Fleiri fréttir

Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hóp­upp­sögnum

Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins.

Vilja mislit, sæt og krúttleg lömb

Sauðburður eru nú að hefjast hjá sauðfjárbændum um land allt. Bændur í Ölfusi segja lang skemmtilegast að fá mislit lömb. Af þeim sjö kindum, sem eru bornar hjá þeim erum fimm þrílembdar.

738 prósentum fleiri sóttu um vegabréf

Umsóknum um vegabréf hjá sýslumanni fjölgaði um 738% á milli ára og ófáir komu á síðustu stundu rétt fyrir páska. Embættið skoðar að leyfa tímabókanir á netinu til að minnka biðtíma.

Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót.

Fagna á­kvörðun ríkis­stjórnarinnar eftir mikið vatns­tjón: „Þetta lýsir því bara hvað að­stæður eru ó­við­unandi“

Tjón í húsnæði Listaháskóla Íslands í Þverholti virðist minna en á horfðist í fyrstu þegar mikill vatnsleki kom þar upp í gær. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að vinna að húsnæðismálum háskólans og flutning þess í Tollhúsið. Eektor segir það löngu tímabært og hlakkar til að glæða miðbæinn lífi aftur. 

Biðst afsökunar á að hafa ekki upplýst almenning

Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi fyrirkomulag sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna.

Meirihluti vændismála felldur niður

Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal.

Hitafundur félagsmanna Eflingar hafinn á Hlíðarenda

Félagsfundur Eflingar þar sem umræðuefnið er skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins hefst klukkan 18 í Valsheimilinu. Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tillaga nýkjörins formanns Eflingar þess efnis að segja upp öllu starfsfólki á skrifstofunni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi hvað væri í vændum með sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna.

„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. 

Sýnatakan færð af Suðurlandsbraut yfir í Mjóddina

Sýnataka vegna Covid-19 á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) mun færast af Suðurlandsbraut í Mjóddina á föstudag. Þar mun hún fara fram í anddyri húsnæðis heilsugæslunnar að Álfabakka 16.

Penninn lagði VÍS í bruna­deilu fyrir Hæsta­rétti

Hæstiréttur hefur staðfest sigur Pennans í deilu verslunarinnar við Vátryggingafélag Íslands varðandi kröfu Pennans til greiðslu bóta úr rekstrarstöðvunartryggingu vegna bruna í Skeifunni í júlí 2014. Verslun Griffils varð eldinum að bráð í brunanum.

Minningarathöfn í Sambíu á morgun og útför auglýst síðar

Andlát Sigurðar Guðmundssonar í Sambíu þann 19. apríl bar brátt að en Sigurður var aðeins 53 ára. Til stendur að flytja hann heim til Íslands og halda útför. Reiknað er með að fjölskylda og vinir Sigurðar í Sambíu komi hingað til lands við það tilefni.

Enn óljóst hvaða lang­tíma­af­leiðingar Co­vid getur haft

Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fundur fjárlaganefndar með fulltrúum Bankasýslunnar sem fram fór í morgun verður fyrirferðarmikill í hádegisfréttum okkar.

Arnar biðst af­sökunar eftir Vikuna með Gísla Marteini

„Þó ég sé vel vanur að koma fram í sjónvarpi þá er ég ekki vanur umræðu á opinberum vettvangi um málefni er varðar kynþáttamisrétti og svör mín gætu hafa komið þannig út eins og ég væri ekki alveg í takt við raunveruleikann.“

Þykir leitt að eineltisskýrslu hafi verið lekið

Formanni Félags grunnskólakennara þykir það leitt að samskiptaskýrsla, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, hafi lekið. Báðir aðilar málsins vilja bæta samskipti sín.

„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“

Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna.

Þörf á endurskoðun laga um klám og vændi í þágu þolenda

Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi.

Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði

Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar.

Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Hann segir nú þegar liggja fyrir nægar sannanir um að fólkið hafi verið beitt gríðarlegu ranglæti. Við ræðum við karlmann sem beittur var ofbeldi á barnaheimilinu í fréttatímanum.

Ný sam­tök bera nafn ís­­lenskrar bar­áttu­­konu: „Hún kjarnar allt það sem skaða­­minnkun gengur út á“

Ný samtök um skaðaminnkun verða formlega stofnuð á morgun en samtökin heita í höfuðið á íslenskri baráttukonu sem hefur verið brautryðjandi í skaðaminnkun í áratugi. Sérfræðingur í skaðaminnkun og einn stofnaðili samtakanna segir mikilvægt að halda áfram þeirri vegferð og framþróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir