Fleiri fréttir

Svona hefur ómíkron herjað á starfsfólk Landspítala

Rúmlega tuttugu prósent starfsmanna hafa smitast af kórónuveirunni síðustu tvo mánuði. Þegar litið er á skiptingu eftir starfsstéttum og deildum hafa flest smitanna komið upp meðal hjúkrunarfræðinga og á bráðamóttöku.

Ríflega 450 brautskráðir frá Háskóla Íslands á morgun

Háskóli Íslands brautskráir 455 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi á morgun, laugardaginn 19. Febrúar. Engin formleg athöfn verður í ljósi Covid en háskólinn lofar því að hátíðarsemning muni „svífa yfir vötnum,“ í Háskólabíó.

Fjölgar á gjörgæslu milli daga

Fjörutíu og fimm sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um einn frá því í gær. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél, en í gær voru þrír á gjörgæslu og enginn í öndunarvél.

Kærður fyrir að drifta í Vesturbæ

Ökumaður var laust fyrir miðnætti kærður fyrir að drifta á götum Vesturbæjar. Ökumaðurinn viðurkenndi brot sitt og verður sektaður.

Mikil­vægt að átta sig á snjó­flóða­hættu

Hætta er talin á snjóflóðum úr fjöllum eða við þéttbýli víða á landinu vegna fannfergis síðustu daga. Landsbjörg segir hættuna töluverða í Esjunni og biður göngufólk að fara varlega.

Tilboð í Hornafjarðarfljót hátt yfir kostnaðaráætlun

Lægsta tilboð í gerð nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót ásamt fjármögnun verksins hljóðar upp á átta og hálfan milljarð króna og reyndist einum og hálfum milljarði króna yfir kostnaðaráætlun. Þetta er fyrsta útboðið á grundvelli nýlegra laga um einkafjármögnun í vegagerð.

Ó­sáttir í­búar upp­nefna HSS „Slátur­hús Suður­nesja“

Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar.

Mokstursdrengir segja þakklæti viðskiptavina bestu launin

Her ruðningstækja kappkostar að hreinsa tólf hundruð kílómetra langt gatnakerfi borgarinnar og um 600 kílómetra af stígum. Ungir drengir í Hlíðunum tóku sig líka til og bjóða fólki að moka bílastæði og innkeyrslur.

Um­­­fangs­­­mikil sér­­­sveitar­að­­­gerð á Flyðru­granda

Lögregla ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra var með talsverðan viðbúnað á Flyðrugranda í Reykjavík nú á sjöundu stundu í kvöld. Útkallið varðaði mögulegan vopnaburð en reyndist ekki á rökum reist. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir viðbúnaðinn hafa verið töluverðan.

Tjaldur slær met: Fór beint að hitta makann

Tjaldurinn er ansi snemma á ferðinni þetta árið en tjaldur sem hefur vetursetu á Ermarsundseyjum sást í Kjós í gær. Fuglinn virðist hafa flogið í beinustu leið í átt að maka sínum eftir veturinn.

Rússar gagn­rýna stuðnings­yfir­lýsingu Guðna for­seta

Rúss­neska sendi­ráðið á Ís­landi segist hafa orðið fyrir von­brigðum með stuðnings­yfir­lýsingu for­seta Ís­lands. For­seti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr við­búnaði við landa­mæri landsins.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Suðurnesjafólk er langþreytt á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og kallar hana öllum illum nöfnum. Þau segja læknana gefa sér lítinn tíma í að skoða vandamál þeirra og rangar greiningar á alvarlegum kvillum allt of algengar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fagna niðurstöðum starfshóps rektors

Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrætti Háskóla Íslands, vill koma því á framfæri að hún taki niðurstöðu starfshóps rektors Háskóla Íslands fagnandi. Niðurstöðurnar eru á þá leið að HHÍ beri að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa, t.d. með innleiðingu spilakorts.

Næstu tvær vikur verði mjög erfiðar: „Við höfum ekki fleiri til að leita til“

Hátt í tíu prósent starfsmanna Landspítala eru nú frá vinnu vegna Covid og annarra veikinda. Staðan er því mjög þung á spítalanum um þessar mundir og má gera ráð fyrir að hún verði það áfram næstu vikurnar. Framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala vonar að fjöldi starfsmanna með Covid sé á leiðinni niður.

Vara við mögulegum snjóflóðum í heimafjöllum við þéttbýli

Slysavarnafélagið Landsbjörg minnir göngufólk á að í mörgum heimafjöllum við þéttbýli kunni að skapast töluverð snjóflóðahætta. Tilefnið er að töluvert hefur snjóað í fjöll undanfarið, bæði við höfuðborgarsvæðið og víðar á landinu

Þvertaka fyrir að sérsveitin hafi miðað byssu á íbúa

Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra þvertekur fyrir að sérsveitarmaður hafi beint vopni að húsráðanda við húsleit í Kórahverfinu í Kópavogi aðfaranótt fimmtudagsins 10. febrúar. Íbúi fullyrti í viðtali á Vísi í gær að sérsveitarmaður hefði miðað á hann vopni.

Staðan þung á spítalanum og horfir til algerra vandræða um helgina

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala hafa nú þungar áhyggjur af stöðu mála innan heilbrigðiskerfisins en fjöldi starfsmanna er nú frá vegna Covid, sem og annarra veikinda. Stjórnendur spítalans samþykktu í dag að framlengja álagsgreiðslur til starfsmanna. 

„Menn eru komnir í harðsvíraðan fjárhættuspilarekstur“

Ámælisvert er að beita ekki öllum ráðum til að tryggja ábyrga spilun í spilakössum. Þetta er niðurstaða starfshóps um tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands. Starfshópurinn réðst í verkefnið að frumkvæði Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands. Skýrslan kom út í júní í fyrra en ekki gerð opinber fyrr en nú.

Sjö vilja í fjögur efstu sætin hjá Viðreisn í Reykjavík

Sjö sækjast eftir fjórum efstu sætunum á lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins sem fer fram helgina fjórða til fimmta mars. Tvær sækjast eftir fyrsta sæti, einn eftir öðru sæti, þrjú eftir þriðja sæti og ein eftir þriðja til fjórða sæti.  

Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar

Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman.

Man ekki eftir öðrum eins forföllum

Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda. Yfirlæknir fæðingarteymis man vart eftir öðru eins ástandi en segir stöðuna betri í dag. 2.881 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, sem er mesti fjöldi frá upphafi faraldurs.

Ó­míkron orðið alls­ráðandi og rað­greiningu hætt

Ákveðið hefur verið að hætta raðgreiningu allra jákvæðra Covid-19 sýna. Mikill fjöldi jákvæðra sýna að undanförnu er langt umfram greiningargetu, auk þess sem að ómíkronafbrigði veirunnar hefur nú algjörlega yfirtekið deltaafbrigðið hér á landi.

Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann

Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Alvarleg staða kom upp á fæðingarvakt Landspítala í gær þegar ljósmæður bráðvantaði til starfa vegna veikinda.

Enn eitt metið: 2.881 greindist innanlands

Í gær greindust 2.881 með veiruna innanlands en um er að ræða mesta fjölda frá upphafi faraldursins. Um er að ræða 400 fleiri tilfelli heldur en í fyrradag, þegar síðasta met var slegið.

Sjá næstu 50 fréttir