Fleiri fréttir

Nýtt minnis­blað: Svona sér Þór­ólfur fyrir sér fram­tíðina

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur ó­lík­legt að hægt verði að af­létta tak­mörkunum innan­lands á meðan far­aldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnis­blaði sínu til Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra um fram­tíðar­fyrir­komu­lag sótt­varna á Ís­landi vegna Co­vid-19.

Svandís og Brynjar tókust á í Pallborðinu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verða gestir Pallborðsins sem verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Vísi. 

Starfs­maður á Sælu­koti sakaður um of­beldi gegn barni

Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu.

Harmar misskilning og býður fólki að kjósa aftur

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu harmar misskilning sem varð á milli starfsmanns embættisins og kjósanda í Reykjavík þegar sá ætlaði að kjósa í þingkosningum utan kjörfundar í vikunni.

Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví

Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt.

124 greindust með kórónu­veiruna í gær

Að minnsta kosti 124 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 64 þeirra sem greindust voru fullbólusettir og er bólusetning hafin hjá fjórum sem greindust. 56 þeirra sem greindust eru óbólusettir.

Eitt barn reyndist smitað á Álftaborg

Eitt barn á leikskólanum Álftaborg í Safamýri hefur greinst smitað af kórónuveirunni. Börn og starfsmenn voru send í sóttkví eftir að starfsmaður greindist smitaður á föstudaginn.

Löggan stoppaði partíið en bauð gestunum að færa það í heimahús

Lögreglan á Norðurlandi eystra batt enda á tvítugsafmæli í félagsheimilinu Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit á laugardagskvöld við mikla óánægju veislugesta. Þeir töldu margir að lögreglan hefði óljósa heimild til þeirra aðgerða, enda væri ekki um veitingastað eða skemmtistað að ræða.

Hyggst kveða niður hungur­vofur og rétta hlut lands­byggðarinnar

Líkt og greint var frá í gær hefur tónlistar- og athafnamaðurinn Jakob Frímann Magnússon tekið efsta sæti á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar í september. Hann segist brenna fyrir því að rétta hlut þeirra sem minnst hafa á milli handanna og vill færa landsbyggðinni lífsgæði sem af mörgum höfuðborgarbúum eru talin sjálfsögð.

Kafarar kanna að­stæður vegna olíu­mengunar frá El Grill­o

Kafarar á vegum Landhelgisgæslunnar munu í dag hefja skoðun og skrásetningu á flaki El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Ástæðan er að rannsaka umfang olíuleka úr tönkum og hvaða möguleikar séu í stöðunni til að koma í veg fyrir frekari leka.

Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki

Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða.

Forsetahjónin á World Pride

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú taka þátt í World Pride í Kaupmannahöfn og Málmey á næstu dögum.

Teknir í spyrnu á 157 kílómetra hraða

Rétt fyrir klukkan tvö í nótt voru tvær bifreiðar stöðvaðar á Miklubraut eftir að hafa mælst á 157 kílómetra hraða á klukkustund en hámarkshraði á Miklubraut er 80 kílómetrar á klukkustund.

Fækkun legu­­rýma skýrist af betri tækni og þjónustu

Heil­brigðis­ráð­herra telur að fækkun legu­rýma á sjúkra­húsum landsins eigi sér eðli­legar skýringar. Aukin tækni í læknis­þjónustu og betri göngu­deildar­þjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legu­rýmum, líkt og víða í heiminum og í ná­granna­löndum okkar.

Segir mann­réttinda­brot framin í grunn­skólum

Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt.

Lögregla býr sig undir átök

Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi.

Ekkert verður af Color Run í ár

Ákveðið hefur verið að fresta Litahlaupinu, The Color Run, sem átti að fara fram þann 28. ágúst næstkomandi fram til næsta sumars vegna samkomutakmarkana. Vonast er til að hægt verði að halda hlaupið samkomutakmarkanalaust í júní á næsta ári.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir í forgangi að koma þeim Íslendingum sem staddir eru í Kabúl frá Afganistan. Ríkisstjórnin mun funda á morgun vegna stöðunnar.

Skoða ekki persónuleg samskipti lögreglumanna „um daginn og veginn“

Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur ritað öllum lögreglumönnum í landinu bréf þar sem áréttað er að nefndin hlusti ekki eftir persónulegum samskiptum á milli lögreglumann „um daginn og veginn“ þegar nefndin skoðar efni úr búkmyndavélum lögreglumannna vegna kvartana yfir störfum þeirra.

Heita vatnið kemur aftur í kvöld

Víða er enn heita­vatns­laust í Vestur­bænum en vatnið átti að koma aftur á klukkan 16 í dag. Það var tekið af í morgun til að tengja lagnir fyrir nýja Land­spítalann en ætti að vera komið aftur á hjá flestum fyrir klukkan 20 í kvöld.

Skiluðu inn minnisblaði til ráðherra

Tuttugu og sjö sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, þar af sex á gjörgæslu og eru fimm þeirra bólusettir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Már Kristjánsson yfirlæknir hafa skilað inn minnisblaði til ráðherra um stöðu mála á Landspítalanum í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir.

Sósíalistar og Miðflokkurinn á svipuðu róli

Engar marktækar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna á milli mánaða nema Sósíalistaflokksins í nýrri skoðanakönnun Gallup. Flokkurinn mælist nú með tæplega sjö prósenta fylgi, jafnmikið og Miðflokkurinn.

Vilja skoða önnur úr­ræði vegna sótt­kvíar barna

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt.

Einn ísraelsku ferða­mannanna talinn of veikur til að fljúga heim

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur nú að flutningum á fimm ísraelskum ferðamönnum sem greinst hafa með kórónuveiruna út á Keflavíkurflugvöll. Þaðan munu þeir fljúga með sjúkraflugi aftur til heimalandsins. Til stóð að flytja einn ferðamann til viðbótar, en ákveðið var að slá því á frest þar sem hann var metinn of veikur til að öruggt væri að flytja hann.

Sjá næstu 50 fréttir