Fleiri fréttir

Allt að gerast á Skagaströnd - Tveggja daga ljósalistahátíð

Það stendur mikið til á Skagaströnd á morgun og á mánudaginn því þá stendur Nes listamiðstöð fyrir ljósalistahátíðinni “Light up” í samvinnu við níu erlenda listamenn. Alls konar listaverk verða lýst upp með LED ljósum til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd þessa tvo daga.

Segir fráleitt að hann hafi komið að innbrotinu

Róbert Wessman segir fráleitt að hann hafi með nokkrum hætti komið að innbroti á skrifstofu Mannlífs. Hann segist vonast til þess að lögreglan taki málið föstum tökum og nái sökudólgunum allra fyrst. Árásir á fjölmiðla séu aðför að lýðræðinu og eigi ekki að líðast.

Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu

Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði.

„Augljóslega er þetta ekki gott“

Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að raforkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert.

1.207 greindust innanlands

Í gær greindust 1.224 með COVID-19, þar af voru 17 sem greindust sem landamærasmit. Alls voru 644 í sóttkví.

Fjölgar um tvo á spítalanum

37 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fjölgað um tvö á milli daga. Starfsmönnum spítalans í einangrun fjölgar nokkuð á milli daga.

Axel Nikulásson látinn

Axel Nikulásson, fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins er látinn, 59 ára að aldri.

Ekkert ferðaveður fram á kvöld

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra.

Mokgræddi á Bitcoin en fyrrverandi sat í súpunni

Kona hefur fengið endurákvörðun ríkisskattstjóra um hækkun tekjuskattsstofns hennar um tíu milljónir króna fellda niður af yfirskattanefnd. Ríkisskattstjóri hafði hækkað skattstofn konunnar vegna vanframtalinna tekna fyrrverandi eiginmanns hennar af sölu á rafmyntinni Bitcoin. 

Stefán í Gagna­magninu gengst við að hafa beitt of­beldi

Stefán Hannesson, fyrrverandi meðlimur Daða og Gagnamagnsins hefur gengist við ásökunum um ofbeldi, sem á hann hafa verið bornar síðustu daga. Hann segist hafa tekið ákvörðun um það í fyrra að segja sig úr hljómsveitinni.

Að­gerðum gegn fjöl­miðlum á Ís­landi fari fjölgandi

Vefurinn Mannlíf.is lá niðri fram á miðjan dag eftir að brotist var inn á skrifstofur miðilsins í nótt og öllu eytt út af síðunni. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir innbrotið eitt alvarlegasta dæmið um atlögu gegn fjölmiðlum hér á landi um nokkra hríð.

Brimbretta­kappar lentu í kröppum dansi

Þrír brimbrettakappar komu sér í hann krappan þegar þeir voru á brettum sínum norðaustur af Engey í dag vegna vélarbilunar í gúmmíbát þeirra.

Gæti farið fram á sanngirnisbætur

Nefnd um eftirlit með lögreglu segir ekki sitt verksvið að endurskoða rannsóknir sakamála. Nefndin hafi því aðeins úrskurðað að meint brot lögreglu í rannsókn á tveimur bændum sem kærðir voru fyrir nauðgun 1987, væru fyrnd. Lögmaður bendir á að stjórnvöld geti ákveðið sanngirnisbætur þegar allt annað þrýtur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vonir standa til þess að leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem eru í einangrun í Búdapest geti spilað á ný á Evrópumótinu í næstu viku. Flestir eru við ágæta heilsu en sex leikmenn hafa greinst með covid-19 og sjúkraþjálfari liðsins er einnig kominn í einangrun. Við verðum í beinni útsendingu frá Búdapest í kvöldfréttum og fjöllum nánar um málið.

Birta og Kári ætla sér stóra hluti hjá Heimdalli

Birta Karen Tryggvadóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 27. janúar næstkomandi. Kári Freyr Kristinsson gefur kost á sér í embætti varaformanns.

Vill ekki kannast við myndina sem hann birti af Vítalíu

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segist ekki hafa tekið mynd af Vítalíu Lazarevu og birt í „story“ hjá sér á Facebook. Myndina var þó að finna á Facebook-síðu hans í morgun. Vítalía hefur sakað nafntogaða og þjóðþekkta menn um kynferðisofbeldi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um baráttu strákanna okkar í Búdapest við veiruna skæðu og aðbúnaðinn á mótinu.

Hafa þurft að hlaupa uppi nokkra bólu­setninga­svindlara

Enn ber á því að einstaklingar skrái sig í bólusetningu í Laugardalshöll en freisti þess að láta sig hverfa áður en þeir fá sprautuna. Í nokkrum tilfellum hafa lögreglu- og slökkviliðsmenn hlaupið viðkomandi uppi.

1.456 greindust innan­lands

1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 211 á landamærum. 35 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítalanum og eru þrír á gjörgæslu.

Berg­lind að­stoðar Svan­dísi í fjar­veru Iðunnar

Berglind Häsler, samskipta- og viðburðastjóri Vinstri grænna, mun leysa Iðunni Garðarsdóttur af sem aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Iðunn fer nú í árs barneignarleyfi og hefur Berglind störf 14. febrúar næstkomandi. Kári Gautason er hinn aðstoðarmaður Svandísar.

Dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir rangar sakar­giftir

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa með röngum framburði hjá lögreglu leitast við að koma því til leiðar að maður sem hún hafði átt í sambandi við yrði dæmdur fyrir húsbrot, líkamsárás og frelsissviptingu.

Ó­ljóst hvort þöggunar­samningar haldi vatni

Lögmaður segir ekki ljóst hvort „þöggunarsamningar“ haldi vatni fyrir dómstólum. Samningana þurfi að túlka í hvert skipti en lítið hefur verið fjallað um slíka samninga hér á landi. 

Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi.

Sjá næstu 50 fréttir