Fleiri fréttir

Fylgstu með lægðinni í skjóli

Djúp lægð gengur nú yfir landið og geisaði víða stormur af fullum þunga í nótt. Að sögn Veðurstofunnar er versta veðrið nú afstaðið en ekki er búist við því að lægðin taki að grynnast og fjarlægjast landið fyrr en seint í dag. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar á Bylgjunni tökum við stöðuna á flóðunum í Grindavík en þar hefur sjór gengið á land í allan morgun.

Tveir karl­menn og kona á­kærð fyrir am­feta­mín­fram­leiðslu í Kjós

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað.

Allt á floti í Grindavík

Mikill viðbúnaður er í Grindavík vegna flóðs og öldugangs. Búið er að loka hafnarsvæðið af og frystihúsið er óstarfhæft. Það er bæði straumlaust og sjór flæðir um gólf hússins. 

„Þetta er mjög öflug lægð“

Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að lægðin fari af stað eins og við var að búast. Lægðin er þó ekki búin enn og veður mun líklega koma til með að ná hámarki á miðnætti. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi á Suðvesturhorninu í dag, og flestar í gildi til klukkan fimm eða sex í fyrramálið.

Björgunar­sveitirnar farnar að finna fyrir ó­veðrinu

Kvöldið er svo sannarlega hafið hjá björgunarsveitum víðsvegar á landinu. Útköllum í tengslum við óveður sem nú gengur yfir Suðvesturland og Vesturland fer fjölgandi. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á nær öllu Vesturlandi og Suðvesturhorni landsins.

Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður

Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans.  Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið.

Helga Möller í pólitíkina

Söngkonan Helga Möller hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook síðu sinni og segist stefna á þriðja eða fjórða sætið í prófkjörinu.

Ekkert útkall enn sem komið er

Ekkert útkall hefur borist björgunarsveitum í dag eða kvöld í tengslum við óveður sem gengur nú yfir Suðvesturland og Vesturland.

Rafmagn komið aftur á í mið­borginni

Rafmagnslaust var víða í miðborg Reykjavíkur vegna háspennubilunar. Rafmagnsleysið náði meðal annars til Mýrargötu, Geirsgötu, Tryggvagötu, Pósthússtrætis, Hafnarstrætis og Austurstrætis auk einhverra gatna í kring. Tilkynnt var um rafmagnsleysið klukkan 20.45 á vef Veitna.

„Saman munum við mæta þessari stefnu Ingólfs af hörku“

Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður hefur höfðað er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. janúar næstkomandi. Málið er höfðað gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni sem birti færslu um efnið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Þar kvaðst hann ætla að mæta Ingólfi af hörku.

Nær allir hlutar vindmyllunar endurunnir

Nær allir hlutar vindmyllunar sem sem felld var í gær verður endurunnin, en næst á dagskrá er að búta hana niður og hreinsa svæðið. Fall vindmyllunar vakti mikla athygli í gær og létu landsmenn örlög myllunar sig varða.

Minni líkur á eld­gosi

Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en skjálftahrina hófst á skaganum þann 21. desember síðastliðinn. Skjálftavirknina mátti rekja til nýs kvikuinnskots í Fagradalsfjalli og töldu margir sérfræðingar að eldgos væri í vændum. Eins og staðan er í dag, virðast minni líkur á eldgosi en áður var talið.

Hvetur foreldra til að mæta með börnin í Laugardalshöllina

Bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni verða í Laugardalshöll en ekki skólum líkt og til stóð. Þegar hafa 250 börn verið bólusett á þessum aldri. Nú eru 17.200 manns í einangrun eða sóttkví með eða næstum því fimm prósent landsmanna.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bólusetningar fimm til ellefu ára barna gegn kórónuveirunni hefjast í Laugardalshöll í næstu viku en ekki skólum líkt og til stóð.

Einstakt listaverkasafn afhent Listasafni Íslands

Listasafn Íslands fékk í dag afhent einstakt listaverkasafn Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar sem kenndur var við Síld og fisk. Listaverkasafnið inniheldur margar af perlum íslenskrar myndlistar.

Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi

Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir.

Stefnir í spennandi for­manns­slag

Allt stefnir í æsi­spennandi for­manns­slag innan Eflingar á næstu vikum. Tveir stjórnar­menn stéttar­fé­lagsins hafa gefið kost á sér til for­mennsku en þeir hafa verið sitt hvoru megin línunnar í deilum sem komu upp innan fé­lagsins í haust þegar fyrr­verandi for­maður þess sagði af sér.

Versta veðrið í kvöld og í nótt

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun fyrir stóran hluta landsins í kvöld og nótt. Veðurstofan biður fólk að huga að lausamunum. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu í höfnum og með ströndinni þar sem sjór getur gengið á land sérstaklega sunnan- og vestanlands.

Vara við veðrinu og biðja fólk að huga að lausamunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til fólks að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. Varað er við slæmu veðri sem gengur nú yfir landið og nær hámarki í kvöld og í nótt.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um það sem fram kom á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis nú fyrir hádegið.

Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt

Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum.

1.074 greindust innan­lands í gær

1.074 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 459 af þeim 1.074 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 43 prósent. 615 voru utan sóttkvíar, eða 57 prósent.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á sjötugsaldri lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær.

Segist hafa fengið „inni­halds­­laust“ bréf frá Katrínu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur.

Lögreglu bárust 158 beiðnir um leit að börnum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í fyrra 158 leitarbeiðnir vegna týndra ungmenna en Guðmundur Fylkisson, sem sinnir verkefninu hjá lögreglunni, segir um að ræða minnsta fjöldann frá 2015.

Megna fíkniefnalykt lagði úr stöðvaðri bifreið

Helstu verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt snéru að umferðareftirliti en í einu tilvikinu hugðist lögregla stöðva bifreið þar sem ökuljós hennar voru ekki tendruð.

Sjá næstu 50 fréttir