Fleiri fréttir

Vilja að vinnu sé flýtt eftir bana­slys af völdum réttinda­lauss öku­manns undir á­hrifum

Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.

„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“

Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur.

Beitti skralli og skrúfjárni í líkamsárás

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með skralli úr topplyklasetti og stungið hann í sköflunginn með skrúfjárni, auk annarra brota.

Aftakaveður í kortum á kjördag

Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið á La Palma sem nú þegar hefur eyðilagt um hundrað hús. Við heyrum í fólki sem á jörð á eynni en gosið hefur annars ekki haft áhrif á flugumferð almennt til Kanaríeyja.

Tuttugu og fimm greindust innanlands

Tuttugu og fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega þrjú hundruð manns eru nú í einangrun með Covid-19, tæplega fimmtíu færri en fyrir helgi.

„Harmleikur sem átti ekki erindi í fjölmiðla“

Jón Ósmann sakar DV um að hafa birt frétt byggða á einhliða málflutningi barnsmóður sinnar og gagnrýnir miðilinn harðlega fyrir að hafa tilkynnt hann og son hans til Barnaverndar fyrir að hafa reynt að leiðrétta staðreyndavillur fyrir birtingu.

Fékk 180 þúsund króna hraða­sekt

Lögreglan á Suðurnesjum sektaði um helgina ökumann um 180 þúsund krónur eftir að sá mældist á 121 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann var auk þess sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Varar fólk við að reyna að smitast af veirunni

Ómögulegt er að segja til um hver veikist alvarlega af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Því varar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fólk endregið við því að reyna vísvitandi að smitast.

Rostungurinn virðist horfinn á braut

Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn.

Framsókn og Vinstri græn með flest spil á hendi

Framsóknarflokkurinn, Vinstri græn og Viðreisn koma oftast við sögu í mögulegum ríkisstjórnum eftir kosningar, ef marka má þingsætaspá Morgunblaðsins, sem byggir á þremur síðustu könnunum MMR fyrir blaðið.

Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni.

Kosningastefna kynnt á Sósíalistaþingi

Á Sósíalistaþingi sem haldið var í Tjarnarbíói í dag var afgreidd kosningastefnuskrá Sósíalistaflokksins undir kjörorðinu Stórkostlegt samfélag. Stefnan byggir á einstöku tækifæri Íslendinga til að byggja hér upp réttlátt, öruggt og öflugt samfélag byggt á jöfnuði og samkennd. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum.

Viðreisn kynnir stefnumál sín fyrir komandi kjörtímabil

Viðreisn áætlar að ráðstöfunartekjur heimilanna aukist um 72 þúsund krónur á mánuði á komandi kjörtímabili með því að tengja krónuna við evru, þar sem vextir, vöruverð og þjónustukostnaður muni lækka. Það séu tæplega 900 þúsund krónur á ári sé miðað við par með tvö börn sem skuldar 31 milljón króna.

Kosningapróf Kjóstu rétt og Vísis: Hver er flokkurinn þinn?

Landsmenn ganga að kjörborðinu þann 25. september og eflaust fjöldi fólks sem á enn eftir að taka lokaákvörðun um hvert atkvæðið á að fara. Ein leið til að átta sig á því hvaða flokk maður passar vel við er að taka kosningapróf Vísis og Kjóstu rétt.

Áhugaverðir sex mánuðir að baki

Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag.

Olían á ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálaflokkunum

Nær allir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram á landsvísu til Alþingiskosninganna eru sammála um að útiloka ætti leit og vinnslu á olíu í íslenskri lögsögu. Aðeins Flokkur fólksins og Miðflokkurinn segjast ekki tilbúnir að slá jarðefnaeldsneytisvinnslu alveg út af borðinu.

Vísað út af bráðamóttöku

Lögregla hafði afskipti af ölvuðum manni sem reyndi að komast heim til sín. Maðurinn hafði farið húsvillt og var farinn að berja húsið allt að utan til að reyna að komast inn.

Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss

VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjórtán ára drengur sem var greindur með kvíðakast á heilsugæslu og sendur aftur heim reyndist vera með blóðtappa í báðum lungum eftir kórónuveirusmit. Foreldrar hans eru fegnir því að ekki fór verr. Við ræðum við drenginn og foreldra hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

73 nem­endur Öldu­sels­skóla í sótt­kví

73 nemendur í þriðja og fjórða bekk Ölduselsskóla í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að samnemendur greindust með Covid-19 í gær. Þá eru fimm starfsmenn skólans komnir í sóttkví.

Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki

Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta.

Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald

Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi.

Vil­­borg Dag­bjarts­dótt­ir látin

Vil­borg Dag­bjarts­dótt­ir, skáld­kona og kenn­ari, lést á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans, hinn 16. sept­em­ber síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.