Allt opið í Hafnarfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 16. maí 2022 20:26 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar. Flokkurinn bætti við sig tveimur mönnum í kosningunum á laugardag. Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Spenna ríkir um meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Samfylkingin vann mikinn sigur á laugardaginn og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti við sig manni og er nú með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Valdirmar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að byrja á því að eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks, um grundvöll fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi. Eru einhverjar formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar? „Nei engar formlegar, þetta hefur verið óformlegt. Bæði í gær og í dag sem ég hef rætt við bæði oddvita Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en formlegar viðræður munu hefjast á næstu dögum,“ sagði Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðmundar Árni hefur óskað formlega eftir því við oddvita Framsóknar að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs meirihluta. „Ég gerði honum grein fyrir því og hann hafði skilning á því að til að byrja með myndu flokkarnir sem hefðu meirihluta og héldu meirihluta byrja á að ræða saman þannig að ég veit af hans áhuga og hef gert honum grein fyrir því að við byrjum þetta samtal með þessum hætti,“ sagði Valdimar. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2022 Bæjarstjórastóllinn ræddur Gerir þú kröfu um bæjarstjórastól? „Bæjarstjórastóllinn hefur verið ræddur. Ég hef verið stjórnandi í tæp 20 ár sem skólastjóri og vissulega væri ég tilbúinn í það verkefni en það er ekki forgangsmál í samtalinu en vissulega verður það rætt.“ En ef Samfylkingin myndi gefa ykkur bæjarstjórastólinn, væri það freisting að vinna með þeim? „Samfylkingin hefur viðrað það að þeir sjái fyrir sér stjórn sem Framsókn leiðir en hins vegar erum við fyrst og fremst að horfa til málefna, hvort við náum þeim á framfæri áður en við förum að ræða um skiptingu í embætti og ráða nefndir.“ Samstarf við Sjálfstæðisflokk ekki í kortunum en samt allt opið Guðmundur Árni kannaðist ekki við að hafa boðið Framsókn bæjarstjórastólinn. Viðræður við Framsóknarflokkinn yrði á jafnréttisgrundvelli jafnvel þó að Samfylkingin hefði fengið 29% atkvæða en Framsókn 13%. „Við komum ekki inn í slíkar viðræður með neinar kröfur enda er það ekki mjög gagnlegt í pólitík og hefur aldrei verið,“ sagði Guðmundur Árni í kvöldfréttunum. Sagðist hann telja úrslit kosninganna ákall um að Framsókn og Samfylkingin komi til verka í bæjarstjórn. Spurður út í hvort að möguleiki væri á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman sló Guðmundur Árni úr og í. „Það hefur aldrei verið í kortunum og er það ekki heldur núna.“ Í næstu andrá sagðist hann þó hafa átt gott samtal við Rósu í síma í dag. „Þannig að það er allt opið. Allt er opið í lífinu og ekki síst í pólitíkinni,“ sagði Guðmundur Árni. L-listinn í lykilstöðu á Akureyri Formlegar meirihlutaviðræður hefjast á Akureyri í kvöld þegar oddvitar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda um grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. „Við hittumst aðeins í gærkvöldi og ákváðum að byrja að tala saman og hittumst núna væntanlega mikið á næstu dögum,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans á Akureyri. L-listinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar. Listinn er í lykilstöðu en oddvitinn útilokar ekki samstarf við aðra flokka. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Akureyri Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Spenna ríkir um meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Samfylkingin vann mikinn sigur á laugardaginn og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti við sig manni og er nú með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Valdirmar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að byrja á því að eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks, um grundvöll fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi. Eru einhverjar formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar? „Nei engar formlegar, þetta hefur verið óformlegt. Bæði í gær og í dag sem ég hef rætt við bæði oddvita Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en formlegar viðræður munu hefjast á næstu dögum,“ sagði Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðmundar Árni hefur óskað formlega eftir því við oddvita Framsóknar að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs meirihluta. „Ég gerði honum grein fyrir því og hann hafði skilning á því að til að byrja með myndu flokkarnir sem hefðu meirihluta og héldu meirihluta byrja á að ræða saman þannig að ég veit af hans áhuga og hef gert honum grein fyrir því að við byrjum þetta samtal með þessum hætti,“ sagði Valdimar. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2022 Bæjarstjórastóllinn ræddur Gerir þú kröfu um bæjarstjórastól? „Bæjarstjórastóllinn hefur verið ræddur. Ég hef verið stjórnandi í tæp 20 ár sem skólastjóri og vissulega væri ég tilbúinn í það verkefni en það er ekki forgangsmál í samtalinu en vissulega verður það rætt.“ En ef Samfylkingin myndi gefa ykkur bæjarstjórastólinn, væri það freisting að vinna með þeim? „Samfylkingin hefur viðrað það að þeir sjái fyrir sér stjórn sem Framsókn leiðir en hins vegar erum við fyrst og fremst að horfa til málefna, hvort við náum þeim á framfæri áður en við förum að ræða um skiptingu í embætti og ráða nefndir.“ Samstarf við Sjálfstæðisflokk ekki í kortunum en samt allt opið Guðmundur Árni kannaðist ekki við að hafa boðið Framsókn bæjarstjórastólinn. Viðræður við Framsóknarflokkinn yrði á jafnréttisgrundvelli jafnvel þó að Samfylkingin hefði fengið 29% atkvæða en Framsókn 13%. „Við komum ekki inn í slíkar viðræður með neinar kröfur enda er það ekki mjög gagnlegt í pólitík og hefur aldrei verið,“ sagði Guðmundur Árni í kvöldfréttunum. Sagðist hann telja úrslit kosninganna ákall um að Framsókn og Samfylkingin komi til verka í bæjarstjórn. Spurður út í hvort að möguleiki væri á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman sló Guðmundur Árni úr og í. „Það hefur aldrei verið í kortunum og er það ekki heldur núna.“ Í næstu andrá sagðist hann þó hafa átt gott samtal við Rósu í síma í dag. „Þannig að það er allt opið. Allt er opið í lífinu og ekki síst í pólitíkinni,“ sagði Guðmundur Árni. L-listinn í lykilstöðu á Akureyri Formlegar meirihlutaviðræður hefjast á Akureyri í kvöld þegar oddvitar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda um grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. „Við hittumst aðeins í gærkvöldi og ákváðum að byrja að tala saman og hittumst núna væntanlega mikið á næstu dögum,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans á Akureyri. L-listinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar. Listinn er í lykilstöðu en oddvitinn útilokar ekki samstarf við aðra flokka.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Akureyri Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira