Fleiri fréttir

Mannréttindi, umhverfismál og menntun í brennidepli

Stjórnvöld ætla að nýta tillögur Barnaþings markvisst í opinberri stefnumótun að sögn umboðsmanns barna en þingið verður sett í annað skipti í dag í Hörpu. Ríflega hundrað börn ræða þar um um mannréttindi umhverfismál og menntun.

Slógust á Selfossi og talið að myndband sé í dreifingu

Til átaka kom meðal fjögurra drengja á unglingastigi á Selfossi um tíuleytið í morgun. Þetta kemur fram í tölvupósti skólastjóra Vallaskóla til foreldra og forráðamanna. Hann segir hluta drengjanna nemendur við skólann og grunur á að myndskeið af átökunum sé í dreifingu. Hugrakkt starfsfólk hafi skorist í leikinn.

Bein útsending: Læsi er lykill að menntun

Ráðstefna um mikilvægi læsis og lesskilnings fyrir menntun og möguleika fólks til þátttöku í samfélaginu fer fram í Skriðu, fyrirlestrarsal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð klukkan 15 í dag. Ráðstefnan stendur í þrjár klukkustundir og verður streymt á Vísi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna í Úkraínu en þar féll borgin Kherson í hendur Rússa í nótt og hafnarborgin Maroupol er við það að fara sömu leið.

Handtekinn vegna brunans í Auðbrekku

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við eldsvoðann í íbúðarhúsnæði við Auðbrekku í Kópavogi í nótt, grunaður um íkveikju. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi.

Eldsvoði í Auðbrekku

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsnæði að Auðbrekku fjögur í Kópavogi um klukkan þrjú í nótt. Fjórtán manns voru í húsnæðinu á tveimur hæðum og sluppu allir út. 

Segir af og frá að borgin hafi sam­þykkt land­töku hljóða­laust

Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 

Syngja fyrir Úkraínu

Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið.

Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti

Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Rússar hafa hert mjög loftárásir sínar á borgir víðs vegar um Úkraínu í dag og fullyrða að þeir hafi náð einni þeirra alfarið á sitt vald. Forseti Bandaríkjanna segir Rússa eiga eftir að finna fyrir afleiðingum innrásarinnar á stöðu sína um langa framtíð. Minnst tvö þúsund almennir borgarar hafa fallið í árásunum.

Undirbúningur hafinn fyrir móttöku flóttafólks

Flóttamannanefnd fundaði nú síðdegis og lauk löngum fundi nú á fimmta tímanum. Formaður nefndarinnar segir alveg ljóst að íslensk stjórnvöld muni taka á móti flóttafólki frá Úkraínu eins og önnur Evrópuríki hafa verið að gera. 

Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið

Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó.

Kom að því að Lilja greindist með Co­vid-19

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur greinst með Covid-19. Hún segist að mestu vera einkennalaus en ætla að vinna heima næstu daga af tillitsemi við aðra. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni.

Gagnsæi bjargað 1.200 tonnum frá urðun

Urðun hefur dregist saman um 1.200 tonn á ársgrundvelli eftir að fólk var krafið um að mæta með óflokkaðan úrgang í glærum plastpokum á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Kári Stefáns sá þjóð­þekkti sem hringdi í Björg­vin Pál

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skoraði á Björgvin Pál Gústavsson handboltamarkvörð að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni í Reykjavík. Þetta upplýsir Björgvin Páll í Facebook-færslu og segir þá Kára vel til vina.

Eyþór segir það enga ögrun við Rússa að leggja til Kænugarðsstræti

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það á engan hátt ögrun við Rússa að leggja til að nafni Garðastrætis verði breytt í Kænugarðsstræti, þrátt fyrir að sendiráð þeirra standi við Garðastræti 33. Fyrst og fremst sé um stuðning við Úkraínu að ræða.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum greinum við frá helstu vendingum í stríðinu í Úkraínu en Rússneskir fallhlífahermenn lentu meðal annars í nótt í borginni Kharkív þar sem harðir bardagar hafa geisað.

Bjarni Hall­dór að­stoðar Þor­gerði Katrínu

Bjarni Halldór Janusson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi varaþingmaður, hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og þingmanns Viðreisnar.

Húsa­­göturnar helsta úr­­­lausnar­efnið

Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar.

Flugi frestað vegna veðurs

Tafir eru á flugferðum vegna veðurs á Keflavíkurflugvelli. Vélar sem áttu að koma frá Bandaríkjunum í morgun lenda á vellinum um og upp úr klukkan tíu. Brottförum til landa innan Evrópu hefur verið frestað fram yfir hádegi.

Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti.

Neitaði að yfir­gefa hótel í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Talsvert var um umferðaróhöpp og að ökumenn hafi verið stöðvaðir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Sjá næstu 50 fréttir