Upplýsingar um landsmenn í hættu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. desember 2021 12:01 Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja og stofnana séu meðvitaðir um algengan veikleika í tölvukerfum fyrirtækja en hann geti valdið miklum skaða. Vísir/Egill Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. Ríkislögreglustjóri ákvað í gær samráði við Cert-is og Fjarskiptastofu að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna svokallaðs Log4j veikleika sem getur valdið verulegum skaða í tölvu-og netkerfum fyrirtækja. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir tölvudeildir fyrirtækja nú á fullu að reyna að finna út hvort að veikleikinn sé búinn að koma sér fyrir í þeirra kerfum. Þegar séu komnar tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi hér á landi. Vilja upplýsa landsmenn um hættuna „Þetta er grafalvarlegt og ástæðan fyrir því að farið er á óvissustig almannavarna er að upplýsingar um landsmenn eru í hættu. Mestar líkur eru á að gögn fyrirtækja séu tekin í gíslatöku og menn þurfi þá að leysa þau úr gíslingu. Eða sem er verra að persónugreinanlegum gögnum er lekið eins og t.d. sjúkraskrám. Við sjáum að það er verið að reyna að misnota þennan veikleika hjá okkar viðskiptavinum enn sem komið er hefur það hins vegar ekki heppnast en það er bara tímaspursmál,“ segir Valdimar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir öll kerfi ríkisins vegna vandans. Það sé kostnaðarsamt en marg borgi sig. Unnið sé að því að byggja upp varnir. Valdimar segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu meðvitaðir um vandann. Við erum að búa til ákveðna spurningalista fyrir stjórnendur sem þeir geta þá spurt sína tæknimenn til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu á réttri leið,“ segir hann. Valdimar segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu alltaf á vaktinni vegna vandans. Getur leynst djúpt í kerfum „Árásirnar gerast oft þannig að þessir aðilar velja sér tíma þar sem er minnst eftirlit og sem minnst viðbragð því viðbragðið við árásinni skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hvet fyrirtæki til að vera virkilega mikið á varðbergi næstu vikurnar alla vega. Menn þurfa að vera að vakta kerfin sín helst allan sólarhringinn alla daga vikunnar,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki sé nóg að uppfæra tölvur og tölvukerfi svarar hann. „Ef að meinfýsinn aðili er búinn að koma sínum kóða fyrir í tölvuneti fyrirtækis þá er hann þar til staðar þó að kerfið sé uppfært. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerist er að fara í gegnum atvikaskrá og greina hvort að óeðlilegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir á kerfunum. Fara þá í vinnu að fjarlægja hann. Þetta er mjög erfitt því að þessi kóðaklasi log 4j getur leynst mjög djúpt í kerfunum og því er erfitt að finna hann.“ Minecraft er vinsæll tölvuleikur sem getur borðið veikleikann í heimilistölvur. „Minecraft- spilari náði að taka yfir tölvu mótspilara og náði fullum yfirráðum á þeirri vél. Þetta segir okkur það að heimilistölvur geta verið veikar og því afar mikilvægt að uppfæra þær,“ segir Valdimar. Tölvuárásir Lögreglumál Netöryggi Fjarskipti Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri ákvað í gær samráði við Cert-is og Fjarskiptastofu að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna svokallaðs Log4j veikleika sem getur valdið verulegum skaða í tölvu-og netkerfum fyrirtækja. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir tölvudeildir fyrirtækja nú á fullu að reyna að finna út hvort að veikleikinn sé búinn að koma sér fyrir í þeirra kerfum. Þegar séu komnar tilraunir til að brjótast inn í tölvukerfi hér á landi. Vilja upplýsa landsmenn um hættuna „Þetta er grafalvarlegt og ástæðan fyrir því að farið er á óvissustig almannavarna er að upplýsingar um landsmenn eru í hættu. Mestar líkur eru á að gögn fyrirtækja séu tekin í gíslatöku og menn þurfi þá að leysa þau úr gíslingu. Eða sem er verra að persónugreinanlegum gögnum er lekið eins og t.d. sjúkraskrám. Við sjáum að það er verið að reyna að misnota þennan veikleika hjá okkar viðskiptavinum enn sem komið er hefur það hins vegar ekki heppnast en það er bara tímaspursmál,“ segir Valdimar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir öll kerfi ríkisins vegna vandans. Það sé kostnaðarsamt en marg borgi sig. Unnið sé að því að byggja upp varnir. Valdimar segir gríðarlega mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja séu meðvitaðir um vandann. Við erum að búa til ákveðna spurningalista fyrir stjórnendur sem þeir geta þá spurt sína tæknimenn til að ganga úr skugga um að hlutirnir séu á réttri leið,“ segir hann. Valdimar segir mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu alltaf á vaktinni vegna vandans. Getur leynst djúpt í kerfum „Árásirnar gerast oft þannig að þessir aðilar velja sér tíma þar sem er minnst eftirlit og sem minnst viðbragð því viðbragðið við árásinni skiptir gríðarlega miklu máli. Ég hvet fyrirtæki til að vera virkilega mikið á varðbergi næstu vikurnar alla vega. Menn þurfa að vera að vakta kerfin sín helst allan sólarhringinn alla daga vikunnar,“ segir Valdimar. Aðspurður hvort ekki sé nóg að uppfæra tölvur og tölvukerfi svarar hann. „Ef að meinfýsinn aðili er búinn að koma sínum kóða fyrir í tölvuneti fyrirtækis þá er hann þar til staðar þó að kerfið sé uppfært. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að eitthvað gerist er að fara í gegnum atvikaskrá og greina hvort að óeðlilegum hugbúnaði hafi verið komið fyrir á kerfunum. Fara þá í vinnu að fjarlægja hann. Þetta er mjög erfitt því að þessi kóðaklasi log 4j getur leynst mjög djúpt í kerfunum og því er erfitt að finna hann.“ Minecraft er vinsæll tölvuleikur sem getur borðið veikleikann í heimilistölvur. „Minecraft- spilari náði að taka yfir tölvu mótspilara og náði fullum yfirráðum á þeirri vél. Þetta segir okkur það að heimilistölvur geta verið veikar og því afar mikilvægt að uppfæra þær,“ segir Valdimar.
Tölvuárásir Lögreglumál Netöryggi Fjarskipti Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07