginu.

Sjá næstu 50 fréttir