Fleiri fréttir

Aukin vernd þolenda mansals

Eitt síðustu verka Alþingis á kjörtímabilinu sem leið var að samþykkja breytingu á ákvæði almennra hegningarlaga um mansal.

Erfiðast að fá fólk milli fer­tugs og fimm­tugs í bólu­setningu

Allir sextán ára og eldri hafa nú verið boðaðir í bólusetningu á Suðurnesjum og Vestfjörðum. Á Suðurnesjum hefur gengið hvað erfiðast að fá fólk milli fertugs og fimmtugs í bólusetningu og á Vestfjörðum hefur borið á því að fólk geri upp á milli bóluefna.

Með kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðastliðna helgi erlendan karlmann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að grunur vaknaði hjá tollvörðum að viðkomandi hefði fíkniefni meðferðis.

Haraldur hissa á við­brögðum Sjálf­stæðis­kvenna

Viðbrögð Sjálfstæðiskvenna við yfirlýsingu Haraldar Benediktssonar ,um að hann muni ekki taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hljóti hann ekki kjör í oddvitasæti, komu Haraldi í opna skjöldu. Hann segist ekki hafa leynt því að hann hyggist ekki sitja á listanum beri Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigur úr bítum í oddvitabaráttunni.

Verk­ferlar endur­skoðaðir og eftir­lit hert í Barna­landi

Verkferlar í kring um innritun barna í Barnaland í Smáralind verða endurskoðaðir, eftirlit hert og starfsþjálfun tekin til endurskoðunar eftir að fjögurra ára gömul stúlka hvarf úr Barnalandi á sunnudag án þess að starfsmenn tækju eftir því.

Drífa yfirheyrir Bjarna Ben

Drífa Snædal, forseti ASÍ, tekur á móti Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, klukkan tíu í dag. 

Bein útsending: Hvert stefnir Ísland í alþjóðasamvinnu?

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið standa nú í fjórða sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál, að þessu sinni í dag klukkan 9 í Norræna húsinu.

Þrjár tegundir bætast á lista yfir bannaða hunda

Til stendur að bæta þremur tegundum á bannlista yfir hunda sem ekki má flytja til landsins. Félag ábyrgra hundaeigenda gagnrýnir nálgunina, sem formaður félagsins segir skapa „falskt öryggi“.

Dóms­mála­ráð­herra stendur vörð um djammið

Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum.

Þyrla Gæslunnar sótti slasaða konu við Flekkudalsfoss

Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið var kallað á vettvang í gær eftir að tilkynnt var að kona hefði fallið á göngu við Flekkudalsfoss. Konan var slösuð og flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans.

„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“

Birgir Gunnars­son, bæjar­stjóri Ísa­fjarðar­bæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðru­vísi í máli Sifjar Huldar Alberts­dóttur, sem sagði af sér sem bæjar­full­trúi í gær. Hún hefur krafið bæjar­fé­lagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um ein­elti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfs­manns Ísa­fjarðar­bæjar.

Fögnuðu fyrstu útskriftinni með oddaflugi yfir eldgosið

Fyrsta svokallaða oddaflugið yfir eldgosið í Geldingadölum var farið í gærkvöld, þegar flugkennarar Flugakademíu Íslands fylktu liði frá Reykjavíkurflugvelli. Rúmlega þrjátíu manns útskrifuðust frá skólanum í vikunni.

„Alls ekki óþekkt að svona staða komi upp“

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til þrettán prósenta lækkun á þorskkvóta eftir ofmat á stofninum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi lýsa áhyggjum af stöðu hafrannsókna og krefjast úrbóta.

Kviknaði í bíl á Arnar­nes­brú

Eldur kom upp í bíl á Arnar­nes­brúnni í Garða­bæ rétt eftir klukkan sex í kvöld. Slökkvi­lið var kallað út og er búið að slökkva eldinn í bílnum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dökk skýrsla Landlæknisembættisins sýnir að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti og skortur á aðgerðastjórn og sýnatöku orsakaði umfangsmestu hópsýkingu hér á landi. Við ræðum skýrsluna við Ölmu Möller landlækni í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Haraldur þiggur ekki annað sæti ef hann tapar odd­vita­slagnum

Haraldur Bene­dikts­son, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­vestur­kjör­dæmi, mun ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjör­dæminu ef hann tapar bar­áttunni um odd­vita­sætið við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í próf­kjöri flokksins um næstu helgi.

Beinin sem fundust í Húna­vatns­sýslu ekki úr manni

Bein sem fundust í fjöru á Skaga í Húnavatnssýslu síðdegis í gær reyndust ekki vera mannabein. Talið var að um bein úr handleggi manns væri að ræða en svo reyndist ekki. Þetta staðfestir Runólfur Þórhallsson, formaður kennslanefndar ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

„Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“

Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu.

Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni.

Telja raunhæft að flytja út vetni til Rotterdam

Allt að 200 til 500 megavött orku gætu verið flutt úr landi í formi fljótandi vetnis til Hollands á síðari hluta þessa áratugar. Forskoðun Landsvirkjunar og Rotterdam-hafnar leiddi í ljós að verkefni væri ábatasamt og að tæknin væri fyrir hendi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um tillögur Hafrannsóknarstofnunar um að þorskkvótinn minnki um þrettán prósent og fáum álit sjávarútvegsráðherra á tillögunum.

Manna­bein fundust í fjöru í Húna­vatns­sýslu

Íbúi á Skaga í Húnavatnssýslu fann eftir hádegi í gær bein sem talin eru vera úr manni. Lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar til og fór ítarleg leit fram á svæðinu í kring en ekkert fleira fannst sem talið er geta tengst beininu.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.